Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 18. sept. 1968 * -K * Blaðamðaur Morgunblaðsins lagði leið sína í Daii vestur nú fyrir skömmu og ræddi þá við nokkra sýslubúa um málefni byggðarlagsins og ástand og horfur í atvinnu- og búskapar- málum. Lá leiðin fyrst að Neðri- Brunná í Saurbæ, en þar hitt- um við að máli ungan bónda, Kristján Sæmundsson að nafni. Kristján er fæddur að Bjarn- arstöðum í Saurbæ, en flutti 1944 að Brunná og hefur átt þar heima síðan. Búskap á jörðinni hóf hann 1959. Kristján sagðist hafa bland- aðan búskap, þ.e. búa bæði með sauðfé, en með tilkomu mjólk- um árum hefðu bændur í Saur- bænum nær eingöngu búið með sauðfé, en með tilkomu mjólk- urstöðvarinnar í Búðardal hefði þetta breytzt, þannig að menn hefðu farið að koma sér upp kúm. Fram til þess tíma hefðu verið litlir möguleikar á mjólk- ursölu, nema þá til Borgarnes, en þangað hefði mjólk verið flutt yfir sumarmánuðina. >að hefði þó verið heldur óhag- kvæmt þar sem flutningar voru töluvert dýrir. Til mjólkursam- lagsins í Búðardal væri nú seld mjólk úr öllum sveitum sýslunn ar, auk Geiradals og Reykhola- hrepps í Barðastrandarsýslu. Mjólkurflutningar gætu orðið erfiðir yfir vetrartímann og væri hægt að fara með sjónum, um sem vegir tepptust. Þetta stæði þó til bóta, þar <em verið væri að lagfæra vegina þar serrr mestur snjór hefði lagst á og nú væri hægt að fara með sjónum, — sú leið væri að vísu lengri, en héldist lengur opin. Nú mundu bændur sennilega -<ækka nokkuð nautgripunr í haust og kæmi þar til minni töðufengur en undanfarin ár, og auk þess hefðu bændur verið óánægðir með innviktunargjald það er sett var á mjólk í sum- ar. Kristján sagði, að sauðfjáriand væri gott í Saurbænum, svo langt sem það næði, þar sem hagarnir væru nú að verða iull- setnir og afrétt hefðu þeir engan. Þá gætu bændur þar ekki treyst neitt á vetrarbeit. Hún væri mjög lítil nema á einstaka bæ og reyndar alls staðar létt þótt yi hennar næðist. Töluvert væri um það að kindur hjá þeim væru tvílembdar, eða allt upp í helm- ing á sumum bæjum, enda væri víða gefinn mikill fóðurbætir framan af vetri og á vorin. Stutt væri fyrir bændur að koma sauð fjárafurðum frá sér, þar sem nýtt sláturhús væri hjá Kaup- félagi Saurbæinga á Salthólma- vík. Kjötið væri flutt að mestu suður jafnóðum, en núna síð- ustu ár hefði einnig verið toiu- vert af því saltað fyrir Noregs- markað. Sökum þess hve þröngt væri um haga mætti segja að hag- kvæmara væri að búa með kýr i Saurbænum, enda hefði sú stefna verið ríkjandi til þessa, að fjölga kúnum. Ræktunar- möguleikar væru alls staðar þar mjög miklir. Heita mætti að all- ur heyfengur væri taða og sá litli engjaheyskapur er enn tíðk- aðist væri óðum að leggjast niður. Kristján sagði, að nú væru bændur almennt búnir að heyja og mætti segja, að heyskapur hefði gengið sæmilega. Slátur hefði byrjað víðast hvar hálfum mánuði til þrem vikum seinna en venja væri og töðufengur væri með al-minnsta móti. Aftur á móti kæmi það, að heyskapar- tíð hefði verið góð svo og nýt- ing heyja. Dálítið væri um það að menn bæru á tún á milli slátta, en nú virtist svo sem það hefði engan árangur borið. Sömu söguna væri allsstaðar að segja, háarspretta væri lítil sem engin. Yfirleitt væru bændur nú bún ir að koma sér upp góðum véla- kosti og létti það störfin við hey- skapinn. Ekki væri mikið um það að menn hefðu með sér sam- vinnu um vélakaup, þótt það væri vissulega æskilegt þar sem hægt væri að koma því við. Nú væri víða verið að byggja í sveit- inni og mætti segja að vel váeri orðið byggt. Hlunnindajarðir væru fáar í Saurbænum, aðeins á 2 til 3 bæj- um væri selveiði og á einstaka bæ væri lítilsháttar laxveiði, en nú hefðu árnar verið leigðar út til laxaræktar og væri þegar farinn að sjást árangur af því starfi, og hefði örugglega komið betur í ljós hefðu árnar ekki verið eins vatnslausar undanfar- in ár og raun bæri vitni. >á sagði Kristján að í fyrra- vetur hefði rætzt langþráður draumur íbúanna í Saurbænum. Þá hefðu þeir fengið rafmagn frá Hólmavík og næði það til flestra bæjanna í Saurbænum. Rafmagnið væri ennþá nægilega mikið og hefði það gjörbreytt aðstöðu fólks til búskaparins. Á nokkrum bæjum hefðu verið smá diselrafstöðvar fyrir, en þær hefðu verið það litlar að rétt nægði