Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 17
Sunnudagur 11. sept. 190t MORGUNBIAÐIÐ 17 Velkominn gestur Sá siður fer nú mjög í vöxt, að forystumenn þjóða heimsækja hver annan. Stundum er um það talað, að gagn af slikum ferð- um sé lítið og mikill kostnaður þeim samfara. Auðvitað eru af þeim einhver útgjöld og oft er ekki hægt að benda á ákveðinn árangur hvers einstaks ferðalags. En þau kynni, sem þannig er efnt til, koma oft að ómetanlegu gagni. Hvenær svo kann að verða er sjaldnast hægt að sja fyrir, og fráleitt væri að ætla að meta hverja einstaka ferð til fjár. Vinátta og gagnkvæmar skilningur eru vissulega verð- mæt, jafnvel þó af þeim sé oft enginn fjárhagslegur hagnaður og stundum meira að segja hið gagnstæða. Heimsókn hins norska forsæt- isráðherra Per Bortens lýsir sér- stökum vinarhug hans og norsxu þjó'ðarinnar í garð íslendinga. Ferð Bortens hingað er hin fyrsta opinbera heimsókn, sem sem hann fer til annars lands eftir valdatöku sína. Þegar Bort- en tók við embætti voru fleiri þvílík heimboð, sem fyrirrenn- ara hans hafði ekki gefizt tími til að sinna. Borten valdi að fara fyrst í íslandsferðina. Vinsæll stjórnandi íslendingum hefði auðvitað ekki verið síður kært, þó að Einar Gerhardsen, fyrirrennari Bort- ens, hefði komið hingað. Það er biorðmanna en ekki fslendinga, Norski forsætisráðherrann í Reykholti. (Ljósm. Mbl.: E. Pá ) REYKJAVÍKURBRÉF ! að velja forsætisráðherra Noregs. Gerhardsen reyndist Norðmönn- um ágætur stjórnandi áratugum saman og íslendingum var hann ætíð mjög vinveittur. Nú hefur Bortem tekið við, og þó að stjórn hans sé einungis búin að sitja j tæpt ár, þá hefur hann þegar getið sér frægðarorð. í Noregi tíðkast mjög hinar svokölluðu Gallupkannanir á stjórnmála- skoðunum manna. Samkvæmt nýlegri könnun er mikill mein- hluti þeirrar skoðunar, að stjórn in- hafi leyst störf sín vel af hendi. Að stjórninni standa sund urleitir flokkar. Ýmsir efúðust um, að þeim mundi endast sam- heldni til langs samstarfs. Hversu vel hefur tekizt er ekki sízt talið að þakka ágætri for- ystu Bortens. Sameiginleg verk- efni Sem betur fer er samvinna íslendinga og Norðmanna með ágætum. Að sjálfsögðu geta ætíð komið upp einstök vandamál, þar sem hagsmunir rekast á. Svo virðist vera um lendingarleyfi Loftleiða á Norðurlöndum nú. Vonandi leysist það mál á full- nægjandi veg fyrir alla aðila áð- ur en yfir lýkur. Við síðustu samningsgerð um þetta efni sýndu norrænir ráðamenn þ.m.a. norskir, okkur mikla velvild og höfðu ráð sérfræðinga sinna að engu. Þvílíkan velvilja metum við mikils og vonum að hann haldist, jafnframt því, sem við verðum að skilja þá örðugleika, er þetta bakar þeim, sem ábyrgð ina bera. Önnur hugsanleg árekstrarmál milli þjóðanna eru nú trauðla fyrir hendi. Ómetan- legt er að styðjast við reynslu Norðmanna um þátttöku þeirra í EFTA-samstarfinu, ef við ósk- um að gerast þar aðilar. Þá er ekki síður þýðingarmikið að hafa samráð við Norðmenn um afstöð una tii Atlantshafsbandalagsins, nú þegar endurskoðun á starfi þess stendur fyrir dyrum og De Gaulle gerir þar þá erfiðleika, •em hann megnar. LaugarcL 10. sept. Þýðing norrænn ar