Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. okt. 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SEN DU M MAGNUSAR skipholti21 símar21190 eftir lokun simi 40381 1-44-44 mniF/Difí Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31100. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í leigugjaldi Sími 14970 Bifreiðaleigan Vegferð Sími 23900. Sólarhringsgjald kr. 300,00. Kr. 3,00 pr. km. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BÍLALEIGA S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. BÍLALEIGA H A R Ð A R Sími 1426 — Keflavík. Lækkað verð. BíLALEICAN mm—BiLALEI Falur Kr. 2,50 á ekinn km. 300 kr. daggjald RAUÐARÁRSTlG 31 Sl’MI 22022 Málflutningsskrifstoía JON N. SIGLRÐaSON Simi 14934 — Laugavegi 10 böTc~h Háspennukefli t/k 6 volt \'í volt. Brœðurnir Ormsson Lágmuia 9. — Sinji 36620. -k Sumargestir á fjöílum Ég var að fá nýjasta Speg- ilinn í hendur. Ég rakst þar á tvö ljóð, sem þið hefðuð e. t. v. gaman af að sjá. í>að fyrra er um sumargesti á fjöllum: Um hásumarshelgar allar hamslaus útþráin kallar, þótt bæði sé blautt og hvasst, þá til fjalla menn fara, farnesti hvergi spara, bæði fljótandi og fast. Uppi á öræfaleiðum ekki sérlega greiðum, hossast þeir lengi og hátt, öðlast unað og gæði, enda þótt stormur næði, og rigni af ýmsri átt. Mörg eru og augljós merki hvar mannskepnan er að verki þar sem um fold hún fer, eygja má æði vfða áningarstaði prýða, blikkdósir, bréf og gler. Hrollköldu sumri hallar,- hraunslóðir teppast allar, hörfa þá fjöllum frá velktir og votir hópar, og veturinn þvær og sópar öræfin eftir þá. Balli -k Þegai þeir lokuðu fyrir vatnið Hitt Ijóðið er ort í tilefni átaka þeirra, sem urðu á Seyð isfirði um neyzluvatn staðar- manna: Illt er að mega þola þorsta, þetta er að nálgast kvalalosta, sötra ég tóman séniver, sárt að innan kokið er, og brunnið er gat á magann í mér. Miklu finnst mér eiga til að kosta. Þetta er alveg ódrekkandi, óblandaður spírafjandi. Ólgar og síður oní mér eins og Deildartunguhver samanþjappaður séniver Svona nokkuð er bannað í frjálsu landi. Fógetinn þarf að fara að spana um fjörðínn til að opna krana áður en komið verður ver, ég veit ekki nema kvikni í mér. Já, fógetinn ætti að flýta sér að finna vatnsveituna og kunna á hana. S.R. -k Öryrkjaheimili Ingibjörg Þorgeirsdóttir skrifar: „Nýlega hefur verið hleypt af stokkunum, á okkar mæli- kvarða, umfangsmiklu og dýru leikfangi, þar sem er íslenzka sjónvarpið. Þetta nýja leikfang, sem fólk ið hefur nú eignazt til viðbót- ar við öll hin, sem fyrir voru, getur eflaust orði'ð mörgum til dægrastyttingar og vonandi líka til nokkurrar fræðslu og menntunar. Og hversu hratt og rösklega hér var að verki geng ið til að hrinda þessu í fram- kvæmd, er eitt augljóst dæmi þess, hvað hægt er að gera, þegar fyrir hendi er mikill á- hugi, ósérhlífni og dugnaður. Og þá ekki síður hitt, hversu almenningur getur lagt ótrú- lega mikið af mörkum peninga lega, þegar svo ber undir. í>að sýndi sig glöggt í þessu til- viki, og hefir sýnt sig í ýmsum öðrum, þegar til hans hefur verið höfðað fyrir einhverra hluta sakir. Og nú langar mig til að minna almenning á, að einmitt um þessar mundir hefur verið hafizt handa um merkilegar framkvæmdir, kannske engu ó- merkari en sjónvarpið, en þa'ð er bygging öryrkjaheimilisins, sem Öryrkjabandalagið hefir gengizt fyrir, að verði reist við Suðurlandsbraut; án efa eitt gagnmerkasta spor, sem stigið hefur verið í öryrkja- málum okkar til þessa, fram- kvæmd, sem hundruð vanheilla einstæðinga horfa á