Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 14
Miðvikudagur 12. okt. 1968 1* Helgi Tryggvason: Tækni nútímans 02 tungumálanám fvrir afla SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM ' AL.DREI hafa kringumstæður á íslandi verið eins öflug brýning um að læra tungur nágranna- þjóðanna eins og nú. Þeir Is- lendingar, sem nota þurfa er- lend tungumál, hafa aldrei verið fleiri að tölu og aldrei hlutfalls- lega fleiri. Fjöldi fslendinga ferðast til útlanda og fjöldi er- lends fólks sækir okkur heim á hverju ári. Útvarpið flytur okk- ur töluð orð vitt um vegu. Þessi stórauknu og fjölbreytilegu sam- skipti við fólk annarra þjóða knýja fast á um það, að íslenzk- um eyrum sé kennd sú fþrótt sem rækilegast, að greina orð og hrynjandi erlendra mála í dag- legu tali fljótt og vel. Ég á bæði við skólanemendur og ekki síður hina mörgu, sem ekki eiga kost á neinum venjulegum nám- skeiðum. En slik heyrnarþjálfun í nágrannamálum okkar, einu eða fleiri, tilheyrir almennri menntun nútímamanna. Slík undirstöðukunnátta veitir einn- ig mikla ánægju. Hinn síaukni ferðamannastraumur til landsins er og atvinnumál margra og ekki lítið fjárhagsmál fyrir þjóð- ina. Allt nám krefst elju og áhuga. f tungumálanámi þurfa orð og orðasambönd að koma fyrir oft mörgum sinnum til þess að renna mönnum í merg og blóð, því að endurtekningin er móðir námsins. Með miklum endur- tekningum læra börnin málið i foreldrahúsum. Þau hlusta og horfa. Allt þetta hvetur talfærin til að standa og herma eftir. Heyrn barna er næm og hermi- gáfan mikil. Þeir, sem komnir eru á miðj- an aldur, kunna að segja sem , svo: Mitt næmi er farið og tung- an orðin stirð. Þessu er samt óhætt að mótmæla þegar í stað. Námsaldur er ekkert bundinn við skólaaldur. Margir stunda nám langt fram eftir ævi, en geta þá kannske þurft að við- hafa meiri þolinmæði og elju við endurtekningar til þess að ná leikni. Til allra þeirra eldri og yngri, sem vilja svo gjarnan hafa lif- andi tök á lifandi máli, — og allir hafa löngun til að blanda geði við góða nágranna og sam- ferðamenn í stað þess að þegja þurri þögn, — vil ég koma boð- um, á þessa leið: Til er sá heim- ilisvinur sem lagt hefur fram þjónustu sína um 60 ára skeið, og hann býðst til að vera heima -hjá ykkur og tala við ykkur hvenær sem þið viljið og hafið stund til þess, skýrt og notalega og alltaf fyrirmyndar mál. Hann er fús til að endurtaka svo /ft sem þið óskið, og aldrei skal óþolinmæði heyrast í neinni end- urtekningu, röddin er alltaf söm við sig og lundin létt, hvernig sem veðrið er. Þessi heimilis- vinur hefur öll skilríki og kunn- áttu til að vera heimiliskennari hvers, sem vera skal. Eins og aðrir góðir kennarar vill hann hafa þá skilmála, að nemandinn leggi fram krafta sína af ein- lægum samstarfsvilja og fúsu geði. Þið skiljið sjálfsagt, að ég er fhér að ræða um Linguafóns-kerf- ið, sem hefur nú verið í gangi í um 60 ár, — grammófónninn ásamt nokkrum tugum af vel völdum lexíum, sem ágætlega menntað fólk (10 manns eða svo), karlar og konur, hafa tal- að inn á plötur, frásagnir og samtöl, og lesa má einnig orði til orðs í tilheyrandi bók, sem er myndskreytt við hlið hverrar lexíu eins og við á, til stuðnings náminu. í leiðarvísi með kerfinu er lögð áherzla á að nota lexíurnar í réttri röð. Ef þú ert byrjandi í útlendu máli og eyra þitt óþjálfað í að nema hljóð þess (kerfið fæst vitanlega á ýmsum tungumálum), kann þér að þykja talhraðinn í mesta lagi. En þegar þú hefur gert þér fulla grein fyrir efni lexíunnar og hlustað oft á hana með hjálp textabókarinnar (og orðasafns- ins, eða orðabókar), fara hljóðin að verða æ skýrari og aðgrein- ast vel í orð, sem haldast í hend- ur og mynda setningar, sem fara með hóflegum hraða. Þeir, sem læra í heimahúsum, geta