Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 14
14
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnucfagtir II. sept. 198«
Maðurinn af Meðaihúsum
Þrœndastjórn í Noregí
Miðvikudaginn 31. ágúst las
ég í dagblaði austur í Stafangri
um annríki það er biði forsæt-
isráðherra Noðmanna Pers Bort
en hér á íslandi dagana 7.-13.
september. Meðal annars var þar
" frá því sagt að í dag — sunnu-
daginn 11. september ætti hann
að kynna sér búskap bænda í
Eyjafirði. Vel fer á því — hugs
aði ég, þá ber vel í veiði fyrir
Ingólf Jónsson landbúnaðarráð-
herra og ráðgjafa hans í bún-
aðarmálum að ræða á þeim vett
vangi búnaðarmál við hin vel-
menntaða búnaðarmann Fer
Borten sem er starfsreyndur
ráðunautur í búnaði um langt
skeið og sem búnaðarmálamað-
ur, í einu mesta og bezta bún-
aðarfylki Noregs, Suður-Þrænda
lögum. Þar við bætist að þing-
maðurinn og forsætisráðherrann
Per Borten er einnig reyndur
vel í norskum búnaðarstjórnmál
um, sem sannarlega hafa verið
allvandasöm og torveld nú um
skeið, og má búast við að svo
verði einnig á komandi arum.
Ekkert er af forsætisráðherr-
anum Per Borten tekið þótt þess
sé minnst er hann ferðast um
hér á landi og heimsækir ey-
firzka bændur, að hann er að
menntun og frumstarfi fyrst og
fremst búnaðarráðunautur og
búnaðarmálamaður, þótt nú sé
annað meira í efni um störf
hans fyrir norsku þjóðina.
Þrændalög ber hátt sem bún-
aðarhéruð og á flestan hátt
finnst mér alltaf að í Niðarósi
og Þrændalögum sé hærra til
lofts og viðara til veggja en
í öðrum héruðum Noregs flest-
um eða öllum, íslenzkum bænd-
um, sem fátt rækta annað en
gras til töðu, má vera það fróð-
leikur og lærdómur að Þrænda-
lög hafa löngum verið og eru
heyforðabúr Noregs, þaðan er í
mörgum árum flutt „Þrænda-
hey“ norður og suður um allan
-Noreg, þegar þess gerist þörf.
En svo er það ekki nema sjálf-
sagt á býlum bænda í Þrænda-
lögum að fá 100 hesta töðufall
af hektara af hesjuþurru heyi.
En það er, eins og allir vita,
í sögu og minningum sem
Þrændalög og Niðarós ber hæst
hér á landi og hefir löngum
gert. Drjúgur var hlutur Þrænda
laga í landnáminu og upphafi
íslenzkrar sögu, og það svo af
ber ef vér teljum Naumudal til
Þrændalaga, svo sem nú er gert,
þótt eitt sinn væru þar sveitir
sérstakt fylki. Naumdælafylki.
Óþarft er upp að telja landnáms
menn úr Þrændalögum og ætt-
aða þaðan, Þorsteinn svarfaður,
Eyvindur vápni og fóstbróðir
hans Hróaldar bjóla, Graut-Atli
og Ketill bróðir hans, Þórhadd-
ur hinn gamli er var hofgoði í
Þrándheimi, en tók ofan hofið
og flutti með sér hofsmoldina
og súlurnar til Stöðvarfjarðar,
Þorgeir hörðski. Loks er að
nefna það sem mest er um vert,
mennina af ætt Hrafnistumanna:
Þar er Ketill hængur og Baug-
ur fóstbróðir hans. Ketilbjörn
(á Mosfelli) og Hallkell bróðir
hans, og ljúkum þessu úrtaki
með að nefna Kveldúlf og Skalla
Grím ættaða úr Hrafnistu. Ég
vona að forsætisráðherrahjónun-
um norsku verði sýnd Hrafnista
svo að þau megi sjá með eigin
augum að vér kunnum að meta
ættlegginn úr Hrafnistu í Naumu
'dal ytri.