menningar Til langframa væri e. t.v. þýð ingarmest, ef íslendingar og Norðmenn, helzt ásamt Dönum og Svíum, sameinuðust um að kynna öðrum þjóðum forna nor ræna menningu og þýðingu henn ar fyrir umheiminn. Því miður er hið mikla gildi hennar mjög vanþekkt og þar af leiðandi van- metið úti í hinum stóra heimi. í ágætri ræðu, sem merkisprest- ur flutti við hátíðlegt tækifæri í sumar, sagði hann, að íslenzku handritin væru svo þekkt, að uppboð á einu þeirra hefði vak- ið heimsathygli. Þetta er mikill misskilningur. Uppboðið á Skarðsbók vakti naumast nokkra athygli utan íslands. Helzt var það, að einhverjir andstæðing- ar handritaafhendingarinnar í Danmörku reyndu að nota sér söluverðið til að spilla fyrir handritagjöfinni af hálfu Dana. Því mi'ður eru þeir alltof fáir. sem nokkur skil kunna á hin- um fornu sögum eða hafa hug- mynd um gildi íslenzkrar tungu til skilnings á nútímatungu ger- manskra þjóða. Hvað þá, að þeir geri sér grein fyrir, að forn germönsk og þá ekki sízt norræn menning, hefur á sinn veg ekki minni þýðingu fyrir nútímann en gyðingleg, grísk og rómversk menning. Jafnað við Hómers-kviður Gaman var. að sjá suður í Zúrich í Svisslandi nýlega þýzka endurútgáfu á íslendingasögum. Fróðlegt var að renna augunum yfir það, sem á hlífðarblaði var prentað af ummælum kunnra fræðimanna um sögurnar. Þar var m. a. sagt, að bókmennta- gildi þeirra væri ekki minna en Homerskvæða. Þó var sleginn sá varnagli, að þær mættu ekki verða til þess að æsa upp þjóð- ernisremfoing — eða eitthvað á þann veg. Auðsætt var hvert þeirri aðvörun var beint. Sá, sem hana ritar, hafði áreiðanlega ekki íslendinga í huga, heldur sína eigin samlanda í Þýzka- landi. Sannleikurinn er sá, að íslendingasögur hafa haft mikia bölvun á því dálæti, sem sum- ir nazistaforingjarnir höfðu á þessum fornu fr^pðum. Mann- vonzka þeirra átti sér aðrar ræt ur, og verður vonandi ekki til iengdar til ófrægðar norrænni hámenningu. Fagurt land og frjósamt Einhvern tíma mun í dálkum þessum hafa verið vikið að orð- um Svisslendings, sem sagði land sitt ekki eiga önnur nátt- úruauðævi en steina og jökia og þjóðina þó vera orðna eina hina ríkustu í heimi. Sá, sem flýgur yfir Svissland og fær að skoða verulegan hluta þess, kemst hinsvegar á aðra skoðun. Svissland er a'ð vísu fjallaland með jafnvel enn hrikalegri fjall- garða en við eigum að venjast. En mikill munur er á hversu Svissland er frjósamara land en ísland. f ágústlok mátti segja, að við fljóta yfirsýn virtist allt grænt upp að jökulrótum, nema þar sem kolsvartir bergveggir blöstu við. Sjálfir töldu Sviss- lendingar, að segja mætti að % hluti landsins væri fjöll og firndindi. % hluti skógar og % hluti væri ræktaður. Enda var svo að sjá sem hver rækt- anlegur blettur væri raunveru- lega ræktaður. Jafnvel 1700 metra háar fjallshlíðar eru með hvanngrænum túnum og fögr- um leikvöllum. Tvö erfiðustu vandamálin Gestsaugum hlaut að virðast blómlegir akrar og víðfeðmar skógarlendur vera óþrjótandi auðsuppsprettur. En mikilshátt- ar stjórnmálamaður sagði hina svissnesku þjóð búa við tvenn vandamál öðrum fremur. Ann- arsvegar sagði hann byggingar- kostnað svo