Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 16
16
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 18. gept. 1968
fktaQQMstfrlafrft
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 7.00 eintakið.
' SIGURÐUR NORDAL
Sívaxandi vinsældir
Roberts Kennedys
Vart nokkur maður er nú
vinsælli í Bandríkjunum en
Robert Kennedy .Honum hef
ur einhvern veginn tekizt að
draga svo að sér athygli lands
manna sinna, að bandarísk
saga þekkir naumast annað
eins. Við og við kemur hann
fram á sjónarsviðið ^egir
eitthvað, gerir eitthvað og
næstu daga á eftir er hann
aðeins fylgis 24% þeirra.
Fáir efast nú um, að ein
hvern tímann, sennilega í for
setakosningunum, sem fram
eiga að fara í Bandaríkjunum
1972, muni R. Kennedy freista
þess að fá að vera í fram-
boði sem forsetaefni Demo-
krataflokksins. Þetta er þeim
mun furðulegra vegna þess,
að tök R. Kennedys á flokki
sínum eru afar takmörkuð.
Hann hefur hvað eftir annað
orðið fyrir því, að menn,
sem hann vildi styðja i valda
stöður á vegum Demokrata-
flokksins, hafa orðið að lúta
í lægra haldi fyrir öðrum
mönnnum, sem jafnvel voru
í beinni andstöðu við hann.
Engu að síður er nú svo
komið, að það er að verða
að viðurkenndri staðreynd .
hugum almennings í Banda-
rikjunum og þó ekki hvað
sízt á meðal andstæðinga hans
í Republikanaflokknum, að
að því hljóti að koma, að R.
Kennedy verða frambjóðandi
demókratao og þá ekki ólík-
lega forseti Bandaríkjanna.
Kunnur andstæðingur hans
sagði nýlega, að það yrði að
reikna með „óhjákvæmileika
Bobbys“ og annar, þekktur
rithöfundur, sagði: „Við bú-
A sigiingu fyrir utan strönd
Maineríkis 1966
um nú við þriggja flokka
kerfi í Bandaríkjunum — það
eru demókratar, republikanar
og Kennedyæt.tin.
Engum hefur þetta komið
jafn óþægilega á óvart og
Johnson forseta. Fyrir tveim
ur árum vann 'hann mesta
sigur, sem nokkur Bandaríkja
forseti hefur unnið í kosning
Framhald af bls. 25
Robert Kennedy á Kennedy-
fjalli 1965.
eitt helzta umræðuefni blað-
anna. Það er alls ekki tómt
lof, sem hann hlýtur, en út-
koman er samt sú, að vin-
sældir hans hafa farið stöð-
ugt vaxandi. í skoðanakönn-
un, sem Gallupstofnunin
gekkst fyrir um öll Banda-
ríkin s. 1. mánuð, kom í ljós,
að á meðal demókrata voru
40% fylgjandi Robert Kenn-
edy sem frambjóðenda flokks
ins í næstu forsetakosningum,
en aðeins 38% studdu John-
son forseta. Á meðal óháðra
kjósenda naut hinn fyrr-
nefndi íylgis 38% en Johnson
„Heyrðu, hvað mundir þú segja um það að verða varafor
seti minn 1972?“
P’ins og kunnugt er, varð
^ Sigurður Nordal áttræð-
ur hinn 14. sept. sl. og af þvi
tilefni þykir Mbl. rétt að
helga honum að nokkru leyti
Lesbók Mbl. 1 dag.
