Morgunblaðið - 18.10.1966, Blaðsíða 2
NORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. okt. 1966
1 gærdag brotnaði krani er verið var að taka ketil upp úr gamla Magna vestur við Granda-
garð. Ketillinn féll niður í skip ið aftur, en kraninn liggur brotinn á bryggjunni. Ljósm. Sv. Þ.
Klofningur í Ita'ska
kommúnistaflokknum
Svissneskir kommúnistar seg^ast
íylgja kenningum Mao
Livorno og Genf 17. okt.
NTB - AP.
HLUTI kommúnistaflokks Ítalíu
(PCI) hefur sagt sig úr lögum
við flokkinn og stofnað nýjan
kommúnistaflokk, sem styður
stefnu kínverskra kommúnista.
Lýstu leiðtogar hins nýja flokks
því yfir á sunnudag, að aðeins
væri hægt að ná völdum með
byltingu og valdbeitingu.
Um 100 kommúnistar, sem
stofnað hafa klofningsflokkinn,
luku á sunnudag 3 daga fundi í
Livorno, þar sem þeir settu á
stofn nýjan „ítalskan marx-len-
ínískan kommúnistaflokk". Ræðu
menn á síðasta fundinum lýstu
því yfir, að kommúnistaflokkur-
inn (PCI) hefði misst byltingar-
eldmóðinn og reyni nú að kom-
ast til valda með kosningum.
Kommúnistaflokkur Ítalíu telur
1,6 miilj. meðlima.
„Þetta er draumsýn, því völd-
um er aðeins hægt að ná með
byltingu og valdbeitingu", var
sagt á fundinum í Livorno.
Kommúnistaflokkurinn (PCI),
sem hefur meirihluta í borgar-
stjórn Livorno, gekkst á sunnu-
dag fyrir fundi í leikhúsi stað-
arins. Þar voru 1500 manns
maettir, og meðal ræðumanna var
Gus Hall, leiðtogi bandarískra
kommúnista.
Talsmaður PCI sakaði þar
meðlimi hins nýja flokks um sví-
virðilegt athæfi. Hefðu þeir á
laugardag reynt að má nafn
Palmiro Togliatti af minnismerki
kommúnista í bænum. Togliatti
var um árabil leiðtogi ítalskra
kommúnista.
Hinn örsmái kommúnistaflokk-
ur Sviss lýsti því yfir í dag, að
héðan í frá myndi flokkurinn
fylgja kenningum Mao tse Tung.
Var yfirlýsing þessa efnis birt
í flokksmálgagninu l’Etincelle
(Neistinn). Þar er sagt að svissn-
eskir kommúnistar muni fylkja
sér um stefnu kommúnista í
Albaníu og Kína. Svissneski
kommúnistaflokkurinn telur 300
meðlimi samkvæmt eigin upp-
lýsingum
Frumvarp um
höfunda-
greiðslur
vegna afnota rita
í bókasöfnum
ALMENNUR fundur var haldinn
í Tjarnarhúð í gærkvöldi í Rit-
höfundasambandi íslands og var
þar aðalmc-1 á dagskrá frumvarp
til laga um höfundagreiðslur
vegna afno1..-! rita í íslenzkum
bókasöfnum.
Frumvarp þetta sömdu þeir
Björn Th. Bjömsson listfræðing-
ur er sæti átti í nefnd til þess af
hálfu Rithofundasambandsins og
Knútur Hnllsson fulltrúi í
menntamá) aráðuneytinu.
Frumvarp þetta var á fundin
um rætt sem trúnaðarmál og því
ekki hægt á þessu stigi að skýra
frá efni þess. Forsætisráðherra
hefir boðað þetta sem eitt af
fyrstu frv ríkisstjórnarinnar á
yfirstandandi þingL
Snör handtök
logreglumanna
Sl. laugardag var Volvo-bifreið
stolið hér í bæ. Þegar eigandi
bifreiðarinnar var þess var, fór
henn þegar af stað til þess að
tilkynna atburðinn á lögreglu-
stöðina. Á leiðinni hitti hann bif-
hjólalögreglumann, og greindi
honum frá stuldinum. Lögreglu-
maðurinn hafði þegar samband
við stöðina og skýrði frá þjófnað
inum. Var þá hafin eftirför, og
> níu mínútum síðar hafði einn
bifhjólalögreglumaðurinn upp á
I bifreiðinni hér í borginni. Voru
bæði þjófurinn og bifreiðin kom
in á lögreglustöðina, er eigandi
bifreiðarinnar kom þangað til
þess að kæra stuldinn.
AÐFARANÓTT sunnudagsins
var brotizt inn í verkstæðið
Diesel við Vesturgötu 2. Þar
var þó engu stolið, en hins veg-
ar mun þjófurinn hafa misst eld
niður, eða kveikt í á rishæð húss
ins, því að þar kom upp eldur.
Var slökkviliðið kvatt á vett-
vang og tókst bráðlega að ráða
IMýr Loftleiðafar-
þegi fæddist
í Keflavík
FARÞEGUM hjá Loftleið- I
um f jölgar með ýmsu móti, |
má með sanni segja. í fyrra- i
kvöld bar það við, er ein af
vélum félagsins var á leið1
vestur um haf með viðkomu |
hér, að pólsk kona, sem var |
farþegi ásamt ungu barni ,
sínu, veiktist svo að skilja'
varð hana eftir í Keflavík.
