Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADiD Laugardagur 8. október 1966 Húsvörðurinn fór og Jim og Ben tóku að rannsaka íbú'ðina. Ben fór í svefnherbergið meðan Jim ieitaði í skrifborðinu, og fann þar nokkur einkabréf frá kvenfólki og vegabréf, en stimpl- arnir á því báru það með sér, að hann hafði verið á ferð í Evrópu nýlega. í neðstu skúffunni fann Jim pappaöskju. Hann opnaði hana og kallaði: — Viltu líta á þetta, Ben? Ben kom úr svefnherberginu með lítinn pappírspoka. Hann leit á öskjuna, sem Jim hélt á. í henni voru margir dýrir skart- gripir. — Golfkennari í skartgripa- sölu! — Honum væri hollara að geta gert almennilega grein fyrir þessu! sagði Jim. — En hvað ertu með þarna? Ben opnaði pappírspokann. — Ég veit ekki. Fann það í fata- skápnum. Hann hellti svolitlu af fíngerðu dufti í lófa sér. Jim tók ofurlítið af því og þefaði. — Eru það eituriyf? spurði Ben. — Veit það ekki, svaraði Jim. Hann tók umslag á borðinu og hellti ofurlitlu af duftinu í það. Svo rétti hann Ben pappírspok- ann. — Settu þetta aftur, þar sem þú fannst það og svo skul- um við koma okkur út héðan. Ben gekk aftur inn í svefnher- bergið. — Athugaðirðu nokkuð bað- herbergið? — Já, þar var ekkert að hafa, sagði Ben og kom inn aftur. Jim leit kringum sig í stofunni til þess að vera viss um, að ekk- ert hefði þar verið hróflað við neinu, og síðan gengu þeir til dyra. Síminn hringdi og Jim hljóp í áttina til hans, en Ben hélt aftur af honum. — Þetta hlýtur að vera hús- vörðurinn, sagði Jim. Hann hef- ur áreiðanlega séð svo til, að eng ar hringingar utan frá fengju sam band hingað. — Allt í lagi, sagði hann í símann, og hengdi hann upp. — Collins er á leiðinni upp, sagði Jim. Hann rétti Ben um- slagið méð duftinu í. — Settu þetta í rannsóknarstofuna, og segðu þeim að flýta því. Ég ætla að verða hérna kyrr og eiga við- tal við herra Coliins. — Heldurðu ekki, að það geti verið áhætta, Jim? spurði Ben. — Ég verð þá að taka hana. svaraði Jim. — Mig langar að tala við þessa manntegund. — Gott og vel, kunningi. Ég skal votta með þér, sagði Ben og flýtti sér út. Lyftudyrnar opnuðust þegar Ben var rétt búinn að snerta hnappinn. Tony, íklddur sport- fötum, kom út en Ben fór inn. Tony var kominn hálfa leið eftir ganginum, þegar hann fór að hugsa um manninn, sem hann hafði mætt. Svo hélt hann áfram að dyrunum sínum, opnaði þær og gekk inn. Hann var eitthvað vonsvikinn á svipinn, er hann tók gimsteina- spennu og armband úr vasa sín- um og fleygði þeim á skrifborð- ið. Svo gekk hann að vínskápn- um og fékk sér í glas. — Nú, þér urðuð þá ekki af með varninginn? sagði Jim. Tony snarsneri sér við og sá Jim, sem lét fara vel um sig í hægindastól. — Hvern sjálfan fjandann eruð þér að vilja hér? spurði hann. — Mér fannst við ættum að tala um þessa gripi, sem þér vor- uð að reyna að selja. — Hvaða rétt hafið þér til að brjótast svona inn hér? Þér get- ið misst stöðuna fyrir annað — Kann að vera. En mér fannst þetta bara svo vistlegur staður fyrir þetta samtal okkar. Virki- lega vistiegt. Jim vaf sjálfur tek- inn að reiðast. Hann hafði jafn- an reynt að láta ekki tilfinning- arnar ráða ofmiklu í starfi sínu, en nú tókst það ekki allskostar. — Hvernig hafið þér efni á svona fínni íbúð? spurði Jim. Tony var tekinn að ná jafn- vægi sínu aftur og hélt áfram að hella í glasið hjá sér. — Ég hélt yður vera frá lögreglunni, en ekki frá skattaeftirlitinu? sagði hann. — Jú, ég er lögreglumaður og leikur því eðlilega forvitni á að vita, hvernig ómerkilegur golf- kennari hefur efni á að búa ems og kvikmyndastjarna, og hvernig hann kemst svo yfir heila glás af skartgripum, sem hann svo gerir tilraunir til að selja. — Skýringin á því er svo ein- föld, að jafnvel þér munduð skilja hana. Það vill svo til, að dama gaf mér þetta . . . fyrir auðsýnda þjónustu. — Hvaða dama? — Ekkjufrú de Lorca. Það virð ist svo, sem hún sé illa stödd með reiðufé, rétt í bili, vegna þess, hve langan tíma tekur að gera upp dánarbú mannsins hennar. Svo að ég gekk inná að taka þakklæti’hennar í vörum. Jim átti bágt með að stilla reiði sína. — Trúi því, hver sem trúa vill! hvæsti hann. — Hversvegna spyrjið þér ekki bara frúna sjálfa? ögraði Tony. — Það held ég einmitt, að ég verði að gera. 16 22. Maseratibíll Tonys þaut