Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 16

Morgunblaðið - 12.10.1966, Síða 16
16 MORCUNBLADIÐ Miðvikudagur 12. okt. 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjón: Ritstjórar: Ritstjórnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Sjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Knstinsson. Aðalstræti 6 Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 7.00 eintakið. ÞÖRF HUGVEKJA k lþingi var sett með við* höfn síðastliðinn mánu- dag að lokinni guðþjónustu í Dómkirkjunni, en þar pré- dikaði séra Ólafur Skúlason. í athyglisverðri hugvekju ræddi hann vandamál velfer?> arþjóðfélags nútímans og sagði: „Hér minnir allt á auð. Séð hefur verið fyrir þörf- um líkamans, á því er ekki nokkur vafi. En hrukkunum -hefur ekkert farið fækkandi á enni eða djúpstæðari ham- ingja fyllt lífið heldur en áð- ur var, nema kannski að síð- ur sé. Því kapphlaupið mikla, sem allir virðast verða að taka þátt í, nauðugir viljug- ir, stefnir ekki upp á við, upp úr þrasinu frá áhyggj- unum í átt til friðar og fagn- aðar. Stefnan virðist hiklaust vera í hina áttina, þar sem allt minnir helzt á snúning skopparakringlu, sem snýst um sjálfa sig“. „Vinnan er góð, iðjuleys- ið er illt, um það þurfum vér ekki að efast. En leiðin að markinu, sem keppt er að, verður líka að vera skyn- samleg. Ég ræddi við konu í vor. Hún kom til mín vegna -drengs, sem hún á. Hún var í vandræðum með hann. Hún þurfti að koma honum frá sér til hressingar vegna þeirra beggja. Drengurinn var taugaveiklaður og átti ekki samleið með jafnöldr- um sínum. Konan sagði það stafa af því, að hann hefði verið skilinn svo mikið eftir hjá ókunnugum meðan hann var lítill. Hann var óörugg- ur, þorði helzt ekki að sjá af móður sinni af ótta við að hún myndi hverfa burt. Og skýringin á fjarveru móður- innar? „Jú“, sagði hún, „við vorum sko að byggja, svo að ég fékk mér vinnu úti“. Við vorum sko að byggja. Þau ætluðu drengnum gott heim- ili, en þá var það orðið of seint. Skyldi þetta vera eins- dæmi um það, sem oss er dýrmætast glatast? Hversu mörg heimilin líða við það, að húsbóndinn telji sig verða að vinna myrkranna á milli og meira en það, og konan tekur sig til og vinnur annars staðar en innan veggja heim- ilisins, oftast til þess að safna fyrir einhverju sérstöku? Og á meðan verða börnin að sjá um sig sjálf .Vér erum öll að byggja,. ekki aðeins eigin hús heldur fyrir framtíðina alla. Og hún er ekki nema að mjög litlu leyti komin und ir því hvernig húsið er og hvar þar finnst af húsgögn- um innan dyra“. „Lýðveldið ísland er enn- þá barn. Þér eruð leiðtogar þess. Það hefur verið sagt, að stjórnmál séu baráttan meðal hinna fáu til þess að stjórna hinum mörgu, og þetta er sennilega alveg rétt. Þeir eru ekki svo ýkja margir, sem eiga að marka stefnuna, sem gefa oss hinum tóninn til þess að stilla inn á. En samt er ég ekki alls kostar ánægður með þessa skilgrein ingu og kemur þar frekast til löngun í annað, heldur en að staðreyndir gefi tilefni til þess. Því vildi ég að hægt væri að segja, að stjórnmál- in væru barátta meðal hinna fáu, ef þarf að vera, til þess að leiða hina mörgu. Ekki að stjórna þeim með laga- ákvæðum og fyrirskipunum eingöngu, heldur til þess að leiða þá með því að gefa þeim þá fyrirmynd og þann stuðning, sem meira er virði en sterk orð. Tækifæri ykkar eru mikil, bæði sem fulltrúar flokka að efla atvinnulíf og menningu á landinu, en líka sem einstaklinga til þess að veita þá fyrirmynd, sem vér sárlega þörfnumst í dag“. Ástæða er til' að vekja athygli á þessari hugvekju hins unga kennimanns. Þjóð félag okkar er allt á fleygi- ferð í kapphlaupi að verð- mætum, sem í rauninni eru lítils virði, miðað við það, sem hætta er á að glatist meðan á kapphlaupinu stend ur. íslendingar eru framfara- sinnuð og dugleg þjóð, en dugnaðinum og þróttinum verður að beita innan skyn- samlegra