Morgunblaðið - 18.09.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 18.09.1966, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. seþt. 1966 \ FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER rétti svo hendurnar fram fyrir mig og tók að klifra upp snúna stigann. Og meðan ég var að klifra, kaliaði ég í sífellu á Aldo. Klígjan og sviminn, sem ég hafði þjáðzt af þegar ég var krakki, kom nú yfir mig með fullum krafti. Ég sá ekki en fann bara snúna stigann fyrir mig. Upp, upp, alltaf upp, þrátt fyrir að hjartað í mér ætlaði að springa og ég ætlaði að selja upp, og þráit fyrir rykið, sem ataði fálmandi hendur mínar. Ég heyrði sjálfan mig snökta, með- an ég var að klifra, og turninn var enn langt í burtu. Tíminn var í kyrrstöðu og skynsemin mín með. Það var ekkert eftir í mér nema hvötin til að klifira, og ég rann og hrasaði og var eins og milli heims og helju. En svo, er ég lyfti höfði, fann ég kalt loftið leika um það, og ég sá, að hurðin var upp á gátt út á turnsvalirnar. Enn einu sínni æpti ég á Aldo, og opnaði nú augun í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að brölta upp stigann. Litli bletturinn af himninum sem glitraði í sólskininu, trufl- aði sjónina hjá mér. Mér fannst ég sjá þanda vængi á fugli, en skrokkurinn á honum skyggði á dyrnar, en ég klifraði áfram í svima af klígju, og hálfblindur, greip í efistu tröppuna og starði kring um mig en kannaðist ekki við neitt. Dyrnar voru helmingi minni en ég mundi þær frá barnæsku, og mjóa hillan úti fyrir var ekki svalirnar, sem við vorum vanir að klifra upp á. Og þser voru ekki kringlóttar, heldur áttstrendar. Allt í einu áttaði ég mig. Ég hafði klifrað upp fyrir svalirnar, og þetta voru mjóu svalirnar rétt neðan við turn- spíruna, sem teygði sig til him- ins rétt fyrir ofan mig. — Leggstu niður, sagði Áldo. — Grindverkið nær ekki nema tæplega í mjöðm. Ef þú horfir niður, detturðu. Mér fannst turninn beinlínis rugga. Kannski var það bara him inninn. Ég greip báðum hönd- um í hendurnar á honum. Mínar hendur voru hálar af svita en hans voru kaldar. — Hvernig fórstu að því að rata? sagði hann. — Ég mundi eftir leynidyrun- um bak við teppið, sagði ég. Undrun skein út úr augum hans, en svo var eins og þau færu að hlæja. — Þú vinnur, sagði hann. Ég reiknaði ekki með því. Aumingja Beato! En svo hleypti hann brúnum og studdi við mér með hand- leggnum og sagði. — Þú hefðir heldur átt að fara með Marco í bátnum. Til þess sendi ég þig til hans. Þetta er ekki þín or- usta. Það gerði ég mér ljóst á miðvikudagskvöldið. Enn gullu við fagnaðarópin frá Meiratorgi og við dyrnar að her- togahöllinni, og nú voru fagn- aðarópin farin að heyrast frá Markaðstorgi, fyrir neðan turn- ana. Ég hallaði mér upp að Aldo og gat ekkert séð nema himininn. Ópin færðust í aukana úr öllum áttum. Stúdentarnir hlutu að vera farnir að hópast að, úr öllum hverfum borgar- innar. — Það hefur enginn bardagi orðið, sagði ég. — Þú reiknaðir skakkt. Þessar æsingaræður þín ar hafa engin áhrif haft. Viltu heyra öll þessi fagnaðaróp? — Það var einmitt það, sem ég ætlaðist til, sagði hann. Það hefði getað orðið alveg öfugt. Ef við hefðum misst stjórn á hestunum og allt hefði farið á ringulreið hjá okkur, þá væru þeir núna að myrða hverir aðra og hvor flokkurinn um sig, mundi halda því fram, að þarna væri um skemmdarstarfsemi að ræða! Þetta var djarft teflt. Ég glápti á hann og skildi ekki neitt. — Þú gerðir það þá af ásettu ráði? spurði ég. — Þú æstir þá svona upp ,og lagðir hundruð mannslífa í hættu, að þínu eigin meðtöldu, fyrir þann óendanlega litla möguleika, að afrek Claudios gæti sameinað þá í bili? Hann leit á mig brosandi. — Ekki svo mjög í bili, sagði hann. — Þú færð að sjá það. Þeir hafa fundið blóðþef, og það vildu þeir. Og borgin sömuleiðis. Hver einn, sem horfði á aksturinn okkar í dag, var þátttakandi. Það er fyrsta og síðasta boð- orðið, sem sýningarstjóri verður að muna: að gera áhorfendurna að einum manni. □---------------□ 71 □---------------□ Hann hélt enn í mig og dró mig nær lága grindverkinu, en ég hélt fast í, handlegginn á honum og starði niður á torgið undir borgarmúrnum. Hið mikla markaðstorg var svart af fólki, og eins voru nokkrar aðliggj- andi götur og beint fyrir neðan okkur í