Morgunblaðið - 18.10.1966, Síða 21
Þriðjudagur 18. old. 198®
MORCU N BLAÐID
21
Tónllst
SINFQNiUHLJOMSVEITIN
Sinfóníuhljómsveit íslands hef lendir einleikarar (þar me'ð tal-
ir nú fyrir nokkru hafið vetrar-
starfið og farið myndarlega af
stað. I heildarefnisskrá starfs-
ársins eru, auk hinna venjulegu
fimmtudagstónleika, sem eru
jafnmargir og áður (16) og með
líku sniði, boðaðir sex sunnu-
dagstónleikar, þar sem flutt
verður „létt“ tónlist, svo og
þrennir kammertónleikar. Tón-
leikar fyrir börn og unglinga
verða einnig fleiri en áður eða
tólf alls, átta þeirra ætlaðir ung-
lingum 16—21 árs, en fjórir
börnum á aldrinum 6—12 ára.
Allt er þetta góðra gjalda vert
og verður vonandi þakksamlega
þegið. Ýmsar athugasemdir
mætti þó gera. Ein er sú, að lín-
urnar milli hinna „alvarlegu“
fimmtudagstónleika og hinna
„léttu“ sunnudagstónleika mættu
vera skýrari. Mér sýnist t.d., að
Semiramide-forleikurinn eftir
Rossini, Gosbrunnar Rómaborg-
ar eftir Respighi, Bolero eftir
Ravel og Lyrísk svíta eftir
Grieg — svo að nokkur dæmi séu
nefnd — hefðu mátt víkja fyrir
viðameiri verkum af efnisskrám
fimmtudagstónleikanna, þótt þau
hefðu sómt sér ágætlega á sunnu
dagstónleikunum. Eða hvers-
vegna er fiðlukonsert Paganinis
fluttur á fimmtudegi en pianó-
konsert Liszts á sunnudegi? —
Og hvers eiga þau blessuð börn
að gjalda, sem eru svo ógæfu-
söm að vera á aldrinum 13—15
ára á þessum vetri?
Merkasta nýmælið af þeim sem
hér um ræðir eru kammertón-
leikarnir, sem ráðgert er að
verði fluttir í hátíðasal Háskól-
ans. Þeir bæta úr brýnni þörf í
annars furðu fjölskrúðugu tón-
listarlífi höfuðborgarinnar. En
minnst ástæða sýnist til að fara
þar inn á það svið, sem Musica
nova hefir helgað sér og rækt
með prýði á margan hátt, en við
það jaðrar efnisskrá hinna síð-
ustu þessara tónleika.
Margt mætti segja um verk-
efnaval fimmtudagstónleikanna,
en ekki fer hjá því að ýmis-
legt af því, sem þar er boðað,
veki forvitni, eftirvæntingu og
tilhlökkun tónleikagesta. Er þar
meðal annars að nefna nokkur
ný verk íslenzkra höfunda. Og
ekki má gleyma þeirri hefðar-
kvinnu Miss (Þannig í efnis-
skránni) Solemnis, sem verður
kynnt okkur, þegar daginn fer
að lengja í vor. Annars vekur
það athygli, að ef sleppt er þeim
tveimur verkum Beethovens, sem
þegar hafa verið flutt i haust, er
hátíðamessan eina verk hans á
efnisskrá vetrarins. Þetta minn-
ir svolítið á píanónemandann,
sem var „búinn með Mozart“.
