Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 10
10 MORGUNBLADIO Miðvikudagur 12. okt. 1966 Söknuður kvcðinn að hundaeigendum í Kópavogi ~ , - * >//■& 'fryjF' ~ 'Wmm „Hundagreyin gera ekkert mein" HUNDAHALD hefur verið bannað í Reykjavik með lög- um siðan 1924. Aðalástæðan fyrir banninu mun hafa verið sullaveikin, sem á þeim árum grasseraði mjög í höfuð borginni og víðar á landinu. Einnig mun sóðaskapur og ólæti af dýrunum hafa vald ið nokkru um bannið. Það er ekki oft sem hundar sjást á götum Reykjavíkurborgar, mun tíðari er sjónin í Kópa- vogi, enda var hundahald fyrst bannað þar löglega 1958, þrem árum eftir að Kópavogur fékk kaupstaðar- réttindi. Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um hunda hald í þéttbýli, og eru skoð- anir manna í þeim efnum sem öðrum mjög frábrugðnar. — 4. ágúst er sagt frá því í dag- blöðum höfuðborgarinnar að hundur hafi bitið framan af fingri barns í Kópavogi og spannst út af því nokkurt mál. Ekki mun slysið hafa verið alvarlegs eðlis. Morgun blaðið hefur haft tal af tveim fyrrverandi hundaeigendum í Kópavogi, sem sökum hunda- bannsins urðu að sjá af dýr- unum. Einnig hefur blaðið haft tal af Ingólfi Ingólfs- syni, varðstjóra. Frú Ágústa Lúðvíksdót'tir að Melgerði 2 veitti greið svör við spurn- ingum blaðamanns. — Hundurinn okkar var skozkur veiðihundur, ekki mjög stór, ljósbrúnn á lit, fallegur og mjög vitur, sagði Ágústa í upphafi samtalsins. Hann hafði verið hjá okkur í 4 mánuði, þegar við urðuöri að sjá af honum. Hann hét Bangsi og kom til okkar ofan úr Borgarfirði. Það var kunn- ingi okkar hjónanna, sem ætl aði að nota hann við gæsa- veiðar, svo upphaflega átti Bangsi bara að vera hjá okk ur til bráðabirgða. En hinn upprunalegi eigandi dó tveim dögum eftir að Bangsi kom til okkar, svo úr varð að hann ílengdist hjá okkur hér að Melgerði 2, og var hér þar til yfirvöldin skárust í málið. Húsið okkar er einbýlishús með afgirtum garði og hafði Bangsi litli eigið herbergi i kjallaranum. Hann var aldrei laus úti á götu, við höfðum hann í bandi í garðinum. Fallegur er Bangsi. Hann bjó um 4 mánaða skeið að Mel- gerði 2 í Kópavogi. Öllum var hann til ánægju, ekki sízt börnunum, sem lærðu að elska dýrin. En nú ei Bangsi farinn, yfirvöldin skárust í leikinn, hundahaldið hefur verið bannað í Kópavogi siðan 1958, — og 16 ára sonur okkar fór með hann í göngutúra í garðinum og einstaka sinnum fórum við með hann á selveiðar. Það var aldrei kvartað yfir Bapgsa, ^nágrannarnir höfðu meira að segja mikla ánægju af honum, komu oft og gáfu honum bein, og sá sem kom og tók hann, gaf enga ástæðu fyrir brottnáminu, nema þá sem við þekktum til, að hundahald er bannað með lög um í Kópavogi. Mér sárnaði, þegar ég dag inn eftir að ég hafði látið Bangsa frá mér, sá hund hlaupandi lausann fyrir fram an nýju lögreglustöðina í Reykjavík. — Já, ykkur hefur auðvitað fundist sá'rt að þurft að sjá af dýrinu? — Já, en við hlýddum strax skipun yfirvaldanna um að láta deyða hann, ekki tjóir að sýna börnunum að maður óhlýðnist yfirvöldun- um. Við neituðum að Bangsi yrði skotinn, hann var veiði- hundur og þekkti vel byss- una. Hann var því svæfður fullum svefni. — Já það er leiðinlegt að vita af hundum í næstu hús- um og sjá þá á götunni eftir að hafa þurft að sjá af sín- um? — Já, okkur sárnaði það og þó sérstaklega börnunum, — þau skilja það ekki. Ég tel það mjög slæmt að bann- ið skuli ekki vera algjört. — Finnst yður að það eigi að leyfa hundahald í þétt- býli? — Þar sem aðstæður leyfa finnst mér að það ætti ekki að skifta máli ef vel er farið með dýrið. Við eigum fjögur börn á aldrinum 6 til 16 ára, sem ég tel að hafi haft mjóg gott af að umgangast Bangsa. Síðan eru þau ekki hrædd við dýr. Þá hefur blaðið náð tali af Óskari Jakobssyni, Nýbýla vegi 34 a. Einnig hann veitti greið svör við spurningum blaðamanns: — Ég hef átt marga hunda, sagði Óskar, — og alla af þeirri tegund sem notuð er við minkaveiðar. Þeir eru innfluttir frá Danmörku, en ættir þeirra má víst rekja allt til Egyptalands allt að 4000 ár aftur í tímann, að því er Carl Carlsen minnka- bani sagði mér. Ég fékk að hafa alla mína hunda í friði, nema þann síðasta, þann, sem mér þótti vænst um og gerði Þetta er hvolpurinn hann Snati, sem áður bjó að Nýbýla- vegi 34 a. Þegar myndin er tekin, er Snati fallegur lítill hvolpur og mikið eldri varð hann ekki. Hann varð að fara frá Nýbýlavegi á minnkabúið, þar