Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. sept. 198® MORCUNBLAÐIÐ v/ Gagnsamleg heimsókn Heimsókn Per Bortens forsæt- lsráðherra Noregs tókst svo vel sem bezt mátti verða. Veður var með afbrigðum gott og landið skarta'ði fegursta haustskrúða. Borten, frú hans og fylgdarlið virtust vel öllum, er þau hittu. Áhugi þeirra fyrir að kynnast landi og landsháttum og þó eink- um fólkinu, sem í landinu býr. Iblasti við öllum. Ekki þarf um 'það að efast að heimsóknin varð ibæði gestum og gestgjöfum til óblandinnar ánægju. En hún varð einnig til ótvíræðs gagns. íslendingum er hollt að kynnast æðsta valdamanni nánustu frænd- og nágrannaþjóðar okk- ar. Hitt er þó enn þýðingar • meira, að hann og fylgdarlið hans hafa nú miklu betri og skýran hugmyndir um ísland en áður. Fé kemur af fjalli — Ljósm. Ól. K. REYKJAVÍKURBRÉF Á tímum sívaxandi viðskipta þjóða á milli er þa'ð ómetanlegt fyrir okkur, að þeir, sem úr- slitum geta ráðið um viðhorf til okkar, hafi ekki einungis góð- vild í okkar garð, heldur og rétt- an skilning á kjörum og viðfangs efnum íslenzku þjóðarinnar. Þrautseigur mis- skilningur Það bar t. d. á góma í viðræð- um manna á milli, nú eins og stundum áður, að ýmsir, er hingað kæmu, undruðust að yísu hinar miklu framkvæmdir íslendinga og þær breytingar. sem sjá mætti á fárra missera bili. Ótrúlega margir héldu þetta þó skýrast af því, að Bandarík- in borguðu brúsann. Það eru ekki útlendingar einir, sem þessa flugu hafa fengið í höfuð- ið, heldur tala sumir fslendingar erlendis svo sem við njótum varanlegra styrkja frá Banda- ríkjamönnum. Flestir gera þetta trúlega í góðri trú, þó að efast verði um heilindi þeirra, sem þrástagazt á „landssölu" og öðru slíku góðgæti. Af þessum sökum er fróðlegt ftð rifja upp, að á árinu 1965 er talið, að nettotekjur þjóðarinnar frá varnarliðinu hafi numið 310 milljónum króna. Talið er, að útflutningur vöru og þjón- ustu hafi numið 8.110 milljón- um króna, og eru þá netto- tekjur af liðinu 3.8% af út- fluttri vöru og þjónustu. Vergar (brutto) þjóðartekjur eru reikn- aðar 20.262 milljónir króna. Samkvæmt því eru nettotekjur «f varnarliðinu 1,5% af þjóðar- tekjum. Alta*- eru þessar tekjur fengnar fyrir verðmæti, þ. e. vinnu og annað sambærilegt, sem ísleritíingar láta varn- arliðinu í té. Beina skatta og tolla greiðir það ekki. Af þessu er ljóst, að þær miklu framkvæmdir og umbæt- ur, sem hér verða ár frá ári, eiga að sáralitlu leyti rætur sín- ar að rekja til tekna af varnar- liðinu. Sannleikurinn er sá, að fjárhagslega skiptir vera þess okkur litlu sem engu. Það eru allt aðrar ástæður sem valda því, að meginþorri þjóðarinnar telur óhjákvæmilegt, að land hennar sé varið með svipuðum hætti og önnur þjóðlönd. Ást á æskubyggð Margt var vel sagt um Sigurð Nordal á áttræðisafmæli hans. Á hann var að maklegleikum borið mikið lof. Ólíklegt er, að mönnum missjáist um það, að hann verði talinn merkastur norrænufræðingur um sína daga. Vonandi fer því þó fjarri, að LaugarcL 17. sept , allar hans kenningar verði um alla framtíð haldnar óhaggan- legar. Ef svo færi, mundi það merki mjög hrörnandi áhuga fyr ir norrænum fræðum. Sú saga. sem er lifandi í hugum manna, er ætíð, túlkuð að nýju í ljósi skoð- ana og þekkingar