Morgunblaðið - 23.09.1966, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.09.1966, Qupperneq 25
Föstudagur 23. gept. 196« MORGUNBLAÐIÐ 25 — Skjaldbreið Framhald af bls. 32 Herðubreiðar og framan af urðu skipin fyrir miklu tjóni vegna grunnsaevis á höfnum, en nú má segja að þau séu allt of lítil með tilkomu nýrra hafnarmannvirkja. Söluverð skipsins verður dá- lítið hærra, en, að ofan getur þar eð ekki er innifalið í kaup- verðinu sala á talstöðvum skips- ins, svo og miðunarstöð, sem seldar verða með skipinu. Guðjón gat þess, að kostnað við slipptöku skipsins myndu kaupendur greiða, en skipið er nú í slipp í Reykjavík. — Brosin Framhald af bls. 23 ferðir þeirra fyirfram", bætti Lawrence við. 1 dag sagði majórinn að 120.000 manns byggju í hér- aðinu, en þannig hefur því ekki alltaf verið farið. Fólk- ið í Tuy Phuoc bjó undir raun verulegri stjórn kommúnista á dögum Frakka. Engu að síður, og það er athyglisvert, flúði þetta fólk þúsundum saman er stjórn landsins fór í mola eftir daga Diems og kommúnistar endurnýjuðu völd sín í héraðinu. í þorpum, sem töldu 2000 íbúa, urðu aðeins 600 til 700 eftir. En nú hafa þessir flótta menn snúið aftur heim, og flest þorpanna, sem voru að hálfu í rústum, hafa verið endurbyggð með aðstoð fram kvæmdasveita Tuy Phuec. Hættulegur akstur. Ég spurði hvort hægt væri að skoða einhver þessara endurbyggðu þorpa. Banda- ríkjamenn í þorpinu höfðu gert svo mikið úr hryðju- verkum Viet Cong varðandi kosningarnar að menn hik- uðu alvarlega við að aka aðalveginn til miðstjórnar Tuy Phuec-svæðisins. En majórinn visaði ákafur leið- ina til jeppa síns, og við héldum tafarlaust af stað. Við ókum um héruð fullt af bros andi fólki — því fólk kann greinilega vel við Lawrence majór á þessum slóðum. Þannig leið fyrsti dagur- inn. Því næst komu kosning- arnar, ásamt stöðugum að- vörunum um hryðjuverk Viet Cong, og lengri og enn ánægjulegri ferð um Tuy Phuoc hérað. Kosningarnar á þessum slóðum voru ekki aðeins frjálsar — þær voru beinlín- is fjörugar. Þrátt fyrir hót- anir Viet Cong var kjörsókn- in geysileg — yfir 90% af kjósendum í héraðinu. A kjör stöðunum gerði mannfjöld- inn að gamni sínu, ræddi um landsins gagn og nauð- synjar, gerði gys að vinum, sem stóðu í biðröðum eftir því að geta kosið. Yfirmað- ur héraðsins, Pham Gia Tung, kapt.einn, sem nú var leiðsögumaður minn, er lítill og fámáll maður. En þessi óræki vottur þess að vel gengi kom honum til þess að brosa út að eyrum. Loksins var tekið að loka kjörstöðunum, og mér var boðið til kvöldverðar af hér- aðsstjóranum. Tung kapteinn er mennta- maður, fyrrum prófessor í stærðfræði frá Hué. Þeir majór Lawrence eru miklir mátar, og Lawrence reyndi meira að segja að fá því framgengt að sér yrði leyft að vera lengur þarna. „En fjölskyldan vildi ekki heyra á það minnst", sagði hann. „En ég komst að sam- komulagi við konuna um að ég fari hingað aftur eins fljótt og ég get. Ég kann vel við mig hérna.