sem hann varð fyrir slysi og dó. mér mestar vonir um sem góðan veiðihund. Yfirvöldin virðast hafa tekið þessi hunda mál alvarlega núna upp á síðkastið, það er þá vonandi að þau láti bannið koma jafnt niður á öllum, úr því að þau eru nú svona allt í einu byrj uð upp á kraft að útrýma þessum skepnum okkar. Ég var svo lánsamur að þurfa ekki að láta deyða hann Snata minn, því þar sem ég hef fengizt dálítið við minkaveiðar á ég tvö pláss fyrir hunda á minnkabúi Carls Carlsens. Þar kom ég Snata fyrir eftir að yfirvöld- in höfðu gert mér aðvart. En svo óheppilega vildi til að stuttu eftir að dýrið var komið til sinna nýju heim- kynna, var það fyrir slysi og dó. Hvernig brugðust þér við þegar yfirvöldin gerðu yður aðvart? — Ég varð hvumsa við og spurði hvort yfir hvolpnum (hefði verið kvartað. Hinir hæstvirtu kváðu svo ekki vera, en sögðu að fyrir stuttu hefði hundur bitið framan af fingri barns hér í Kópavogi og að reynt yrði á allan hátt að fyrirbíyggja að slíkt gæti komið fyrir aftur. Ég trúi því nú mátulega að hundur- inn hafi bitið svo duglega. ekki nema þá að krakkinn hafi átt þar sök að máii. Aldrei gera þessi grey mem til sveita, því skyldu þexr frekar gera það hér. — Hvað finnst yður um hundahald. Á að leyfa það í þéttbýli? — Já, endilega, þeir gera ekki frekar mein hér en í sveitunum. Að vísu er ekki hægt að vera með skepnur í fjölbýlishúsum, en t.d. hérna í einbýlishúsi með stórum garði fyrir framan, hér eru þeir eingöngu til gleði og ánægju. Þá á bara að láta menn borga skatta og setja þeim skilyrði. Þeir, sem svo brjóta þau, mega missa af sínum hundum fyrir mér. Þá hefur blaðið haft tal af Ingólfi Ingólfssyni, varðstjóra í Kópavogi, sem góðfúslega veitti svör við spurningum blaðamanns. — í ljós hefur komið Ing- ólfur að sumir þeirra, sem hafa átt hunda í Kópavogi, kvarta yfir því að bannið komi ekki jafnt niður á öll- um. Kvað vilduð þér segja um þetta? — Lögreglan gengst fyrir því að reglum sé fylgt jafnt, þessari um hundahaldið sem öðrum, og tel ég það vera út í bláinn að segja að hunda bannið komi misjafnt niður á íbúum Kópavogs. Hitt er svo annað mál að við höf- um ekki tekið dýrin strax af fólki, heldur gefið mönnum tækifæri til að koma þeim fyrir upp í sveit eða þá að láta aflífa þau á Keldum. Þá hefur bæjarfélagið ráðið mann til að hreinsa bæinn af hundum og köttum, og ef lögreglan sér hund eða veit af hundi, gerir hún honuni þegar aðvart. Á ágúst bar það við, að hundur beit framan af fingri barns svo sem kunn ugt er af fréttum, og verða þannig atvik auðvitað til að herða á banninu. — En nú telja sumir að slysið hafi ekki verið alvar- legs eðlis? — Sjálfur skoðaði ég ekki slysið eða áverkan, en í lög- regluskýrslu stendur skrif- að, að hundur í Kópavogi hafi bitið framan af fingri barns, sem síðar varð að fara með á Slysavarðstofuna. Ekki var hægt að gera að sári barnsins fyrr en eftir 3—4 daga, er í Ijós kom að um eitrun var ekki að ræða. Ég geri ráð fyrir að sá sem gefur skýrsiu viti hvað hann er að gera. . FULLTRLASTARF Opinber stofnun óskar eftir að ráða íulltrúa til skrif stofustarfa. Bókhaldsþekking nauðfynleg. — Góð launakjör. — Umsóknir ósamt appl\singum um ald ur, menntun og fyrri störf sendist aígr. Mbl. fyrir 15. þ.m., merktar: „Fulltrúastarf -— 4312“. Góð 5 Kerb. íbúð Um 120 ferm efri hæð, ásamt risi í Norðurmýri til sölu. Sérinngangur, sérhitaveita. Bíiskur fylgir. Laus eftir samkomuiagi. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Simi 24300 Ungur norskur maáur 22 ára að aldri óskar eftir vinnu í Reykjavík eða á Ak- ureyri í eitt ár eða lengri tíma. Hefur lokið gagnfræða- skólaprófi og einnig prófi frá verzlunarskóla. Auk þess um það bil 3 ára reynsla í út- reikningi og var um tíma að- stoðarbókari. Ef þér hafið lausa stöðu í fyrirtæki yðar, þá sendið vinsamlega bréf til Jan Erik Lindberg, Regnbue- veien 3, Oslo 6, Norge. Seinna verða vottorð og meðmæli send. Bezt að auglýsa . MorgunbJaðinu Iðnaðarhúsnæði Höfum til sölu 350 fermetra iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði við Bolhoit. — Teikningar á skrilstoiunni. Skip & fasteignir Austurstræti 18 — Sími' 21735. Logerhúsnæði til Ieigu 300 til 400 ferm. lagerhúsnæði, sm emnig mætti nota til iðnaðar til leigu nú þegar i nýju húsi. — Innkeyrslumöguleikar í húsnæði beint at götu. GUÐJÓN HÓLM, hdl. Aðalstræti 8. — Sími 10950.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.