Morgunblaðið - 18.10.1966, Side 12
r
12
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. okt. 1966
Frá stríðsárunum í Danmörku. Kristján X ríður um á hesti sín-
um, og lætur sem hann sjái ekki þýzka hermann, sem heilsa að
hermannasið.
í bókinni „Minningar Stef-
áns Jóhanns Stefánssonar“,
ræðir höfundur um stjórn-
málaferil sinn og koma í því
sambandi ýmsar markverð-
ar upplýsingar í ljós, sem al
menningi hefur ekki verið
kunnugt um fyrr. í kafla
bókarinnar, sem ber nafnið
„Flokkurinn og störfin“ ræð
ir höfundur klofningu Al-
þýðuflokksins, árið 1938.
Stefán skýrir frá því, að
Héðinn Valdimarsson hafi feng-
ið Verkamannafélagið Dags-
brún til að samþykkja tillögu
til sameiningar Alþýðuflokks-
ins og Kommúnistaflokksins,
þar sem m.a. kvað svo á:
„Félagið skorar því á með-
limi Alþýðusambandsins og
Kommúnistaflokksins að ganga
nú þegar til endanlegra samn-
inga um tafarlausa samein-
ingu flokkanna í einn samein-
aðan alþýðuflokk, er. starfi á
lýðræðisgrundvelli, án inn-
byrðis flokkadrátta, og í einu
stjórnmálafélagi í hverju kjör-
dæmi, að sigri og valdatöku al-
þýðunnar".
Stefán segir, að tillögu þessa
hafi Héðinn fengið samþykkta
án samráðs við stjórn Alþýðu-
flokksins, enda þótt hann hafi
verið varaformaður hans.
Stjórn Alþýðuflokksins reyndi
að bæta fyrir frumhlaup Héðins
og ákvað að reyna „þolrifin i
kommúnistum" eins og segir í
bókinni. Var því af hálfu Al-
þýðuflokksins kosin nefnd til
samninga við kommúnista, en
bæði Jón Baldvinsson og Stefán
Jóhann töldu flokkinn fara inn
á mjög varahugaverðar brautir
með þessu.
Stefán Jóhann rekur ekki
„sorgarsögu samninganna", en
segir að komið hafi í ljós álit
hans og Jóns Baldvinssonar um
að kommúnistar vildu enga
sameirtingu. Síðan segir Stefán
Jóhann:
„Á flokksþinginu haustið
1937 var samið og samþykkt
næstum einróma tilboð til
Kommúnistaflokksins um sam-
einingu hans og Alþýðuflokks-
ins, en það var bundið skilyrð-
um, sem segja má að hafi
bjargað heiðri, sóma og svip
sósíaldemókratísks flokks. Ekki
gerðum við ráð fyrir, að því
tilboði yrði tekið af kommún-
istum. En í sambandi við það
samþykkti flokksþingið álykt-
un, þar sem tekið var fram. að
þingið ætlaðist til, að „ekki
verði vikið frá“ tilboðinu, enda
bæri miðstjórn flokksins að
koma fram, „sem einn maður
gagnvart Kommúnistaflokkn-
um, og hver sá, sem tekur sig
út úr, gerir sig sekan um
klofningsstarfsen)i, hættulega
einingu xlokksins, er nauðsyn
ber til að komið verði í veg
fyrir“. í>ess var afdráttarlaust
krafizt af kommúnistum, að
þeir segðu til fyrir 1. desember
1937, hvort þeir gengju að til-
boði Alþýðuflokksins".
Stefán Jóhann Stefánsson
Stefán segir að komið hafi 1
ljós að Héðinn hafi haldið
áfram samningaumleitunum
við kommúnista, jafnvel eftir
hinn 1. desember og þrátt fyr-
ir að hann og Jón Baldvinsson
hafi talið það „óviðurkvæmi-
legt og ámælisvert“. Héðinn lét
I KAFI.A er ber nafnið „Skiln-
aður Islands og Danmerkur"
ræðir Stefán Jóhann Stefáns-
son hinar mismunandi skoðan-
ir islenzkra stjórnmáiamanna
á því, hvernig framkvæma ætti
skilnaðinn við Dani. F.inkum
hafi mönnum ekki komið sam-
an um, hvenær sambandsslitin
skyldu koma til framkvæmda,
en í 18. gr. sambandslaganna
var svo fyrir mælt, að eftir árs-
lok 1940 gæti hvor ríkisstjórn
um sig krafizt þess að byrjað
væri á samningum um endur-
skoðun laganna og ef ekki yrði
samkomulag innan þriggja ára
gæti alþingi fellt lögin úr gildi
með ¥<t greiddra atkvæða.
