Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLADIÐ Laugardagur 8. október 1966 ★ ALÞJÓÐASAMTÖK Lionshreyf- ingarinnar efnir í tilefni af 50 ára afmæli hreyfingarinnar til ' ritgerðasamkeppni meðal ungs fólks um efnið: LEIÐ TIL FRIÐAR. Kost á þátttöku á allt ungt fólk á aldrinum 14—22 ára. Lionsklúbbar annast framkvæmd keppninnar á íslandi, og eiga rit- gerðir að hafa borizt klúbbun- um eigi síðar en 10. desember nk. Verðlaun fyrir beztu ritgerðina eru 25000 dollarar eða 1.075.000 kr. Bezta ritgerð, sem berst hverj- um klúbbi fær 2500 króna verð- laun en síðan verður dæmt á milli verðlaunaritgerða úr hverj- um klúbbi og fær bezta ritgerð íslendings 10000 króna verðlaun. Forráðamenn Lionshreyfingar- innar á íslandi ræddu við blaða- menn í gær og sögðu frá þessari glæsilegu keppni. Helgi Sæm- undsson, ritstjóri kynnti keppn- ina og 3. varaforseta hinnar al- þjóðlegu Lionshreyfingar, W. R. Bryan, en hann er staddur hér á leið frá London vestur um haf. Helgi á sæti í íslenzku dómnefnd- inni ásamt þeim Guðmundi Ingva Sigurðssyni, hrl., og Magn- úsi Þ. Torfasyni, prófessor. Met- ur dómnefndin ritgerðir hinna einstöku kJúbba og velur þá rit- gerð, sem ber af. í heiminum eru átta keppnis- svæði og fær sigurvegari á hverju svæði 1000 dollara verðlaun eða um 43.000 krónur. ísland er á svæði Evrópu. Síðan mun dóm- nefnd, er situr í Chicago og skip- uð er m. a. Eisenhower fyrrum forseta, Dean Rusk, utanríkisráð- herra, Bernard prins af Hollandi o. fl. úrskurða hver hinna átta ritgerða skuli hljóta verðlaunin, sem eru 25 þúsund dollarar eða 1.075.000 krónur. Verður sigur- vegaranum ennfremur boðið að sitja þing alþjóðasambands Lions hreyfingarinnar. er haldið verður í Chicago í iúlí 1967. Verðlauna- hafa ber og að verja verðlaun- unum til náms eða annarrar menntunar. Meginreglur þátttökunnar í rit- gerðasamkeonni Iáonshreyfingar innar Leiff til friffar eru þessar: 1. Ritgerðirnar mega ekki vera lengri en nemur 5000 orðum. 2. Ritgerðirnar skulu skrifaðar á hvítan pappír í fjórðungs- broti. 3. Ekki má skrifa nema öðrum megin á pappírinn. 4. Þegar tilvitnanir eru notað- W. R. Bryan 3. varaforseti alþj-ðahreyfingar Lions félaga áva.par blaðamenn. Til hægri viff hann sitja Heig» Sæinundsson, ritstjóri, Magnús Þ. Torfason, pr fessor og lengst til vinstri er Guðmundur lngvi Sigurðsson, hrl. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Rúmlega 1 millj. kr. verðlaun íyrir beztu ritgerð um efnið „Leið til friðar“ veitt af Lionsfélögum ar skal heimilda getið neð- anmáls. 5. Ritgerðirnar verða að vera frumsamdar og mega ekki hafa birzt áður. Gert er ráð fyrir að þátttaka í ritgerðasamkeppni þessari verði mjög mikil. Lionshreyfingin starf ar í 135 löndum, og er gert ráð fyrir, að þátttakendur ‘reynist allt að 5 milljónir. Tilgangur samkeppninnar er að vekja æsku heimsins til umhugsunar um þetta efni, er varðar mannkyn og gervalla veröld. Ritgerðirnar skulu fjalla um: 1) mikilvægi heimsfriðarins 2) hvernig honum verði á komið 3) hvernig hgnn verði bezt varðveittur. Síðar verður auglýst nánar um tilhögun á samkeppni þessari. Um tilhögun samkeppninnar munu Lionsfélagar leita sam- starfs skóla. Er Helgi Sæmundsson hafði lokið máli sínu tók til máls W. R. Bryan og gat hahn þess að búizt væri við þátttöku allt að 1—5 milljónum ungmenna. Meðlimir Lionsfélaga væru nú samtals 800 þúsund. Aðalástæðan fyrir því að efnt væri til þessarar keppni væri sú að örva unga fólkið, sem erfa myndi heiminn til að hugsa um vandamál friðar. Myndi svo unnið úr upplýsingum þeim, sem koma myndú fram um skoðanír ungs fólks varvetna í heiminum FINNSKU FRYSTIKISTUKN AR eru komnar aftur. Upplýsingar. H. G. Guðjónsson Co Heildsala smásala sími 37637 alla daga. H Ijóðf æraleikarar Áríðandi félagsfundur verður á morgun, sunnudag kl 1,30 e.h. að Oðinsgötu 7. Fundarefni: I. Sjónvarpssamningarnir. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. með aðstoð tölvu (computer). Þá var þess getið að ritgerðirnar yrðu metnar þannig að hug- myndir gilda %, en stíll og upp- bygging ritgerðarinnar (4. Heim- ilt er að skrifa á tungumáli rit- gerðarhöfundar. Benedikt Antonsson, umdæmis stjóri Lionshreyfingarinnar á ís- landi ræddi í lokin nokkuð starf hreyfingarinnar hér á landi. Á sl. sumri hefðu t. d. farið á vegum félagsins tveir menntaskólanem- ar til Englands og dvalizt í sum- arbúðum i Leeds og einnig hefðu farið til Danmerkur tveir nem- endur. Hafa Lionsfélagar hug á að auka mjög unglingaskipti milli íslendinga og annarra þjóða og stendur þeim nú til boða að senda 8 unglinga til Bandaríkj- anna, og munu þá jafnmargir bandarískir unglingar dveljast hér á sama tíma. Mikil og góð samvinna er milli allra Norður- landaþjóðanna á þeim sviðum, sem Lionssamtökin beita sér. Þá tóku þeir félagar fram að það væri ekki bundið við Lionsheim- ili, hverjir fengju að fara utan í unglingaskiptum á vegum hreyf- ingarinnar, heldur væri hverjum frjálst að sækja um það. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur EINS og fram kemur í félagi- bréfi T.R., hefst haustmót Tafl- félags Reykjavíkur þriffjudaginn 11. október n.k. Teflt verffur i meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki og unglingaflokki. Meistaraflokki verður skipt 1 Framh á bls. 19. Leifs Eiríkssonar dagsins minnst vestanhafs Lao She i Vinur Maos fremur ■ ■ sjálfsmorð ■ • ■ ■ • I BREZKA blaffinu „The Sun j ; day Times“ 2 október sl. er : j frá þvi skýrt, aff í fyrri viku ■ : hafi eínn af beztu vinum Mao j j Tse Tung framið sjálfsmorð ; : i Peking með því að varpa j j sér út um glugga á 6. hæð : : skrifstofubyggingar í Peking. j ■ ■ j Var hér um að ræða rithöf- : : undinn Lao She, sem var 69 j j ára að aldri. Skildi Lao eftir : : sig bréf, par sem hann segir j j að Mao hafi gerzt sekur um : : svik við -tcfnu, vonir, afrek j j og hugsjonu sósíalistahreyf- : : ingarinnar í heiminum. • ■ • Erfitr hefui reynzt að afla : : nákvæmra írétta af atburðin- j ■ um, en vitað er að Lao hafði : : orðið fviir árásum „Rauðu ; j Varðlióanna" í Peking. j : Lao She, eða öðru nafni j • Shu Cning-ehow, var fæddur j ’ í Peking og nlaut menntun ; : sína þar og við háskólann í j • OxforU. Hann ferðaðist mik- ; • ið um Evropu og Bandaríkin, j j og var mjog vmsæll sem : • menntamaðui og fyrirlesari. ; J Kvikmynu, sem gerð var eftir : : sögu hans „The Rickshaw j j boy“, hlaut xyrstu verðiaun á j : kvikmyndahatiðinni i Cannes. ; ■ • j Orðr jtnui er um að Lao j : hafi ort ijóð, sem gefin hafa ; j verið út undn nafni Mao Tse j : tung. : MBL. HRINGDI í gær í Pétur Thorsteinsson ambassador ís- lands í Washington, og spurffst fregna að vestan. Pétur upplýsti aff um þessar mundir væri á nokkrum stöffum haldið upp á lag Leifs Eirikssonar, sem er nk. sunnudag. Gat liann þess að í fyrradag hefffi i þessu tilefni ver ið haldinn hádegisverður í öld- ungadeildarbyggingunni í Wash- ington á veeum Leifs Eiríksson- ar stofnunarinnar, en sú stofnun veitir viffurkenningar ýmsum mönnum, sem hafa unnið afrek á einhverju sviði, ekki aðeins á Norffurlöndum heldur um allan heim. Forseti þcssarar stofnunar er Jóhannes Newton, sem borinn er \og barnfatíddur á íslandi, en stjórnandi hófoins var annar mað ur af íslenzkum ættum, Magnús- son, öldungadeildarþingmaður. Aðalræðu kvöldsins flutti Glen Seaborg, yfirmaður kjarnorku- máiastofnunnar Bandaríkjanna, sem eitt sinn fékk viðurkenningu frá þessari stofnun. Talaði hann um Columbus og Leif Eiríksson. Allmargir öldungadeildarþing- menn voru viðstaddir hófið, svo og norski tornleifafræðingurinn Helge Ingstad. í dag vevður athöfn í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar í borginni Newport News, en í þeirri borg er afsteypa af styttu Leifs Eiríks sonar sem stendur á Skólavörðu- hæð. Stendur þessi afsteypa í Siglingaminjasafninu í þessari bqrg, en stvttan kom fyrst fram á heimssyningunn' i New York 1939. Viðstaddir þessa athöfn munu m.a. verða um 30 manns, sem eru á för um Bandaríkin á vegum Varðbergs, svo og kvaðst Pétur hafa í hyggju að veta þar viðstaddur. — CREPE sokkar kr. parið 30 ......Hi....m»in»*«»..HUnyH|M»»|i«»|»**^»|.tt Li....i».UHN( n..».»...»iM*M [l.llliMHMMM* Miklatorgi - Lækjargovu — Akureyri Egilsstaðir. Norðlendingar Frá og með mánudeginum 10. okt. verður verzlunin á Akureyri ekki opin fyrir hádegi heldur opnað kl. I e.h. Opnunartími á laugarctÖgum verður eins og verið hefur .iM*.Ill.lloU»l».»hiH»*'h.i»li»*.»lif.ll»»tll»l<*»*H*l*Mllii ................................................ ....... .»*»!». Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.