haft sína hentisemi um það, að taka lítinn hluta lexíunnar í einu, færa nálina ofurlítið til baka og reyna að hlusta með sifellt meiri nákvæmni, mun- andi það, að endurtekningin er móðir námsins. Auðvelt er það og gagnlegt að taka þannig marg oft eina eða tvær setningar í við- lögum. Ef þú hefur fram að þessu látið eftir þér að hafa óbeit á nauðsynlegri endurtekn- ingu og iðkun í námi, verður þú að snúa við blaðinu og haga tungumálanámi þinu í samræmi við orðtakið: Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Þegar þú hefur lært lag og þykir það fallegt, er þér ánægja að fara með það aft- ur og aftur. Þannig er einnig farið setningum og samtölum á kennsluplötunum, tónbrigðum í tali, orðum og hlutverki þeirra og samhengi. Sannur nemandi hefur þolinmæði við sjálfan sig, en agar sig jafnframt. Þið, sem ætlið að fara að hefja nám í erlendu tungumáli og megið búast við, að málið mæti eyrum ykkar að mestum hluta sem hikandi lestur eða slitrótt staut námsfélaga ykkar, jafnvel þó að kennarinn leiðrétti eftir beztu getu, þið skuluð vara ykkur á þeirri hættu, að þessi „íslenzka framleiðsla" hins út- lenda máls verði í eyrum ykkar sem hið eina rétta mál, og þá finnst ykkur það seinna af vör- um „einhverra útlendinga“ bara sem geiflað og tilgerðarlegt hrognamál, óboðlegt fyrir góðan Islending að apa það eftir! Hin sígilda saga getur þá endurtek- ið sig hjá ykkur, en hún er á þessa leið: Hvernig gekk þér að tala, þegar _þú varst þarna í útlandinu? Ágætlega, en þair skildu bara ekkert. Þeir skildu ekki móðurmálið sitt! Algengt er að segja þá fjar- stæðu, að menn læri ekki að fást við talmál erlendrar tungu, hvorki að þjálfa heyrn sína né að tala að gagni, fyrr en þeir koma í land þeirrar tungu og fara að dvelja þar. Það er auðvelt að kynnast þeirri staðreynd, að aðrar þjóðir hafa lagt fram í stórum stíl sannanir gegn þessari staðhæfingu, — nefnilega með skólakennslu sinni. En hér skal sérstaklega á það bent, að ís- lenzkt fólk á mjög ólíkum aldri getur veitt sér áfiæta þjálfun eyrans i góðu næði heima hjá sér, með því að hlusta kostgæfi- lega á vel menntaða karla og konur tala um gagnleg efni á fallegu máli, sem skilað er full- komlega hreinu og skýru eins og nútíma upptöku er fært og eiginlegt. Og vaxandi talhraði í síðari lexíunum nær allt upp í venjulegan hraða þuls í útvarpi. Það er hverjum manni með- mæli hjá erlendri þjóð, ef hann er viðtalshæfur á móðurmáli hennar, grípur með heyrn sinni það, sem við hann er sagt, og svarar á vandræðalausan og við- kunnanlegan hátt. Algeng er sú skoðunarvilla, að byrjenda- kennsla í tungumáli sé vanda- lítið verk. Fyrsta kennsla í fram Hafnarbíó Dr. Goldfoot og bikinivélin Amerísk mynd Framleiðendur: James H. Nicholson og Samuel Z. Arkoff Aðalleikendur: Vincent Price Susan Hart Frankie Avalon Dwayne Hicman o. fl. Mynd þessa mætti skoða sem góðlátlegt grín um fjölbreytileg tækniafrek nútímans og það traust, sem margir setja á það, að þau leysi flest eða öll vanda- mál mannkynsins. Skúrkur einn, sem nefndur er Gullfótur tekur upp á þeim fjára að fara að framleiða kvenfólk í vélum. Út af fyrir sig kannski ekki glæpsamlegt athæfi, ef til- gangurinn væri gó’ður. En svo er því miður ekki. Kvenfólkið, sem úr vélunum kemur, notar hann til að plokka fé út úr hrifnæmum, ungum mönnum, sem eiga nokkrar kringlóttar í banka eða fasteignum og eru til með að leggja fram þessa fjármuni, til að kaupa sér ást fagurra meyja, og þá gjarnast fá þær fyrir eiginkonur. Þótt stúlkur þær, sem Gull- burði máls er einmitt mjög þýð- ingarmikil sökum þess, að lengi býr að fyrstu gerð. Stundum verður sú kennsla að hindrun og hafti, og þá er illa farið. Kenn- ara, sem vill leggja áherzlu á réttan framburð, er mikils virði að fá Linguafón-mennina inn í