Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 19
MOXGU NBLAÐIÐ 19 Sunnuðagtir tl. sept. 1966 Gísli S. Jakobsson — Minningarorð Fæddur 30. maí 1916. Dáinn 6. september 1966. Á MORGUN verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík móðurbróðir minn Gísli Skúli Jakobsson, iðnaðarmaður, Garðs- enda 12, Reykjavík. Gísli var fæddur í Vestmanna- eyjum 30. maí 1916, en fluttist með foreldrum sínum Margréti Gísladóttur og Jakobi Eyjólfs- syni til Reykjavíkur 1929 og bjó hér æ síðan. Giftur var hann Guðrúnu Ólafsdóttur, hinni ágæt ustu konu er var honum stoð og stytta í lífi hans. Þau eignuðust eina dóttur barna, sem gift er Guðmundi Eiríkssyni loftskeyta- manni. Gísli var með afbrigðum list- hneigður maður, og hafði mikið innsýni til að bera á állt er list- rænt var, og var það jafnframt eitt af aðaláhuga og hjartans mál um hans. Enda átti hann gott safn listaverka er prýddu heim- ili hans. Átti hann og margt til vina meðal listamanna er kunnu að meta þá hæfileika er Gísla voru gefnir. Gísli var sérstakt glæsi- og prúðmenni í allri umgengni og hæglátur maður að eðlisfari; Hann varð fyrir því þunga áfalli á unga aldri- að fá berkla, og gekk eftir það ekki jafn heill til skógar og áður. Hann gekk með stakri alúð að vinnu og var jafn- an heill og traustur í öllum sam- skiptum við aðra. Gísli var mikill jafnréttis mað- ur og þoldi ekkert aumt að sjá, og var jafnan reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd er í bágind- um stóðu. BRIDGE LOKXÐ er 13 umferðum í opna flokknum á Evrópumótinu í bridge sem fram fer í Varsjá. Franska sveitin hefur 6 stiga forystu yfir næstu sveitina, sem er í öðru sæti. Má telja öruggt að önnur hvor þessara sveita hljóti Evróputitilinn. Sveitirnar mætast nú um helgina og eftir þann leik fara línurnar að skír- ast. , Úrslit í 13. umferð urðu þessi: Sérstaklega vildi ég minnast frænda míns vegna mannkosta hans og umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni, sem hann hlúði að með stakri góðsemi sinni. Heimili hans var honum allt, og frændsystkinin sem systur og bræður, svo ógleymanlegt er, og minnist ég hans með þakklæti, hve góður hann var mér og mínu fólki. Fjölskyldu hans og sérstak- lega eiginkonu, sem var honum svo samhent í öllu, sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur um látinn vin, sem hvarf sjónum okkar alltof fljótt. A. G. V. VINARKVEÐJA Við söknum þín, vinur, er haustsins hönd húmskuggum málar sæ og lönd, en blómin höfuð sín hneigja. Þú áttir svo bljúga, ljúfa lund og ljóðelskan hug á góðri stund, að minning þín mun ekki deyja. Og barnanna varir, þær blessa þig þau báðu þig oft að leiða sig. Þú sagðir þeim ljcð og sögur. Þú tendraðir bros um brá og vör og bjart var ávallt með þér í för og æskan svo yndisfögur. f sögn þinni og leik var sól og vor. Það sumar bjarmar um gengin spor frá bernskunnar björtu dögum. Við gieymum því aidrei, Gísii minn hve gott var að hlusta á málróm