hverrar nýrr- ar kynslóðar. En framhjá fram- lagi Sigurðar Nordals til túlk- unar þessum fræðum verður trúlega seint gengið. Af þeim myndum, sem nú var varpað upp af hinum mikla fræðimanni, er hugstæðust sú, sem Kristján Eldjárn lýsti, þegar Sigurður ungur drengur sat við lestur heima á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Hvorttveggja kemur til, að lýsing Kristjáns er með afbrigðum vel gerð, svo sem hans er von og vísa, og oft minn ist Sigurður á það, hversu mikið honum þyki til Vatnsdalsins koma. Auðheyrt er að honum þykir sá sé raunar ókunnugur íslandi, sem þann dal hafi ekki séð. Svo vildi til, að sá, sem þetta ritar hafði naumast komið 1 Vatnsdalinn fyrr en í sumar, er hann fór þar ura og sannfærðist af eigin sjón um, að Sigurður hafði hvergi of mælt. Hér á landi er vandfundinn fegurri eða bú- sældarlegri byggð, enda blasir þar við fjöldi sögufrægra höfuð- bóla, nú hvert öðru betur hýst. Þeir, sem aka norður í land verja vissulega vel tíma og fé með þvi að leggja þá lykkju á leið sína að aka hringveginn um Vatns- dal. Sú ferð þarf ekki að tefja förina nema um hér um bil klukkutíma. Alltof margir láts slíka útúrkróka undan fallast af þvi að þeir telja sér liggi svo mikið á að komast á áfanga- stað, þó að þeir missi við það að sjá sumt það, sem helst er skoð- unarvert. Ofurkappið liefn- ir sín Sívaxandi hraði á ferð að ein- hverju marki án þess að gefa sér tíma til að litast um á leið- inni er eitt þeirra einkenna okkar tíma, sem oft er talað um. Aðvaranir gegn bví háttalagi skortir og ekki, enda er æva- fornt heilræði, sem segir: Flýttu þér me'ð hægð. Þau gömlu sannindi fá nýja þýðingu, þeg ar lesin er frásögn af fundi, sem hjartasérfræðing ar nýlega héldu í New York. Þar skýrðu sérfræðingar frá Kaliforniu frá því, að þeir hefðu frá 1960 unnið við rann- sókn á heilsu og skapeinkennum 3000 manna. Af þeim höfðu 133 fengið hjartabilun á tímabilinu til 1964. Um 94 af þessum 133 má segja, að þeir hafi úr hófi fram verið ágengir, metnaðar- settu marki á tilteknum tíma. Rannsóknarmennirnir greinda þessi skapeinkenni frá þeim lík amseinkennum, sem þegar vax vitað um, að voru líkleg til a„ hafa hjartabilun í för með sér, svo sem hár blóðþrýstingur mikið (holesterol) í blóði, þyngd úr hófi fram og miklar reyking- ar. Að athuguðu máli töldu þeir skapeinkennin eins líkleg að le'iða til sjúkdómsins eins og þessi líkamlegu atriði. Með öðrum orðum er það ekki síður líklegt til hjartabilunar að vera fullur ofurkapps en gæta sín ekki í matræði, reykingum og öðru slíku. Hin heilaga kýr vanþekkingar- innar Hvert sem litið er, má sjá hin hollu áhrif aukinnar þekkingar: Lengra líf, betri heilsa, meiri vel líðan, aukin ávöxtur af starfi, og bættir samfélagshættir; svo mætti lengi telja. Enn veldur vanþekki'ngin samt miklu böli og á sína einlægu formælendur. Fyrir fáum dögum gerðist það austur í höfuðborg Indlands, að þingmaður, Hindúaprestur, trufl- aði þingstörf með því að rísa upp og hrópa: „Dýrð sé hinni miklu móður, kúnni, en glatist sú ríkisstjórn, sem drepur kúna!