hallanum upp að höll- inni, stóðu þéttskipaðir stúd- entahópar og allir horfðu beint 1 loft upp. — Ef svo ólíklega skyldi fara, að önnur sýningin mín mistæk- ® Hún er ánægS, enda í dralonpeysu frá Heklu. Peysurnar eru hlýjar, sterkar, léttar og þvi ákjósanlegar skólapeysur. Orval af fallegum litum og mynztrum. HEKLA, Akureyri •1 dralon — Lækmrinn hefur bannað mér að fara í reiðtúra. Ég á að fara í langar gónguferðir einu sinni á dag ist, sagði hann, — þá hef ég arf- leitt þig að öllu mínu. Þú átt það líka með fullum rétti. Ég samdi erfðaskrána mína á mið- vikudagskvöldið, eftir að þú af- hentir mér þetta bréf, og fékk Lydiu Butali og rektorinn til að skrifa undir það sem vitundar- votta. í erfðaskránni er því lýst yfir, að við séum bræður, en hé- gómaskapurinn bannaði mér að útskýra það nánar. Nú var æpt „Donati“ neðan af Markaðstorginu, þegar stúdent- arnir, sem höfðu staðið við höll- ina, bættust í hópinn, sem fyrir neðan stóð. Þeir hlutu að hafa séð okkur á mjóu svölunum kring um turnspíruna, því að ópin færðust nú í aukana og all- ir gláptu beint upp í loftið. — Það var rétt til getið hjá þér, að ég ætlaði mér ekki að „missa andlitið", sagði Aldo, en um hitt skjátlaðist þér þegar þú ásakaðir mig um að hafa þagg- að niður í rógberanum. Þjófur- inn í Róm er búinn að játa á sig glæpinn. Hann bæði stal og myrti. Lögreglustjórinn hringdi til mín í gærkvöldi. Lögreglan var ekkert að elta þig, heldur vildi hún bara vita, hvort þú vissir eitthvað meira en þú hafðir sagt henni. — Myrtirðu ekki Mörtu? spurði ég hissa og skömmustulegur. — Jú, víst myrti ég hana, en bara ekki með hnífnum, því að það var miskunnarverk. Ég myrti hana með því að fyrirlíta hana, með því að vera svo hágómlegur að vilja ekki viður- kenna, að ég var sonur hennar. Mundirðu ekki segja, að það jafngilti morði? Svo að Aldo var þá sonur Mörtu! Þá kom allt heim og saman. Allt féll í ljúfa löð. Út- burðurinn, sem hafði móður sína fyrir fóstru, kom og settist að hjá foreldrum mínum. Út- burðurinn kom í stað drengsins, sem þau höfðu misst. Móðirin varð kyrr á heimilinu og sá um Aldo og síðar um mig. Og hún lá á leyndarmáli sínu, þangað til þennan afmælisdag í nóvember, þegar hún opinberaði það í öl- æði. — Jæja, sagði Aldo — það var morð, finnst þér ekki? Ég hugsaði ekkert meira um skyldleikann við Mörtu, heldur hugsaði ég um móður mína, sem dó úr krabbameini í Torino. Þegar hún hafði krotað mér nokkrar línur frá sjúkrabeðinum sínum, hafði ég ekki svarað henni. — Jú, það er morð, sagði ég. — Við erum báðir sekir um það sama og af sömu ástæðu. Við horfðum nú báðir á rnann- fjöldann fyrir neðan. Ópin, „Donati ...... lifi Donati" áttu við hvorugan okkar, heldur við sagnapersónu, sem háskólastúd- entarnir og bæjarbúarnir í Ruff- ano höfðu búið sér til í hugan- um, stafandi af þessari löngun mannsins til að tilbiðja eitthvað sem er honum sjálfum æðra og meira. — Fluginu er lokið, sagði ég. — Segðu þeim, að því sé lokið. — Nei, því er ekki lokið, sagði hann. — Hið raunverulega flug er enn ókomið. Það var æft uppi í fjöllum, alveg eins og akstur- inn. Hann studdi mig upp við vegg inn, og síðan þreifaði hann sig áfram eftir mjóa pallinum, seildist gegn um grindverkið eftir einhverju löngu og mjóu, silfurlitu, samsettu úr ótal fjöðrum, sem blöktu í golunni, þegar hann snerti við þeim. Fjaðrirnar voru saumaðir á silki eins og notað er í fallhlífar, en undir því var grind úr seigu efni, til að halda því út. Svo lágu strengir niður úr þessu, til að festa sig í. Aldo tók upp þetta áhald og stillti því upp á svala- gólfið, breiddi svo úr því og þá sá ég, að þetta voru vængir. — Þetta er ekkert plat, sagði Aldo. Við höfum verið að vinna að þessu í allan vetur. Þegar §g segi við, þá á ég við vini mína, fyrrverandi skæruliða, sem nu fást við svifflug. Þessir vængir eru samsettir á sérstakan hátt, og eru eins og fálkavængir. Við æfðum þetta uppi í fjöllunum, engu síður en hestana, og ég get fullvissað þig um, að ég var miklu hræddari við þá en væng- ina. Skólaritvélar Hvergi fjölbreyttara úrval ef FERÐA- RITVÉLUM. — 10 mismunandi gerðir. Verð frá kr. 2.950,00. — Árs ábyrgð. Sendum gegn póstkröfu. Baldur Jónsson sf. Hverfisgötu 37 — Sími 18994.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.