fyrir beygjurnar á Bel Air, og hann brosti að vandræðasvipnum á Jim. Ekkert orð féll þeirra á milli á þessari fjögurra mílna leið til Lorcahallarinnar. Edith sat í setustofu sinni og hún fölnaði, er hún sá þá baða, Tony og Jim. Tony hafði ruðzt inn, án þess að hringja dyrabjöll- unni. — Maggie, elskan, sagði Tony og kyssti hana á kinnina. — Þú manst eftir þessum „vini“ henn- ar systur þinnar sáTugu. Hobbson liðþjálfa. Tony naut þess arna sýnilega. Hann leit á Edith ör- uggur á svip. — Liðþjálfinn hérna vill ekki trúa því, að þú hafir gefið mér skartgripina. Viltu ekki leiða hann i allan sannleika, elskan? Hún leit á hann hrædd á svip- inn. — Já, út með það, Maggie, sagði Tony. — Þú þarft ekkert að vera hrædd við að segja sann- leikann. Hann er lögreglumaður og alvanur að sjá hinar myrkari hliðar mannlífsins. Segðu honum það. Hún leit á Jim en sfðan undan. Já, liðþjálfi. Þetta er satt, sem hr. Collins er að segja, sagði hún. Jim gat ekki neytt sjálfan sig | til að trúa þessu. Hann leit biðj- | andi á Edith, en hún var að horfa út um gluggann. — Fyrst þér segið það, frú de Lorca, sagði hann, vesældarlega. Svo fór hann að skjóta sér áleiðis til dyranna, þegar Tony stöðvaði hann. — Nei, við erum ekki búnir að tala út, liðþjálfi, sagði hann kuldalega. — Þessi húsleit hjá mér var bersýnilega ólögleg. Og þér og öll lögregludeildin gætuð komizt í fjandans klandur fyrir hana. Þó er ég tilleiðanlegur aö láta þetta gott heita, ef þér hætt- ið við þessa rannsókn sam- stundis. — Henni verður hætt, sagði Jim. — En ég á við strax, nauðaði Tony. Hann hallaði sér fram og greip símann og rétti hann að Jim. Jim tók við honum og bað um félaga sinn á lögreglustöð- inni. — Ben? Þetta er Jim. Þú get- ur alveg sleppt þessu með hann Collins. Það stendur alit heima, sem hann sagði okkur. Hann hef- ur fengið þessa skartgripi á lög- legan hátt, og virðist hafa leyfi tii að selja þá . . . Já, rétt . . . HvaÖ? . . . Hver sagði það? . . . Já einmitt . . . Jæja, ég verð kominn eftir klukkutíma. Jim lagði símann á og horfði á Tony með nýjum áhuga. — Til hvers er þetta arsenik? spurði Jim. Edith leit á Tony. Honum brá eitthvað við, en eins og venju- lega, var hann fljótur að átta sig. — Ég drekk það með ís. svar- aði hann. — En hvaða arseník eigið þér við? — Þetta arseník, sem við fund- um í poka í fataskápnum yðar. Tony brosti. — Svo að þér leit- uðuð þá í íbúöinni minni, eða hvað? — Já, svaraði Jim. — Og þér hafið þá séð blóma- blettinn á svölunum fyrir utan gluggann? — Já. — Það vill stundum koma ill- gresi í garða. Arseník drepur ill- gresi. Var það eitthvað fleira? — Hvar fenguð þér þetta arseník? — í klúbbnum, þar sem ég vinn. Hann kaupir það í stórum skömmtum, og ég fékk einn poka lánaðan. Nokkuð fleira? Edith var að horfa á Tony meðan hann var að svara þess- um spuringum svona kæruleysis- lega. En nú þekkti hún hann nægilega vel til þess að uppgötva fleiri eiginleika bak við allt þetta kæruleysi. Hún vissi, að hann hafði einhverju að leyna og hræðsla greip hana. — Jæja, ég held nú, að þér hafið ómakað okkur nóg með þessum spurningum, sagði Tony við Jim. — Ég held þér ættuð að fara. Jim fann það á sér, að eitt- hvað meira lægi enn að baki, en hafði hinsvegar ekkert fast und- ir fótum. — Ég vona, að ég hafi ekki gert yður alltof mikið ónæöi, frú de Lorca, sagði hann. — Jú, það hafið þér, hvæsti Tony. — Verið þér sælir! Þegar dyrnar lokuðust á eftir Jim, sneri Edith sér að Tony. — Hvers vegna lá þér svona mik- ið á að losna við hann? spurði hún. O, hann var bara leiðinlegur. Leiðinlegur durgur. — Var það kannski af því að þú værir hræddur um, að hann mundi komast að einhverju? hélt hún áfram. — Nú ert þú farin að veröa leiðinleg, sagði hann. — Ég held ég verði að fara út og slá nokkr- ar kúlur. Hann gekk til dyranna. — Hvað varstu hræddur um, að hann mundi finna? sagði hún skipandi. — Sjáðu til, telpa mín, ég er ekkert hrifinn af að vera yfir- Sími 19(Í3G OpSð í kvöld Hljómsveit Reynis Sigurðssonar. Sirnituifagur Slllurtunglíð UNGLINGASKEMMTLN KL. 3 — 5. TÓNAR LEIKA. Silfurtunglið. SigtiH Opið í kvöld og sunnudagskvöld N Ý HLJÓMSVEIT FERNING leikur og syngur. FJÖRIÐ E R í SIGTÚNI. Sigtún. Sunnudagskvöld DÚMBÓ og STEINI. «ins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.