Morgunblaðið - 18.10.1966, Side 31

Morgunblaðið - 18.10.1966, Side 31
Þriðjudagur 18. okt. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 Árhus fór ósigrai - fyrsta (Sanska liðið í mörg ár Isl. „tilraunalandsliðið46 grált leilcið i síðasta leiknum í gær Danir sigruðu 26 - 20 Dönsku handknattleiksmennirn Ir frá Árhus KFUM halda héðan heim í dag eftir þriggja leikja heimsókn — og fara fyrstir danskra liða — að minnsta kosti um margra ára skeið — ósigrað- ir. Þeir hafa að vísu sýnt ágætan leik — ekki sízt í síðari hálfleik leiksins í gær, en leikur peirra hefur aldrei náð að vera svo glæsilegur eða framkvæmdur af þeirri snilld að ísl. handknatt- leiksmenn hefðu ekki vel við ráðið, hefði æfing verið að baki. Þetta er ekki afsökun, heldur skýring. Ekkert ísl. handknatt- leikslið hefur hafið inniæfingar af alvöru, hvað þá keppni. Reykjavíkurmótið hefst eftir miðjan mánuð — og oft hafa ísl. lið mætt í það æfingalaus og 1. deildarkeppnin hefst ekki fyrr en í desember. Danska liðið hef ur hins vegar æft undir 1. deildar keppnina þar og leikið 4 leiki í henni og þar á meðal tapað fyr- ir núverandi dönsku meisturum með 23-16. En segja verður það með sanni að ekki komu ísl. handknattleiks menn frá þessari fyrstu reynslu í vetur með neinni sæmd. Hverki íslandsmeistaralið FH eða SV- landsúrvalið gátu sýnt hinu danska liði, sem nú er á fallauda fæti í dönskum handknattleik, og mætti þó ekki hér með íulit lið þá keppni sem verðug getur talist. Og veilan er ekki aðeins æfingaleysi að kenna heldur og skorti og taktik. Við skulum fyrst ræða um leikinn í gær — leik reynsiu- landsliðs. ' Fyrstu mín. tóku íslendingar leikinn í sínar hendur, léku hratt skemmtilega og tilbreytingaríkt svo að Danir fengu ekki vörn- um við komið. Staðan komst í 6-2 og síðar 7-3 fyrir ísl. liðið. Smám saman fundu Danir lag ið. Þeir héldu jöfnu eða næstum því næsta stundarfjórðunginn — eða til hlés. í síðari hálfleik hafði ísl. liðið ekkert að segja móti Dönunum. Danirnir gerðu að engu allar tilraunir Gunnlaugs, Ingólfs, Birgis og Geirs, þá er þeir höfðu „lært“ hringekju leiks þeirra. Það var annað og meira sem bil aði heldur en úthaldið eitt. Það er annað og meira sem þarf að bæta en aðeins úthaldið. Vörn ísl. liðsins brást gersam- lega er á leið. Hún opnaðist næst um að vild Dananna er á leið og verst var þó ástandið í upp- hafi síðari hálfleiks er Kaae skoraði 7 mörk í röð. Góður er hann eji yfirburðamaður enginn. Enda var hann sjálfur stundum Framhald á bls. 25 Sprettur í síðari hálf leik tryggði sigurinn Danirnir unnu íslandsmeistairana vörður svo forskot sitt 25-19 í rólegheitum. DÖNSKU handknattlelksmenn irnir frá Árhus KFUM léku fyrsta leik sinn hér á laugardags kvöld frammi fyrir 250 áhorfend um. Mótherjarnir voru Ármenn- ingar sem styrktu lið sitt með Karli Jóhannssyni KR. Úrslit urðu að Danir unnu með 29-25. Þrír leikmenn danska Iiðsins, Kl.ius Kaae, Jörgen Vodsgaard og Ivan Christiansen skoruðu 27 af mörkum liðs síns, Kaae 14 (5 úr víti), Vodsgaard 8 og Christ- iansen 5. Allir eru þeir lands- liðsmenn síns lands og báru af í leikjum liðsins hér að þessu sinni. Leikurinn á laugardagskvöld var vægast sagt lélegur. Hvorugt liðanna sýndi tilþrif, en sýnilegt var að Danirnir lögðu á það meg ináherslu að sigra — hvað sem öðru leið. Og það sjónarmið ættu ísl. lið að taka upp í rikara mæli en gert er í — á löglegan hátt að sjálfsögðu. Mörk íslendinga skoruðu Karl Jóhannsson sem lék sem gestur með Ármanni 