“ Samtímis gerðist það, að utan við þinghúsið varð lögreglan að stöðva upjxhlaup þúsunda kröfu- göngumanvia, sem söfnuðust að byggingunni með naut í farar- broddi og kröfðust þess, að með öllu væri bar.nað að slátra kúm, sem eru heilagar í augum rélt- trúaðra Hir.dúa, í þingsalnum neitaði prestur- inn að hlýða forsetanum, sem bannaði honnm að trufla þing- störfin. Þegar prestur hlýddi ekki vísaði forsetinn honum á dyr. Presturinn hrópaði til and- svara: „Þið getið skotið mig eða drepið mig, en ég vík ekki af fundi!“ Viðureigrinni lyktaði svo, að fresta varð fundi um hríð og tókst þá að þoka hinum eld- heita og emlæga verjanda kýr- innar og venþekkingarinnar úr salnum. Hvernig bregðast menn nú við þekkingunni? Lærdómsríkt verður að sjá, fullir, kappsamir og viljað na I hvernig menn bregðast við þeim fróðleik, sem er að finna í skýrslu F.í'-.ahagsstofnunarinnar til Hagráðs Sennilega hefur aldrei verið eefið gleggra né greinarbetia yfirlit um efna- hagsstöðu íslands en í þessari skýrslu. Öli eru mannanna verk ófullkomin eg vafalaust má sitt- hvað að þessari skýrslu finna Hún er auðvitað ekki tæmandi og áreiðanlfcga er sumt í henni umdeilanlegt. Spurningin er, hvort mer.n fást til að nota sér það, sem augljóslega og óvé- fengjanlega er rétt, og byggja gagnrýni á rökum og þekkingu, eða hvort vanþekkingin verður látin ráða af því, að hún sé í sam ræmi við ímyndaða hagsmuni eða úrelta kreddutrú. „Við ímyndaða hagsmuni" er sagt af því, að til lenedar er engum til góðs að borjast á móti stað- reyndum og óhagganlegri þekk ingu. Sú barátta hlýtur að leiða til ófarnaðar á sama veg eins og trú Hindúa á heilagleika kúnna á mikinn þátt í fátækt almenn ings og síendurtekinni hungurs- neyð þar í landi. Berjast fyrir vexti verðbólgu Því miður lofá fyrstu viðbrögð Tímans og Þjóð- viljans ekki góðu. Hvorugt blað anna birtir nema sáralítið úr skýrslunni. Tíminn slítur eina málsgrein úr samhengi til að rangtúlka meginniðurstöður skýrslunnor cg Þjóðviljinn leit ast við að gera hana tortryggi- lega í heild, iafnframt því, sem hann notar sömu útúrsnúnings- aðferðina og Tíminn. Nú í laugar dagsblaðinu reynir Tíminn að gera bragabót með því að birta all-langa ritsmíð um skýrsluna eftir ungan hagfræðing. Eftir tektarvert er, að aðalgagnrýni hans er sú, að staðlaust sé að þakka auknu frjálsræði og sam- keppni að nokkru það, sem á unnist hefur í efnahagsmálum síðustu árin. Þessi gagnrýni lýsir vel hafta- og ófrelsisandanum, sem heltekið hefur forystumenn Framsóknar. Nú orðið kemur öllum í orði kveðnu saman um, að alvarlegar hættur séu samfara verðbólgu. Ýmsar ástæður hafa raunar orðið til þess, að þrátt fyrir við- varandi verðbólgu hérlendis síð- ustu 25 árin, þá hefur tekizt — og aldrei betur en á allra sið- ústu árum — að tryggja atvinnu vegum landsmanna öruggan grundvöll og stórauka hagsæld almennings. Aðalhætturnar af verðbólgu eru þó þær, að at- vinnuuppbygging stöðvist og hagur almennings, einkum aldraðs fólks, farx versnandi. Frá þessu hefur okRur tekizt að forða, en hætturnar eru engu að síður fyrir hendi, og þær ber að varast. En ef menn vilja forðast verðbólgu og þær hættur, sem af henni geta stafað, þá verða menn að lylgja þeim ráð- um, sem reynsla og þekking segja tiltæk í því skyni. Þeirra á meðal eru hækkun vaxta, tak- markanir á bankalánum og skattahækkanir. Auðvítað fer það eftir atvikum, hvort beita eigi þessum ráðum einum