Sigurður Nordal er einn
kunnasti vísindamaður, sem
uppi hefur verið með íslend-
ingum og átt drjúgan þátt í
því að kynna umheiminum
undirstöður íslenzks sjálf-
stæðis, fornan menningararf
okkar,
Enginn vafi er á því, að
fáir hafa varpað eins mikl-
um ljóma á Háskóla íslands
og hann og getur hver mað-
ur gert sér í hugarlund hvaða
þýðingu það hafði fyrir þá
ungu stofnun að hafa innan
vébanda sinna svo lærðan og
nafntogaðan vísindamann í
íslenzkum fræðum. Norrænu
deildin hefur sem betur fer
átt mörgum ágætum kennur-
um og vísindamönnum á að
skipa enda ekki ofmælt að
deyfð og drungi yfir þeirri
deild væri slæmt til afspurn-
ar því að hún á vissulega að
mynda kjarna í þeirri menn-
ingarlegu heimsmiðstöð, sem
iðkun íslenzkra og norrænna
fræða hlýtur að vera, þegar
hándritin koma heim.
Að þeirri þróun hefur Sig-
urður Nordal unnið dyggilega
alla sína ævi með starfi sínu
og þá einkum ritstörfum. Eng
inn hefur betur en hann sýnt
bæði sjálfum okkur og öðr-
um fram á gildi hins forna
arfs og snilld þeirra forfeðra
okkar, sem þar koma við
sögu.
Auðvitað er nú deilt um
kenningar Sigurðar Nordals
eins og annarra, enda skipc-
ast vísindamenn að mestu í
tvo flokka um uppruna fornra
sagna okkar þ. e. sagnfestu-
menn og bókfestumenn. Sig-
urður Nordal hefur verið
fremstur í flokki bókfestu-
manna en eins og kunnugt
er leggja bókfestumenn
minna upp úr munnlegri
geymd sagnanna og hefur sú
stefna verið nefnd íslenzki
skólinn enda íslenzkir fræði
menn ætíð haft orð fyrir þess
um kenningum og má þar
nefna menn eins og B. M.
Olsen og Einar Ólaf Sveins-
son.
En hvað sem segja má um
alfa skóla og kenningar munu
verk' Sigurðar Nordals standa
sem óbrotgjarn minnisvarði
um merkilegt framlag mikils
vísindamanns til menningar
sem er í senn fortíð okkar
og framtíð og ritleikni hans
mun ávallt skipa honum sess
meðal fremstu rithöfunda ís-
lenzkrar þjóðar, auk þess sem
áhrifa frá verkum hans mun
sjá stað í íslenzkum bók
menntum enn um langt skeið.
VÍSITALAN OG
LAUNAHÆKK-
ANIR
IZ ommúnistablaðið ræðir í
gær á forsíðu sinni um
hækkun vísitölunnar, og segir
að hún hafi tvöfaldazt á síð-
astliðnum sex árum. Síðan
er lagt út af þessum vísitölu
hækkunum og sagt, að samkv.
orðum Mbl. megi allt hækka
nema^ kaupið. Morgunblaðið
hafi engar áhyggjur af því
þótt allt verðiag hækki jafnt
og þétt.
Hér er auðvitað um ósvifn-
ar og jafnframt óskiljanleg-
ar rangfærslur að ræða. Morg
unblaðið hefur í skrifum sín-
um undanfarnar vikur lagt
áherzlu á það, að með vísi
tölubindingu kaupgjalds er
launþegum tryggðar sjálf-
krafa kauphækkanir eftir því
sem verðlag hækkar. Þær töl
ur, sem kommúnistablaðið
nefnir um vísitöluhækkamr
eru einmitt grundvöllur
þeirra launahækkana, sem
launþegar fá sjálfkrafa fjor-
um sinnum á ári vegna vísi-
tölubindingar kaupgjalds.
Hinsvegar hefur Morgunblað
ið lagt áherzlu á það, af frek
ari grunnkaupshækkanir
væri ekki hægt að veita að
sinni, þar sem atvinnuvegirn
ir hafa þegar tekið á sig svu
miklar grunnkaupshækkanir,
að nú verður að doka við um
sinn. En eftir sem áður eru
launþegar tryggðir gegn verð
hækkunum með vísitölubind
ingu kaupgjaldsins.
