Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagui 11. sept. 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SfAff 34406 SENDUM «mi 1-44-44 mmim Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. RAUÐARÁRSTfG 31 SÍMI 22 0 22 . LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 ‘ Bifreiðaleigan Vegferð SÍMI - 23900 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BJARNI beinteinssom LÖGFR4ESINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (silli «. valdi» SlMI 13536 B O S C H Háspennukefli Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9- — Sínu 38820. ^ Enn nm „lágu launin“ Vegna bréfa, sem birzt hafa hér í dálkunum varðandi kostnað við uppsetningu Hansa-húsgagna, hefur einn af forráðamönnum fyrirtækisins snúið sér til Velvakanda og óskað, að þess yrði getið, að Hansa annist ekki sjálft upp- setninguna, heldur útvegi menn til þess að gera það. Ennfremur: Fyrirtækin, sem framleiða sams konar „vegg- húsgögn“ eru fimm og hafa þau öll svipaðan hátt á — og það gjald, sem uppsetningarmenn- irnir taka er alls staðar hið sama, eða kr. 50,— á lengdar- metra prikanna, sem húsgögn- in eru hengd á. Það var upplýst, að erfitt væri að fá menn til þess að taka þetta að sér og sama verð hefði gilt undanfarin fjögur ár. Þar með er ljóst, að Hansa hagnast ekki sjálft á þessum þætti þjónustunnar, en verðið, sem viðkomandi uppsetningar- menn selja vinnu sína á er engu að síður óheyrilegt — og samsvarar 5—600 krónum á klukkustund, samkv. upplýs- ingum, sem fram komu í fyrr- greindu bréfi. Vonanai tapar Hansa engu á þessum skrifum, ' því fram- Jeiðsla fyrirtækisins er engu lakari en áður. Hansa á líka hrós skilið fyrir brautryðjenda starf það, sem það hefur unn- ið á sviði íslenzkrar húsgagna- framleiðslu. Hins vegar á það ekki hrós skilið fyrir þá þjón- ustu, sem það „útvegar" við- skiptavinum sínum — og sama má segja um öll önnur fyrir- tæki, sem framleiða sams kon- ar húsgögn og veita svipaða fyrirgreiðslu. Uppsetningar- mennirnir taka eitt hundrað krónur fyrir að næla tveggja metra spýtu með fimm skrúf- um á vegg — og, þegar spýt- urnar eru orðnar sjö er verðið komið upp í sjö hundruð krón- ur, eins og að líkindum lætur, enda tekur verkið eitthvað á annan klukkutíma!!! Velvakandi hefur undir höndum reikning þann, sem minnst var á í fyrra bréfinu. Ekki var óeðlilegt þótt sku’d- inni væri skellt á Hansa, því reikningurinn var skrifaður á prentað eyðublað frá Hansa — og uppsetningarkostnaður var þar aðeins hluti af viðskiptun- um, því framleiðsluvörur fyrir- tækisins höfðu verið keyptar samhliða — og var ekki annað að sjá en þar væri aðeins skipt við einn aðila. — Uppsetningar- mennirnir ættu að hafa efni á að prenta eigin eyðublöð. Fulltrúi Hansa var samþykk- ur Velvakanda um að umrædd- ur uppsetningarkostnaður væri allt of hár, en hins vegar færi uppsetningartími mjög eftir að- stæðum — stundum greiddi gjaldið varla hæfilegt tíma- kaup. En sanngjarnt væri að veita afslátt, þegar verkið væri fljótunnið. Sagði hann, að þar sem Hansa sjálft annaðist vinnu í heimahúsum — og sendi t.d. menn til þess að taka mál og setja upp glugga- tjöld eða gluggakappa, væri eins væru teknar 50 krónur fyr ir að taka mál og uppsetning vegna smíði á gluggakappa — og 40 krónur vegna uppsetn- ingar gluggatjalds. Við lítum svo á að hér með sé Hansa hvítþvegið — og von- umst við til að húsgögn fyrir- tækisins gangi vel út sem fyrr. En hins vegar er kaupendum húsgagnanna bent á að reyna að klambra þeim á vegginn, ef nokkur kostur er — fremur en að greiða 5—600 krónur á klst. fyrir uppsetningu, sem af hálfu uppsetningarmanna mun ekki teljast ósanngjarnt — því