Athygli vekur það líka, að höf-
undum klassíska og rómantíska
tímabilsins — sem raunar leggja
til langmestan hluta verkefna á
sinfóníutónleikum um ..llan
heim — eru hér gerð miklu betri
skil að því er einleiksverkin
varðar en verk fyrir hljómsveit
eina. Þannig verða fluttir í vet-
ur báðir píanókonsertar Brahms
og fiðlukonsertinn (tvö þessara
verka með hálfs mánaðar milli-
bili), en engin af sinfóníum
hans. Þrjú konsertverk verða
flutt eftir Mozart, en aðeins ein
sinfónía. Mendelssohn nýtur hins
vegar þeirrar óvæntu hylli, að
tvær af sinfóníum hans hafa
verið teknar á efnisskrána, önn-
ur þeirra mjög sjaldheyrð. Það
sem hér hefir verið nefnt — og
fleira hefði mátt tína til — virð
ist benda til þess, að tilviljun og
handahóf hafi ráðið of miklu
um val og röðun verkefna —
eða kannske að kokkarnir hafi
verið of margir? Hér er þórf
ákveðnari stefnu, og skal ég þó
fúslega játa — og veit af reynslu
— að hægra er um að tala en í
ftð komast. Ekki færri en tíu er-
in ein söngkona) koma fram á
fimmtudagstónleikunum í vetur,
og eru margir þeirra víðfrægir
og sumir áður að góðu kunnir
hér. Er ekki að efa, að þeir munu
ljá mörgum tónleikanna talsverð
an ljóma. En því verður naum-
ast neitað, að hlutur íslenzkra
listamanna er hér minni og ó-
veglegri en vera mætti og eíni
standa til. Hitt er tilhlökkunar-
efni, að kórar koma fram á
þrennum tónleikum (Filharmón-
íukórinn tvisvar og Pólýfónkór-
inn), og þá að því er virðist með
einsöngvurum af okkar eigin
liði.
Því miður fóru fyrstu tón-
leikar hljómsveitarinnar (bæði
fimmtudags- og sunnudagstón-
leikar) fram hjá mér vegna fjar-
veru úr bænum. En ég hlýddi
með mikilli ánægju á fimmtu-
dagstónleikana 13. þ.m. Að vísu
hefði mér fundizt betur við eiga,
að forleikur eftir Beethoven (eða
Mozart) hefði verið borinn fram
eftir Beethoven í stað þeirrar
ljúffengu lagfroðu, sem Rossini
hefir fram að færa í forleiknum
að óperunni Semiramide. En um
það skal ekki sakazt. Fiðlukon-
sertinn var unaðslegur á að
hlýða í meðferð snillingsins
Alfredo Campoli, og undrunar-
efni.hve næmur og mjúkum tök
um þessi þrekvaxni og kraftalegi
maður tók hið viðkvæma hljóð-
færi sitt. Fiðlukonsert Beethov-
ens kann stundum að hafa sýnzt
„stærra" verk, en sjaldan feg-
urra. Skylt er að geta þess, að
hljómsveitin lagði þar fyllilega
sinn skerf til.
„Tútti-sinfónían“ mætti hún
kallast, fjórða sinfónían eftir
tékkneska tónskáldið Bohuslav
Martinu. Fáar munu þær sinfón-
íur vera, þar sem allir hljóðfæra
leikarar hafa jafn mikið að gera
allan tímann. í þessum flutningi
sýndist þetta ljóður á verkinu.
Það orkaði á áheyrandann eins
og blásara- (og slagverks-) músik
með „obbligat“ strengjum. En
hér mun strengjafæð hljómsveit
arinnar um að kenna eins og
stundum áður. Strokhljóðfærin
höfðu einfaldlega ekki bolmagn
á við blásarana. Sanni næst mun
vera, að verkið sé athyglisverð
„stúdía“ í „instrúmentation“ (og
hljómsveitaspili) en ekki
mikið meira. Víst er um það, að
þegar allur gnýr sinfóníunnar
var um garð genginn, skaut hin-
um hljóðlátu laglínum Beethov-
ens aftur upp í huganum, og
þeirra vegna verða þessir ioit-
leikar eftirminnilegir.
Sinfóníuhljómsveitin á því
láni að fagna að hafa aftur íeng
ið Bohdan Wodiczko til starta
hér í vetur. Hann lyfti hljórn-
sveitinni í fyrra úr þeirri niður-
lægingu, sem hún var komin i
á tveimur-þremur síðustu árum,
og vonir standa til að honum
takist nú í vetur að magna hana
til enn stærri og meiri átaka.
