Morgunblaðið - 18.10.1966, Qupperneq 19
Þriðjudagur 1R oTct. 1986
MORGU NBLAÐtÐ
19
Tvær vígstöövar í Vietnam
Hin hernaðoilegn - cg ■ bardtlnn um hugi fólksins
Sagt frá fyrirlestri Julius C. Holmes,
fyrrv. sendiherra á fundi Stúdenta-
félags Reykjavikur s.l. laugardag
Það er barizt á tveim víg-
stöðvum í Vietnam. Önnur er
hin hernaðarlega, hin er bar
áttan um hugi og hjörtu fólks
ins. Þar er barizt gegn þjóð-
félagslegu ranglæti, gegn
hungri, sjúkdómum og fá-
fræði. Við mikla erfiðleika er
þar að stríða, en engu að síð-
ur hefur mikill árangur
náðst.
Þetta kom m. a. fram í fyrir-
lestri sem Julius C. Holmes fyrr
verandi sendiherra Bandarikj-
anna hélt á almennum fundi, sem
Stúdentafélag Reykjavíkur
gekkst fyrir í Tjarnarbúð s. 1.
laugardag. I fyrirlestri þessum
skýrði sendiherrann stefnu og
markmið Bandaríkjastjórnar í.
Suðaustur-Asíu, en megin hluti
fyrirlestursins var að sjálfsögðu
um styrjöldina í Vietnam.
Holmes sagði m. a. að það sem
nú blasti við í Vietnam væri
hið sama og á'ður hefði oft gerzt
frá því að síðari heimstyrjöld-
inni lauk, þ. e. nauðsyn á því
að koma í veg fyrir útþenslu
kommúnismans. Mönnum hefði
lærzt af þeirri reynslu, að fékkst
á árunum eftir 1930 — í Man-
sjúriu, Eþíópiu, Tékkslóvakíu o.
s. frv. að árás verður að mæta,
áður en hún hefur náð að verða
öflug, því að ella verður að
hrinda henni síðar, er aðstæður
eru orðnar örðugrL
VALE'
ER ALLTAF \ IJIMDAM
Hvort sem lyfta þarf hátt eða lágt, léttu
eða þungu, er verkið unnið af öryggi og
nákvæmni, með aðstoð
VALE
lyftara
Veljið VALE vegna
þess, að hann er framleiddur úr fyrsta
flokks efni, af reyndustu lyftitækja-
verksmiðjum heims, undir forustu
manna, sem leggja mesta áherslu á
framleiðslu tækis, sem er í senn hag-
kvæmt fyrir eigandann, og öruggt og
þægilegt fyrir stjórnandann.
VALE
fæst rafdrifinn, með Ivftiorku frá 600 —
5000 kg., og drifinn benzín- eða diesel
hreyfli, með lyftiorku 1000 — 11000 kg.
Lyftihæð veljið þér eftir þörfum yðar, og
einnig hvert gálgi skal vera einfaldur,
tvöfaldur, þrefaldur eða jafnvel fjór-
faldur.
Kynnið yður ótvíræða kosti
VALE
i, miTEiimi t ttntti
Grjótagötu 7 — Sími 24250.
u
Ef kommúnistar næðu Suður-
Vietnam á sitt vald, mætti ekki
einungis vænta árásaraðgerða í
framtíðinni gagnvart þjóðum
landa eins og Thailands og
Malaysiu, sem þegar hefðu verið
ákveðin sem næstu áfangar í
þessu skyni, heldur og einnig í
Afríku og Suður-Ameríku. Ef á
hinn bóginn tækist að veita
kommúnistum viðnám í S-Viet-
nam, þá myndi það m. a. verða
til þess að varðveita fri'ð með
því að sannfæra kommúnistarík
in, að ódýrir sigrar væru ekki
lengur mögulegir og það verð,
sem gjalda verður fyrir árás,
er of hátt til þess að girnilegt
geti talizt að halda henni áfram.
Er fram líða stundir, myndu
kommúnistaríkin vonandi kjósa
heldur áð beina kröftum sínun\
að sínum eigin miklu innanlands
vandamálum.
Sendiherrann skírskotaði m. a.
til ummæla Paul Henri Spaaks
frá því í ár, þar sem hinn síðar-
nefndi hefði sagt, með tilliti til
þeirrar hættu, sem Evrópu hefði
stafað af Sovétríkjunum á ár-
unum eftir heimstyrjöldina, að
þá hefðu nær allir fagnað því,
að Bandaríkin hefðu komið til
hjálpar. Hinum frjálsu ríkjum
Asíu væri nú ógnað af kín-
verskri heimsvaldastefnu. Hvern
ig gæti þá nokkur maður kom-
izt hjá því að gera sér grein
fyrir þeirri staðreynd, að staða
Bandaríkjanna í heiminum krefð
ist þess af þeim, að þau tækju
þar sömu afstöðu í Asíu og þau
höfðu áður gert í Evrópu.
Holmes sendiherra gerði síðan
grein fyrir mikilvægi þeirra um
fangsmiklu aðgerða, sem fram
færu nú í Suður Vietnam og
ekki væru hernáðarlegs eðlis.
Þegar talað væri um styrjöldina
þar, væri yfirleitt dregin upp
mynd af hersveitum, byssum og
flugvélum í bardögum. Þessi
myhd væri að sínu leyti sönn, en
segði hins vegar ekki nema hluta
þess, sem segja bæri. Þetta væru
hinar hernaðarlegu vígstöðvar.
Baráttan væri hins vegar ekki
síður fram á öðrum vígstöðvum,
sem oft væri minni gaumur gef
inn á opinberum vettvangi, þar
sem rætt væri um þessi mál.
