Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. október 1966 „Hlutdeild fjölmennustu launjiegastétta í þjóðartekjum hefur Úr ræðu Gylfci Þ. Gíslasonar, viðskipta- málaráðherra, á aðalfundi Verzl.ráðs Á AÐALFUNDI Verzlunarráðs fslands í gær flutti viðskipta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, ræðu, þar sem hann rakti m. a. horfur í efnahags- og viðskipta- málum þjóðarinnar. Fór hann fyrst nokkrum orðum um efna- hagsþróunina almennt á undan- förnum mánuðum, en ræddi síð- an sérstaklega þrjú atriði, sem hann taldi skipta me^tu máli í íslenzku efnahagslífi, þ. e. kaup- gjalds- og verðlagsmál, landbún- aðarmál og þróunina í utanríkis- viðskiptum íslendinga í sambandi við viðskiptabandalögin í Evrópu. Gylfi gat fyrst um það að vöxtur síldaraflans heldur áfram — Athugasemdir Framhald af bls 4 fulla greiðslu á þegar áföllnum gjöldum. Hins vegar hefur Kópa- vogskaupstað verið gefinn kost- ur á að' greiða áfallnar skuldir að upphæð 1,8 milljónir til Raf- magnsveitunnar með afborguum á hálfs mánaðar fresti fram í desember, áfallandi gjöld frá næstu áramótum verði greidd á tímabilinu jan-marz 1967 og áfallandi gjöld frá næstu ára- mótum á réttum gjalddögum.. Kópavogskaupstaður hefur ekki gert fast tilboð um greiðslu á 2,5 milljónum króna vegna slökkvikostnaðar og Fossvogs- ræsis í maí 1967 heldur hefur það verið fært í tal munnlega ef ákveðnar forsendur verði fyrir hendi. Þar að auki munu áfallnar skuldir vegna Fossvogs ræsis í maí 1967 nema um 2,5 milljónum króna, þannig að hér hefur ekkert tilb/.ð af neinu tagi komið fram um greiðslu á áföllnum slökkvikostnaði allt frá árinu 1965. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er ekki kunnugt um annað en Kópavogskaupstað beri að greiða götulýsingu ársfjórðungs- lega, enda er það sá háttur sem hafður er á gagnvart Reykja- víkurborg. Ritstj. Sveinbjörn Einarsson F. 17. 3. 1895. — D. 3. 9. 1966. KVEÐJA FRi» ÖNNU OG BIRNI BJÖRNSSYNI, SIG^UFIRÐI. Dauðasigðin fellir aldna og unga enginn skiíur lífsins þungu rök. Við stöndum alltaf hljóð við hel- fregn þunga á hugann sækja ótal strengjatök. Þér við viljum þakka liðnar stundir þeirra er gætt í minninganna hyl. Vinum þínum blæ'ða ótal undir * er þú hverfur moldarinnar til. Alltaf verður sérhver sólskins- dagur er samleið áttum liðin ævispor. Eins og ómi léttur, ljúfur bragur og Ijósblik hreint er skín um fagurt vor. Við kveðjum þig með vinarhuga hreinum í hljóðri þökk þar minjastjarna skin. Þó lyngið fölni og laufin falli af greinum lifir áfram blessuð minning þín. S. H. að setja svip sinn á framreiðslu- aukningu þjóðarbúsins. Á hinn bóginn hefði bolfiskaflinn á sið- ustu vertíð verið minni en á síðustu vertíð þar áður. Togara- aflinn hefði haldið áfram að minnka, en afli annarra veiði- skipa hefði lítið breytzt, allt frá árinu 1960, og því ekki náð að vega upp samdrátt togaraaflans frá því ári og fyrri árum. Hann kvað útflutningsverðlagið hafa náð hámarki snemma á þessu ári, en síðan hefði það farið lækkandi sérstaklega verð á síld- arlýsi. Hann sagði að í fyrra hefði innflutningur til landsins aukizt mjög lítið, en á fyrra helm ingi þessa árs hefði innflutning- urinn á hinn bóginn aukizt veru- lega í kjölfar mikillar tekjuaukn- ingar frá fyrra ári. Ráðherrann gat þess að tekjur ríkissjóðs hefðu hækkað það sem af er þessu ári frá því á sama tíma í fyrra, og ætti tekjuaukn- ingin fyrst og fremst rætur sín- ar að rekja til aukningar inn- flutnings. Hann kvað ríkistekj- urnar hafa aukizt mun meira en ríkisgjöldin, sem hefði átt stór- ekki rýrnað an þátt í því að stórbæta stöðu ríkissjóðs í Seðlabankanum. En á hinn bóginn hefði staða inn- lánsstofnunar Seðlabankans far- ið versnandi, og stafaði það af því að útlán bankanna hafi hald- ið áfram að aukast mun hraðar en innlánin. Er ráðherrann hafði rakið þróunina í