Morgunblaðið - 12.10.1966, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.10.1966, Qupperneq 21
Miðvikudagitr 12. okt. 1966 2! MORGUNBLADID Söluu«iboð: Heildverzlún Davíð S. Jónsson Þinglioltsstræti 18. — Sími 24333. N auSungaruppboð annað og siðasta, á húseigninni Fagrabae 15, hér í borg, þingl. eign Þorláks Ásgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri, laugardaginn 15. október Í966, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Opinber stoinun óskar að ráða nú þegar fulltrúa. Laun samkvæmt 21. launaflokki. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fvrri störf sendist afgr. Mbl., merkt: ,J07 — 4204 . Mikið úrval af rn’ög fallegum leðurtö&kum skinnfóðruðum. Ennfremur mjög vandaðir skinnhanzkar. Töskubúðin Laugavegi 73. Bifreið til sölu Opel Reckord, árgerð 1903 í góðu lagi. til sýnis og sölu að Óðinsgötu 1. — Upplýsingar í síma 38344. Haust / sveit Framhald af bls. 17. hann úr gerðinu, þar sem safnið er geymt. Og við gjamm hunda og hó og hæ réttamanna þokast seinustu hóparnir inn. Og þarna eru allir jafngildii og sköll og fyrirmæli karla og kvenna á ýmsum aldri gjalla við sam- tímis og fylla út í fyrirferðar- mikinn samnefnara, sem rís fjöllum ofar. Og það er sam- eiginlegt með öllum fyrirskip- ununum og formælingunum, að enginn ætlast til, að á þeim sé tekið mark, og eng- inn tekur þennan dómadags- gauragang til sín nema fén- aðurinn helzt, sem æðrulaust, þokast undan þunga mann- fjöldans og inn í réttina. Seinna kemur að því, að þegar lömbin okkar hafa ver- ið fituð dálítið heima í túm að þau verða leidd til slátrun- ar. En nú hleypum við út úr dilknum okkar og rekum fén- aðinn heim. Um það er að vísu of snemmt að spá, en ekki sé ég betur en heimtur sé góð- ar, að minnsta kosti söknum við fárrá kinda fullorðinna. Það bíður morgundagins að kasta tölu á hópinn, því að við komum ekki heim fyrr en í myrkri. En einhver.n næstu daga veljum við líflömbin og bólusetjum þau. Og okkur sækist reksturinn seint, því að féð er langsolt ið og vill grípa niður í annarri hvern þúfu. Spori okkar er rómur og utan við sig eftir smala- mennskur og volk seinustu dægra. Líklega þess vegna uggir hann ekki að sér, þar sem hann skokkar veginn eft- ir rekstrinum. Kannski hefir hann líka blindazt af skærum ljósum bílsins. sem kom í flasið á okkur og hann varð undir. Hvað einu gilti, því að aldrei framar mundi hann reka trýnið sitt kalda í okk- ur, er hann vildi vekja á sér athygli og tala við okkur með þessum trúföstu, biðjandi augum. Ekki mundi hann heldur oftar koma hlæjandi á móti honum húsbónda sír,- um og neyta þess þá, að vera fljótari að hlaupa en aðrir u bænum til að verða fyrstur. Því eins og krakkarnir sóttist hann eftir að fá að htja í bilnum. Skrýtið, hve latt og óræstilegt hundkvikindi get- ur skilið eftir stóra eyðu. Þeim heim kemur, er ekki talað mjög margt, og það kemur jafnvel í ljós, að matar lystin að kvöldi réttadagsins er engin. Öðru vísi mér áður brá. En út undan mér sé ég áleitin, hvikul tár laumast niður með litlu nefi. Undarlegir eru þessir dag- ar. Norsku rat'magnsþilofnamir komnir aftur í stærðunum 600/W, 800/WT, 1000/W og 1400/W Allir með þrískiptum rofa. Einnig venjulegir rafmagnsofnar með og án blásara. Rafmagn hf. Vesturgötu 10. — Sími 14005. Glæsilegt einbýlishús Höfum til sólu nýtt glæsilegt einbýlisnús á eignarlóð á einum bezta stað á Seltjarnarnes' Húsið er 146 ferm. á einni hæð 3 svefnherbergi. 2 stofur, hús- bóndaherbergi, eldhús, bað og gestasnyrting. — Tvöfalt gler, harðviðarinnréttingar, bilskúrsréttindi. Skipti á 5—-6 herb. íbúðarhæð möguleg. Skipa- og fasteignasalan Orösending frá olíufélögunum Til viðbótar áður auglýstum söl uskilmáluni olíufélaganna hefur verið ákveðið að gefa viðskiptamönnum kost á eftirfarandi greiðsluhætti: „Viðskiptamenn. sem æskja mánaðarlegra reikningsviðskipta geta leyst sig uncian greiðslu in nheimtugjalda með því að greiða fyrirfram andvirði áætlaðrar má naðarúttektar, enda séu þeir skuldlausir við viðkomandi olíufélag. — Fyrirframgreiðsla skal standa óhreyfð inni á viðskipta reikningi viðkomandi viðskipta- manns og endurskoðast með hlið sjón af viðskiptum. Viðskipta- maður, senr greitt hefir fyrirfra m, skal þó jafnan greiða mánað- arreikninga sína fyrir lok 15. dags næsta mánaðar eftir út- tektarmánuð í skrifstofu viðkomandi félags eða senda greiðslu með tékka'*. Oliufélagið h.f. Olíufélagið Skeljungur h.f. Olíuverzlua ískmds h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.