Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 213. tbl. — Sunnudagur 18. september 1966 60 símritarar leggja niður starf 1. okt. AL.LT ÚTLIT er fyrir, að um . fengju kauphækkun upp í 60 símritarar leggi niður störf um næstu mánaðamót. Hafa samningar um launamál símrit- ara ekki tekizt. Blaðamaður Mbl. náði i gær tali af Sæmundi Simonarsyni , starfsmanni Rit- simans í Reykjavík, og sagði hann að simritarar hefðu sagt upp starfi 1. júlí sl. á eftir að Póst- og simamálastjórnin hafði neitað að ganga að kröfum þeirra um kauphækkun. Póst- og símamálastjónin not- aði þá lagaheimild og fram- lengdi uppsagnarfresinum til 1. september. Nú hefur það gerzt í málinu, að ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögu um launahækk un símritara úr 12. kaupflokki í 14 launaflokk, gegn því að sím ritarar taki námskeið eða próf í sinni starfsgrein. Á sl. vori lögðu símritarar fram tillögu svipaða þeirri sem ríkisstjórnin leggur nú fram, og samþykktu því tillögu ríkisstjórnarinnar með þeim breytingum, að sím- ritarar sem hafa starfað í 15 ár Sýning r + Agústðr ETNS og kunnugt er, hefur stað- ið yfir málverkasýning Ágústar F. Petersen í Bogasal Þjóðminja- safnsins undanfarið. Henni lýk- ur kl. 10 í kvöld, og síðustu for- vöð fyrir fólk að sjá hana. Nærri 300 hafa séð sýninguna og nokkrar myndanna hafa þegar selzt. flokk, og að próf félli niður hjá þeim sem eiga að baki 25 ára þjónustustarf við ritsímann. Þessu tilboði símritara hefur verið hafnað og stöður þeirra auglýstar lausar til umsóknar. Er nú ekki annað fyrirsjáanlegt, en að 12 símritarar í Reykjavík og á milli 40-50 í Gufunesi leggi niður starf. Undanfarna daga hefur Póst- og Símamálastjórnin auglýst í útvarpi og blöðum eftir loft- skeytamönnum. Sagði Sæmund- ur, að svo virtist sem ætlunin væri að láta þá taka við störfum símritara, en þar sem störf loft- skeytamanna og símritara er gjörólík myndi taka langan tíma að þjálfa þá í starfið. Samkomulag í sexmanna- nefndinni í gærmorgun Framleiðsluverð til bæmda hækkar um tæp 11% frá því í fyrrahaust SAMKOMCLAG náðist í gær- morgun í sexmannanefnd um búvöruverð nú í haust. Blaðið hafði í tilefni þess, tal af Ein- ari Ólafssyni í Lækjarhvammi, Cott veður á síld- armiðunum ER blaðið hafði samtal við síld- arleitina á Dalatanga í gær var ekkert þar að frétta umfram það er fram kemur í frétt L.Í.Ú., sem hér birtist. Veður var gott, en ekkert er um að vera hjá bátun- um nema um dimmutímann á nóttunni. í frétt L.Í.Ú. segir svo: Vindur var hægur á síldarmið- unum sl. sólarhring, en talsverð kvika. Veiðisvæðið er það sama og verið hefur, þ. e. í Reyðar- fjarðardýpi SA af Gerpi um 50 mílur. Samtals tilkynntu 49 skip um afla, samtals 3615 lestir: Ól. Sigurðsson 'AK 160 lestir, Hafþór RE 80 1, Halldór Jónsson SH 40 1, Skarðsvík SH 110 1, Helgi Flóventsson >H 60 1, Odd- geir ÞH 100 1, Barði NK 65 1, Halkion VE 50 1, Gullf axi NK 90 1, Þorsteinn RE 80 1, Náttfari >H 76 1, Þráinn NK 75 1, Ásþór RE 30 1, Höfrungur III AK 65 1, Björgvin EA 50 1, Arnfirðingur RE 90 1, Hafrún IS 110 1, Ögri RE 65 1, Guðrún Guðleifsd. IS 70 1, Jörundur III RE 100 1, Þórður Jónasson EA 100 1, Lómur KE 70 1, Arnar RE 60 1, Auðunn GK 50 1, Freyfaxi KE 45 1, Gullberg NS 90 1, Vigri GK 50 1, Snæfell EA 100 1, Sigurfari AK 7'5 1, Akra- borg EA 80 1, Gísli Árni RE 80 1, Reykjanes GK 70 1, Sólrún IS 65 ,1, Viðey RE 50 1, Sigurbjörg OF 50 1, Hugrún IS 55 1, Sóley IS 70 1, Helga RE 50 1, Keflvíkingur KE 120 1, Framnes IS 50 1, Björg NK 50 1, Sigurvon Re 85 1, Einar Hálfdáns IS 25 1, Sæhrímir KE 60 1, Búðaklettur GK 140 1, Sig. Jónsson SU 140 1, Ól. Magnússon EA 30 1, Garðar GK 50 1, Dag- fari ÞH 90 1. Réttardagar í haust Á FÖSTUDAGINN var voru Skeiðaréttir, en daginn áður réttir Hreppamanna. Eru þetta fyrstu réttirnar í ár. Menn hafa mikinn áhuga á réttum og réttardögum, þótt nú sé hætt að bjóða þar upp ómerkinga, sem áður þótti gott sport að kaupa. Talsvert mun þó enn höndlað í stóð- réttum, en þær eru kunnast- ar í