“ (Eftir Joseph Alsop — stytt í þýðingu). — Kina Framhald af bls. 1 varðliðamir haldi áfram að streyma til borgarinnar utan af landinu. Þeir séu þreytulegir eti virðast skemmta sér ágætlega, eins og þeir hafi fengið skóia- leyfi sínu framlengt. Erlendir stúdentar frá Peking Þá hafa borizt um það fregmr frá Peking að öllum erlendum stúdentum hafi verið vísað það- an burt og þeim gert að hverta úr landi innan tveggja vikna. Afnumdir hafa verið allir styrk- ir til erlendra stúdenta og sendi ráðum viðkomandi landa gerf viðvart. Er sú skýring gefin, að kennarar kínverskra skóla haf. nú meira en nóg á sinni könnu við að vinna að framkvæmd menningarbyltingarinnar. Þegar henni sé lokið verði aftur unnt að taka við erlendum námsmönn um. Aðrar fregnir frá Peking herma, að leiðtogar kommún- istaflokksins hafi fyrirskipað Rauðu varðliðunum að taka nið- ur slagorðaspjöld sín, þar sem alls konar fólk er sakað utn kapitalisma og endurskoðunar- stefnu. Ennfremur var tilkynnt í dag, að Liu Tsu Hou hefði verið skipaður aðalritari kommúnista- flokksins í Hopei-héraði í stað Lin Tieh. Fyrir nokkru koma Rauðu varðliðarnir upp spjöld- um í Hopei þar sem sagði, að Lin Tieh hefði um árabil verið í slagtogi með Peng Chen, fyrr- um borgarstjóra í Peking. Mao að missa völdin? Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Japan sagði í dag, að svo væri að sjá sem Mao Tse tung hefði ekki lengur fulla stjórn í Kína — og hefði hann senni- Allsherjarverk- fall í Calcutta Caucutta, ?2. sept. NTB. • 48 KLST. allsherjarverkfall hefur lamað gersamlega allt athafnalíf í Caicutta, stærstu borg Indlands. Efndu vinstri flokkarnir til verkfalls þessa tii þess að mót- mæla matvælaskox-ti og hækk- andi verði á nauðsynjum. Verk fallið átti að ná til ails héraðsins Vestur Bengai — en varð ekki aigert nema í Calcutta. Allt lög- reglulið héraðsins er reiðubúið til þess ag grípa i taumana, ef til átaka skyldi koma vegna verkfallsins. Ér siðast var efnt til slíks allsherjarverkfalls, urðu þar átök er kostuðu 46 manns lifið. Frönsk mynd hlutskörpust í Saloniki Saloniki, Grikklandi, 22. sept. NTB. • FRANSKA kvikmyndin „La Guerre Finis“ (Styrjöldinni er lokið'), sem Alain Resnais stjórnaði, var í dag valin bezta myndin á kvikmyndahátiðinni í Saloniki. Beztu lei.kaiarnir voru kjörin Per Oscarsson, fyrir leik sinn í sænsku kvikmyndmni „Syskon- badd“ og Gunnel Lindblom fyrir leik sinni í hollenzkri kvikmynd „La Danse Du Heron“. Verð- launin fyrir beztu leikstjórn féllu í nlut Rússans, Serge Paradjanovs. í kvikmyndahátíðinni í Salo- niki taka þátt aðilar frá tuttugu þjóðum. í verðiaunamyndinni frönsku fara með aðalhlutverkm Yves Montand og lngrid Thuiin. A T II C G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu. ei langtum ódýrarta að auglysa ■ Morgunblaðinu en oðru.j blöðnm lega neyðzt til að notfæra sér Rauðu varðWÖana, sökum þess að flokksforystan léti ekki leng- ur að stjórn hans Talsmaðurinn kvað Rauðu varðliðana hata haft mikil áhrif í Japan, eink- um á japanska menntamenn. Kína og Japan væru nábúar og ættu á mörgum sviðum sameig- inlegan menningararf. Enda þótt Kína hefði lengi verið kommún- ískt ríki hefð. flokkurinn þo jafnan varðveitt menningarverð- mæti. Nú væri svo að sjá sem menningaraíur þeirra yrði þurrkaður út og væri hörmu- legt til þess að vita. — 24 fórust Framh. af bls. 1 Eldur kviknaði í hreyfli og síðan varð sprenging í vél- inni og hún steyptist logandi til jarðar. Meðal þeirra, sem fórust, voru tvö börn. Vélin var í eigu ástralska flug félagsins Ansett-Ana og var á leið frá námubænum Mount ísa til Brisbane. Áður en hún fór ;t hafði flugstjórinn tilkynnt, að kviknað hefði í einum hreyfli vélarinnar og annar hefði stöðv- azt. Var hann beðinn að freista lendingar á flugvellinum í Win- ton, en 18 km. frá vellinum hrap aði flugvélin logandi til jarðan