Morgunblaðið - 23.09.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 23. sept. 1966 Bob Thonias: HVER LIGGUR f GRÖF MINNI — Og hvernig var þá hjá þér? spurði Edith, reiðilega. — Glaesi- legur ofursti í fríi, heimsækir systur aðstoðarstúlkunnar sinn- ar. Hélt, að hann væri að gera mér til þægðar! Og hvar er barnið nú. Er það í skóla? — Um hvað ertu að tala? — Barnið. Þetta, sem þú hef- ur falið svo vandlega. Þetta, sem neyddi Frank til að giftast þér. — Nú, já. Já. hann dó áður en hann var orðinn ársgamall. — Sonur? sagði Edith og fremur við sjálfa sig en við Margaret, — Frank langaði allt- af til að eignast son. — En þá gat ég ekki eignazt fleiri börn. Margaret setti frá sér teboll- ana og hristi af sér sorgina. Svo sneri hún sér að Edith og sagði: — Viltu opna þarna rennilásinn, ég vil komast sem fljótast úr þessum görmum. Guð minn, hvað ég hata þessar sorgarflík- ur! Edith var niðursokkin í hugs- anir sínar, en opnaði samt rennilásinn eins og ósjálfrátt. Margaret gekk inr í búningsher- bergið og losaði kjólinn af öxl- unum. — Sástu þennan mann- skap þarna við jarðarförina’ sagði hún. — Gamla Kalífornía ljóslifandi! Svo hvarf hún bak við hurðina og sagði: — Veiztu hvað lengi ég á að vera í þess- um sorgardruslum? — Þær rugla væntanlega eitt- hvað fyrir þér? svaraði Edith. Margaret lét áfram dæluna ganga innan úr búningsherberg- inu, en Edith hlustaði ekki á hana. Hún staraði allt kring um sig í herberginu og hugsaði". hingað kom Frank með brúðina sína, og þetta eru hlutirnir, sem hann eyddi á hana, og þetta er rúmið þar sem hann lét vel að henni. Hve blíður hann hafði ver ið, jafn sterkur og hann var, hve þolinmóður og nærgætinn við stúlku, sem var óreynd á sviði ástaratlota! Hún stóð þarna við rúmið, niðursokkin í hugsanir sínar og strauk hendinni eftir hreysikatt- arskinnskápunni. Hún leit niður og tók þá fyrst eftir kápunni, tók hana síðan upp og færði sig í hana. Hún gat séð sjálfa sig í speglinum hinumegin í her- berginu. En það var ekki hún sjálf, sem hún sá Þessi skraut- lega flík hafði breytt henni í Margaret. Hún fór úr kápunni og fleygði henni á rúmið. — Ég var að spyrja, hvenær þú ætlaðir aftur trl San Francis- co! kallaði Margaret. — Ég hef ekki átt þar heima síðustu tíu árin, eða ekki síðan pabbi drakk sig í hel, svaraði Edith með beizkju. Margaret kom nú fram í dyrn- ar, í kjól með loðköntum á. — Þarftu að vera svona beizk, Edith? — Ertu kannski hrædd v.’ð sannleikann? Hann drakk sig í hel, eftir að hafa drukkið sig úr stöðunni sinni við blaðið. — Aumingja pabbi! Hvað þetta getur verið hræðilegt. Og svo bætti Margaret við, ásakandi: — Hversvegna sagðirðu mér þetta aldrei, Edith? — Þú virtist ekki hafa mikinn áhuga á því. Ég lét þig vita um jarðarförina. — Við hljótum að hafa verið í Evrópu. Við Frank ferðuðumst svo mikið. — Ég veit það. — Hvað áttu við? — Ég hef fylgzt með allri velgengni hins vinsæla Frank de Lorca. Margaret var nú orðin leið á þessu umtalsefni. — Segðu mér eitthvað af sjálfri þér. Hvar áttu heima núna? — í Los Angeies. — Ertu búin að vera hér öll þessi tíu ár? — Ég á drykkjustofu. Edies er hún kölluð. í Figueroastræti. — Drykkjustofu? Margaret hryllti. — O, vertu róleg. Fínu vin- irnir þínir hafa víst aldrei heyrt hana nefnda. — Já, en Edie .... drykkju- stofa! Hversvegna komstu ekki til mín. Ég hefði þó getað hjálp- að þér. — Hjálpað mér! Já, líklega eitthvað