Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. október 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjón: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður 3j.arna.son frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðinundsson. Auglýsingar: Árni Garffar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Siini 22480. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 7.00 eintakið. BJARTSÝN TRÚ Á FRAMTÍÐINA 17yrir nokkrum árum birti * Tíminn samtal við Gísla R. Pétursson sem er ungur kaupfélagsstjóri á Þórshöfn í N.-Þingeyjarsýslu. Skýrir kaupfélagsstjórinn frá því að miklar framkvæmdir standi yfir í byggðarlagi hans. Mikl ar vonir séu bundnar við vax andi fiskvinnslu og útgerð og rekstur hinnar nýju og glæsilegu síldarverksmiðju. í sveitum héraðsins sé mikill framfarahugur. Bændur hafi átt við erfiðleika að etja en bæti stöðugt bú sín og vél- væði þau og miklar fram- kvæmdir séu nú á döfinni í sveitum héraðsins. Hinn ungi kaupfélagsstjóri segir að fólk ið sé bjartsýnt á framtíðina. „Það er mikill framfarahug- ur í fólki hér, enda er það mjög duglegt fólk og þraut- seigt og gefst ekki upp þótt móti kunni að blása á stund- um“, segir kaupfélagsstjór- inn. Það er mikill munur á lífs viðhorfi þessa unga manns og „móðuharðindatóninum í Framsóknarþingmanninum á Húsavík. Kaupfélagsstjórinn lítur raunsætt á hlutina, greinir frá stórfelldum fram- kvæmdum og uppbyggingu, sem yfir stendur í héraði hans en segir jafnframt að bændur hafi átt við erfið- leika að etja. Þeir hafa hins vegar mætt þeim viðhorfum með dugnaði og kjarki og snúist að því að vélvæða og bæta bú sín. Þetta sjónarmið er mann- legt og eðlilegt. Enda þótt almenn og mikil velmegun ríki hér á íslandi í dag hlýt- ur það þó að vera þannig nú eins og jafnan áður að atvinnufyrirtækjum og ein- staklingum vegni misjafnlega vel. Tímabundnir erfiðleikar geta komið upp nú eins og alltaf áður. Það er t. d. stað- reynd, sem vakin var athygli á hér í blaðinu í gær, að fisk iðnaðurinn í landinu í dag á við ýmiss konar erfiðleika að etja. En þeir spretta fyrst og fremst af þremur ástæðum. í fyrsta lagi allt of mikilli aukningu tilkostnaðar við rekstur og framleiðslu hrað- frystihúsanna, í öðru lagi af verðlækkun afurða þeirra er lendis og í þriðja lagi vegna hráefnisskorts. Vitanlega verður að leggja allt kapp á að ráða fram úr þessum erfiðleikum þessara þýðingarmiklu atvinnutækja sem standa undir atvinnu al- mennings í hverjum einasta kaupstað og sjávarþorpi í landinu. Hraðfrystihúsin eru hyrningarsteinn útflutnings- framleiðslunnar. Sú staðreynd verður ekki sniðgengin að hinn góði afli á sildveiðum síðustu sumur hefur skapað hinni smærri útgerð, og rekstri minni vél- bátanna og hraðfrystihús- anna verulega erfiðleika. Sjó mennirnir vilja helzt vera á stóru skipunum, þar sem (nagnaðarvonin er mest og stöðugt verður erfiðara að halda minni bátum úti og þannig að afla hráefnis til hraðfrystihúsanna. Vitanlega verður að snúast við þessum vandkvæðum af skynsemi og festu. Það fyrsta sem verður að gera er auð- vitað að koma í veg fyrir að áfram verði haldið að hlaða auknum framleiðslukostnaði á frystihúsin. Síðan verður að freista nýrra leiða m. a. með aukinni tækni og vinnu hagræðingu til þess að gera reksturinn hagkvæmari. Kjarni málsins er að líta verður þessi vandamál raun sæjum augum. Hrópyrði Framsóknarmanna og komm únista og raklausar ásakanir á hendur ríkisstjórninni leysa engan vanda. Það er einmitt vegna þess að stjórn- arandstaðan hefur barizt gegn