Morgunblaðið - 23.09.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1966, Blaðsíða 16
18 MORGU NBLAÐIÐ Föstudágur 23. sept. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjón: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðrnundsson. Auglysingar: Árni Garðar Kustinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. GJÖRB YL TING í ATVINNUMÁLUM ¥ gær var athygli á því vakin í forustugrein Morgun- blaðsins, að aldrei hefur jafn mikil breyting til batnaðar orðið á högum íslenzku þjóð- arinnar á jafn stuttum tíma og á sl. 6—7 árum. Á sama hátt mun óhætt að fullyrða, að aldrei hafi jafn mikil bylt- i'ng orðið í íslenzkum ai- vinnumálum á jafn stuttum tíma og á þessu sama tíma- bili. , Þar er ekki aðeins um það að ræða, að gjörbylting hef- ur orðið í sjávarútvegi lands manna, fyrst og fremst undir forustu einkaframtaksins heldur hefur verið stefnt að grundvallarbreytingu í ís- lenzku atvinnulífi, með samn ingum um nýtingu orku- linda fossanna til stóriðju- reksturs á íslandi. Með samn- ingunum um álverksmiðjuna, sem ríkisstjórnin og stuðn- ingsflokkar hennar börðust fyrir gegn harðri andstöðu stjórnarandstöðuflokkanna er nýjum stoðum rennt undir hið einhæfa íslenzka atvinnu- Mf, og djörf og framsýn stefna í atvinnumálum mörk uð. Endanlega hefur nú verið gengið frá öllum samnings- atriðum í sambandi við bygg ingu álverksmiðjunnar og framkvæmdir við hana munu væntanlega hefjast á næsta ári. Þótt enn sé stutt um liðið frá því að baráttan um hana var til lykta leidd, er óhætt að fullyrða, að margir þeirra, sem voru fullir efasemda urn gildi slíks stóriðjureksturs á íslandi hafa nú þegar sann- færzt um að hann getur ein- Gngis orðið íslenzku atvinnu- lífi og efnahagslífi til góðs. Með samningum um bygg- ingu álverksmiðjunnar hefur fyrsta sporið verið stigið til nýrrar atvinnubyltingar, og væntanlega verður haldið á- fram á sömu braut. En um leið og við mörkum þá nýju stefnu í atvinnumái- um, að nýta orku hinna ís- lenzku fallvatna, hljótum við einnig að vinna að eflingu og vexti þeirra atvinnufyrir- tækja, sem þegai eru starf- andi í landinu. hvort sem það er á sviði sjávarútvegs, iðn- aðar eða verzlunar. Það er kjarninn í íslenzku atvinnu- lífi, og að honum á að hlúa. En þegar fram líða stundir verður það ei til vill talið til hinna beztu verka sem hin merka umbotastjórn Sjáli stæðisflokksins og Alþýða flokksins beitti sér fyrir á þessu tímabili, að loks var teningunum kastað og ráðizt í það að hefja iðnvæðingu ís- lands á nýjum grundvelli. GLÖTUM EKKI ÞEIM ÁRANGRI, SEM NÁÐST HEFUR að leikur enginn vafi á því að launþegar hafa á sl. rúmum tveimur árum nað fram meiri raunverulegum kjarabótum en nokkru sinni áður, og bendir það ótvírætt til þess, að skynsamlegri stefna hafi ríkt í samninga- málum en áður. Það er hinsvegar alveg ljóst, að eins og nú horfir hafa atvinnuvegirnir í land- inu enga möguleika á því að taka á sig enn frekari kaup- hækkanir. Jafnvel síldarút vegurinn og síldariðnaðurinn. sem á undanförnum árum hafa leitt þá kauphækkunar- öldu, sem staðið hefur í land- inu, standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að verð á síldarafurðum hefur stór - lækkað á heimsmarkaðinum. þannig'að augljóst er að jafn- vel þessi gróskumikli atvinnu vegur getur ekki staðið undir frekari kauphækkunum. Nú ríður á mestu fyrir launþega í landinu að tryggja þann árangui, sem þegar hefur náðst fram í kjarabótum launþegum til handa, og treysta atvinnuör- yggi í landinu. Þetta tvennt er vafalaust mikilsverðara fyrir launþega nú, heldur en að knýja fram miklar kaup- hækkanir, sem óhjákvæmi- lega hafa þær afleiðingar ein- ar að atvinnureksturinn dregst saman vegna of mikiis kostnaðar og atvinna minnk- ar. Þetta eru þær staðreyndir sem ekki verður komizt fram- hjá í dag, og til þeirra verður að taka fullt tillit. Nú um sinn hlýtur að verða stöðvun á þeirri þróun kaupgjalds- og verðlagshækkana, sem við höfum búið við undanfarm ár, og það er vafalaust öllum til hagsbóta, að dokað verði við um sinn f MARGT og mikið hefur verið rætt og ritað í er- lendum blöðum um úrslit kosninganna í Suður-Víetnam á dögunum — og sýnist sitt hverjum, sem vænta má, eftir því hver stjórnmálaafstaða ræður skrifum. Hér á eftir verður sagt lítillega frá grein, sem Berlingske Tidende birti fyrir nokkrum dögum eftir stjórnmálafréttaritara sinn í Washington, Anders Georg, sem glöggt hefur fylgzt með málefnum Víetnam. Anders Georg segir í upp- hafi, að úrslit kosninganna varpi að nokkru leyti nýjU ljósi á tvær yfirlýsingar stjórn málaleiðtoga um Víetnam- málið. Annarsvegar