12, Hreinn og Grim ur 4 hvor, Árni 3 og Hans 2. í hléi var staðan 14-13 fyrir Dani en lengst af höfðu Ármenn ingar haft forystu í mörkum. En um miðbik síð. hálfleiks — töku þeir sprett“ eins og þeir gerðu reyndar í öllum leikjunum — og Á móti íslandsmeisturunum byrjaði betur hjá Dönum. Þeir skoruðu 3 fyrstu mörkin og iiéldu forystu allan fyrri hálfleik utan það að FH jafnaði 8-8 á 16. mín. 10-10 á 20 mín og 13-13 var stað an í leikhléi. í upphafi síð. hálfleiks tóku Danirnir „sinn sprett“ komust yfir og sköpuðu sér er um 10 mín voru eftir 4 marka forskot. Það forskot vörðu þeir vel og unnu örugglega. FH liðið sýndi í heild lélegan leik, slæm markvarzla en þó var Kristófer betri, mjög götótt vórn og sóknarleikurinn uppbyggður af fáum mönnum sem auðvelt var að gæta, þar sem tilbreyting var lítil sem engin. Engin kraftveiði af rjúpu ens BLAÐIÐ hafði í gær samband við Gunnar bónda Guðmundsson í Fornahvammi og spurði hann hvernig rjúpnaveiðin hefði geng ið fyrstu dagana, sem hún er heimil. Hann sagði að ekki hefði sézt mikil rjúpa og engin kraftveiði væri enn sem komið er. Afrakst ur rjúpnaskyttanna er nokkuð misjafn, en þeir, sem kunnugir eru og nokkuð vanir, hafa feng ið 30—50 stk. á dag. Veiðin hefir verið mest í Tröllakirkju og Snjófjöllum. Norðmenn þeir, sem ætla að stunda hér rjúpnaveiðar í einá viku, er unú komnir og munu byrja í dag að veiða frá Forna- hvammi. Fyrsta veiðidaginn, 15. okt., PRÓFESSOR Áke Angren frá Uppsölum flytur fyrirlestur á vegum Guðfræðideildar Háskól- ans í dag kl .10,15 í 5. kennslu- stofu. Umræðuefni: Nýjustu um ræður um tilgang og eðli guðs- þjónustunnar. Allir velkomnir. — Brezhnev Framh. af bls. 1 stöðu, sem hindraði aðstoð við Vietnam. Þá sagði Brezhnev, að John- son Bandaríkjaforseti blekkti sjálfan sig á merkilegan hátt ef hann héldi að sambúð Bandaríkj anna við Sovétríkin og önnur sósíalísk lönd mundi breytast til batnaðar að óbreyttu ástandi í Vietnam. Toppfundur í Moskvu. Ljóst er, að fyrir dyrum stend ur meiri háttar fundur leiðtoga þeirra kommúnistaríkja, sem fylgja Sovétrikjunum í deilu þeirra og Kínverja. í fyrstu var það hald manna, að til fundar þessa myndu aðeins koma leið- togar kommúnistaflokka A- Evrópu, en í dag tóku málin aðra stefnu, áður en sjálfur fundur- inn er hafinn. Þá komu til Moskvu m. a. Osvaldo Dortieos, forseti Kúbu og Raoul Castro, varnarmálaráðherra og bróðir Fidel Castro. Ennfremur eru komnir fulltrúar Mongólíu að því er óstaðfestar fregnir herma. Af öðrum leiðtogum, sem taka þátt í fundinum, má nefna Walt er Ulbricht, forseta A-Þýzka- lands, Janos Kadar, forseta Ung verjalands, Antonin Novotny, forseta Tékkóslóvakíu, og leið- toga rúmenskra kommúnista, þá Nicolae Ceausescu og Ion Maur- er. Að því er góðar heimildir í röðum kommúnista herma, mun dagskrá fundarins í Moskvu verða eitthvað á þessa leið: Mánudagur — Leiðtogar Búlga ríu, Tékkóslóvakíu, A-Þýzka- lands, Ungverjalands, Póllands, Sovétríkjanna, Rúmeníu, Kúbu, og Mongólíu hittast í Kreml. Þriðjudagur — Umræður, sem einkum snúast um Kína og sam- búðina við leíðtoga Kínverja. Miðvikudagur — Heimsókn til borgarinnar Novosibirsk í Síber íu, en þar eru miklar vísinda- rannsóknir í gangi með mikilli leynd. Fimmtudagur — Heimsókn til Baikonur, helztu geimferðar- stöðvar Sovétríkjanna i Mið- Asíu, 2090 km. SA af Moskvu. Þar segja góðar heimildir að Sovétmenn muni sýna gestunum geimskot, líklega mannað. Sum- ir telja þó, að aðeins verði skot- ið á loft