Hann er mikill hæfileikamaður
með óvenjulega mikla og fjöl-
breytta starfsreynslu, og áhugi
hans, atorka, vinnuþrek og verk
vilji eru með fádæmum. Ég á
ekki aðra ósk betri hljómsveit-
inni til handan nú í byrjun starfs
árs en að henni megi nýtast sem
bezt ágætir kostir stjórnanda
síns.
Jón Þórarinsson.
— Sambandsslit
Framhald af bls. 12.
isráðherra, frá því, að það væri
álit sijórnar sinnar, að stöðva
ætti eins og á stæði allar ein-
hliða aðgerðir fslands til þess
að fella sambandslagasamn-
inginn úr gildi. Ríkisstjórnin
bar fram skrifleg andmæli af
sinni hálfu gegn þessum skila-
boðum, en 20. ágúst 1942 af-
henti sendifulltrúi Bandaríkj-
anna forsætisráðherra ný skrif-
leg skilaboð, sem lauk með svo-
felldum orðum:
„Samkvæmt framansögðu
endurtekur stjórn Bandaríkj-
anna þá ábendingu, að sam-
bandsslitamálin beri að fresta
til hentugri tíma. ekki aðeins í
þágu Bandaríkjanna og íslands,
heldur og alls heimsskipulagsins
og skilnings milli þjóðanna yfir-
leitt“.“.
Stefán Jóhann segir, að þrátt
fyrir þessar yfirlýsingar Breta
og Bandaríkjamanna hafi for-
sætisráðherra Ólafur Thors lýst
því yfir á alþingi, að Sjálf-
stæðisflokkurinn stefndi að því
að lýðveldi yrði stofanað 1943,
en samt hefði ríkisstjórnin
skipað sendiherra sínum í
Washington að kynna sér nánar
afstöðu Bandaríkjastjórnar, en
hún endurtók fyrri óskir sínar
með bréfi til forsætisráðherra
14. október 1942:
„Með skírskotun til hinnar
munnlegu orðsendingar, sem
þér hágöfugi herra, fenguð 27.
september 1942 með ameríska
sendifulltrúanum, sem þá
gegndi störfum hér, leyfi ég
mér að staðfesta það, að stjórn
Bandaríkja Norður-Ameríku
myndi alls ekki vera mótfallin
þeirri uppástungu, sem þér
hágöfugi herra, eruð nú að at-
huga, sem sé þeirri, að ályktun
verði samþykkt af hinu ný-
kjörna alþingi, þegar það kem-
ur saman, þar sem lýst sé yfir
því, að ísland verði gert að
lýðveldi 1944“.
Síðan segir Stefón Jóhann
— Baltica
Framhald af bls. 11
ég kynnist er yndislegt".
Páll Pampichler Pálsson,
tónskáld, hljómsveitarstjóri
og söngstíóri. — „Það kom
mér mjög á óvart hvað bæði
þjónustufólk og áhöfn er
starfi sínu vel vaxin. Aðbúnað
ur er góður og maturinn prýði
legur og mér virðist flestir á
nægðir. Það er ákaflega
skemmtilegt um borð og
á sundlaugin sinn þátt í þvL
Leikir og skemmtiatriði eru í
ríkum mæli og gleðskapur
mikill, en þó í hófi“.
Þetta er sem sagt álit og
Sundlaugin: Óvenju fáir þessa stundina. Þó má geta þess, að
það er Svala Nielsen, óperu sóngkona, sem situr lengzt tii
hægri á mynuinni.
skoðun flestra farþeganna. —
Auðvitað eru nokkrir óánægð
ir og það hlytur alltaf að vera
þegar 430 íarþegar eru sam-
ankomnir í sKipi, sem er þó
nær 9 þúsund smálestir að
stærð. Þessi hópur er eins og
stórt þorp á íslandi og engan
skyldi furða þótt ýmislegt
komi upp. en það er greini-
legt, að hvorki þarf lögreglu
né annað eftirlit til að fylgjast
með hinu daglega lífi, því all-
ir virðast vera samstilltir um
að ferðin verði sem ánægju-
legust.
