Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
207. tbl. — Sunnudagur 11. september 1966
Senn kemur té
af fjaW
— nokkrar konur smala í ár
SENN KOMA RÉTTIR. Leitar-
menn eru víðast hvar lagðir af
stað til þess að smala afréttina.
Flóamenn fóru á sunnudaginn
var í lengstu leit, svokallaða
Sandleit, inn í Arnarfellið mikla.
I>á fóru menn í Norðurleit úr
Hreppum og Flóa á fimmtudags-
morgun. Þeir sem smala Sultarfit
lögðu upp í gær. Alls smala um
60 manns afréttarsvæðið milli
Þjórsár og Hvítár. Blaðamaður
Mbl. hafði í gær tal af Eiríki
Eiríkssyni á Gafli í Villingaholts-
hreppi, og sagði hann að sér væri
kunnugt um tvær stúlkur, sem
fara á fjall úr Flóanum í ár. Eru
það Svala Steingrímsdóttir frá
Hóli í Gaulverjabæjarhreppi og
Alda Hermannsdóttir frá Lang-
holti í Hraungerðishreppi. Skeiða
réttum hefur verið flýtt um viku
í ár, og verða þær þann 16. þ. m.
Ástæðuna fyrir þessu kvað Eirík-
ur vera þá, að féð er farið að
standa niður við afréttargirðing-
una nú þegar.
Sigurður Guðmundsson á Foss-
um í Svartárdal í Húnavatns-
sýslu sagði að um 20 menn þar
úr héraði færu á fjall í haust.
Fara þeir ekki fyrr en eftir viku,
en réttað verður í Stafnsrétt 22.
og 23. þ. m. Ein kvenna meðal
göngumanna verður Sigurlaug
Markúsdóttir, Reykjarhóli í Seilu
hreppi í Skagafirði. Gangnafor-
ingi í göngunum á Eyvindarstaða
heiði er Sigurður Guðmundsson
á Fossum.
Lárus Björnsson á Grímstungu
Framhald á bls. 31
KR-Keflavík í dag kl. 4
Mikill spenningur ríkir um úrslitin í
þessum nœstsíðasta leik í I. deild
Myndin er af hjónunum, sem unnu hægindastólinn veittum 25. þúsundasta gesti Iðnsýningar-
innar á föstudagskvöld. Til vinstri er Arinbjörn Kristjánsson framkvæmdastjóri sýningarinn-
ar. Næst honum stendur Lilja Sigurðardóttir, kona 25. þúsundasta gestsins, Ólafs Jónssonar,
Bræðraborgarstíg 13b. Hann er til hægri.
1 forgrunni myndarinnar er stóllinn sem þau hjón hlutu. (Ljósm. Ingim. Magnússon.)
f DAG, kl. 4 leika KR-ingar og
Keflvíkingar á Laugardalsvell-
inum og er þetta næst síðasti
leikurinn í 1. deild í ár — nema
féölg verði jöfn að stigum í efsta
sæti.
Miklu meiri spenna ríkir um
úrslit þessa ieiks en hins leiks-
ins, sem eítir er en hann er milli
Vals og Þrótcar. Stigin standa
nú þannig að Keflvíkingar og
Valsmenn haf.. 12 stig en KR 10.
Keflvíkingar verða að vinna í
dag til að hafa möguleikann jafn
vel þó KR vinni Þrótt — eins og
líklegt er talið. KR-ingar keppa
að sigri og hafa með sigri mögu
leika á að bianda sér í „auka“-
úrslitabaráttu ef Þróttur vinnur
Val.
En hvað urr. það. Víst má bú-
ast við góðum og spennandi leik
því Keflvikingar hafa átt góða
leiki í sumar og KR-ingar hafa
mjög sótt sig að undanförnu og
bezti leikur peirra um langt
skeið var gegn Frakklandsmeist
urunum frá Nantes.
Sandur hleðst að
norska bátnum
Aðstaða til björgunar mjög erfið
UNDANFARNA daga hafa menn
frá Björgunarfélaginu h.f. dval-
izt við Sandvik, skammt norðan
við Gerpi til að athuga mögu-
leika á björgun norska síldveiði
bátsins Gesina sem þar strand-
aði aðfaranótt þriðjudags sl. —
Brezkt tryggingafélag býöst
til aö tryggja íslenzkar laxár
— fyrir „Irlandsveikinni44 svonefndu — Hverfandi
hætta talin á, að sjúkdómurinn berist hingað —
Rætt við Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra
FYRIR nokkru barst Gunn
ari Bjarnasyni, skólastjóra,
fyrrv. formanni Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur,
bréf frá brezku trygginga-
félagi, þar sem það býðst
til þess að tryggja laxveiði
ár á íslandi, þ.e. að bæta
veiðieigendum tjón það,
sem myndi verða, ef sjúk-
dómur sá, sem nú herjar á
lax í írlandi, bærist hing-
að. Kveðst tryggingafélag-
ið þegar hafa tryggt ár í
Bretlandi vegna þessa, og
býður nú fram þjónustu
sína í þessum etnum. — í
tilefni þessa sneri Mbl. sér
til Þórs Guðjónssonar,
veiðimálastjóra, sem ný-
kominn er af fiskimálaráð-
stefnu Norðurlanda í Finn
landi, og innti hann eftir
írlandsveikinni svonefndu,
hvort hætta væri á að hun
bærist hingað, svo og fisk
sjúkdómamálum almennt.
