Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 23
Sunnudagor 18 sepl. 19W MORCUNBLAÐIÐ 23 Hjónin á Hrappstöðum ásamt börnum þeirra fjórum og hund — Dagsstund Framhald af bls. 10 kennari, trésmiður og bifreiða- stjóri. Svo var mjólkurstöðin reist hér á árunum 1&62—1963 og félagsheimili er hér í bygg- ingu, og er það reyndar búið að vera það nokkuð lengi. Er bygging félagsheimilisins komin það langt að það sé not- hæft til skemmtanahalds? — Tæplega er hægt að segja það, þótt hægt sé að koma þar fyrir félagsstarfsemi að takmörk uðu leyti. Það eina sem má kalla að sé búið af því er húsvarðar- íbúðin og húsnæði það sem Bún- aðarbanki íslands hefur til leigu. Þá er veitingasalurinn að mestu búinn, en hann er um 110 ferm. og hann höfum við notazt við til skemmtana- og félagsstarf- semi. — Og hvenær er svo gert ráð fyrir að félagsheimilið verði vígt? — Sennilega verður það nú vígt áður en það er fullbúið, því að enn vantar mikið fjármagn. Eigum við eftir að fá mikið úr félagsheimilasjóði. Þörfin er hins vegar nokkuð aðkallandi, þar sem ekkert samkomuhús annað er á staðnum. Hér var að vísu samkomuhús fyrir, en þegar byrjað var á byggingu þess nýja var það selt til Rafmagnsveitu ríkisins. — Hvaða aðilar standa að byggingu félagsheimilisins? — Það er Ungmennafélagið, Búðardalshreppur, Kvenfélagið og Búnaðarfélagið. Þessi bygging er mikið átak fyrir ekki stærri hrepp, þegar tekið er tillit til þess, að í mörgum tilfellum er sama fólkið í greindum félögum. — Hvað um félagsstarfsemina hérna? — Aðstaða til félagsstarfs breyt Ist örugglega mikið þegar félags heimilið verður fullbúið. Hér er góður félagsandi og mikil sam- staða meðal fólks. Að vetri til er haldið hér upp á marg- þátta klúbbastarfsemi, svo sem tafl-, bridge- og spilaklúbbar og einnig er hér Lionsklúbbur. Var alltaf eitthvað hér um að vera í hverri viku í fyrra. Þá er einn- ig starfandi skógræktarfélag og hér eru nokkrar fjölskyldur sem eru mjög áhugasamar um það mál. Skilyrði til skógræktar eru hins vegar mjög mismunandi hérna í Dölunum. Nú, stærri sam komur er ekki hægt að halda hér, en eins og áður segir stend- ur það til bóta, þar sem áætlað er að aðalsalurinn í félagsheim- ilinu taki um 250 manns í sæti. Einnig verður í heimilinu ágætt leiksvið og búningsherbergi fyrir leikara. Er vonandi að það lyfti undir leiklistarsarfsemi hérna á komandi tímum. — Hvað um nýtingu hússins. Nú kemur það til að standa autt, nema þegar einhverjar sam komur eru haldnar þar. — Það er mín skoðun, segir Magnús, — að það sé vel hægt að samræma það, að hafa þarna kennsluna í félagsheimilinu og á þann hátt spara byggingu skóla. Þetta hefur verið gert hérna undanfarið og gengið vel, og því ætti það ekki að vera hægt a.m.k. meðan íbúatalan er ekki meiri en það sem nú er. — Þá er sýslubókasafnið.einn- lg staðsett í félagsheimilinu og það er einnig ætlunin að reka þar veitingasölu þegar það verð- ur fullbúið, en fyrir því ætti að vera góður grundvöllur þar sem ferðamannastraumur fer vaxandi með hverju árinu. Bern, 16. sept. NTB • Lögreglan í Bern skýrði svo frá í dag, að hún hefði handtekið Svisslending einn, sem grunaður væn um njósn ir og jafnframt vísað úr landi tveim pólskum sendi mönnum, sem Svisslendingur inn hafði staðið í sambandi við í tvö ár og sennilega af hent leyndarskjöl Enginn mannanna hefur verið nafn greindur. — Hafið þið reynt að halda uppi æskulýðsstarfsemi hérna? — Á síðasta sýslunefndarfundi var skipuð Æskulýðsnefnd og hefur hún starfað síðan. 