og þá í hve ríkum mæli og hvert samhengi eigi að vera þeirra í milli og eftir atvikum við önnur úrræði: svo sem stöðvun launa og verðlags. Mat á hagsmunum Úr verðbólgu verður að sjálfsögðu ekki dregið nema með því að minnka þennsl- una, þ. e. efvirspurn. Slíkar ráð- stafanir hlvóta að sjálfsögðu að koma illa við ýmsa. Ekkert er eðlilegra heldur cn að hver ein- stakur spytji, hvort þær þurfi að lenda á honum. Þeir, sem vilja afla sér vinsælda, hafa þess vegna ríka tilhneigingu til að vera á móti þvílíkum ráð- stöfunum. Stundum gera þeir það eflaust í góðri trú, en þeir, sem það gera, eru þá ekki að berjast á mcti verðbólgu eða verðþenslu, heldur meta þeir aðra hagsmuni meira. Útaf fyrir sig er ekkert við því að segja, að menn geri það, einungis ef þeir skýra hreinskilningslega frá hvað fyrir þeim vakir. Hitt tjáir ekki að þykjast vilja berjast á móti verðbólgu en heimta þau úrræði, sem fyrir- sjáanlega hijáta að auka hana. Lánatakrnarkanir og háir vextir hljóta að bitna á atvinnu- rekstri. Þetta er óumdeilanlegt. Það eru því ekki frásagnarverð tíðindi, þó að sumir atvinnurek- endur haldx því fram, að því- líkar ráðstafanir hái fyrirtækj- um þeirra. Þegar þeir eru um þetta spurðir, geta þeir ekki öðru svarað en svo sé. En þeim ógnar önnur alvarlegri hætta, þ. e. verðbólgan. Á þetta hafa forystumenn iðnaðarins nú rétti lega lagt megináherslu. Þeir, sem þessa skoðun hafa, sætta sig þess vegna við önnur minni- háttar óþægindi, sem nauðsyn- leg eru til að draga úr verð- bólgunni. Merkileg sýning Meginþorrt iðnrekenda gerir sér fulla grein fyrir hinu sanna samhengi. Þeir hafa og brugðist við erfiðleikum af manndómi og dugnaði. Um það ber hin glæsi- lega iðnsýning, sem nú stendur glöggt vitni.. Jafnvel við skjóta yfirsýn má sjá, að íslenzkur iðnaður hefur sótt lengra áleiðis en flestir l:afa gert sér grein fyrir. Fjölbreyttni hans er mikil, áferðin yfirleirt góð, og þegar spurt er um verð, þá stenzt það ótrxilega vel samkeppni við þá, sem við betn aðstæður má ætla að búi. Engin þjóð Evrópu er nú efnaðri en Svíar. Þar sýnist einnig mega Raxipa flest það, sem hugurinn girnist. En þegar spurt er um verð og reiknað er til íslenzks verðlags, þá virðist sænska verglagið oft vera mun hærra. Auðvitað er það hið háa kaupgjald í Svíþjóð, sem hefur hækkað verðlagið þar, alveg eins og það er hið háa kaup- gjald á íslandi, sem hefur hækk- að verðlagið hér. Norðmenn hafa fengið mióg aukinn markað í Svíþjóð, eítir að EFTA-sam- starfið komst á, at því að þeir geta keppt við sænskt verðlag. Samkeppnin verður hvarvetna til verðlækkunar. Þess vegna er eðlilegt, að íslenzkur iðnaður eigi erfitt, þegar hann lendir í aukinni samkeppni, en sam- keppnin er líísnauðsyn og verð- ur 'til írambúðar iðnaðinum sjálfum til góðs. Hún er hald- bezta ráðið til, að allir leggi sig fram f.il að gera sitt bezta. Hitt er svo enn nýtt vitni um heilindi sumra þeirra, sem mest fjasa um verðhækkanir, að þeir fjandskapast yfir verðhækkun- um, sem stafa af erlendri sam- keppni. Samiimis segja þeir svo að allt megi hækka nema kaup og vitna í hækkandi verðvísi- tölu, þó að beint sé lög boðið að hún eigi að hafa kauphækkan- ir í för með sé'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.