Eini farþeginn um borð,
sem lítinn sem engan frið hef
ur, er íslenzki læknirinn, Sig
urður Þ. C-uðmundsson. Hann
er líka óþreytandi að lækna,
gefa lyf og holl róð, þótt eng-
inn hafi raunar fengið alvar-
legan sjúkdóm, utan Henry
Hansen eins og áður er getið.
Þetta er nóg í bili. Sendi
meira frá Grikklandi. Allir
senda kærar kveðjur til vina
og vandamanna heima.
— Ragnar.
að Ólafur Thors hafi horfið frá
yfirlýsingu sinni. Segir hann
að holl ráð Breta og Banda-
ríkjamanna hafi þar\iig ótt
sinn þátt í því að hindra það
að íslenzkir stjórnmálamenn
leggðu út á vafasamar brautir
til þess að hraða skilnaði ís-
lands og Danmerkur.
Stefán Jóhann Stefánsson
segist hafa hugsað mikið um
það meðan skilnaðarmálið stóð
hæst, hvernig koma mætti á
umræðum um málið milli Dana
og íslendinga. Hann segist hafa
komið að máli við sænskan
vin sinn, Otto Johansson, sendi-
herra Svía hér og leitað hóf-
anna um það, hvort ekki væri
unnt að koma á fundi þessara
aðila í Svíþjóð.
Hinn 18. marz 1943 hefði
sænski sendiherrann skýrt
sænsku stjórninni frá því að for
maður Alþýðuflokksins hefði
óskað eftir þessum fundi
en í bréfi dagsettu 26.
marz frá sænska utanríkis-
ráðuneytinu hefðu Svíar sagt,
að þeir hefðu ekki áhuga á að
eiga frumkvæði að slíkum
fundi. Þess væri þó óskað, að
dönsku stjórninni væri í alger-
um trúnaði skýrt frá þessari
ósk.
Síðan segir Stefán Jóhann:
„í bréfi 29. marz sama ár
skýrði sendiherra Svía í Kaup-
mannahöfn forstjóra stjórn-
máladeildar sænska utanríkis-
ráðuneytisins frá því, að þeg-
ar danska utanríkisróðherran-
um, Erik Scavenius, hafi verið
tilkynnt þessi íslenzku tilmæli,
hefði hann sagt, að hann skildi
þetta þannig, að af íslands
hálfu væri verið að reyna að
fá Dani, eins og aðstæður
væru, til þess að ganga inn á
skilnaðinn, en ekki væri unnt
að fá yfirlýsingu þeirra um
það. Scavenius taldi það ekki
æskilegt, að fulltrúar frá Dan-
mörku og íslandi, báðum her-
setnum af stórveldum, sem
ættu í stríði hvort við annað,
kæmu saman á fund til þess að
ræða stjórnmál.
Með bréfi 2. apríl 1943 bað
forstjóri stjórnmáladeildarinn-
ar sendiráðið í London að
koma áleiðs eftirfandi svari
sænska utanríkisráðuneytisins
til sænska sendiherranns í
Reykjavík, sem hann tilkynnti
síðan hlutaðeigandi:
„Eftir upplýsingum þeim,
sem fyrir hendi eru, skortir
skilyrði til þess að koma á um-
beðnum dansk-íslenzkum fundi
í Stokkhólmi. Hér eru engar
óskir um að taka frumkvæðið
í málinu.“ “
„Þannig lauk þessari til-
raun“, segir Stefán Jóhann, „og
neita ég því ekki, að mér þétti
það miður, að hún skyldi mis-
takast".
rra lyoveiaissioinunmm a Þingvouum 1944.