í viðtalinu, sem hér fer á
eftir, kom margi fróðlegt
fram, m.a. að aO líkindum
er þess að vænta, að bráð-
lega verði sett reglugerð
um innflutning skraut-
fiska til Islanus, þar eð
þeir munu geta nono með
ser sjukuoma.
„Pao sem i.yrst og fremst
vaKU atnygn mina a iiskí-
málaráðsteínu Norðurlanda,
voru erindi, sem þar voru
flutt um fiskivötn og vatna-
fiska. í þessu sambandi var
einmitt rætt mjög um sjúk-
dóma, og hættuna á því, að
þeir bærust milli landa. Eftir-
tektarvert þótti mér erindi
veiðimálastjóra Svíþjóðar, Ing
mar Sörensen, en hann ræddi
um fisksjúkdóma og flutning
fiska milli landa með tilliti
til sjúkdómahættu", sagði Þór.
„Það er nú fyrst á síðustu
árum, að aimennur áhugi hef-
ur vaknað fyrir fisksjúkdóm-
um og orsökum þeirra. Menn
eru nú farnir að gera sér
grein fyrir því, hversu mikil
hætta er á því, að sjúkdómar
flytjist með hrognum og seið-
um milli landa. Svíar telja sig
hafa fengið hina mjög alvar-
legu kýlaveiki, Furunculosis,
með' fiski frá Danmörku, en
þar er þessi sjúkdómur all-
útbreiddur. Svo vill til, að
regnbogasilungur þolir kýla-
veikina betur en aðrar fisk-
tegundir, þannig að borið hef-
ur minna á veikinni í Dan-
mörku en í laxinum í Svíþjóð.
Svíar telja kýlaveikina ógnun
Framhald á bls. 11.
Þessar athuganir voru gerðar
samkvæmt beiðni norskra vá-
tryggjenda, og hefur Björgunar
félagið h.f. gefið þeim skýrslu
um málið, en ekki lieyrt frá þeim j
síðan.
Eggert Karlsson hjá Björgun
arfélaginu h.f. tjáði Mbl. í gær,
að öll aðstaða til björgunar-
starfa í Sandvik væri mjög erf-
ið og kostnaðarsöm. Þarna renn-
ur á, sem ber sand að bátnum. Er
sandurinn nú kominn allhátt upp
að síðum hanj. Þá er sandrif
200—300 metra fyrir utan, sem
brýtur á, og ekki hægt að kom-
ast inn fyrir það á björgunar-
Framhald á bls. 31
Þrem bílum
stolið
í NÓTT var þremur bifreiðum
stolið í Reykjavik. Voru það
R-5302, Flymouth-fólksbifreið,
árgerð 1955, græn að lit, sem
hvarf af bílastæðinu við Tjörn-
ina einhvern tima frá því kl. 5
síðd. á föstuciag til gærmorguns.
R-19145 Ford Fairline, fólksbif-
reið, dökkur og hvítur, árgerð
1959, sem hvarf af Laugavegi og
R. 10595, Chevrolet, hvítur og
grænn, tveggja dyra, árgerð
1956, sem hvarf af Njálsgötu. —
Báðum þessum bifreiðum var
stolið einhvern tíma, frá mið-
nætti til kl. 8— 9 f gærmorgun.
Þeir, sem gætu gefið einhverjar
upplýsingar um þessa þjófnaði
eru beðnir að hafa samband við
rannsóknarlögregluna.
3 gengu af brezk-
um togara
LÖGREGLAN á Akureyri þurfti
að hafa talsverð afskipti af
brezkum togarasjómönnum í
fyrrinótt og gær. Sl. fimmtu-
dag hafði togarinn Lock Doon
frá Hull komið inn til Akureyr-
ar vegna bilunar. Á föstudag
gengu þrír af skipshöfninni af
togaranum og leituðu til lög-
reglunnar, en það varð að sam-
komulagi að þeir svæfu af um
nóttina um borð í skipinu og
komu þeir svo snemma í gær-
morgun aftur í land og höfðu
ekki breytt afstöðu sinni um að
ganga af skipinu, og skipstjór-
inn gerði heldur engar kröfur
um að þeir væru fluttir um
borð með valdi. í fyrrinótt var
róstusamt um borð í togaranum
og tveir skipverja voru látnir
gista í fangahúsi lögreglunnar
sökum ölvunar. Þeir fóru síðan
aftur um borð í togarann og fóru
með honum er hann sigldi út í
gærdag. Þremenningarnir voru
ekki ölvaðir.
Ástæðan til að hinir þrír skip
verjar gengu af var sú, að þeir
töldu sig ekki hafa fengið sóma-
samlegt fæði um borð í fleiri
daga, en það stafaði af því að
matsveinninn var veikur og var
fluttur til Reykjavíkur á föstu-
daginn af þeim sökum.
Hinir brezku togaramenn
áttu að koma með flugvél hing-
að til Reykjavíkur í gær.
Forseti
fer utan
FORSETI Islands, herra As-
geir Ásgeirsson, fór í gær í
einkaerindum til útlanda.
i fjarveru hans fara forsætis-
ráðherra, forseti sameinaðs Al-
þingis og forseti Hæstaréttar
með vald forseta Islands, >am-
kvæmt 8. gr. stjórnarskrárinn-
ar.
Forsætisraðuneytið
10. september 1966.