Hélt áfram að loga í flakinu lengi á eftir. — Svifflug Framhald af bls. 32. og hækkaði nokkuð jafnt í 600 m. Lagði ég þá af stað upp á von og óvon, -flaug renniflug með austurfjöilun- um til norðurs og varð lítið var við uppstreymi á þeirri leið. — Á móts við Akureyrar- flugvöll var ég kominn nið ur í 180 m. hæð og var að hugsa um að gefast upp og lenda þar, en komst þá í hlið aruppstreymi af Vaðlaheiði. Hjá Steinsskarði var ég aftur kominn í 600 m. hæð og í 1000 m. við Dalsmynni. Yfir Greni vík kom ég í 800 m. hæð. Þá hefði ég getað haldið áfram, sjálfsagt eina 30 km. eða lengra, en þótti dálítil áhætta, að svífa yfir fjörðinn til Dalvíkur og hálfgert glæfraspil að halda yfir fjöll in austur Þingeyjarsýslu, svo að ég lenti á túni rétt vestan við kirkjuna í Greni- vik. Ekki hefði þýtt að fljúga lengra norður, því að bæði vantaði þá lendingarstað og bílveg til að flytja fluguna til baka. — Þetta var í fyrsta skipti sem flugtæki lendir í Greni- vík og dreif strax að mér mik ill krakkaskari. Lendingin tókst prýðilega og var flug- an flutt aftur suður á Mel- gerðismela í gærkvöldi. Þeg- ar ég lenti var klukkan 19,13 og hafði ég þá_ verið 58 min- útur á lofti. Ég flaug alltaf beiria línu, sneri aldrei við á leiðinni og fékk aldrei niður- streymi. — Hvað vantar þig þá til að ná_ silfur-Cinu? — A laugardaginn náði ég tilskilinni hæð og nærri tvis- var sinnum það, en þá komst ég 2200 m. upp, Nú vantar mig aðeins fimm tíma þolíiug, en það er nú auðveldast, eig- inlega bara þolinmæðisverk. En það ,sem mér þykir vænst um núna, er að hafa getað sýnt, að hér er hægt að fljúga „yfirlandsflug" en vegna van trúar á það, hefur svifflug verið miklu minna stundað hér á Akureyri, en ella hefði verið. Má segja. að þarna hafi verið „opnuð“ ný leið. — Er félagið fjölmennt? — Nei, það er allt of fá- mennt. Vonandi fer félags- mönnum fjölgandi bráðlega og áhugi þeirra, sem starfa er mjög mikill. Við eigum ‘ fjórar svifflugur og sú, sem j ég notaði í gær er alveg ný, ‘ af gerðinni K 8. — Sv. P. | — Áheyrendur Framhald af bls. 1 réttinum, að engar sönn- ur hefðu verið færðar á að það, sem hann hefði skrifað, væri rangt. Hann sagði einræðisfyrirkomulag $ Júgóslavíu, þar sem aðeins lítill hluti þjóðarinnar, þ.e. þau sex til sjö prósent af þjóðinni, sem væru í kommúnistaflokknum, hefði nokkur réttindi. Hörð mót- mæli heyrðust frá áheyrenda- bekkjum, er hann lýsti því yfir, að í Bandaríkjunum hefðu allir stjórnmálaréttindi. Þá sagði Mihailov, að gagnrýni hans á stjórn Titos fæli alls ekki í sér rangar upplýsingar. „Hvern ig gteti það gerzt í Bretlandi, sagði hann, að blaðamaður væri dæmdur fyrir að skrifa, að ráð- stafanir Wilsons bæru ekki á- rangur? og vísaði jafnframt á bug þeirri, staðhæfingu, að hann kynnti undir hatri og andstöðú þjóðanna, er Júgóslavíu byggja. „Hvorki ég né vinir mínir óska eftir upplausn júgóslavneska ríkisins“ sagði hann, „tilgangur- inn með greinum mínum var, ekki að skaða júgóslavnesku þjóðina, heldur að hvetja til frjálsrar skoðanamyndunar". Saksóknarinn Jakov Vujas vís aði á bug þeirri fullyrðingu Mihajlovs, að einræði væri í Júgóslavíu „Það væri óhugs- andi með svo beinu lýðræðisfyr- irkomulagi sem við búum við“ sagði hann. Verjandi Mihajlovs, lwo Glo- watsky, lagði á það áherzlu í varnarræðu sinni, að gagnrýni skjólstæðings sins heíði e.t.v. ekki verið skynsamleg, en hún gæti á engan hátt talizt