Enginn íslenzkur maður eða
kona getur gengið svo um stræt
in í Niðarósi að minningar sög-
unnar leiti ekki á hugann. Hér
hafa tugir og jafnvel hundruð
íslenzkra manna, sem vér vit-
um deili á, gengið um garða og
enn fleiri sem vér kunnum ekki
að nefna. Hingað sóttu þeir fjöl
margir er þeir hleyptu heim-
draganum. Fáar af íslendinga-
(sögunum getum vér lesið til
| enda án þess að Niðarós og dval
: ir íslenzkra manna þar beri
á góma. Sumum varð gæfu
vant á þessum slóðum svo sem
Gretti Ásmundarsyni og Steini
Skaftasyni, og hið sama verður
víst að segja um þá Gunnlaug
Ormstungu og Hrafn Önundar-
son. En margir sóttu hingað
frama, svo sem Gunnar á Hlíð-
arenda, Kjartan Ólafsson, Hall-
dór Snorrason o.fl. o.fl. sem
óþarft er og oflangt upp að telja
] Hér — í Niðarósi —< ortu þeir
og Hallfreður vandræðaskáld,
liðin ótíðindi. Þegar slíkt bar
að höndum réðust Svíar oftast
inn í Þrændalög. Áttu Þrændur
þá í vök að verjast, jafnvel
stundum svo að þeir fengu ekki
rönd við reist, og í eina tíð —
1658-60 urðu Þrændalög að lúta
sænskum yfirráðum. En Þrænd-
ur urðu aldrei kúgaðir til lengd
ar. Ef til vill var það engin til-
viljun að sjóhetjan mikla Peter
Tordenskjold (Peter Wessel)
var Þrændaættar og ólst upp
í Niðarósi — í hópi 18 systkina.
Nú skiptast Þrændalög í tvö
fylkií Suður-Þrændalög og Norð
hins nýja hrepps að taka upp
hið forna nafn og nefna hrepp-
inn Medalhus. Því miður varð
það ekki, en það breytir eigi
þeirri staðreynd að nú er for-
sætisráðherrann Per Borten
maður af Meðalhúsum eins og
Snorri orð.ar það í sögu Há-
konar góða, er hann segir frá
viðskiptum þeirra konungs og
Asbjarnar af Meðalhúsum. Er
ræða Ásbjarnar einn af gim-
steinunum í Heimskringlu, svo
sem alkunnugt er, ég efast ekki
um að Per Borten muni kunna
ræðuna þá utanbókar.
En það er ekki nóg með það að
forsætisráðherrann Per Borten
er borinn og barnfæddur í
Þrændalögum, „maðurinn af
meðalhúsum“. Norska stjórnin
telur 15 ráðherra, af þeim eru 5
Þrændur. Það er því nokkuð að
vonum er gamanyrtir Norðmenn
kalla stjórmna „Trönderregjer-
ingen“ og stjórnarráðshúsið
Við Borgfjörden í Vestdal í Þrændalögum.
Þorleifur jarlskáld, Óttar svarti,
svo nokkrir séu nefndir. í dóm-
kirkjunni í Niðarósi flutti Einar
Skúlason kvæði sit Geisla 1153
í vióurvist þriggja konunga og
anars stórmennis. í Niðarósi bar
hann beinin Eysteinn Ásgríms-
son höfundur Lilju, hann hvílir
í gleymdri gröf að Helgisetri
við Niðarós. Hér er mikla sögu
að rekja. — Og Snorri Sturlu-
son, hér var hann, heimsborgar-
inn, sagnfræðingurinn, skáldið,
svo mikils metinn að honum
tkst að afstýra herför til ís-
lands með öllum þeim ófarn-
aði sem af slíku ofbeldistiltæki
hefði leitt. Hér mælti hann orð-
in frægu: „Út vil ek“, sem öllum
íslendingum ættu að vera minni
stæð þegar þann vanda bar að
höndum að halda hlut sínum og
vöku, er herðir að í málum
lands og þjóðar.
Einn síðari aldar mann ís-
lenzkan er rétt að nefa í sam-
bandi við Þrændalög, hinn góð-
í fræga embættismann Þorkel
| Jónsson Fjeldsted sem varð stift
amtmaður í Þrándheimi 1786, en
j áður amtmaður á Finnmörk. Var
j embættisframi hans og ferill í
Danaveldi meiri en þá var títt
um íslenzka menn.
Hlutur þrænda hefir löngum
verið mikill í Noregi, og það er
almælt þar í landi að hverju
því máli sé vel borið sem Þrænd
ur fylgja af heilum hug.
Norska skemmtiskáldið Johan
Herman Wessel (1742-1785)
kvað eitt sinn:
Engang en ret forvoven Jyde
med Hagel paa en Thrönder
vilde skyde,
men fik hans Pande ei i sönd-
er,
nei, det skal Kugle til en
Thrönder.
Síðan er orðtæki í Noregi:
i „Det skal kule til en trönder“.