mikinn, að til veru- legra vandræða horfði. Hann taldi ekki lengur borga sig að fella tré til þess að búa til úr þeim hús eða aðra smíðisgripi, heldur færi viðurinn nú að mestu í trjákvoðu. Ef bygging- arkostnaður ætti ekki að sliga gjaldgetu almennings, þá yrðu menn að finna ráð til að geta byggt hús í fjöldaframleiðslu. hliðstætt því, sem nú væri gert um bifreiðir. Einmitt þess vegna taldi þessi svissneski stjórnmála maður tilraunir, sem nú er ver- ið að gera um byggingu alum- iniumhúsa geta haft stórkostlega þýðingu til að gera byggingax- kostnað viðráðanlegri. Landbún- aðinn sagði hann þó vera enn alvarlegra vandamál. Það lægi ekki sízt í því, a'ð aðrar atvinnu greinar einkum margvíslegur iðnaður, gæfi meira af sér og gæti þar af leiðandi greitt þeim, sem að honum unnu, hærra kaup. Bændurnir sættu sig hinsvegar ekki við að vera tekjuiægri en aðrar stéttir og yrði þar af leið- andi að styrkja hann. Hefðu Svisslendingar reynt allar hugs- anlegar leiðir í þeim efnum, en við vaxandi óánægju og erfið- leika. Hindruðu vín- yrkju með valdi Aðrir sögðu frá því, að vegna styrkjanna, sem ríkið greiddi bændum, þá áskildi ríkisstjórn- in sér rétt til að segja fyrir um magn hverrar framleiðslugrein- ar um sig. fslendingum kemar það kynlega fyrir eyru, og er það þó satt, að ein sú fram- leiðsla, sem styrkja nýtur, er vínyrkjan. Vegna vandræða á sölu vínsins, þá bannaði stjórn- in bændum í einu héraði að rækta meiri vínvið og takmarkaði ræktun hans frá því sem verið hafði. Bændurnir vildu hinsveg- ar ekki una þessu banni, söfn- uðu liði og hröktu af sér þá umboðsmenn ríkisvaldsins, sem sem áttu að sjá um, að banninú væri framfylgt. Allir Svisslend- ingar hafa byssur á heimilum sínum, þvi þeir eru allir skyldir til þess að taka þátt í vörnum lands síns. Bændur gripu því til vopna sinna, eindregnir í að rækta svo mikinn vínvið sem þeim sjálfum sýndist, og heimta síöan ríkisstyrki út á framleiðsl- una, hvað sem boði og banni liði. Stjórnin sendi þyrlu á vettvang til að sundra liðssafn- aði bænda, og urðu þeir þá að láta í minni pokann! Friðsamlep; sam- búð íslendingar þykja stundum nokkuð uppvöðslusamir, sjaldn- ast skerst þó hér svo í odda sem að þessu sinni hjá Svisslend ingum, er flestir okkar hafa tal- ið einhverja friðsömustu þjóð. Og víst er það, að Svisslending- ar hafa í verki sýnt, að ólíkar þjóðir geta búið saman í sátt og samlyndi. Þeir eru raunar lang- flestir áf þýzkum uppruna eða réttara sagt germönskum — og mega íslendingar vel við þann sameiginlega uppruna una. — í Svisslandi búa tvö önnur þjóða- brot, þ. e. bæði Frakkar og ítal- ir og raunar hið þriðja þ.e. nokkr ir tugir þúsunda sem tala sér- stakt tungumál. Milli þessara þjóða er nú innan Svisslands hið bezta samkomulag. Þeir eru allir stoltir af því að telja sig Svisslendinga, enda þótt þeir eigi ólík móðurmál og hver um sig beri svip af þeim kynstofni sem hann er af. í sumum dölum er annað af tveimur nágrannaþorp um þýzkt og hitt franskt. Þó er alger aðskilnaður á milli svo að tungumálin blandist ekki og inmfoyrðis giftingar eru sárasjaid gæfar. Vítahringur, sem verður að r júfa f Svíþjóð standa