takmarka. NÝJUNGAR í KENNSLUHÁTTUM T vetur er gerð athyglisverð tilraun með nýtt kennslu fyrirkomulag í þriðja og fjórða bekk gagnfræðastigs í Vogaskóla. Nemendum í þess um bekkjardeildum gefst kostur á að velja milli náms greina, en slíkt valfrelsi í námsgreinum hefur verið tek in upp í skólakerfum í' öðr- um löndum og hefur þótt gef ast vel. Tilraun þessi er gerð að frumkvæði skólastjórans Helga Þorlákssonar, og á hann miklar þakkir skildar fyrir það framtak. Á undan- förnum árum hefur mikið verið rætt um nauðsyn á nýjungum í kennsluháttum hér á landi, og nú stendur yfir rannsókn á öllu skóla- kerfinu, sem sérmenntaðir menn vinna að. En það skipt ir miklu máli, að skólamenn- irnir, þeir, sem daglega starfa að rekstri skólanna, komi fram með sínar eigin hug- Þessi óvenjulega mynd, sem hér birtist að ofan, sýn- ir bandaríska hermenn að æfingum vestur í Arizona. Er hér um að ræða sérstak- an þátt í heræfingum, sem miða að því að auka hæfni manna við sérstakar aðstæð- ur. Æfingar þær, sem hér um ræðir, taka 8 vikur. Ekki er vitað, hvert hermennirnir verða sendir að æfingum loknum. * Mao Tse-tung, leiðtoginn mikli. Myndin, sem hér hirt- ist, mun vera ein sú siðasta, sem tekin hefur verið af kommúnistaleiðtoganum. Var hún birt í Pólandi 5. þ.e., með svofeildum texta: Mao Tse-tung, leiðtoginn mikli, kennarinn mikli, hershöfðing inn mikli og hinn mikli vernd ari kínversku þjóðarinnar er hann var viðstaddur her- sýningu 1. október — AP. __ myndir og eftir því sem til- efni gefist til hefji tilraun- ir í skólastofnunum sem þeir starfa við, eins og skólastjóri Vogaskóla hefur nú gert. Með slíku sjálfstæðu fram- taki skólamannanna og til- raunastarfsemi eru vissulega vonir til þess að smátt og smátt verði leið fundin að breyttum kennsluháttum, sem sannað hafa gildi sitt í raun. MIKILVÆGT HAGSMUNAMÁL VERZLUNAR- INNAR Ý ræðu þeirri sem formaður Verzlunarráðs íslands flutti á aðalfundi Verzlunar- ráðsins fyrir nokkrum dög- um, ræddi Magnús Brynjólfs son um þá mikilvægu breyt- ingu fyrir verzlunina sem stofnlánadeild við Verzlunar bankann mun hafa í för með sér. Magnús Brynjólfsson sagði: „Verzlunarstéttin hefur á undanförnum árum ekki átt þess kost að sækja lán í fjár festingarsjóði eins og aðrar stéttir þjóðarinnar. Þetta hef ur staðið verzlunarstéttinni mjög fyrir þrifum í byggingu húsnæðis fyrir verzlanir, skrifstofur og vörugeymslur, auk endurnýjunar og endur- skipulagningar á gömlum húsakynnum. Ekki hefur verzlunarfyrirtækjum held- ur gefizt tækifæri til þess að safna sjóðum eins og ég hef áður gert grein fyrir. Bankarnir hafa að vísu veitt nokkra fyrirgreiðslu í þess- um efnum, en jafnan til of stutts tíma, svo að fullum notum kæmi. Nú hefur verið úr þessu bætt með lögum, sem samþykkt voru á Al- þingi í maímánuði síðastllðn- um um Stofnlánadeild verzl- unarfyrirtækja, sem væntan lega tekur til starfa í byrjun næsta árs á vegum Verzlunar banka íslands h. f. Voru hin- ar gagngerðu breytingar á húsnæði bankans á sl. ári gerðar með það fyrir augum, að Stofnlánadeildin fengi þar húsnæði. Bankastjórnin hefur unnið markvisst að stofnun þessarar deildar síð- astliðin tvö ár. Hér er um að ræða merkilegt hagsmuna- mál fyrir verzlunina, því nú gefst henni tækifæri til að byggja upp og endurskipu- leggja verzlunarfyrirtækin til aukinnar 'hagræðingar og betri þjónustu við almenn- ing. Lánstími er ekki endan- lega ákveðinn, en gera má ráð fyrir 10 ára lánum til ný bygginga og fimm ára lánum til breytinga og endurskipu- lagningar á gömlu verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. Gera má fastlega ráð fyrir því, að ríkisstjórnin hlutist til um að ríflegt fjármagn verði veitt Stofnlánadeildinni úr Framkvæmdasjóði íslands til endurlána og væntanlega alls ekki minna að vöxtum hlutfallslega en aðrar stofn- lánadeildir njóta“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.