þrátt fyrir öll þessi blaðaskrif hefur engin leiðrétting þar á verið boðin. ★ Engcj' Laugarnesbúi ekrifar: Það vakti aðdáun mína, þeg- ar sagt var frá því í fyrra, að hópur áhugaman.na og kvenna hefði notað sunnudag einn til að mála húsin í Engey. Það var eitthvað óvenjulegt og hress- andi við slíkt tiltæki. Algeng- ara er að fóik nöldri yfir að eitt og annað sé látið ógert, sem gera ætti, og láti þar við sitja. Ég ek daglega um Borgartún og Skúlagötu, og hið nýja and- lit húsanna í Engey hefur marg sinnis haft hressandi áhrif á mi. Einnig hef ég heyrt ýmsa minnast á það eftir að þessi umbót var gerð að fallefgt væri að líta til Engeyjar. Ó- neitanlega mætir nú dauflegri sýn auganu, þegar horft er út á ytri höfn. Nú er það einungis lágkúruleg brunarúst, sem blas ir við. Sagt er að umgengni gesta hafi verið svo léleg að til van- sæmdar hafi verið. Spurning- in er hvers vegna gesnir séu látnir ganga um slik hús. Eðli- legast væri að dyr húsanna væru læstar eða tilnegldar og hlerar fyrir gluggum. Þannig ganga hirðusamir eigendur frá mannlausum húsurn. 111 umgengni almennings um mannlaus hús er aikunn, og er henni ekki bót mælandi. Stundum nota hirðulausir menn hann þó sem skálkaskjól og hyggjast með henni fela eigin slóðaskap. Tilþrif áhugamannahópsins, sem málaði Engeyjarhúsin, voru lofsverð. Afskipti eigend anna virðast hafa verið þau — í fyrsta lagi að láta húsin grotna niður og í öðru lagi að bera eld að þeim. Lifi mynd- arskapúrinn og framkvæmda- semin. Hneykslaður Laugarnesbúi. ^ Sunnudags- hugvekjur Bangsi á Sjónarhól skrif- ar: „Maðurinn er borgari tveggja heima og skattskyldur í báð- um“. Þannig (ef ég man rétt) komst nafntogaður prédikari að orði í líkræðu yfir þjóð- kunnum merkispresti, og þótti mér vel mælt. En orð hans rifja ég upp mér til réttlæt- ingar ef einhverjum lesanda skyldi þykja það óviðfeldið að nú ætla ég að minnast i senn á kirkjuleg (og því trúarxeg) málefni og verðlag íslenzkrar matvöru. Skelfilegur hégómi er margt af því sem blöðin segja. Ég held að Þorbergur okkar hljoti að telja það forheimskandi, og ég get ekki með nokkcu móli séð hvert erindi það á til al- mennings en fyrir víst ekkert gott erindi. En svo er aftur annað á hinn veginn. Ég vil taka til dæmis þær prýðilegu sunnudagshug- vekjur, sem Mbl. hef>r flutt núna síðustu mánuðina, allar eftir einn og sama kenniraann- inn. Var hún ekki athyglisverð hugvekjan 4. september um hé gómann og miðaldamyrkrið sem nú hefir að því er sumum virðist haldið innreið sína í kirkjuna? Svo hefir fleirum fundizt en mér. Svo er það Velvakanda- þátturinn (sem mér þótti stund um sem fremur ætti að nefnast Hálfsofanda-þáttur), hann hef ir verið markverður nú um skeið. Með sama áframhaldi ætti hann að geta unnið stór- mikið gagn. Hér skal ég taka sem dæmi þáttinn 8. þ.m. (sept) bréf Gunnars í Seljatungu, manns sem vel kann að koma fyrir sig orði og fimbulfamb- ar aldrei, og svar Velvakanda við bréfi hans. Þetta var lær- dómsríkur þáttur. Látið okkur fá meira þessu líkt, góðir háls- ar: Á þessum vettvangi á hver maður að geta sagt hug sinn og stuðlað að heilbrigðum hugs unarhætti. Bangsi á Sjónarhól. LYSTADUN - DÝNAN — LÉTTASTA DÝNA í HEIMI Helztu kostir Lystadun dýnunnar eru beir, að hún er fislétt, mjúk og hlý án þess þó að mynda raka. Lystadun dýnan er notuð t. d. á sjúkrahúsum. Venjuleg þykkt er 8 cm. Dýnan er afgreidd í hvaða stærðum sem er. Fyrirliggjandi er góður sæng- urdúkur eða fráhrindandi bómullaráklæði, enn frem ur plastáklæði fyrir vinnuflokka. — Litaúrval. — HALLDÓR JÖNSSON HF. Hafnarstræti 18. — Símar 23995 og 12586.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.