kennslustofuna til að styðja mál- stað hans gegn hinum „ramm- íslenzka" framburði, sem margir nemendur hafa tileinkað sér. Þegar undirritaður byrjaði enskukennslu í skóla fyrir rúm- um 35 árum kom Linguafónninn sér vel einmitt á þennan hátt, enda þótt þeirra daga tæki skil- uðu ekki nærri eins fallega og nákvæmiega eins og þau gera í dag. Helgi Tryggvason. fótur framleiðir séu fagrar á- sýndum og allar á heppilegum giftingaraldri, eftir útliti að dæma, þá fer ekki hjá því, að einstök atvik verði til þess að leiða fram grunsemdir um upp- runa þeirra. Til dæmis vinna byssukúlur ekki fremur á þeim en brynvörðum skriðdrekum, en hins vegar vill til, að handlegg- ur og handleggur dettur af þeim, ef þær lenda í átökum. Kippa þær sér yfirleitt ekki mikið upp við slíkan tapa, ekki fremur en þær hefðu týnt eyrnalokk, brjóst nælu e’ða öðru þvílíku glingri Gerfistúlkan, sem mest kem- ur við sögu af dætrum Gullfót- ar, nefnist Díana (Susan Hart), og er hún bæði fögur og þokka- full, þótt vélunnin sé. Gullfótur stillir hana í byrjun á milljón- era einn, Armstrong að nafni, (Dwayne Hickman) og stefnir henni á hund hans með eins kon ar fjarstýritæki, sem tilheyrir útgerðinni. Varla þarf að taka það fram, að Gullfótur er einnig í sjónvarpstízkunni og fylgist með árangri stúlknanna á sjón- varpsskermi. Svo vill þó til, vegna bilunar á fjarstýrikerfinu, að Díana hin fagra festir ástir á röngum manni, fátækum og lítilsvirtum leyniþjónustumanni. Gullfæti tekst þó að kippa gallanum í lag, og Díana hyggst yfirgefa leyni- þjónustumanninn. En hann er þá einnig orðinn alvarlega ástfanginn og vill ekki sleppa henni. Skilur þar með þeim, að hún eftirlætur honum annan handlegg sinn, en Gull- fótur stillir afganginn á milljón erann. Hér skal þessi nýstárlega fjár öflunarstarfsemi Gullfótar ekki rakin nánar, en margir æsileg- ir atburðir gerast, áður en tjald ið fellur. Heldur má mæla með þessari gamanmynd, þótt húmorinn sé fremur ódýr. Hún gerir ekki hærri kröfur til sjálfrar sín en þær að fá fólk til a’ð hlægja um stund, og það heppnast henni ágætlega. Börnin í Grundarf irði efndu til hluta veltu til dgóða fyrir veikan dreng Grundarfirði 6. okt. 1966. ÞAÐ er upphaf þessa máls, að síra Árelíus Níelsson vakti á því athygli í Morgunblað- inu fyrir skömmu, að lítill drengur, sem blaðið birti mynd af, ætti við erfiðan hjartasjúkdóm að stríða, og foreldrum hans væri fjár vant, til þess að koma honum til lækninga hjá sérfræðing- um í annarri heimsálfu. Skömmu eftir að Morgun- blaðið með grein prestsins barst hingað í Grundarfjörð, kom lítill drengur, Hreiðár Þórðarson að nafni að máli við mig og afhenti mér kr. 200.00 sem hann sagði að væri gjöf til drengsins. Það spurðist fljótt út meðal krakkanna um gjöfina frá Hreiðari.. Tóku þau sig sam- an um að efna til hlutaveltu og safna handa veika drengn- um.. Það var eins og við manninn mælt, áður en varði voru komnar í gang þrjá hlutaveltur eða fleiri, og á einum stað frétti ég að dreng- ir efndu til skuggamynda- sýninga í bílskúr og seldu aðgöngumiðann á kr. 2.00 og komust færri að en vildu. Góðgjarnt fólk hljóp undir bagga með börnunum og hvatti þau til þess að vinna við hlutavelturnar, gaf pen- inga og muni. Svo segir mér hugur um, að sjaldan hafi börnin í Grundarfirði unnið annað verk af meiri ánægju og gleði, en hér var gert. Og nú biðja þau Morgunblaðið að koma peningunum í réttar hendur, en alls senda þau kr. 3,500,00 og er það þeirra skerfur litla drengnum til hjálpar. — Emil. Hér eru flest barnanna í Grundarfirði sem önnuðust fjársöfnunina til veika drengsins — ásamt umborðsmanni Morgunblaðsins í Grundarfirði, Emil Magnússyni, sem er í aftari röð lengst tii hægri. (Ljósm.: Bæring Cecílsson).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.