svipað og þú hefur hjálpað mér, aila tíð! Eins og þú hjálpaðir mér. þegar ég kom frá Evrópu og frétti, að Frank yrði að giftast þér? — Já, en það eru nú tuttugu ár síðan, Edie. — Átján, nákvæmlega til tek- ið. — Þú hatar mig, er það ekki? Þú hefur aldrei raunverulega fyrirgefið mér, öll þessi ár. — Hvað hefur þú til fyrirgefn ingar unnið? Margaret hristi höfuðið, eins og í vandræðum. — Við erum þó systur, Edie, sagði hún, held- ur en ekki neitt. — Já, það erum við, sagði Edith með ákafa. — Og þú get- ur farið fjandans til! Hún stikaði út úr herberginu og skellti hurðinni á eftir sér. 5. Edith þaut gegn um langa ganginn. Hún hélt áfram að stóra stiganum, en stanzaði er hún kom fram á stigagatið. Þarna var hann, einmitt eins og hún hafði þekkt hann, hinn karl- mannlegi maður í einkennisbún ingi ofursta. Málarinn hafði náð öllum svipnum — hlýja augna- tillitinu, vingjarnlega hálfbros- inu, sterklegum herðunum og mjúku höndunum. Hún furðaði sig á því, hve myndin var lif- andi. Þannig yrði hann alltaf í hennar augum — lifandi, karl- mannlegur og vingjarnlegur. Einhver var að horfa á hana og er hún leit niður, sá hún Henry, brytann. Hann hafði tekið eftir því, hve mjög hún horfði á myndina. — Bíllinn verður hér eftir andartak, ungfrú Philips, sagði hann, settlega. — Þakka þér fyrir, Henry, sagði hún og svo leit hún í síð- asta sinn á málverkið af Franc- esco de Lorca. — Hann var fínn maður, sagði Henry. — Við komum til að sakna hans hérna í húsinu. Já, það gerum við öll. Augu þeirra mættust snöggv- ast og þau skildu hvort annað. Síðan hélt Edith áfram til dyr- anna, Henry hjálpaði henni upp í skrautbílinn og bíllinn rann af stað niður brautina. — Hvert á að fara, frú? spurði George bílstjóri. — Hornið á Figueroa og Temple. — Já, frú. — Það er Indíánahverfið, sagði hún háðslega. — Það er líka de Lorca-hverf- ið, bætti George við og brosti. 37/2- COSPfcR Afsakið — Þér eigið ekki eid? Hún vissi, að þetta var ekki nema satt. Lorcaættin hafði átt mikið land á þeim slóðum þar sem drykkjustofan hennar var. Það var endur fyrir löngu, þeg- ar staðurinn var miðdepill alls lífs í borginni. Ættin hafði svo selt landið áður en húsin voru orðin hrörleg, og svo urðu hús- in að leiguíbúðum fyrir eftir- launafólk og ferðamenn og luku þannig ævi sinni. Nú var Temple komið í skuggann 'og þar var komið sitt af hverju, svo sem þvottahús, sem Filipseyjamaður átti, kvikmyndahús — sem var hætt að starfa — og nokkrar drykkjustofur ems og sú, sem Edie átti. Allt þetta hverfi var á fallanda fæt... Skammt þaðan voru borgaryfirvöldin farin að rífa gömul hús og byggja íbúðar- blokkir. Nýi tíminn var tekinn að gera innreið sína, einnig þarna. Það hafði verið vitlaust að fara að setja spariaurana sína í svona drykkjustofu, og það gerði Edith sér ljóst. %að hafði verið vitleysa að fara nokkuð að flytja sig :il Los Angeles. HVersvegna hafði hún þá verið að því? Það vissi hún ekki, fremur en hvers- vegna hún hafði gert aðrar vit- leysur um dagana. Hún hafði vitað, að hún varð að komast burt úr íbúðinm i San Francisco og burt frá öllum endurminningunum, sem bundn- ar voru við síðustu æviár föður hennar. Hversvegna gat hún ekki múnað annað en einmitt það tímabil samveru þeirra? Hversvegna gat hún ekki mun- að hann, þegar hún hafði tilbeð- ið hann sem hinn laglega og dugnaðarlega blaðamann, sem kenndi tvíburadætrum síntm kvæði og fór með þær á