1 nefnd- inni eiga sæti Ásta Jónsdóttir, Búðardal, sem er formaður henn ar, Ragnhildur Hafliðadóttir, Hörðubóli, Jósef Jóhannsson, Giljalandi, Björn Svavarsson, Sælingsdalslaug, Ingiberg Hann- esson, Hvoli, Jóhann Sæmunds- son, Búðardal og Þuríður Krist- jánsdóttir, Búðardal. Búið er að halda tvær æskulýðssamkomur, sem tókust sérstaklega vel, og ráðgert er að halda eina í við- bót í haust. Mælist þessi nýjung vel fyrir sér, og þá sérstaklega meðal æskufólks, sem sækir þess ar skemmtanir mjög vel. — Og samgöngumálin hér. Hefur verið unnið að miklum nýlagningum vega í sumar, Magnús? — Það er nú ekki hægt að segja það. Unnið var smávegis að nýlagningu vegar á Laxár- dalsvegi og á Skarðstrandarvegi. Svo á að smíða, eða er búið, 5 smábrýr og er það Guðmundur Gíslason brúarsmiður á Hvamms tanga, sem annast það verk. Á þjóðvegunum er búið að byggja brú yfir Laugaá í Hörðudal, Fábeinsá í Klofningi og Fanngil í Haukadal, hjá Giljalandi. Á sýsluvegum á svo að byggja tvær brýr. Yfir Saurstaðagil í Hauka- dal og Tindagil á Skarðsströnd. Það er mikið verkefni fyrir hönd um með vegalagningu hér og þá sérstaklega í Gilsfirðinum, þótt búið sé að leggjk þar nýjan veg þar sem öðrugustu kaflarnir voru áður. Þarf nú ekki lengur að sæta sjávarföllum til þess að komast leiðar sinnar þar. Við verðum áberandi varir við það í vegagerðinni hvað klaki hefur haldist lengi í jörðu núna í sum ar. Fyrir stuttu síðan vorum við með jarðýtu að jafna út skurð- gröfuruðninga og kom þá í ljós mikill klaki í þeim. — Er ekki megnið af vörum flutt með bílum hingað. inum a heimilinu. — Það má segja að það sé eingöngu. Meira að segja olía. Það vantar alveg bryggju hérna, þannig að við getum ekki notað flóabátinn Baldur sem við eigum þó hluta í. Skilyrðin til bryggja- smíða eru talin erfið hér og sennilega þyrfti 4—500 metra langa bryggju til þess að hafskip gætu athafnað sig. Á vegum vita málaskrifstofunnar hafa hér far- ið fram rannsóknir á hvað hent- ugast væri að byggja bryggju og er sennilegt að hún verði færð nokkru innar en gamla bryggj- an var. Olían er flutt frá Borgar- nesi og hafa flestir íbúarnir hér stóra heimilistanka, auk þess sem á staðnum eru smá birgðatankar. Er hættan á því að við verðum olíulaus ekki svo ýkja mikil þótt færð spillist. Flugvöllur er hér 4—5 km. frá þorpinu. Hann er 8—900 m. langur, en að mestu sandur. Ekki er um að ræða fastar áætlunar- ferðir flugvéla og er því völlur- inn eingöngu notaður sem sjúkra- flugvöllur. — Hvernig hefur ykkur gengið að fá lækna hingað? — Það hefur nú gengið heldur erfiðlega. Við höfum ágætan lækni hér núna og vonumst eftir því að halda honum. Um- dæmissvæði hans er stórt. núna, þar sem læknislaust er á Reyk- hólum. Það er ekkert sjúkraskýli hérna, en í læknisbústaðnum er eitt herbergi þar sem hægt er að hafa sjúkling. Við höfum einnig tvær ágætar ljósmæður hér í sýslunni. Þá er verið að byggja