yfirlýs- ingu Johnsons, Bandaríkja- forseta, er hann gaf í ræðu, er hann hélt í John Hopkins háskólanum í apríl 1965: „Takmark okkar í Suður- Víetnam er, að landið verði frjálst og óhult fyrir árásum Við óskum einskis þar sjáif- um okkur til handa — við óskum ekki annars en að íbu- ar Suður-Víetnam geti fengið aðstöðu til þess að stjórna landi sínu sjálfir á þann hatt sem þeir kjósa sjálfir“. Hins- vegar yfirlýsingu Ho Chi Minhs, leiðtoga N-Víetnam, um það bil ári síðar, er hann svaraði friðarumleitunum Bandaríkjamanna, meðan þeir gerðu fimm vikna hlé ,á loft- árásunum á N-Víetnam, á þa leið, að vildu Bandaríkja- menn frið í Víetnam, yrðu þeir að „viðurkenna þjóð- frelsishreyfinguna (Víet Cong) sem hinn eina sanna fulltrua fólksins í Suður-Víetnam“. • ■ £ ' ■ V' j Við kosningaspjald í Saigon upp við eðlilegt stjórnmálaiíf Skyldi barn þetta fá að vaxa í Suður-Víetnam? Kosningarnar í S-Vietnam vísir að eðlilegu stjórnmálalífi Fréttaritarinn segir ,að sú yfirlysing Kys, forsætisráð- herra S-Víetnam, að kosn- ingaúrslitin hafi' verið stór- sigur yfir kommúnistum hafi væntanlega fremur verið gef- in af von en fullri sannfær- ingu. Á hinn bóginn hljóti að vefjast fyrir andstæðingum Kys að skýra, hversvegna þús undir og aftur þúsundir kjos- enda létu sem vind um eyru þjóta hótanir kommúnista og áskoranir um að hunza kosn- ingarnar — og sýndu þar með ótvírætt, að þeir vildu gjarna nota tækifærið til þess að stuðla að því a’ð koma saman þingi, er setti landinu nýia stjórnarskrá og legði grund- völl að borgaralegri stjórn. „Hvort kjörsókn var 80.8%. eins og frá var skýrt opinber lega, eða eitthvað minni, skipt ir ekki máli. Það, sem kosn- ingannar sýndu ótvírætt fram á, var fyrst og fremst, að foik ið í Suður-Víetnam lítur ails ekki á Víet Cong og þjóð- frelsishreyfinguna sem sinn „eina sanna fulltrúa", eins og Ho Chi Minh komst að orði. Kosningarnar gáfu einnig vis- bendingu um, að því megi treysta, að Johnson, forseti, standi við þau loforð ^n að berjast fyrir því „að fólki'ð í S-Víetnam fái aðstöðu til þess að stjórna landi sínu sjálft á þann veg, ei það sjálft vill“. Að svo mæltu segir Anders Georg ástæðu til þess að fjalia ofurlítið um ýmislegt varð- andi kosningarnar — m.a. ýmsar rangar ályktanir, sem af þeim er hægt að draga og hafa verið dregnar. „Fyrst af öllu skal bent á“, segir hann. „að um það bil þriðjungur allra íbúa Suður-Víetna-n býr á landsvæðum, sem Víet Cong skæruliðar hafa alger- lega á sínu valdi — þar sem stjórnin gat ekki skipulagt kosningar og því ekki kannað hug íbúanna Þá er ekki hægt að líta framhjá þeim mögu- leika, að hið geysifjölmenna herlið — 700.000 manns — sem sá um framkvæmd kosn- inganna, hafi orðið til þess, að fólk fyndi sig fremur knúið til að fara á kjörstað en sitja heima. Þá er haft eftir áreiðanlegum heim- ildum, að um það bil 2% at- kvæðaseðlanna hafi verið rifn ir í mótmælaskyni gegn kosn- ingunum og / eða stjórninm“ Að öllu samanlögðu telur Georg mega gera ráð fyrir því, að um helmingur at- kvæðisbærra manna í S-Víet- nam hafi haft aðstöðu til að taka þátt í kosningunum at frjálsum vilja. „Helmingur er ekki meirihluti — en heldur ekki minnihluti“, segir hann og bætir við, að sé dæmið seit upp, eins og hér að framan, megi sjá. að kosningarnar hafi ekki endilega venð traustsyfirlysing á Ky og stjórn hans — en heldur ekki vísbending um áhuga á Víet Cong, nema síður sé og sízt viðurkenning á því að þjoö- frelsishreyfingin sé hinn emi sanni fulltrúi þjóðarinnar. — Einnig telur hann of mikia bjartsýni að álykta að með kosninguum þessum hafi ver- ið rudd örugg braut borgara- legrar stjórnar, er hafi að baki stuðning á breiðum grundvelli og geti gert ser vonir um að haldast trygg í sessi. Hinsvegar telur hann einsýnt, að þau öfl. sem stóöu að baki kosningunum og tóko þátt í þeim hafi sýnt, að þau eru sterkari en öfl þau, er stuðlað hafa að upplausn þjó'' félagsins. Og þar á Georg ekki að- eins við skæruliða heldur einnig hina herskáu Búdda- trúarmenn, sem með upp- reisnum og hótunum .sjálfs- morðum og öðrum örþrifaráð- um, neyddu Saigon-stjórnina til áð halda kosningar, en sátu svo heima á kjördag, svo að segja í mótmælaskyni vtð að gengið skyldi að þeirra eig in kröfum. Þá segir greinarhöfundur að sé betur að gáð sýni kosr.- ingarnar einnig, að hinir her- skáu og ósamvinnuþýðu Búddaleiðtogar séu alls ekki talsmenn Búddatrúarmanna r heild. „Skýringin er einföid. Búddatrúin í Víetnam er hug tak, sem spannar ámóta ví .t svið og breytilega hagsmuna- hópa og kristnin á Vestui- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.