Stefán Jóhann segist hafa
álitið, að í öllu ætti að fara
eftir ákvæðum sambandslag-
anna, en hins vegar hafi strax
komið fram raddir í Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokknum og
þá ekki sízt meðal kommúnista
um að framkvæma bæri skiln-
aðinn hið bráðasta. Stefán
Jóhann segist frá upphafi hafa
verið þessum skoðunum mót-
fallinn og ekki talið tímabært
að ræða þær á þessu stigi máls-
ins. Síðar hafi risið af þessu
harðar deilur.
Stefán Jóhann segir:
„Meðan stóð á umræðunum
um skilnaðarmálið, fékk ís-
lenzka ríkisstjórnin öðru hvoru
vitneskju um álit og skoðanir
erlendra ríkisstjórna á áform-
um Islendinga í skilnaðarmál-
inu. Þar sem ég fór með utan-
ekki segjast og í janúar 1933
tókst honum að knýja fram
samþykkt í fulltrúaráði verka-
lýðsfélaganna um sameiginleg-
an framboðslista kommúnista
og Alþýðuflokksins, með þeim
afleiðingum að bæjarstjórnar-
kosninganar urðu Alþýðú-
flokknum mjög óhagstæðar.
Varð þetta til þess að Héðinn
var rekin úr Alþýðuflokknum,
enda eins og Stefán Jóhann
segir: „farinn að vinna með
kommúnistum gegn sínum eigin
flokki“. Hinn 9. febrúar 1938
lagði Jón Baldvinsson fram svo-
hljóðandi tillögu með greinar-
gerð, sem samþykkt var í mið-
stjórn flokksins:
„Héðni Valdimarssyni verði
nú þegar vikið úr Alþýðu-
flokknum og þar með úr stjórn
Alþýðusambands íslands og
Alþýðuflokksins og úr þeim
störfum, er Alþýðusambandið
eða Alþýðuflokkurinn kann að
hafa falið honum“.
Svar Héðins Valdimarssonar
var síðan að reka Jón Bald-
vinsson úr Verkamannafélag-
inu Dagsbrún hinn 13. febrúar
1938.
Stefán Jóhann segir að allir
sem þekkt hafi Héðin Valdi-
marsson hafi orðið þess varir,
hann hafi brátt orðið fyrir von-
brigðum í sambúðinni við hina
nýju félaga, enda yfirgaf hann
þá eins og alkunnugt er og
hafði síðustu árin, sem hann
lifði engin afskipti af stjórn-
málum.
ríkismál á árinu 1941, talaði
sendiherra Breta, Mr. Howard
Smith, stundum við mig um
þessi mál“. Síðan segir Stefán
frá skilaboðum, sem sendiherr-
ann lét hann fá munnlega.
Stefán segir, að skilaboðin hafi
verið þessi:
„Brezka stjórnin teldi það
mjög miður fara, ef íslending-
ar ryfu sambandslagasáttmál-
ann við Dani eða riftuðu hon-
um, fyrr en lög stæðu til. Hún
teldi slíkt rof að því leyti skipa
íslendingum á bekk með þeim
þjóðum, sem Bretar eiga nú í
stríði við, meðal annars af
þeirri ástæðu, að þær halda
ekki gerða samninga við önnur
Erik Scavenius,
utanrikisraðherra Dana
ríki. Hún telur að slíkt „unfair“
gagnvart Dönum, einmitt eins
og nú stendur á fyrir þeim. Hún
skilur heldur ekki þörfina á
því að hraða þannig meðferð
málsins, því ef krafizt er, þeg-
ar þing kemur saman, endur-
skoðunar sambandslaganna á
löglegan hátt, svo sem sam-
bandslögin mæla fyrir um, hafa
íslendingar í hendi sér að
slíta samningunum í sam-
bandslögunum að öllu leyti lög-
lega, eftir ákvæðum sambands-
laganna án þess að nokkur gæti
réttilega að því fundið eða
mótmælt. Þrjú ár væru svo
stuttur tími í sögu þjóðarinnar,
að ekki ætti að sýnast áhgrfs-
mál að bíða í stað þess að
hrapa að óþörfum samningsrof-
um. Um konungssambandið
væri það að segja, að það félli
ekki undir samninginn í lög-
unum. En „uppsögn“ á kon-
ungi liti aldrei vel út, og engin
STEFÁN Jóhann Stefánsson
var utanrikisráðherra á dögum
hernáms Breta í síðari heims-
styrjöldinni. I bók sinni víkur
hann nokkuð að vandamálum
þeim, sem spunnust, i sambandi
við sambúð íslendinga við her-
inn, af skrifum kommúnista-
blaðsins „Þjóðviljinn'*.