Barnið hélt áfram vestur um |
með vélinni og tók eiginmað-
ur konunnar á móti barni
þeirra hjóna við komu vél-'
arinnar til New York. Konan I
var hinsvegar lögð inn á i
sjúkrahúsið í Keflavík og,
fæddi hún þar barn í gæ.\
Heilsast báðum vel og fer
Íkonan áfram til Bandaiiltj-
anna er hún er heil orðin. Nú
er það hinsvegar spurning
hvort farseðill hennar gildir ,
áfrasm þar sem greiða ber ]
10% af fargjaldi fyrir korn-
börn.
Slysfarir og
hrakföll
UM HELGINA var nokkuð um
slys og hrakfarir, sem lögreglan
hér varð að hafa afskipti af.
Á laugardagskvöldið hljóp hest
ur fyrir bifreið upp við Lækjar
botna og olli skemmdum á fram
hurð og bretti bifreiðarinnar,
sem var að aka að austan. Til-
kynnti ökumaður um atburðinn,
en hesturinn, steingrár að lit,
hvarf út i myrkrið og fannst
hann ekki við leit. Á sunnudags-
kvöldið kastaði maður sér í höfn
ina og bjargaði lögreglan honum
og varð honum ekki meint af.
f gær, laust eftir hádegið, var
tilkynnt um að strákur, 15 ára
að aldri, hefði stolið úr bóka-
verzlun Evmundssonar, en
skömmu siðar hafði strákur orð
ið fyrir bifreið á Suðurgötu. Var
hér um sama pilt að ræða. Bif-
reið sú er hann lenti á, er hann
hljóp fyrir hana, skemmdist
nokkuð, en strákur slapp með
skrámur.
Klukkan rúmlega 6 í gærkvöldi
hljóp drengur fyrir bifreið, sem
ók vestur Suðurlandsbraut hjá
Grensásvegi. \ar talið að hér
hefði venð um aivarlegt slys að
ræða.
Alþjóðahagsmuns-
samtök rithöfunda
- stofnuð 1 París um næstu helgi
HINN 23. október hefst í París i
ráðstefna rithöfunda um allan
heim, þar scm stofnuð verða hags ;
munasamtök rithöfunda, en til
þessa hefur engin slík stofnun
verið starírækt. Af hálfu íslands
munu sitja þessa ráðstefnu rit-
verki að gegna og STEF en slíkt
alþjóðasamband hefði aldrei ver
ið til. Þau félagasamtök, sem rit
höfundar hafi hafí með sér, hefðu
öll verið félagsleg og lítt skipt
sér af hagsmunamálum.
Á fundinum munu flokkar rit-
höfunda ræða um þær kröfur,
sem gera á. og rætt verður um
stofnskrá samtakanna.
Gunnar Gunnarsson er nú
staddur í Danmörku, en mun
brátt halda til Parísar, Aðspurð-
ur um hvor Halldor Laxness væri
með honum, svaraði hann neit-
andi, en kvaðst hafa heyrt af
skotspónum að hans væri að
vænta af suðlægari slóðum.
Að lokum bað Gunnar fyrir
beztu kveðjur heim.
Gunnar Gunnarsson
höfundarnir Gunnar Gunnarsson
og Halldór Laxness.
Morgunblaðið náði í gær tali
af Gunnari Gunnarssyni og tjáði
hann blaðinu, að Halldór yrði
fulltrúi leikritaskálda, en hann
skáldsagnahöfunda. Ráðstéfnan
hæfist hinn 23. okt. og stæði til
28.
Gunnar sagði, að rithöfunda-
samtök þau. er ráðgert væri að
stofna í París, hefðu sama hlut-
Halldór Laxness
Fundur Lögfræðiuguiélugsins í
kvöld um umdæmuskipt. lundsins
LÖGFRÆÐIN GAFÉLAG ís-
lands efnir til fundar í kvöld kl.
20.30 í Tjarnarbúð niðri. Á fund-
inum mun Hjálmar Vilhjálmsson
ráðuneytisstjóri, flytja erindi um
skiptingu landsins í umdæmi en
efni þetta er nú ofarlega á baugi,
þar sem nú stendur yfir endur-
skoðun á skipan lögsagnarum-
dæma og sveitarstjórnarum-
dæma.
(Jrum stolið
INNBROT var framið í Skart-
gripaverzlun Sigurðar Jónasson-
ar, Laugaveg 10, aðfaranótt
sunnudags. Þar hafði verið brot-
in rúða í sýningarglugga, og
þaðan stolið þrem úrum.
Háskólafyrir-
lestrum aflýs!
Háskólafyrirlestrum aflýst.... 4
ÁÐUR auglýstir fyrirlestrar
Próf. N. F. Bisgaard, vararektors
tækniháskóla Danmerkur, þriðju
dag 18. og fimmtudag 20. októ-
ber, falla niður vegna veikinda
prófessorsins.
Á HÁDEGI í gær var norð-
austan gola eða kaldi á land-
inu. í Æðey var allhvasst og
stinningskaldi við utanverðan
Húnaflóa. Rigning var á Aust
fjörðum, og á annesjum fyrir
norðan voru skúrir, annars-
staðar þurrt veður. Hiti var
víðast 2-6 stig, hlýjast 8 stig
á Fagurhólsmýri.
Horfur eru á lítt breyttu
viðri, því að hæðin yfir Græn
landi færist ekki úr stað, og
lægðin vestan Bretlandseyja
þokast hægt austur.