glæpsam leg, og júgóslavnesk dagblöð hefðu oft gengið lengra í gagn- rýni sinni á júgóslavneskt þjóð- félag. Hann vísaði á bug sem móðgun ummælum saksóknar- ans, þar sem hann gaf í skyn að Miahjilov væri ef til vill ekki í andlegu jafnvægi. Upplýsti verjandinn ennfremur, að Miha- jlov hefði í margra augum þeg- ar verið dæmdur — honum hefði t.d. verið neitað um afgreiðslu á veitingahúsum og veitingastúlk- urnar gefið þá skýringu, að þeim væri bannað að afgreiða hann. Mihajlov var handtekinn í ágúst tveim dögum áður en halda skyldi stofnfund nýs tímarits, — óháðs menningar og stjórnmála tímarits, — er flytja skyldi gagn rýni á stjórn kommúnista. Var það von hans og vina hans, sem 1 að tímaritinu stóðu, að það yrði ! kjarni nýs sósialdemokratísks stjórnmálaflokks. Á síðasta ári var hann dæmd- ur í fimm mánaða fangelsi vegna greina, er hann skrifaði eftir ferð til Sovétríkjanna. — Ekið á Framhald af bls. 32. báðum hurðum bílsins hægra megin. Bifreiðin, sem fyrir þessu varð er af gerðinni Volvo, blágræn að lit. 1 fyrradag var ekið á bifreið- ina R-16150, þar sem hún stóð á miðju bifreiðastæðinu á Arnar- hól. Urðu nokkrar skemmdir á hlið bifreiðarinnar. Bifreiðin er af gerðinni Fiat 1100, hvítur að Aðfaranótt hins 21. þm. var svo ekið á annan hvitan Fiat 1100 R-18373, þar sem hann stoð á móts við Húsgagnaverzlun Austurbæjar á Oðinsgotu Var frambrettið dældað talsvert. Eru allir þeir sem kunna að geta gefið einhverjar upplýsingat um þessa árekstra beðnir að snua sér til rannsóknarlögreglunnar. — Grænland Framhald af bls. 32 ir frá Flugbjörgunarsveitinni. Veður hefur verið gott allan tímann. . Björgunaraðgerðir gengu hægt a miðvikudag og fimmtudag, vegna þess að 60 cm. lag af nýfollnum snjó og skafrenningur eru a jöklinum. Flugvélin hefur sundr azt og dreifst og ýmislegt hemu tilheyrandi er frosið fast i is- inn. Nokkur lík hafa fundizt og verða þau send til Reykjavíkux með ísbrjótnum Atka, að þvi er segir í frétt frá bandarísku upp- lýsingaþjónustunni. Er Atka að ljúka björgunarstarfinu og búut við að skipið komi til Reykja- víkur á föstudag og laugardag, en það fer eftir veðri. Muni frekari tilraunir ef til vill verða gerðar seinna. Ferð ísbrjótsins til Wiede- mannsfjarðar gekk vel, enda ágætt veður. Wiedemannsfjörður liggur austan megin við Ravnhöfða a 68. gráðu norðlægrar breiddar. Hann er 5 mílur á lengd, víðast- ur yzt eða um 3 mílna breiður, og niður í botn hans liggur skrið jökull. Vestan megin í firðinum er nokkurt skjól fyrir rekís og þar er 22—23 faðma dýpi. Aust- an megin fjarðar er jökullaust, en dýpi allt niður í 8 faðmar. Láglendi er þai með ströndinni og hækkar aflíðandi og upp í 400 m. hæð. Eftir það tekur vxð mikill bratti upp í talsvert mikla hæð. Straumhörð á renn- ur um 3. km. frá fjarðarbotn- inum. Til leigu 220 ferm. iðnaðarhúsnæði við Laugaveg. Tilboð sendist.Mbl. fyrir 26. sept. merkt: „Iðnaðar húsnæði“. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin Þingholtsstræti Laufásveg 2—57 Freyjugata Bergstaðastræti Skólavörðustígur Miðbær Hverfisg. frá 4—62 Snorrabraut Karlagata Háahhð Skiphotti II Aðalstræti Tjarnargötu hverfi: Vesturgata 2—44 Lynghagi Ægissiða Hringbraut 92—121 Hávallagata Nesvegur Víðimeiur Fálkagata Skerjaf jörður sunnan flugvöll Laugarásveg Safamyri II Fossvogsblett Talið við afgreiðsluna sími 22480.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.