með von og þrá. En hér þarf mikið fjármagn, sem meðal annars, að einhverjum hluta gæti kom ið sem gjafir frá einstakling- um, sem vildu flýta fyrir, að þessi draumur öryrkjanna verði að veruleika. Og þörfin fyrir, að einhver hluti bygg- ingarinnar komist upp hið fyrsta, er ótrúlega brýn. Það vitum við, sem til þekkjum". ★ Sjálfsbjörg og Styrktarfélag lamaðra „Jafn brýn þörf, og ef til vill enn brýnni, er „Sjálfs- björgu", félagi fatlaðra, á að koma upp sinni æfingastöð og vistheimili, sem einnig er ætl- aður staður við Suðurlands- braut, skammt frá byggingu Öryrkjabandalagsins. „Sjálfs- björg“ hefir þegar byrjað á þessu stóra verkefni, sem í raun og veru þolir enga bið, og ætti ekki síður að vera á- stæða til að koma upp „með hraði" en t. d. flugvallarhó- teli. „Sjálfsbjörg er félag fatl- aðs fólks, sem nú skiptir hundr uðum á landinu. Og alltaf bæt ast vi'ð nýir í þann hóp vegna slysa og lamana af ýmsum or- sökum. Til er einnig annað félag, „Styrktarfélag lamaðra", sem um mörg ár hefur af dugnaði rekið æfingastöð fyrir fatlað fólk hér í bæ. Nú hefir flog- ið fyrir, að það hafi í hyggju að færa sína gömlu stöð og byggja á nýjum stað. Af sjón- arhóli hins almenna borgara væri þá eðlilegt, að þessi tvö félög, þessir samherjar, tækju höndum saman um að koma upp Jiinni nýju stöð við Suður landsbraut, að „Styrktarfélag lama'ðra" flytti starfsemi sína þangað og ætti hluta af hinni nýju æfingastöð „Sjálfsbjarg- ar“. Með því yrðu líkur fyrir, að þessi nauðsynjastofnun kæm ist miklu fyrr upp en ella og bæði stærri og fullkomnari en annars yrði. Auk þess má gera ráð fyrir, að heildarrekstur stöðvarinnar yrði þá bæði hag kvæmari og ódýrari, t. d. hvað varðar nýtingu starfsmanna- liðs, æfingatækja o. s. frv. Við íslendingar erum of fáir og smáir til þess að sundra okkur í smáhópa um eitt og sama málefnið, og þá í raun og veru um einar og sömu fram kvæmdirnar, a'ð minnsta kosti í þeim málum, þar sem segja má, að líf og velferð margra liggi við. Ingibjörg Þorgeirsdóttir -k Meiia drukkið en sungið ? Lesandi skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Ég gat nú ekki orða bundizt þegar ég sá þessa setningu i Mbl. í dag, laugardag. „Til að bæta fyrir óforsjálni sína sigldi skipstjórinn til Gíbralt- ar, þar sem vínbirgðir voru endurnýjaðar og fslendingar tóku aftur gleði sína“. Það hefur líklega flestum þótt það ágætis árangur að drekka upp fimm daga vínbirgð ir á tveim dögum — meira að segja íslendingum. Annars ætl aði ég nú ekki að ræða það mál frekar, heldur bara a’ð segja það, að það er ófært að kenna skipstjóranum um ófor- sjálni, þótt hann hafi ekki reiknað með því, að fslending ar myndu ekki nota þessa för til annars en drykkjuskapar, svo þetta er eiginlega orðin meira drykkjuför en söngför“. Lesandi. Einbýlishús í Fossvogi Lóðahafar einbýlisliúsa í Fossvogi. — Fundur verður haldinn í Hótel Sögu, innri sai, fimmtudaginn 13. þ.m. kl. 8,30 e.h. Rædd sameiginleg framkvæmdamál lóðahafa. Jón Bergsson, verkfr. mætir á íundmum og gefur upplýsingar um möguleika á byrjunarframkvæmd- um. Undirbúningsnefnd. l'ngl!ngar piltar eða stú'kur óskast til sendiferða hálfan eða allan daginn. HF. Eimskipafélag íslands Afgreiðslustúlka óskast MOKKO-KAFFI Skóiavörðustíg 8. — Sími 23760. Vil|um ráða járniðnaðarmenn Stálver Súðavogi 40. — Sími 33-2-70. Lyfjoverzlun ríkisins óskar að ráða karlmann og konu til afgreiðslustarfa. Upplýsingar á skrifstofunni, Borgartúni 7, fimmtu- daginn 13. október, kl. 10—12 f.h.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.