Stafnsrétt í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, þ. e. Undirfellsrétt og Þverárrétt í Borgarfirði. Til frekari glöggvunar fyrir þá, sem vilja bregða sér í réttir á þessu hausti, setjum við þetta yfirlit um réttadág í hinum ýmsu sýslum. Að sjálfsögðu Framh. á bls. 2 en hann er einn af fulltrúum framleiðenda í nefndinni. Sexmannanefnd hafði setið að störfum í alla fyrrinótt og hafði auk þess haldið fundi aðfaranótt föstudags, en lauk störfum að mestu klukkan rúmlega 9 í gær morgun. Sveinn Tryggvason, framk.væmdastjóri Framleiðslu- ráðs„ starfaði með nefndinni í í einstökum atriðum. sem ritari hennar. Hækkun verð ur á framleiðsluverði til bænda, frá því sem var í fyrrahaust, sem næst 11%, en smá frávik verða á nokkrum vöruflokkum, ýmist nokkru hærri eða lægi. Einar sagði að störf nefndar- innar hefðu gegnið vel, þó að oft gætti verulegs ágreinings innan nefndarinnar, en allir sýndu fullan vilja og góðan skiln ing á því að leysa málið. Torfi Hjararson sáttasemjari starfaði með nefndinni síðustu daga. Á þessu stigi er ekki hægt að skýrna náar frá samkomulaginu ÍHaustar að. Þessl mynd er tekin við Tjörnina í Reykja- vík. Enn eru lauf ekki fallin Eldri maður gefur öndum á ; Tjamarbakkanum. Ræða samband við EBE Kaupmannahöfn, 16. sept. NTB • Tage Erlander, forsætisráðh. Svíþjóðar, er væntanlegur í heim sókn til Danmerkur 4. okt. og mun dveljast þar til 10. október. Ræðir hann við danska stjórn málamenn m.a. við Jens Otto Krag forsætisráðh. Dana um hugsanlegt samband Norðurland anna við Efnahagsbandalag Ev- rópu. Skýrði Krag sjálfur frá þessu í dag og þvi með, að innan skamms muni fulltrúar stjórna Danmerkur og V-Þýzkalands ræða viðskiptamál, einkum vandamál varðandi útflutning Dana á landbúnaðarvörum til Vestur-Þýzkalands. Göngiii um Stráka „Það er komið gat“ Siglufirði, 17. sept. 1 FRAMHALDI af því sem ég skýrði frá í frétt í blaðinu í gær dróst talsvert mikið að hægt væri að byrja að bora og sprengja í Strákagöngin, vegna þess hve jarðlögin em slæm og af þeim stafar hrunhætta, t.d. skeði það í gær að starfsmenn voru komnir inn í enda og féll þá niður að baki þeim stærðar bjarg, fleiri tonn að þyngd. Þetta er til marks um hve hættu leg aðstaða er þarna í göngun- um. 1 morgunsárið fékk ég að vita að von á væri á sprengingu á næstu stundu. Var ég kominn út eftir um kl. 6,30, en fékk samt ekki leyfi til að fara inn í göng in, en beið átekta fyrir utan. Klukkan nákvæmlega 8.08 kvað við stór sprenging og rétt á eft- ir tvær minni. Leið nú talsverð stund, en þá fóru að birtast glaðir og áhægðir verkamenn, sem komu innan úr göngunum. Þeir hrópuðu hástöfum „Það er komið gat.“ Ég innti þá nánar eftir þessu og sögðu þeir mér þá að komið væri gat, sem þeir gátu hæg- lega skriðið í gegnum, sem þeir og allir gerðu. I Verkstjórar tjáðu mér að berg ið væri mjög hættulegt þarna, en gott op hefði myndazt, sem bæði birta og hreint loft kæmi inn um og væri hægt að skríða í gegn. Þrátt fyrir að vegalengd hefði skeikað í útreikningum verk- fræðinganna um 4-6 m. þá hittu þeir svo nákvæmlega mark í síðustu sprengingunni að ekki hefði betur til tekizt þó að spreng ingin hefði verið gerð vestan- megin frá. Steingrímur. 7 ísl. myndlistarmenn sýna í Hásselbyhöll í HÁSSELBYHÖLL skammt frá Stokkhólmi, þar sem höfuð- borgir Norðurlanda hafa menn- ingarsetur, er efnt til árlegrar myndlistarsýningar í október- mánuði. Kostar Reykjavíkurborg sendingu 5—7 íslenzkra lista- verka á þessa sýningu, en í haust taka íslendingar þátt í henni í þriðja sinn. Félag íslenzkra myndlistar- manna er nú að undirbúa send- ingu 5 málverka og tveggja högg mynda á sýninguna, sem hefst 2. október. Eru málverkin eftir Benedikt Gunnarsson, Jóhannes Geir, Nínu Tryggvadóttur og Sigurð Sigurðsson'og höggmynd- irnar eftir Jóhann Eyfells og Jón Benediktsson. Er ein mynd eftir hvern listamann. Sýningarnar í Hásselbyhöll eru sölusýningar og hafa fengist þar ágætar sölur á listaverkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.