elli- heimili að Fellsenda. Er það gjöf Finns Ólafssonar heildsala, en hann gaf sýslunni tvær jarðir og aðrar eigur sínar. Áætlað er að elliheimilið rúmi 14 vistmenn og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið til þess að taka til starfa næsta sumar. Annars álít ég, segir Kristjana, að lækningamið- stöðvar þær, sem nú hefur borið svo víða á góma eigi mikla fram tíð fyrir sér og séu vænlegar til þess að leysa læknavandamál dreifbýlisins. — Og þið hafið hér rafmagn frá dieselstöðvum? — Já, hér eru þrjár díselraf- stöðvar og er búið að leggja raf- magn frá þeim um næsta ná- grennið. Þannig hafa neðstu bæj- irnir í Laxárdal og Haukadal ný- lega fengið rafmagn og einnig er búið að leggja það út að Sælingsdalslaug. Vélarnar hafa reynst ágætlega og hefur nú fólk 'engið sér almennt öll algeng ustu heimilistæki. — Hefur nokkuð verið reynt að gera út héðan? — Ekki er það nú. Við fáum fisk frá Snæfellsnesi og Akra- nesi. Hér er lítið frystihús þar sem verzlunin geymir matvörur, auk þess sem íbúar þorpsins og suðurhluta sýslunnar geta feng- ið þar leigð frystihólf. — Það er ekki vafi á því að hér á eftir að byggjast mikið upp á komandi árum, enda bend- ir þróun síðustu ára ótvírætt í þá átt. Lífsafkoma fólks er hér með ágætum og það, að búa á svona stað hefur ótalmarga kosti fram yfir það að búa þar sem þéttbýlið er mest. Maður verður að minnsta kosti ekki taugaveikl aður af hraða og hávaða, segir Kristjana að lokum. AÐ lokum komum við svo við á Hrappsstöðum í Laxárdal, en þar býr ungur bóndi sem jafn- framt er veghefilsstióri hjá Vega gerðinni. Elías Þorsteinsson heit- ir bann. Við töfðum Elías, sem var að tjarga grunninn á nýbyggðu húsi sínu, um stund og röbbuðum við hann. Hann sagðist vera ætt- aður úr Laxárdalnum, en konan sín væri frá Brautarholti í Hauka dal. Þau hefðu byrjað búskap á Hrappstöðum 1959, en þá hefði jörðin verið búin að vera í eyði í nokkur ár. Elías sagðist hafa byrjað á byggingu íbúðarhússins í fyrra- vor og hefðu þau flutt í það 31. júlí s.l. Kæmi það í stað gamals íbúðarhúss er staðið hefði svo að segja við hliðina á nýja húsinu. Húsið sem er um 145 ferm. er hið glæsilegasta og nýtízkulegasta og sérstaklega vakti það athygli hvað fyrirkomu lag herbergja var haganlegt. Elías sagðist fyrst hafa leitað til Húsnæðismálastjórnar og Teikni stofu landbúnaðarins með teikn- ingar, en sér hefði fundist þeir hafa lítið úrval og ekki hafa séð neina er sér hefði litist á, og hefði hann því fengið Kjartan Sveinsson byggingafræðing til þess að teikna það. Annars eru teikningar og innanhússkipulag húsa, alltaf mikið smekksatriði, sagði Elías. Ekki sögðust þau hjón hafa unnið mikið af byggingu húss- ins sjálf, en fengið til þess Gunn ar Þorsteinsson byggingameistara í Búðardal. Innréttingar væru einnig smíðaðar í Dölunum, hjá trésmiðameistara er byggi í Lax- árdalnum og hefði trésmiðaverk stæði jafnframt búskapnum. Nokkuð hefði verið erfitt með efnisflutninga, og hefði t.d. þurft að sækja allt steypuefni út í Hörðudal. Elías sagðist stunda vinnu út á við flesta daga ársins. Þegar hann væri ekki að hefla, ynni hann að viðgerðum, eða við ann- að sem til félli hjá Vegagerð- inni. Hann heflaði vegi