Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 2
2 NORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 8. októb'er 1966 * Verðlækkanir á frystum fiski á sovéskum markaði SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. fékk frá Guðmundi H. Garðarsyni viðskiptafræð ingi hjá Sölumiðstoð hrað- frystihúsanna hafa samning- ar nú tekizt við Sovétríkin um frekari sölur á frystum fiski til Sovétríkjanna á þessu ári. Undanfarið hafa þeir Árni Finnbjörnsson sölustjóri hjá S. H. og Bjarni V. Magnússon, framkvæmda stjóri sjávarafurðadeildar S.Í.S. dvalizt í Moskvu við samningagerð og gengu þeir frá eftirfarandi sölum í gær: Seld voru 3,500 tonn af fisk- flökum, þ. e. þorskur, ýsa, stein bítur, karfi, ufsi og langa, allt til afgreiðslu á þessu ári og ennfremur voru seld 1000 tonn af heilfrystum fiski. í>ví má (bsMta við, að þegar er fyrir hendi 5000 tonna sölusamning- ur á frystri síld til afgreiðslu á þessu ári til Sovétrikjanna. Guðmundur H. Garðarson sagði ennfremur: Fyrirtæki, sem selja frystar sjávarafurðir hvort sem er hérlendis eða er- lendis tíðka það yfirleitt ekki að ræða opinberlega um ein- stök söluverð á hverjum tíma, þótt hins vegar megi oft gera sér almenna grein fyrir verð- laginu úr fréttablöðum og tíma ritum sjávarútvegs og fiskiðn- aðar í Evrópu og Ameríku, en þar sem þessi mál, þ. e. verð- lag sjávarafurða, hafa mjög ver ið á dagskrá undanfarið og verð þróunin verið okkur íslending- um óhagstæð, er nauðsynlegt að það komi fram nú, að í samn- ingnum við Sovétríkin lækkuðu verðin frá fyrra samningum, t. d. lækkar verð á þorskflökum (í 7x8 lbs. pakkningu) úr £ 197-0-0 í £ 185-0-0 per tonn cif. rússneskar hafnir. Aðrar teg undir lækka samsvarandi. Verð i'ð á heilfrysta fiskinum fellur úr £ 132-10-0 í £ 124-0-0 per tonn. Einkaskeyti til Mbl. frá frétta- ritara þess í Noregi. AÐALFUNDUR Islendinga- félagsins í Oslo samþykkti í fyrrakvöld að félagið festi kaup á skólabyggingunni Snersrud, Mbl. birti fyrir skömmu frétt um verðlagið á banda- ríska markaðinum. Hvað er nánar um þann markað að segja? — Samkvæmt nýjustu fregn- um mun sem stendur ekki vera unnt að fá í Bandaríkjunum yfir 24-25 cent fyrir pundið (lb.) af þorskblokkinni. Til sam anburðar má geta þess, að fyrr á árinu var söluverð á þessari tegund af blokk um 24,5 - 30 cent per pund. Eru þessar verðlækkanir hið alvarlegasta mál fyrir íslenzk- an frystiiðnað, sagði Guðmund- ur H. Garðarsson að lokum. sem er vestan við Kröderen i nágrenni skíðalandsins í Nore- fjell. Félagið ætlar að útbúa húsið sem sumargististað. Staðurinn hentar mjög vel bæði sem sumargististaður og staður þar sem unnt er að iðka vetraríþróttir. Húsið er á tveim- ur hæðum og er gólfflötur 135 fermetrar. í kjallara er unnt að útbúa eldhús og böð. Kaupverð greiðist í tvennu lagi, en það er 40 þúsund norsk- ar krónur eða 240 þúsund ís- lenzkar. Gert er ráð fyrir að breytingarnar á húsinu kosti unj 20 þúsund norskar krónur. Félagið mun fá kaupverð húss- ins úr íslendingasjóðnum, sem stofnaður var fyrir mörgum ár- um af ljósmyndaranum Ingi- mundi Eyjólfssyni, er dvaldist lengi í Noregi. Sk. Sk. DAGBLAÐIÐ „Washington Post“ segir í dag, að öldungadeildar- þingmaðurinn Robert Kennedy hafi sagt, að hann muni ekki reyna að komast i framboð.fyrir flokk demókrata í forsetakosn- ingunum næstu. í GÆR var stillt veður um norðan, en yfir 5 stig síðdegis allt land Víðast var skýjað á Suðurlandi. um norðurhluta landsins, en Horfur voru á í gær, að veð léttskýjað sunnan lands. Hiti ur færi blýnandi með suðaust var náiægt frostmarki fyrir lægri átt í dag og gætu þau hlýindi varað í nokkra daga. íslendingafélagið í Noregi kaupir hús Herra Juan Serrat afhendir trúnaöarbréf sitt að Bessastöðum. HERRA Juan Serrat, sem stöddum menntamálaráð- undanfarið hefur verið sendi- herra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, herra Spánar á íslandi af- í fjarveru utanrikisráðherra. henti forseta fsland trúnaðar- bréf sitt sem ambassador Reykjavík, 7. okt. 1966. Spánar á íslandi við hátíðlega (Frá skrifstofu forseta athöfn á Bessastöðum að við- íslands). Þórólfur vill vestur um haf óskar eftir að hætta hjá ,, Glasgow Rangers 44 Einkaskeyti til Mbl., Glasgow, 7. okt. — AP: ÞÓRÓLFUR BECK, knatt- spyrnumaður, hefur farið þess á leit við félag sitt, „Glasgow Rangers11, að hann verði frjáls ferða sinna vestur um haf — til Bandaríkjanna, þar sem hann hyggst leika framvegis. Þórólfur lék áður fyrir „St. Mirren“, sem fyrstir Skota komu auga á hæfileika hans. Fyrir tveimur árum tók hann að leika fyrir „Rangers", sem urðu að gjalda 20.000 sterlings pund (tæpa tvær og hálfa millj. ísl. kr.) fyrir hann. Þórólfur heíur aðeins tekið þátt í þremur leikjum á því leiktímabili, sem nú stendur yfir. Þórólfur hefur sjálfur lýst því yfir, að hann sé ekki á- nægður, og óski hann eftir því að verða leystur undan frek- ari leikskyldu við „Rangers", svo hann geti haldið vestur um haf. Aðolfundur Vurður FUS ú Akureyri AÐALFUNDUR Varðar FUS á Akureyri verður haldinn í Sjálf stæðishúsmu á Akureyri í dag kl. 2 e.h. Á fundinum fara fram venju- leg aðalfundarstörf og lagðar verða fram tillögur til lagabreyt inga. Vörður F U S hefur starfað með mikluin bloma sl. starfsár og eru félagsmenn hvattir til þess að fjölmenna á aðalfundinn. Réttindalaus ökumaður í árekstri HARÐUR árekstur varð á horni FXókagötu og Rauðarárstígs í gærkvöldi kl. rúmlega 9. Rákust þar á Simcabifreið, sem kom austur Flókagötu og rússnesk jeppabifreið, sem ók suður Rauð- arárstíg. í þessu tilviki átti Simcabif- reiðin að stanza, en í stað þess hélt hún áfram og olli árekstrin- um. í Ijós kom við athugun götulögreglunar, að ökumaður jeppabifreiðarinnar var réttinda- laus. Stúlka, sem var farþegi í Simcabílnum missti meðvitund við áreksturinn og var flutt á Slysavarðstofuna, en síðan leyft að fara heim. Ökumenn bifreið- anna sluppu hins vegar með öllu ómeiddir. Simcabifreiðin er mjög skemmd að framan, en jeppinn öllu minna. • Oddmund Myklebi... fiski- málaráðherra Noregs, nu staddur í Moskvu og a..i i dag viðræður við sovézka lisximáia- ráðherrann, Alexander Isjkov. Ræddu þeir meðal annars mögu- leika á aukinni samvinnu Norð- manna og Rússa a jí haf- rannsokna Er starfsmaður útvarpsins genginn í sveit Rauðu