gerfitungli. Pravda, aðalmálgagn Sovét- stjórnarinnar, veittist að stefnu og hugmyndafræði Pekingstjórn arinnar í mörgum greinum í dag og eru kínverskir leiðtogar þar harðlega ásaka'ðir fyrir að hafa snúizt gegn öllum sósíalista . ríkjum og stofnað sósíalismanum I í voða með íramferði sínu. hafði ein rjúpnaskytta 18 rjúpur austur á Hellisheiði. — Asluför Framh. af bls. 1 í för með Johnson er kona I hans. Humphrey, varaforseti, Dean Rusk, utanríkisráðherra, McNamara, varnarmálaráðherra og fleiri ráðherrar voru mættir á flugvellinum til þess að kveðja Johnson. Virtist forsetinn í bezta | skapi er hann kvaddi þá, svo og ! sendimenn erlendra ríkja á ' Dulles-flugvelli skammt frá Washington, en þangað kom forsetinn með þyrlu beint frá Hvíta húsinu. Þrátt fyrir að kalt væri í veðri bar forsetinn enga yfirhöfn. Fréttamenn segja, að hann hafi aldrei virzt jafn róleg- ur og hvíldur, og það þrátt fyrir mikið starf síðustu daga. John- son sagði á flugvellinum að Bandaríkin og bandamenn þeirra myndu gera sitt bezta til að koma á friði með sæmd í Viet- nam svo skjótt sem auðið væri. f ræðu, sem forsetinn flutti síðan eftir komuna til Honolulu í kvöld, hvatti hann Kína til þess að taka upp betri sambúðarhætti gagnvart Bandaríkjunum, en hann bætti við, að Bandaríkin myndu hinsvegar aldrei láta af hendi frelsi sitt né bandamanna sinna til þess að friðþægja Kína. Forsetinn flutti ræðu þessa í háskólanum í Honolulu. Hann sagði, að tekið væri að gæta nýs samsstarfsanda í Asíu sem mið- aði að því, að vinna að friði og efnahagslegri framvindu. „En við okkur blasa mörg og mikil vandamál", bætti hann við. „í Asíu finnast einnig aðrir straum- ar, en þeir eru ekki í samræmi við hinn nýja anda og þeir ein- angrast æ meira. Leiðtogar Asíu og þjóðir líta lengra en til þjóð- ernisstefnunnar. Fyrr eða síðar mun hin nýja stefna breiðast út til hinna lokuðu þjóðfélaga í hir um kommúnistísku hlutum Asíu. Fyrr eða síðar mun raunsæis- andi kínversku þjóðarinnar vinna bug á bókstafstrúnni. Að því, er til okkar tekur, munum við gera allt í okkar valdi til þess að flýta fyrir þessu. Við munum halda lífi í voninni um frjálsari skipti hugmynda og manna milli Kína og Bandaríkj- anna“, sagði forsetinn. Árdegis á morgun, þriðjudag, heldur forsetinn til Nýja-Sjá- lands, en hann mun einnig heimsækja Ástralíu, Filippseyj- ar, Thailand, Malasíu og S- Kóreu. Allt er hinsvegar enn á huldu um hvort forsetinn heim- sækir S-Vietnam. í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hafa yfirvöldum borizt nafnlaus- ar hótanir um að forsetinn verði myrtur. Áströlsk blöð hafa feng- ið upphringingar frá nafnlaus- uin aðilum. Einn slíkur lýsti yfir. „Ég er nýkominn af keng- úruveiðum og hef kíki á rifflin- um. Ég ætla að beita honum á Johnson“. Annar aðili, nafn- laus, kvaðst ætla að skjóta John- son vegna þess að sonur sinn hefði fallið í Vietanm. Keith Holyoake, forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, sagði í.dag, að hann hefði fengið skýrslu um að lífi hans væri ógnað, en hins- vegar kvaðst hann ekki taka þetta alvarlega. Mikill fjöldi öryggislögreglu- manna mun gæta hvers fótmáls Johnsons í þeim sex löndum, sem hann heimsækir. Að auki eru í fylgd með Johnson banda- rískir leyniþjónustumenn undir stjórn Rufus Youngblood. Það var Youngblood, sem kastaði sér yfir Johnson og skýldi hon- um með líkama sínum er skotin dundu á bíl Kennedy forseta í Dallas.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.