í Dala- sýslu, Á-Barðastrandasýslu og allt vestur í ísafjarðardjúp. Þeg- ar þangað væri farið, færu tveir heflar og væru þeir oftast viku að heiman. Hefilsstjórnin væri ágæt vinna í því veðri sem henni hæfði, rigningu og dumbungi, en væri afar leiðinlegt að hefla þeg ar mikið sólskin væri. Elías sagðist búa- bæði með kýr og sauðfé. Þar sem hann væri svo mikið áð heiman færi ekki hjá því að búskapurinn lenti að mestu á konu hans og börnum. Hann sagði að elzti son ur þeirra hjóna, sem er 15 ára gamall, hefði nær eingöngu séð um heyskapinn í sumar. Sinn þáttur í honum væri varla meira en að hjálpa til að keyra inn. Heyskapartíð í Laxárdalnum hefði verið með ágætum í sum- ar, en hins vegar væri sömu sög- una að segja þar og annars stað- ar í byggðarlaginu að spretta hefði verið mjög léleg. Snjór hefði verið lítill £ vetur, en oft frost og því mikill klaki í jörðu. Væri heyfengur bænda í Laxár- dal fremur lítill í sumar og væri það sennilegt að margir vildu kaupa hey í haust ef hægt væri að fá það. Elías sagðist búast við að fækka kúnum í haust, og reyna heldur að fjölga kindum. Hag- stætt væri að búa með fé f Laxárdalnum. Að vísu væri land lítið heimanfyrir en þeir hefðu ágætan afrétt á Ljáskógarfjalli. Þá væri á mörgum jörðum góð vetrarbeit, og kæmi sjaldan það mikill snjór, að haglaust yrði. Frúin á bænum kvaðst ekki harma það þótt kúnum yrði fækk að í haust, þar sem sér þætti heldur leiðinlegt að annast þær. Þau hjón sögðu að þéttbýlið freistaði þeirra ekki og betra væri að búa núna en áður. — Það tekur langan tíma að koma sér upp búi. nema menn hafi þess meiri fjármuni til að leggja í það í upphafi og það kostar mikla vinnu að koma sér vel fyrir, en það er víst sömu sögu að segja hvaða atvirmu maður svo sem stundar, sagði Elías að lokum. Á bændahátíð í Dölum. í dag er hátíð Dalamanna og kvenna, í dag á gleðin rúm í hverri sál, í dag má heiði djúpra augna kenna, í dag er bjart og öllum létt um mál, því okkar dagur er að nýju runninn — og allra þrá að móta gleði- stund'. í dag við munum treysta gæfu- grunninn á góðri stund við heillavina fund. í dag við leggjum dagsins önn til hliðar, en dyljumst ekki hver á leikinn næst, því bændastéttin biður aldrei friðar, í baráttu og starfi er markið hæst! Já — heimasveit og hjartans reitir kalla: Hver hönd til gróðurstarfs um Dalabyggð. Hin frjóa mold á auðlegð fyrir alla, sem yrkja jörð — og þeim er gæfan tryggð. Hallgrímur Jónsson frá Liáskóeum. J Útgerðarmenn — Skipstjórar Nú eru síðustu forvöð að panta beint, þorskanctaslöngur fyrir næstu vetrar- vertíð. Einnig er nú rétti tíminn til að athuga með síldarnætur fyrir næstu síldarvertíð. Við bjóðum með beztu kjórum hinar vel þekktu nætur og netaslöngur frá BEISEI, Japan. Gjörið svo vel og hafið samband við okkur sem fyrst. Sfrandfel! hf. Pósthójf 111 — Sími 570, ísafirði. Bátar til sölu Eikarbátur 102 brúttólestir að stærð með 375 hest- afla Kromhoud véi í góðu standi er úl soiu nu þegar. 13 lesta eikarbátur frambyggður með nyrri Perkings dieselvél í I. flokks standi er til sólu nú þegar. Lögmannsskrifstofa STEFÁNS SIGURÐSSONAR Vesturgötu 23, Akranesi — Sími 1622.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.