öllum jafnvægisráðstöf unum ríkisstjórnarinnar, sem tilkostnaður framleiðslu tækjanna hefur vaxið svo að til vandræða horfir í einstök um greinum athafnalífsins. Það er vissulega engin á- stæða til þess að örvænta ef þjóðin aðeins lítur raun- sætt á hag sinn, hættir verð- bólgukapphlaupinu og ein- beitir kröftum sínum að því að byggja upp bjargræðis- vegi sína á grundvelli nýrrar tækni og fullkomnari vinnu- bragða. Ef hún gerir það er vissulega ástæða til bjart- sýnnar trúar á framtíðina. ÁRÁSIN MISSTI MARKS að vakti athygli í umræð- um um fjárhagsmál Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag, að fulltrúar minnihlutaflokk- anna í borgarstjórn leiddu al- gjörlega hjá sér að ræða efnislega þær upplýsingar, sem borgarstjóri gaf um fjár- hag og greiðslústöðu borgar- sjóðs. í ræðu borgarstjóra kom fram, að borgarsjóður hefur nú yfir 40 milljónum króna minna fé til ráðstöfunar vegna lakari innheimtu út- sig. Varð blýeitrun Rómarríki að falli? Allt frá því að rómverska ríkið féll hafa fræðimenn a- litið að hrun þess hafi orsak- ast af þjóðfélagslegum sjúk- dómi, og þá einkum vegna blindu þegnanna á hann. Nú hefur hins vegar komið fram ný kenning um hrun Róma- ríkis. Þar segir að það hafi hvorki verið af vesæld, deyfð, ofáti, kynvillu né öðrum þjóð- félagslegum vandamálum, sem Rómarríki hafi hrunið. Á 3. alþjóðaráðstefnnu erfðafræð- inga, sem haldin var í Chicago skýrði þjóðfélagsfræðirvurinn Seabury Colum Gilfillan frá því að yfirstétt ríkisins hefði fallið úr blýeitrun. Ef blý er tekið inn í líkam ann um munninn eða um lungu í magni, sem er meira en 1 mg. á dag orsakar það hor, missir matarlystar, útlima kvalafuJlt harðlífi, blóðleysi, lömun og að lokum dauða. Ein afleiðing blýeitrunar er þó enn eftir og hefur dr. Gilrillan sérstakan áhuga á henni. Hún er sú, að fái karlmenn visst magn af biýi í líkamann orsakar það vangetu, en fái konur sama magn missa þær fóstur eða fæoa andvana. Dr. Gilfillan segir að Róm- verjar hafi vitað ákaflega lítið um áhrif blýs á líkamann, þótt þeir hafi í rauninni inn- byrt meir en nóg til þess að áhrifin yrðu greinileg. Plin- ius gamli hafi ráðlagt að blý pottar skyluu notaðir í stað bronzpotta, en blý var einnig aðalefni í öllum vatns- leiðslum, bollum, sigtum, feg- urðarlyfjum, útvortis smyrsl- um, málningum og þótt undar legt megi virðast í líkkistum. Blýeitrun orsakaðist mest af víndrykkju. Til þess að geyma mætti vínið og svo að unnt væri að sykra það bættu Rómverjar í vínið sírópi, sem búið var til úr ógerjuðum sítrónusafa, er soðinn hafði verið í blýhúðuðum pottum og mengaðist vökvinn þá af blýi. Til allra óhamingju segir dr. Gilfillan varð Róm- verjunum aldrei ljós þessi hægfara eitrun sirópsins. Þeir suðu vínið til þess að drepa ýmsan bakteríugróður, en gerðu sér ekki ljóst, að um Blýeitrunin fór í eins konar manngreinaraiit, vegna þess, að hinar fátæku stéttir höfðu ekki ráð á svo dýrum vín- um sem þessum. Þessa kenn- ingu dr. Gilfillan styður hin háa dánarprósenta meðal heldra fólksins í Róm, svo og lág tala lifandi fæddra barna. Gilfillan hefur nú undir hönd um bein, frá þessum tímum sem hann vonar að styðji þessa skoðun hans. Með hjálp legsteina áletr- ana heíur komið í Ijós að meðalaldur yfirstéttarinnar hefur verið 22—25 ár. Mann- talsannálar segja frá því að fæðingatala yíirstéttarinnar hafi verið sérstaklega lág, ef til vill einungis V* af því, sem hún þurfti að vera til þess, að hún héldi við fjölda sínum. A nokkrum kynslóð- um þurrkaði þessi yfirstéttar sjúkdómur út aila