sveitarstjórn- arkosningar fyrir dyrum. Vegna þess hversu vel hefur tekizt um foorgaralegt samstarf í Noregi. þá er nú mikill hugur í ýmsum Svíum um að koma á hvílíku samstarfi þar í landi. Ef borg- aralegu flokkarnir ynnu á við sveitarstjórnarkosningarnar er talið, að það mundi greiða fyrir hugsanlegu samstarfj þeirra á ríkisþingi Svía. Ekki hefur þeim þó tekizt að ná sín á milli alls—- herjar samstarfi í sveitarstjórn- arkosningunum. Hægri flokkur- inn er víðast einangraður, en Þjóðarflokkurinn, Folkepartieo og Miðflokkurinn, áður Bænda- flokkurinn, hafa náð samstarfi sín á milli. Ókunnugum er þó erfitt að gera sér grein fyrir hvað í raun og veru skilur á milli Hægri flokksins og Þjóðar- flokksins. Mun minna var í sænskum blöðum um stjórnmálaskrif en tíðkast hér á landi, þegar svip- að stendur á. Flestar snérust þó forustugreinar um það efni og einnig var sagt frá funda- höldum og sjónvarpsviðræðum, sem áttu sér stað nær daglega, að því virtist í því formi, að fulltrúi eins flokks svaraði hverju sinni spurningum, sem fyrir hann voru lagðar. Á göt- um úti var hinsvegar mikið um kosningaspjöld og sumsstaðar á torgum kosningaskrifstofur í timburkofum. Einnig mátti lesa um það í blöðum, að stjórnmála menn hefðu staðið upp á torgum til að ávarpa fjöldann, en held- ur mun áheyrn hafa reynzt dræm. Kosningaspjöldin voru sum með mannamyndum, einkum frá hægri mönnum og í minna mæli frá Þjóðarflokknum og Mið flokknum. Verkamannaflokkur- inn hafði fallega barnsmynd á sínum spjöldum. Auk þess höfðu a. m. k. sumir töluvert lesmál á spjöldum sínum. Á einu spjald- inu mátti sjá mynd af hring sem myndaðist af þessum orð- um: Skattahækkanir, launatrufl- anir, verðlagshækkanir, Undir var letrað. að þennan vítahring yrði að rjúfa. í Dagens Nyhet- er, blaði, sem styður Þjóðar- flokkinn, var í einnj forystu- grein komizt svo að orði að rík- isstjórnin væri meðábyrg fyrir verðbólgunni. Ekki er ólíklegt að hér á landi mundi Tímanum þykja svo varlegt orðalag helzt til hógvært. Telja Framsóknar- menn sig þó öðru hvoru vera einskonar flokksbræður Þjóðar- flokksins sænska, þegar þeir eru staddir par í landi. Hafa ekki hemil á hitanum f Bretlandi er nýútkomin minningabók eftir Harold Mac- millan, fyrrvenandj forsætisráð- herra. Eftir blaðafregnum að dæma, þá fjallar bókin aðallega um feril hans framað seinni heimstyrjöldinni, þ. e. áður en hann komst til verulegra valda. Gerir hann þar grein fyrir hversu djúp áhrif atvinnuleysið á milli-stríðsárunum hafj haft á stjórnmálaskoðanir sínar. Hann hafi heitstrengt að beita áhrif-- um sínum til að koma í veg fyr- ir að atvinnuleysi skapaðist i ný. Sir Alec Douglas-Home, eftir maður Macmillans, sagði m.a. í grein, sem hann ritaði um bók- ina eitthvað á þá leið, að Bret- um hefði tekizt það, sem Mac- millan stefndi að, að hita upp efnahagskerfið, svo að ekki yrði samskonar stöðnun og áður fyrri. Hitt hefðu þeir enn ekki lært, að halda hitanum í hófi, þ. e. að ráða við verðbólguna. Viðfangsefnin eru þrátt fyrir ólíkar aðstöður víðast hvar furðu lík, og enginn sýnist enn hafa fundið óforigðula lausn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.