J Oft hefir komið sér vel að
Þrændur eru fastir fyrir. Því
j miður hefir oft á umliðnum öld
um dregið til ófriðar á milli
frændþjóðanna Svía og Norð-
i manna, þótt nú sé slíkt löngu
ur-Þrændalög, en alltaf finnst
mér bezt fara á því að hugsa
sér Þrændalög sem eina heild
og fólkið sem Þrændur án frek-
ari skilgreiningar.
Suður-Þrændalög fylki er
19193 ferkm. Það skiptist í 25
hreppa (voru 55 hreppar, áður
en nýskipan hreppa í Noregi
komst á nýverið). íbúar fylkis-
ins eru um 220 þús. manns, þar
með talin borgin Niðarós með
um 114 þús. íbúa, en borgin hef-
ir nú lagt undir sig mikið bænda
land.
Árið 1959 voru í Suður-
Þrændalögum um 12000 lögbýli
með einn hektara ræktað land
eða meira. Mörg eru býlin smá,
ekki nema 10 býli með 50 ha. rækt
aðs lands eða meir. „Búnaðar-
land“ í fylkinu var alls um 71
þús. ha, of af því um 39700 ha,
fullræktað land. Nytjaskógur:
barrskógur um 180.000 ha lauf-
skógur um 77000 ha. Þannig er
skógurinn snar þáttur af búskapn
um. Búfé var 1959: Hestar 9684,
nautgripir 89263, sauðfé 117622
(talið að sumri), geitur 2300.
Svín 18500, hænsn um 10700.
Norður-Þrændalög eru 22463
ferkílóm. og þar búa um 117
þús. manns í 22 hreppum og
tveimur kaupstöðum — Steinker
um og Namsós.
Það er í þessu umhverfi og
úr þesssum jarðvegi sem for-
sætisráðherrann norski er upp-
runninn og um hina góðu konu
hans Magnhild er einnig hið
sama að segja, Per Borten er
svo sem kunnugt er fæddur
bóndasonur og uppalinn við bú-
skap og bændakjör í sveit er
nefnist Flá í Suður-Þrændalags
fylki, en við sameiningu hreppa
hefir nú skipast þannig að upp
er risinn nýr og stór 8 þús.
manna hreppur er nefnist Mel-
hús. Ekki þarf djúpt að kafa,
hér er um að ræða hið forna
nafn Meðalhús, enda mun hafa
komið mjög til orða við stofnun
mikla í Ósló „Trönderheimen'
„Þrændastjórnin" hefir reynzt
vinsæl og stendur föstum fótum.
Hana sakar lítt þótt framámenn
Verkamannaflokksins, sem urðu
að hverfa frá völdum 1965 eftir
áratuga stjórn, skjóti að henni
haglaskotum. „Det skal kule til
en trönder" og enn er hún ó-
steypt kúlan sem fellir stjórn
Pers Borten, þótt vafalaust eigi
hún fyrir höndum að víkja þegar
þar að kemur, svo sem verður
um allar stjórnmálastjórnir.
„Þrændastjórnin" kom ekki
sem þjófur úr heiðskíru lofti.
Málið á sinn bakgrunn. Árið
1896 stofnuðu norskir bændur
hin fyrstu stéttarsambandssam-
tök sín. Norsk Landmansfor-
bund. Félagi.ð breytti um narn
1922 og nefnist síðan Norges
Bondelag. Stjórnmálaflokkurmn
Bondepartiet var stofnaður 1920.
Átti tilkoma hans vafalaust
nokkrar rætur í stéttasamtökun-
um, þótt þau væru ekki stjórn-
málaleg. Árið 1959 skipti bænaa-
flokkurinn um náfn og nefnist
síðan Senterpartiet. Það þóttu
mér ill nafnaskipti, en efalaust
hefir flokkurinn grætt fylgi við
nafnbreytinguna. — Flokkurinn
heifr 18 þingmenn (af 150) og 3
ráðherra í stjórninni. Per Bort-
enog stjórn hans tók við völduui
12. október 1965.