list- sýningar og síðdegissýningar í óperunni? Hversvegna gat hún ekki munað annað en drykkju- lætin og hvernig hann drakk írá sér vit og rænu, öskraði og brauzt um á nóttunni? Edith hryllti við endurminn- ingunni. En hún vissi, að ekki hafði eina ástæðan til að flytj- ast til Los Angeles verið sú að losna við endurminningarnar um föður sinn. Eitthvað annað hafði dregið hana þangað. Enginn vissi um ást hennar á Frank de Lorca Hún hafði aldrei sýnt neinum bókina með blaðaúrklippunum, sem hún hafði safnáð. Oft hafði hún í ein rúmi skoðaðt myndirnar __ af Lorca-hjónunum, þar sem þau voru á skíðum í Alpafjöllunum, Lorca við opinber hátíðahöld. Frank de LOrca, er hann var heiðraður af „Sonum Guiína Vestursins". Hún hafði séð hjónin við mörg tækifæri, enda þótt hún gætti þess vandlega að láta þau ekki sjá sig. Gegnum kíkinn sinn gat hún séð þau við veðreiðarnar i Santa Anita, og við óperusýn- ingar. Hún hafði meira að segja stanzað fyrir utan hliðin á hús- inu, til þess að sjá þau í svip, þegar þau voru að aka út í sveitaklúbbinn. Hún hafði feng- ið athugasemd um þetta hjá lög- reglumanninum, sem var þarna á verði en henni tókst að gera einhverja viðunanlega grein fyr- ir sér: hún væri að reyna að koma auga á tiltekna kvikmynda stjörnu, sem byggi í næsta húsi. En hún hafði orðið fyrir miklu áfalli í þessu dapurlega lífi sínu þrem dögum áður, þegar húu leit á forsíðuna á Los Angeles Times. Þar var stór mynd af Frank og svo las hún hina skelii- legu fregn: Francesco de Lorca, 61 árs að aldri, fasteignasali og höfðingi einnar elztu ættar borgarinnar, dó á miðvikudag af hjartaslagi á heimili sínu. Andlát de Lorca, sem var mað- ur athafnasamur þrátt fyrir hjartaveilu, er stafaði frá þjón- ustuárum hans í síðari heims- styrjöldinni, var fundinn af ekkju sinni, fæddri Margaret Philips, kl. 6.15 e. h. Hún kvað hann hafa kvartað um þreyiu og lagt sig fyrir kvöldverð.“ Edith las fréttina aftur og aft- ur og gat ekki skilið þetta. Jafn- vel nú gat hún ekki hugsað sér Frank dauðann. Hann, sem var svo lifandi og iífsglaður. Skrautbíllinn hafði ekið fram- hjá háu turnunum á Sunset Strip, gegn um Hollywood og beygði síðan inn í gömlu hverf- in. George tók tillit til óska far- þega síns um þögn, eins lengi og hann þoldi við, en þá tók hann að skrafa. .•—• Skrítið er þetta, sagði hann. — Þarna hafa állir af de Lorca-ættinni unnið og þrælað, til þess að geta eftirlátið eftir- komendunum eignir sínar. En nú er ættin útdauð. Enginn ue Lorca til þess að erfa auðinn! Öll þessi vinna unnin fyrir gýg. Og svo bætti hann við, hreyk- inn: — Og hugsa sér mig, bíl- stjórann með sjö barnabörn — allt stráka! Edith heyrði ekki nema til hálfs malið í honum. — Já, svar aði hún, eins og hálf-utan við sig. — Eini sonurinn dó. — Hvað? — Ég var að segja, að eini sonurinn hafði dáið — sonur Frank de Lorca. — Já, en það hefur ekkert barn fæðst hjá Lorca-hjónun- um, sem ég veit .... hvorki sonur né dóttir. Edith kom þetta á óvart. — Nei, þér hafði sjálfsagt ekkert vitað um það, enda eru ein tutt- ugu ár síðan. — Tuttugu ár? Já, en ég er bú in að aka hjá fjölskyldunni í fjörutíu ár. Ég hefði vitað. ef þeim hefði fæðzt eitthvert barn. „Þú mátt eiga öll þessi föt“, sagði Margaret við Ivíburasystur sí na og kastaði fötuuum a rumið. (Tvíburasysturnar eru í kvikmyndinni báðar leiknar af Betty Davis).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.