Þetta væri hin svokallaða önn-
ur víglína. Það væri baráttan
um hugi og hjörtu fólksinns og
væri fólgin í því að vinna bug
á þjóðfélagslegu ranglæti,
hungri, sjúkdómum, fáfræði o.
fl.
Við geysilega erfiðleika væri
þarna að etja, sem vera myndu
nógu miklir á friðartímum, en
vegna styrjaldarinnar yxu of-
boðslega. Engu að sfður væri
unnið þarna mikið starf og það
væri ekki svo lítill árangur, sem
náðzt hefði.
Svo að nefnd væru dæmi:
Meir en 12000 heilsugæzlu-
stöðvum hefði verið komið upp
í þorpum víðsvegar í landinu
og þær birgðar upp með lyfjum.
Læknamenntun væri aukin og
færð í nútímahorf.
Yfir 8000 skólastofur hefðu ver
ið byggðar fyrir barnaskóla og
framhaldsskóla.
Meir en 8 millj. námsbóka
hefði verið úthlutað á s. 1. þrem
árum.
Meir en 25000 opinberir starfs
menn í þorpum út um landið
hefðu fengið fræðslu í stjórn-
sýslustörfum með því að þjálfa
þá í starfi.
Meir en 8000 verklegar fram-
kvæmdir hefðu verið gerðar fyr
næstum millj. dollara á árunum
1964 og 1965 til margvíslegra
framkvæmda á sviði heilsugæzlu,
fræ'ðslu, o. s. frv.
Geysilegu starfi og fjármun-
um væri enn fremur varið til
þess að skapa því fólki, sem flú
ið hefði frá þeim svæðum, sem
Viet Cong hefði náð á sitt váld,
aftur lífsskilyrði cg koma þvi
fyrir.
Sú bylting, sem hafin væri i
félagslegum efnum, myndi verða
til þess að sannfæra fólkið um,
að það væri því fyrir mestu að
fá vernd gegn Viet Cong. Kosn-
ingar þær sem fram fóru 11.
september sl. hefðu geffð mikla
ástæðu til bjartsýni í þessu efni,
því að þrátt fyrir ofbeldisverk
Viet Cong og hótanir þeirrar
hreyfingar um ofbeldisverk
hefðu 80% kjósenda tekið þátt í
kosningunum.
Holmes sendiherra sagði í lok
ræðu sinnar, að enginn skyldi e£
ast um einbeitni Bandaríkja-
manna varðandi markmið þeirra
í Vietnam. Bandaríkjamenn kysu
á hinn veginn miklu fremur að
binda enda á bardagana og leiða
Vietnam deiluna til lykta við
samningaborðið og hefðu látið í
té óyggjandi sannanir fyrir því.
Það væri brennandi von þeirra,
að hinn aðilinn kæmi auga á, að
sú leið væri hin rétta, sam-
þykkti að hætta mannvígum og
samþykkti að ganga að hefðar-
, , ... * legur og réttlátu samkomulagi
eigin atorku íbuanna og unnið “
við samningaborðið.
Að fyrirlestrinum ioknum svar
ir
væri að mörgum þúsundum
slíkra framkvæmda. Þær væru
af mörgum tegundum allt frá aði sendiherrann fyrirspurnum.
samkomuhúsum til brúarsmíða ________________________________
og vegaviðgerða.
Umfangsmiklar endurbætur
varðandi skiptingu jarðeigna og
tækniframþróunar í landbúnaði
hefðu verið hafnar og landbún-
áðarframleiðsla hefði stóraukizt.
Þessi barátta á víglínu II. væri
ekki háð af Bandaríkjunum ein-
um eða þeim einum í samvinnu
við Suður-Vietnam, heldur tækju
um 40 þjóðir hins frjálsa heims
þátt í þessu starfi með margvís
legum hætti, svo sem með því
að senda hjúkrunarfólk og birgð
ir, kennara og sérfræðinga o. s.
frv. Til viðbótar mætti nefna,
að Sameinuðu þjóðirnar ættu
þarna hlut að máli. Sem dæmi
mætti taka, að samtökin hefðu
látið í té fyrir tilstilli UNICEF
Chicago 15. október - AP
Fyrsti snjostormur vetrarins
geisaði í dag í mið- og vestur-
ríkjum Bandaríkjanna. Olli ó-
veðrið miklu tjóni, og er síðast
var vitað höfðu 12 manns beðið
bana af völdum þess, en 200
særzt, þar af 20 lífhættulega.
Bjarni Beinteinsson
LÖGFBjEBINGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (SIL.LI & VALOll
SlMI I3S36
Hópferðabilar
allar stærðlr
rr-------
■e IWBIMAB
Hákon H. Kristjónsson
iögfræðingur
Þingholtsstræti 3.
Sími 13806 kl. 4,30—6.
Hópferðabilar
10—22 farþega, til letgu, í
iengri og skemmri ferðir. —
Sinn 15637 og 31391.
iijörn Sveinbjörnsson
hæstaréttarlögmaður
Sölvhólsgötu 4., 3. hæð
(Sambandshúsið).
Símar 13343 og 23338.
Ver lifiin fáfnir
Klapparstíg 40
auglýsír
TRES8Y
og systir hennar
TOOÍS
Tressy og
Toots eru
einu dúkk-
urnar, s e m
hægt er að
1 e n g j a og
stytta hárið
á. Þ e s s.
vegna er
hægt að
greiða þeim
á ótal mis-
munandi
vegu.
Gífurlegt
úrval af
aukafötum.
Vr.RZLUNIN F Á F N I R
Klapparstíg 40
Verkamannafélagið Dagsbrún
Félagsvist ■ Lindarbæ
í kvöld klukkan 8.30. — Fjölmennið.
SKEMMTINEFNDIN.