til ljósa. Virkjunarmögu- leikar væru þarna sama sem engir. Þegar við spurðum Kristján um félags- og skemmtanalíf, sagði hann það vera all líflegt, sérstaklega yfir sumartímann. Þeir hefðu ágætt og nýtt félags- heimili að Tjarnarlundi, það væri að vísu helzt til lítið yfir sumar- tímann, þegar það væri mikið sótt af utansveitarfólki, en aðra tíma ársins væri það meira en nógu stórt. Flestir leikflokkar, sem á ferð væru á sumrin kæmu þarna við og sýndu og væri sveitarbúum að því mikil þökk, þar sem lítill kostur væri á að njóta slíkra sýninga ella. Ekki væri enn sem komið væri neinn fastráðinn maður' hjá Búnaðar- sambandi sýslunnar, sem hlypi undir bagga með bændum ef þörf krefðist, en telja mætti það nauðsyn að svo yrði í framtíð- inni. Þá sagði Kristján, að íbúatala sveitarinnar hefði staðið mikið til í stað undanfarin ár og fáar jarðir hefðu farið í eyði. Unga Kristján Sæmundsson bæði á skóla og í atvinnu. Það væru samt sem áður margir ung ir bændur í sveitinni og gæti litið vel út með framtíð hennar hvað því viðviki, og víst væri að mikill væri áhuginn hjá mönn um um að drífa búskapinn áfram. Sitt álit væri það, að menn gætu haft það mjög gott við búskap, þegar þeir væru bún ir að koma sér upp húsum og bústofni, en eðlilega væri það töluvert átak og útheimti mikla vinnu. Búin væru nú almennt stærri, vélakostur meiri og þarafleiðandi yrði afkoman betri UM kvöldið hittum viff hjónin Magnús Bögnvaldsson, vegaverk- stjóra og Kristjönu Ágústsdóttur í Búðardal. Kristjana, sem er fréttaritari Morgunblaðsins á staðnum, byrjaði á að segja okk- ur fréttir af bændahátíð Dala- manna, er fram fór að Tjarnar- lundi fyrsta sunnudaginn i september. Sagði hún að hátíðin væri haldin árlega, og hefði að þessu sinni byrjað með guðsþjónustu i kirkju staðarins og hefði þar þjónað séra Ingiberg Hannesson. Síðan hefði skemmtunin hafist kl. 5 og hefði Bjarni Finnboga- son, héraðsráðunautur, sett hana og stjórnað. Ásgeir Bjarnason, alþingismaður í Ásgarði flutti ávarp, en síðan sungu allir við- staddir hátíðasöng bændahátíðar innar, sem er eftir Hallgrím Jónsson frá Ljáskógum. Síðan flutti séra Þórarinn Þór ræðu og Ragnar Þorsteinsson kennari sagði ferðasögu og sýndi myndir frá vetrarferðum sínum um Spán og Marokkó. Að því loknu sungu tvær húsfreyjur í Búðar- dal, þær Sigríður Árnadóttir og Anna Kristjánsdóttir. Björn Guð- mundsson kennari flutti frum- samda gamansögu og að lokum var stiginn dans. Sagði Kristjana að það hefði verið mál manna að þessi bændahátíð hefði verið vel heppnuð, enda hefði veður verið hið bezta allan daginn. Þá hefði það og verið ánægju- efni að öll skemmtiatriðin voru heimafengin. Við spurðum síðan þau hjón um íbúatölu í þorpinu og hvaða atvinna væri þar stunduð. Sögðu þau, að íbúar hreppsins væru nú orðnir um 320 þar af væru 140—150 í þorpinu siálfu. Þar hefði orðið veruleg fjölgun und- anfarin ár og mætti nefna sem dæmi að fyrir 12—15 árum hefði íbúatala þorpsins verið á milli 70 og 80. Atvinna hefði til skamms tíma aðallega verið við verzlun, en mikil atvinnuaukn- ing hefði orðið með tilkomu mjólkurstöðvarinnar, en þar vinna nú 6—7 fastir starfsmenn auk 3 miólkurbílstjóra. Einnig væri á staðnum bifreiða- og tré- smíðaverkstæði þar sem nokkrir menn störfuðu og hefðu ætíð nóg að gera. Einnig væri gerður út 10 manna vegavinnuflokkur. — Hefur bá ekki verið byggt hér mikið að undanförnu? Það hefur verið byggt hér mikið undanfarin þrjú ár. Nú er verið að flytia inn í tvo fyrstu verkamannabústaðina hér og byrjað er að slá upp fyrir öðrum tveim. Allir verða þeir einbvlis- hús. Auk þess er einnig verið að byggia hér tvö önnur einbvbs- hús. Þá hafa verið byggð briú svonefnd grasbýli á vegum Land náms ríkisins. Landnámið bvw- ir þessi hús og selur fokheld á kostnaðarverði. og sér auk bess um ræktun túna. Hugmyndin á bak við þetta er að menn geti haft nokkuð af kindum sem hiá- verk og til tekiuaukningar. Gras- bylin eru ekki fullbúin ennbá, bar sem ræktuninni er ekki lok- ið. Á þessum býlum munu búa Magnús Rögnvaldsson verkstjóri í Búðardal; Kristjana Ágústs- dóttir kona hans, dóttir og fóstursonur þeirra hjóna. fólkið sækti þó nokkuð í burt en áður. Trrarr>>.ald á bls. 23 Bærinn aö Neðri-Brunna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.