Það sýnir svo einstæða for
stokkun og ósvifni kommún-
istablaðsins að það skuli eyða
miklum hluta forsíðu sinnar
undir frétt um hækkun vísi
tölunnar með fyrirsögninni
„Allt má hækka nema kaup-
ið“, vegna þess, að þessi hækk
un vísitölunnar, sem komm-
únistablaðið ræðir um, er ein
mitt grundvöllur sjálfkrafa
kauphækkana launþegum r
hag.
GRURDVÖLLUR
HÆKKAÐS
KAUPGJALDS
•
¥ skýrslu þeirri, 'sem Efna-
hagsstofnunin lagði fyr-
ir Hagráð og Morgunblaðið
hefur birt í heild, er m. a.
rætt um viðhorfin í launa-
málum ýmissa landa og seg-
ir þar:
„Þau lönd, sem reynt hafa
að marka stefnu í launamál-
um á undanförnum árum
hafa yfirleitt miðað þá stefnu
við 3—4% árlegar launahæk.í
anir að meðaltali. Á grund-
velli þess hagvaxtai sem ríkj
andi hefur verið myndu slík-
ar launahækkanir ekki hafa
í för með sér teljandi verð-
hækkanir og aukning kaup-
máttar launa hefði þá orðið
allt að því eins mikil og launa
hækkunin. Bandaríkin og
Kanada eru einu löndin inn-
an vébanda Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, þar
sem framkvæmd slíkrar
stefnu hefur tekizt á undan-
förnum árum. í þessum lönd
um hefur farið saman örari
hagvöxtur en á flestum öðr-
um tímabilum og óvenju mik
ill stöðugleÍKÍ í þróun kaup-
gjalds og verðlags. Á hinn
bóginn var næg atvinna ekki
ríkjandi í þessum löndum í
upphafi tímabilsins og er það
varla ennþá. í löndum Evrópu
hefur kaupgjald hinsvegar
hækkað miklu meira en sem
svarar almennri framleiðni-
aukningu og þá jafnframt
meira en sem svarar því seiii
allmörg lönd hafa sett sér
að marki um mótun stefnu
í kaupgjaldsmálum. Á und-
anförnum fimm árum hefnr
kaupgjald í 11 Evrópulöndum
hækkað að meðaltali á ári
hverju um 8%. í engu þess-
ara landa hefur hækkumn
verið minni en 5%, og í ein-
staka þeirra hefur hún farið
allt upp í 11%. í kjölfar þess
ara launahækkana hafa orð-
ið verulegar verðhækkanir,
eða sem svarar um 4% á
ári að meðaltali“.
Af þessari tilvitnun í
skýrslu Efnahagsstofnunar-
innar til Hagráðs er ljóst að
fjölmörg önnur lönd en ís-
land hafa að undanförnu átt
við þá erfiðleika að etja, að
kaupgjald hefur hækkað
meira en sem svarar fram-
leiðsluaukningu í landinu, en
það hefur jafnframt haft í
för með sér verulegar verð-
hækkanir. Þau tvö lönd,
Bandaríkin og Kanada, þar
sem kaupgjald hefur haldist
í hendur við framleiðsluaukn
ingu hafa hinsvegar ekki
búið við þá verðhækkunar-
öldu, sem hin löndin hafa átt
við að etja. Þetta dæmi er
í rauninni ákaflega einfalt. ef
menn í raun og veru vilja
stöðva verðhækkanirnar, þa
er eina leiðin til þess sú, að
krefjast ekki hærra kaup-
gjalds, en sem nemur fram-
leiðniaukningu í landinu. Ef
menn hinsvegar halda fast
við það að krefjast síhækk-
andi kaupgjalds í jafn ríkum
mæli og mörg undanfarin ar,
hlýtur afleiðingin óhjákvæmi
lega að verða sú, að verð-
hækkanirnar halda áfram.
Þetta eru einfaldar staðreynd
ir, sem allir ættu að geta
gert sér grein fyrir,