Aðalmálgagn Miðflokksins —
Senterpartiet — er dagblaðið
Nationen, stofnað 1918, en fyrir-
rennari Nationen var blaðið
Landmandsposten sem hóf göngu
sína 1896 svo að segja um leið og
Norsk Landmansforbund var
stofnað. Landmandsposten kom
út með ýmsum hætti allt til 1918
er Nationen tók við, og enn ber
ein blaðsíða blaðsins Nationen
nafnið Landmandsposten, þannig
er Landmandsposten nú sjötug-
ur. Nationen kemur út í Ósló í
allt að 30,000 eintökum, ritstjór-
inn er — auðvitað — bóndason-
ur úr Þrændalögum. Hann er
raunar ritstjóri í „forföllum“
bróður síns, sem var ritstjóri en
situr nú í „Þrændastjórninni"
Hin fornu bönd sem bundu
þjóð vora við Niðarós og Þrændr
lög, og skáldin bundu fastast, er r
löngu brostin, en ný tengsl ha:a
myndast. Allt frá 1917 hafa ís-
lenzkir menn — og konur —
menntast við Tækniskólann r
Niðarósi, álitlegur hópur Þránd-
heimsverkfræðinga er nú með )
verki að setja svip á verklegar
framkvæmdir hér á landi. Þó
nokkrir hinna ungu verkfræð-
inga hafa flutt með sér heim frá
Niðarósi og Þrændalögum meira
en menntunina eina. Góð afleið-
ing þess og árangur er sá, að nú
alast upp sem framtíðar íslena-
ingar, hér í höfuðborginni og
víðar á landi voru, efnilegir 50%
Þrændur. Það er þáttur í sigrum
lífsins á voru kalda en góða
landi.
Árni G. Eylands.
— Utan úr heimi
Framhald af bls. 16
syn að eflast meira að áhrif-
um í Sýrlandi — en það er
hægar sagt en gert, þar ráða
nú ríkjum ungir herforingjar
sem líta á sjálfa sig sig byit-
ingarleiðtoga og fremur sem
keppinauta Nassers en læn-
sveina.
írakar, sem vénjulega eru
taldir með „byltingarsinnum "
hafa nú í valdastólum herfor-
ingja, sem litla reynslu hafa
í stjórnmálum — veika stjórn,
sem á fullt í fangi með að
halda stjórnartaumum. Sem
stendur er hún til lítils gagns,
hvorum aðilanum sem er.
Nasser verður því fyrst og
fremst að byggja á hinni mátt
ugu áróðursvél sinni, bylting-
aranda og óþolinmæði ungra
Araba, sem eru uppistaðan í
„frelsishreyfingum“ nasser-
ista og mynda hin alræmdu
„skuggaráðuneyti", sem leita
til Kaíró bæði um vopn, fjár-
styrk og áróðursmöguleika.
— Meginskotmark þessara
manna er nú Arabaskaginn
sjálfur — höfuðvígi Feisals
konungs. Ekki miða þeir þó
beint að Saudi-Arabíu heldur
að smáríkjunum á landamær-
unum — Suður-Arabíu-sam-
SAMKOMUR
Almennar samkomur
Boðun fagnaðarerindisins í
dag sunnudag að Austurg. 6,
Hafnarfirði kl. 10 f. h.; að
Hörgshlíð 12, Rvík kl. 8 e. h.
bandinu, ríkjunum Hadhra-
maut, Oman, Muscat, Bahrain
og fleiri slíkum. Hryðjuver-c
og skæruhernaður eru helztu
vopnin og hafa að mestu kom
ið í stað opinnar samkeppni
Arabaríkjanna. Því meir sem
„byltingarsinnar“ telja sér
ógnað, því gjarnari eru þeir a
að grípa til ofbeldisverka.
(OBSERVER: Patrick Seale.
Öll réttindi áskilin)
— Sovétrikin
Framhald af bls 1
Kína muni ekki á neinn hatt
breyta utanríkismálastefnu al
þýðulýðveldisins.
Haft er einnig eftir áreiðan-
legum heimildum í Moskvu,
þótt ekki bafi þær fregmr
fengizt staðfestar, að N-Viet
nam haff alls ekki í hyggju að
draga saman seglin í styrjöld
inni í Vietnam, heldur hafi
ráðamenn landsins farið fram
á það við sovézka ráðamenn,
að þeir auki hernaðaraðstoð
sína. Margt er einnig talið til
þess benda, að Sovétríkin
hafi í hyggju að auka aðstoð
sína viö N-Vietnam. Þanmg
sagði varnarmálaráðherra Sov
étríkjanna, Rodion Malinov-
sky, sl. fimmtudag, að þúsund
ir ungra sovézkra borgara
væru reiðubúnir til að gerast
sjálfboðaliðar í Vietnam. Líkti
ráðherrann styrjöldinni í Viet
nam við borgarastyrjöldina a
Spáni. Þá hafa sovézk biöð
birt á und&nförnum dögum
margar myndir af sovézkum
vopnum í Vietnam, m.a. eld-
flaugum