þinn í æskunnar heimahögum. Nú hefur þú sagt þinn síðasta óð. Þitt sumar er Iiðið, en blómhvitt ljóð, við raulum við rekkju þína. Og kveðjan er milduð hljóðum harm. En húmið ilmar við kvöldsins barm, er skærustu stjörnurnar skína. En mæðgunum falla fögur tár um fölvar kinnar og daprar brá, Því enginn var annar svo góður. Svo bendi þinn kvöldbjarmans heilög hönd í helgum draumum á ljóssins strönd, og blessi okkar vin og bróður. Frá frænda og fjölskyldu. KFUK VINDÁSHLÍÐ Hlíðarkaffi verður selt í húsi KFUM og K, Amtmannsstíg 2B í dag, sunnudaginn 11. sept'ember, til ágóða fyrir starfið í Vindáshlíð. — Kaffisalan hefst kl. 3 e.h. Einnig verður katfi á boðstólum eftir samkomu í kvöld. — Komið og drekkið síðdegis- og kvöld- kaffið hjá okkur. STJÓRNIN. Dömur Ný mjög smekkleg gjafavara. Skinnhanzkar, svartir og brúnir — fóðraðir (silki) og ófóðraðir. Hjá Báru Austurstræti 14. | IMÍMIR Í ENSKA, DANSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, ÍTALSKA, SPÁNSKA, NORSKA, SÆNSKA, HOLLENZKA, RÚSSNESKA og ÍSLENZKA fyrir útlendinga. Enska og danska fyrir börn og unglinga. Kvöldnámskeið fyrir fulloróna. Síðdegistímar fyrir húsmæður. Fjölbreytt og skemmtilegt nám. Tímar við allra hæfi. — Símar 1-0004 og 2-16-55. Innritun kl. 1—7. IHálaskólinn IHímir Brautarholti 4 og Hafnarstræti 15. Noregur — Finnland 7-1 Frakkland — ísrael 6-2 Belgía — Danmörk 8-0 Ítalía — Austurríki 6-2 Holland — Pólland 8-0 írland Líbanon 8-0 England — Tékkóslóvakía 6-2 Staðan í opna flokknum að 13 umferðum loknum er þá þessi: 1. Frakkland 87 st. 2. Noregur 81 — 3. Holland 71 — 4. Sviþjóð 68 — 5. ísrael 67 — 6. England 65 — 7. Belgía 64 — 8. Spánn 64 — 9. Portúgal 62 — 10. Ítalía 60 — 11. frland 58 — 12. Finnland 53 — 13. Líbanon 53 — 14. Danmörk 49 — 15. Pólland 49 — 16. Tékkóslóvakía 45 — 17. Austurríki 26 — í kvennaflokki er staðan þessi: \ 1. England 60 st. 2. Noregur 57 — 3. Frakkland 52 — 4. Pólland 51 — 5. írland 48 — 6. Ítalía 44 — 7. Belgía 41 — 8. Tékkóslóvakía 41 — 9. Svíþjóð 41 —- 10. Spánn 32 — 11. Finnland 21 — Noregur tapaði óvænt fyrir Belgíu í síðustu umferðinni. GERIÐ EINS OG FYRIRSÆTURNAR... Notjð Aðeins 9“V“ A Hárspray HARSPRAY FYRIRSÆTANNA... 9-V-A hárspray bjargaði hári minu, segir hin fagra Islenska fyrirsæta Thelma. Hún notar 9-V-Á daglega til að fegra hár sitt. 9-V-A er dásamlega kristalstært, og varðveitir hárið með fögrum gljáa. Notið þvi 9-V-A, með öryggi, og eins oft og þér viljið, þvi oftar, þvi betra. B-Vitaminið gerir hárið heilbright, gljáandi og fagurt. 9-V-A er endanleg lausn a vandamálinu .... Thelma Ingvarsdóttir: „Hvað mundi verða um hár mitt, ef ég ekki no- taði hið nyja dásamlega 9-V-A Hárspray." Heildsölubirgðir: |SLENZK-AMERISKA Verzlunarfélagið H/F • Aðalstræti 9, Simi-17011 9-V-A HÁR- SPRAY - i aerosol- brúsum ICn78/ 9-V-A HÁR- SPRAY - plastflöskum Kr. 39/ _____________J 9-V-A Hárspray með B-Vitamin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.