írömuði í ! I s \ s s s s s s s \ svara og aðstöðugjalda og ann arra tekna en búast mátti við, en þessi upphæð skilur á milli þess hvort um greiðsluerfið- leika hefði verið að ræða eða ekki. Reykjavíkurborg hefur ekki fengið frekari yfirdrátt- arlán í viðskiptabanka sínum en verið hefur til þess að brúa það bil. Síðustu vikurnar hafa verið gerðar ráðstafanir til að draga úr framkvæmda- hraða borgarinnar og jafn- framt er gert ráð fyrir, að inn heimtan batni á næstu þrem- ur mánuðum, þannig að þess- ir tímabundnu greiðsluerfið- leikar verði brátt úr sögunni. Þessar staðreyndir fengust fulltrúar minnihlutaflokk- anna ekki til þess að ræða, en fluttu þess í stað áróðurs- ræður um það að fé hefði verið sóað fyrir kosningar og miklum framkvæmdum lofað þá, en þau loforð hefðu nú verið svikin. Borgarstjóri vakti athygli á því, að sl. vor hefði verið lok ið að nokkru eða öllu leyti við byggingar nýrrar slökkvi stöðvar, dagheimilis við Rauðalæk, vistheimilis við Dalbraut og röntgendeild borgarsjúkrahússins. Engar aukagreiðslur til verktaka voru greiddar vegna slökkvi stöðvarinnar og vistheimilis ins við Dalbraut, vegna dag- heimilis við Rauðalæk voru i greiddar kr. 40,000,00 fyrir ' yfirvinnu og er það ekki um- talsverð upphæð miðað við byggingarkostnað þess heim ilis. Um röntgendeild borgarsjúkrahússins sagði borgarstjóri að brýn þörf hefði verið á því að taka hana í nótkun og það væri álit fróðra manna, að þótt nokkur yfirvinna hefði ver- ið greidd til þess að flýta því verki, hefði það ekki reynzt kostnaðarmeira en ef dregizt hefði á langinn að ljúka því. Þá hrakti borgar- stjórinn þær fullyrðingar minnihlutaflokkanna, að fyr ir kosningar hefði verið lof- að vaxandi framkvæmdum og benti á að í kosningabar- áttunni hefði hann tekið skýrt fram, að draga yrði úr framkvæmdaaukningunni á þessu kjörtímabili. Því var haldið fram af full trúum minnihlutaflokkanna, að línurit og framkvæmdir borgarinnar sýndu, að fram- kvæmdirnar væru jafnan mestar rétt fyrir kosningar en síðan drægi úr þeim. Benti borgarstjóri fulltrúum minnihlutaflokkanna á að kynna sér upplýsingar Fram kvæmda- og fjáröflunar- áætlunar borgarinnar fyrir árin 1966 — 1969 um fjár- munamyndun Reykjavíkur- borgar síðustu árin en þar kemur fram að fjármuna- myndun borgarsjóðs og borg | arfyrirtækja, á verðlági ihvers árs hefði árið 1961, ári fyrir kosningar, minnkað um 8,6%, 1962 hafði hún auk izt um 19,2% en framkværrd irnar það ár voru að sjálf- sögðu mestar eftir kosnirg- ar, þar sem veturinn er erf- iður tími til framkvæmöa, 1963 var hún 20,6%, 1964 34, 7% en 1965, árið fyrir borg- arstjórnarkosningarnar e.n- ungis 10,6%. Það eru bví hreinar staðleysur, þegar ví er haldið fram, að fra u- kvæmdirnar aukizt rétt fyr- ir kosningar en síðan drr i úr þeim heldur þvert á móti. Umræðurnar í borgarst' "n leiddu greinilega í ljós að full trúar minnihlutaflokkanna reyndu að blása út tírra- bundna greiðsluerfiðleira Reykjavíkurborgar, ekki með hagsmuni borgarinnar fyi .r augum, heldur í áróS >r-- skyni. Reykjavíkurborg he'- ur á undanförnum árum stað ið fyrir gróskumiklum fram- kvæmdum, sem hafa gjur- breytt yfirbragði borgarinn- ar og vakið athygli um land allt og jafnframt örvað önn- ur sveitarfélög til nýrra .- taka ekki sízt á sviði varan- legrar gatnagerðar. Fram- kvæmdir borgarinnar hljóta þó, að takmarkast við gjald getu borgarbúa og það hefur komið greinilega í ljós und- anfarnar vikur, að á því hafa borgarbúar fullan skilning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.