í kaflanum „Þjóðstjórnarár"
lýsir höfundur því að sendi-
herra Breta, Howard Smith,
hafi oft átt tal við sig og kvart-
að undan framferði kommún-
ista og óskað þess eindregið að
ríkisstjórnin gerði ráðstafanir
til þess að hindra skefjalausan
áróður þeirra gegn Bretum.
Sveinn Björnsson sendi'herra
í Kaupmannahöfn hafði verið
kvaddur heim til þess að vera
ríkisstjórninni til ráðuneytis í
utanríkismálum og einu sinni
hafði hann sent Stefáni
Jóhanni hugleiðingar sínar þar
sem segir:
„Ófriður er ófriður, og margt
er það, sem venjulega er ekki
þolað íbúum af hervaldi í her-
teknu landi. Frjálslyndi Breta
á þessum sviðum má ekki mis-
brúka til þess að knýja þá til
einhvers, sem allir góðir menn
óska að komizt verði hjá“.
Stefán Jóhann lýsir þeirri
skoðun sinni að hefta hefði átt
prentfrelsi á þessum hættulegu
ófriðartímum og hafi það komið
til álita hjá ríkisstjórninni, og
Stefán Jóhann segir:
„En innan ríkisstjórnarinnar
fékk þessi skoðun mín engar
undirtektir. Einkum var ólafur
sérstök ástæða sýndist til þess,
þar sem búast mætti við, að
hann vildi ekki vera konungur,
ef sambandslagasáttmálinn yrSi
algjörlega felldur úr gildi. Það
væri að sjálfsögðu allt annað
og færi miklu betur á því, að
konungur leggði niður völd, en
gerð væri tilraun til að setja
hann af. Þetta voru að efni til
nákvæmlega skilboð brezka
sendiherrans“.
Forsætisráðherra og Stefán
Jóhann svöruðu því einu til að
ríkisstjórn íslands óskaði ekki
eftir að ræða málið.
Síðan segir Stefán Jóhann:
„Þegar kom fram á árið
1942, fór að bera á þeim rödd-
um, að slíta bæri sambandi ís-
lands og Danmerkur tafarlaust.
En sumarið 1942 gerðist sá við-
burður, að sendimaður Roose-
velts Bandaríkjaforseta skýrði
Ólafi Thors, þáverandi forsæt-
Framhald á bls. 21
bannaður
Thors henni mótfallinn. Ég
man vel, að hann hélt því fram,
að ráðstafanir gegn rógi komm-
únista gætu orðið til þess að
varpa á þá einhverjum píslar-
vættisljóma og auka fylgi
þeirra. Má vel vera, að hann
hafi haft nokkuð til síns máls,
en ég mat slíkar röksemdir
ekki það mikils, að þær ættu
að hindra að mér fannst, nauð-
synlegar ráðstafanir rikisstjórn
arinnar. En niðurstaðan varð,
að hún gæti ekki fallizt á skoð-
anir mínar. Hún gerði því ekk-
ert í þessum efnum, lét allt
dankast".
Stefán segir að óánægja
brezkra ráðamanna hafi farið
vaxandi og að lokum létu þeir
til skarar skríða og handtóku
ritstjóra „Þjóðviljans" eins og
alþjóð er kunnugt, en ríkis-
stjórn íslands mótmælti.
Stefán Jóhann Stefánsson
skýrir frá samtali, er hann átti
við ræðismann Bandaríkjanna
á íslandi, Mr. Kuniholm og
segir:
„í samtalinu skýrði hann
mér frá því, að íslenzkir
kommúnistar myndu áreiðan-
lega hafa mikinn fjárstyrk frá
kommúnistum í U.S.A. — frá
„central" þeirra í New York —■
og myndu peningar vera fluttir
með áhöfnum á íslenzku skip-
unum. Hann taldi, að íslenzkir
kommúnistar myndu fá % af
öllum kostnaði við Þjóðviljann
greiddan frá kommúnistum
erlenðis".
Sambandsslitin
við Dani
Þjóðviljinn