varðfiianna? { RÍKISÚTVARPIÐ flutti sl. föstudagskvóld fréttaauka frá Peking, þar sem fyrrverandi fréttamaður utvarpsins, en nú verandi starfsmaður í dag- skrárdeild tók sér fyrir hend- ur að fullyrða, að fregnir, sem ailar helztu fréttastofn anir heims. bæði í austri og vestri, svo og Ríkisútvarpið sjálft hafa flutt um atburð- ina í Kína, væru rangar. — f fréttaauka þessum sagði fyrr verandi fréttamaður útvarps- ins m.a.: „Það er rangt, að erlendum stúdentum hafi verið visað úr landi eins og hermt var fyrir nokkrum dög um í danska kommúnistablað inu Land og Folk og haft eft- ir Tass“. f gær oarst Mbl. frétt frá Moskvu frá norsku fréttastofunm NTB þess efn- is að Sovétríkin hefðu skipað öllum kínverskum stúdentum í Sovétríkjunum að verða brott úr landinu fyrir lok októbermánaðar. Segir frétta stofan að litið sé á þetta sem svar -iovétstjórnarinnar við því að öllum sovézkum stúd- entum hafi verið vísað á brott úr Kína um leið og öllum er- lendum stúdentum í Kína hafi verið visað úr landi. Segir fréttastofan að sú ákvörðun kínverskra yfirvalda hafi ver ið skýrð með því, að kennar ar i Kína væru of uppteknir við ,,menningarbyltinguna“ svo að þeir gætu af þeim sök um ekki kennt þeim. Þá sagði þessi fyrrverandi fréttaniaður utvarpsins: „Það er ekki rétt að rauðu varð- liðarnir hafi verið kvaddir á brott frá Peking. Þeir eru þar ennþá hundruðum þús- unda saraan. Og það er fleira, sem ekki hefur verið rétt hermt um þa á íslandi .... cftir því sem ég kemst næst af viðtölum og lestri, þá fer varla milli mála að menning- arbyltingin með Rauðu varð- liðana í fararbroddi markar tímamót í stjórnarsögu sósíal ismans hérna í Kína . . . má telja hklegt, að tímabil hinn ar vingjarnlegu fortölu, sé nú á enda og að kreppt verði meir en áður að þeim sem tví stigið hafa á hinum pólitísku vegamótum. Hér draga menn ekki dul á það að unga fólk- inu hafi orðið á ýmis mistök í framkvæmd menningarbylt ingarinnar, en mannvíg hafa ekki orðið . . . hér hafa held- ur ekki verið framin skemmd- arverk á fornminjum eða lista verkum, þótt fyrir hafi kom- ið, að Rauðu varðliðarnir hafi hengt bréfmiða með áletraðri gagnrýni á stöku mynd. Ekki er mönnum heldur kunnugt um að nein meiri háttar spjöll hafi verið unnin á grafreitum kristinna manna í Peking . . . en brotinn kross á leiði krist ins manns hér eystra gæti ■ varla talizt til stórtiðinda í ; samanburði við framkomu - kristinna manna í grannrík- ; inu Víetnam". Z m m Eftir skamma dvöl í Peking I ■ í boði kínverskra stjórnar- : ■ valda og samkvæmt eigin orð Z um „ólæs, úskrifandi og ómæl ; andi“, telur þessi maður sig Z þess umkominn að fullyrða • að þær fréttir, sem viður- : kenndar fréttastofnanir um ; heim allan t AUSTRI OG : VESTKI. hafa flutt um „menn ; ingarbyltínguna" í Kína séu ; rangar. Hann um það. En það ;j hlýtur að verða forsvarsmönn ■ um fréttastofunnar nokkurt : umhugsunarefni, hvort þeim ; sé sæmandi að flytja slíkar: „fréttir" En kannski stakk ; þessi fréttaauki ekki eins mik : ið í staf við mat fréttastof- ; unnar á heimsfréttum og á- - stæða væri til að ætla. ; 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.