efnahagsmálum sagði hann: „Heildarmyndin er skýr. Þjóð- arframleiðslan hefur haldið áfram að vaxa, en verðhækkunin á íslenzkum vörum er stöðvuð og nokkur verðlækkun jafnvel orðin. Staða ríkissjóðs batnar, fyrst og fremst vegna aukins inn- flutnings. Mikil útlánaaukning bankanna hefur tvímælalaust átt þátt í þessari innflutningsaukn- ingu, en hið alvarlega í þessu máli er, að útlánaaukning hefur farið langt fram úr þeirri spari- fjáraukningu, sem bankarnir hafa fengið í hendur, og veldur þetta versnandi stöðu þeirra gagnvart Seðlabankanum. Fram- færslukostnaður heldur áfram að vaxa og þar með samningsbundin vísitöluuppbót á kaupgjald, en atvinnuvegirnir eiga í vaxandi erfiðleikum með að greiða hækk- andi kaupgjald, vegna þess að nú fer ekki lengur saman aukin framleiðsla og hækkandi verðlag erlendis, heldur er lækkandi verðlag erlendis farið að draga úr áhrifum aukins framleiðslu- magns á heildarþjóðartekjurnar. Þessi nýju viðhorf í íslenzkum framleiðslu- og verðlagsmálum valda því, að mikill vandi er nú á höndum í þeim kjarasamning- um, sem fyrir dyrum standa milli launþegasamtaka og atvinnurek- enda. Hér á landi sem annars staðar gera menn sér æ ljósari grein fyrir því, að þess konar víxlhækkanir verðlags og kaup- gjalds, sem við erum vön að kalla verðbólgu, eru skaðlegar öllum stéttum þjóðfélagsins og þjóðarbúskapnum í heild. Alls staðar er vaxandi skilningur á því, að hækki kaupgjald í pen- ingum meir en svarar raunveru- legri aukningu þjóðartekna, hækkar verðlagið fyrr eða síðar og með einum eða öðrum hætti. Þá snýst verðbólguhjólið. Á und- anförnum árum hafa samningar launþega og atvinnurekenda, að að ýmsu leyti og fyrir atbeina og tilstyrk ríkisvaldsins, verið þann- ig, að launþegar hafa fengið fulla hlutdeild í ört vaxandi þjóðar- tekjum. Til eru skýrslur um raun verulegar tekjur kvæntra verka-, sjó- og iðnaðarmanna á undan- förnum árum. Má gera saman- burð á tekjum þessum frá ári til árs með ýmsum hætti, t. d. með því að færa atvinnutekjurnar til fasts verðlags samkvæmt visitölu neyzluvöruverðlags, þar sem sleppt er húsnæðiskostnaði, bein- um sköttum og fjölskyldubótum úr vísitölu framfærslukostnaðar, það má umreikna atvinnutekj- urnar samkvæmt vísitölu fram- færslukostnaðar og það má reikna út svo nefndar ráðstöfun- artekjur miðað við breytingar vísitölu neyzluvöruverðlags. Á tímabilinu 1960-65 hefur aukning raunverulegra atvinnu- og ráð- stöfunartekna reynzt frá 33—44% eftir því við hvaða mælikvarða er miðað, en það samsvarar frá 5,9%—7,6% aukningu til jafnað- ar á ári. Á sama tíma jukust raunverulegar þjóðartekjur á mann um 32% eða um 5,7% til jafnaðar. Tölur þessar virðast tvímælalaust benda. til, að hlut- deild þessara fjölmennustu laun- þegastétta í þjóðartekjunum hafi a. m. k. ekki rýrnað á undanförn- um árum. Þannig á þetta líka að vera. Launþegarnir eiga að fá fulla hlutdeild í vaxandi þjóðar- tekjum, en þeir mega á hinn bóginn ekki ætlast til þess, að kaupgjald þeirra hækki meir en svarar aukningu þjóðarteknanna, því að slíkt hefur þau ein áhrif að snúa verðbölguhjólinu. Ég vona, að allir sýni sanngirni og ábyrgðartilfinningu í þeim samn- ingaviðræðum sem framundan eru á þessum vetri. Samningarn- ir um landbúnaðarverðið og síld- arverðið benda til þess, að vænta megi aukins skilnings á nauðsyn þess, að verðlag megi haldast stöðugt og verðbólguhjólið stöðv- ast. Þeir, sem að því stuðla, vinna þjóðholt verk, og ríkisstjórnin mun gera það, sem í hennar valdi stendur, til þess að verðlag geti haldizt stöðugt innanlands og út- flutningsatvinnuvegunum þannig gert kleift að mæta þeim tíma- bundnu erfiðleikum, sem nú steðja að.“ BLEN& CI6AK! ITi:s - m i >**• o $ Hver stund með Camel Léttir lund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum. MADE IN U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.