Morgunblaðið - 18.10.1966, Síða 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á Varðarfundintim í gær:
Ríkisstjúrnin dskar samstarfs við
allar stéttir um verðstöðvun
seinni heimsstyrjöldinni og fyrst
eftir hana lifum við blómatíma,
en svo hallaði aftur undan fæti.
1953 kom varnarliðsvinnan á ný,
en hafði þó verulega þýðingu
aðeins skamma stund. Þetta er
Framhald á bls. 23
-helzt um eins árs skeið
Aukin veiðiheimild iorsendn Innsnnr n vnndn-
mnlum tognrn, minni bntn og irystihúsn
í lok ítarlegrar ræðu á fjölmennum fundi Landsmálafél-
agsins Varðar í gærkvöldi sagði Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra: „Við þurfum að kunna fótum okkar forráð.
Tími hinnar öru framsóknar kann að vera liðinn í bili. Við
skulum fara varlega og stöðva tekjuaukningu til handa
hverjum og einum. í þeirri vitund óskar ríkisstjórnin eftir
því við allar stéttir, að þær fallist á verðstöðvun, helzt
um eins árs skeið, frá 1. ág. sl. til 1. ág. næsta ár. Ríkissjóð-
ur er þess megnugur að greiða niður þær verðhækkanir sem
orðið hafa síðan 1. ág. sl. En þetta krefst þess, að hver
og einn segi, ekki við sinn nágranna, þú skalt verða við
þessum óskum, heldur við sjálfan sig: Það er mér fyrir
beztu, að ég fallist á þessar óskir, að ég kunni hóf mínum
kröfum þennan tíma. Og það er þjóðinni fyrir beztu og
henni til farsældar“.
Forsætisráðherra hóf mál sitt
á því að segja, að ekki væri orð
um aukið, að eftir að íslending-
ar hefðu búið í landinu í 1000 ár
hefðu lífskjörin verið lakari en
á fyrstu öldum fslands byggðar.
Auðvitað hafa skiptzt á skin og
skúrir á þessum öldum en lær-
dómsríkt er, að einn hezti fræði
maður íslendinga, sem fjallað hef
ur um fjölda þjóðarinnar áður
fyrr, telur, að jafnan þegar fólks
fjöldinn var orðinn um 50 þús-
und, hafi eitthvað gerst, svo að
fólkinu hætti að fjölga og fækk-
aði jafnvel. Landið hefur ekki
borið meiri fólksa-ukningu. Við
vitum öll, að íslendingar hafa
lifað löng og erfið ár og landið
sjálft var lakara eftir þessi 1000
ár en í upphafL
En á þeim 90 árum, sem síð-
an eru liðin hefst endurreison
sem fór hægt i fyrstu. Það er
rétt, að okkar elstu félagar geta
sagt, að þeir hafi þekkt 1000 ára
baráttu íslenzku þjóðarinnar, því
að þeir þjuggu í æsku við þau
lífskjör sem þjóðin fyrr á öld-
um bjó við.
Tækniþróunin hefst skömmu
fyrir aldamótin og á þeim tíma
Verulegar umbætur á
lánamálum námsmanna
Nýtt stjórnarfrumvarp:
Styrkir til framhaldsnáms oð loknu
háskólanámi. Námslán til stúdenta
á fyrsta ári v/ð Háskóla íslands
L gær var lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um náms-
lán og námsstyrki, sem gerir
ráð fyrir verulegum endur-
bótum á því fyrirkomulagi,
sem nú ríkir í þeim efnum.
Aðalatriði frumvarpsins eru:
deildaskipting sú sem í gildi
er milli lánadeildar náms-
manna erlendis og lánadeild-
ar stúdenta við Háskóla ís-
lands er felld niður. Fram
skal fara alhliða könnun á
námskostnaði íslenzkra náms
manna heima og erlendis.
Vextir af námslánum verða
framvegis 5% á ári, en afborg
anir hefjist fyrst að liðnum
5 árum frá námslokum. Hafa
skal hliðsjón af efnahag náms
manna við ákvörðun náms-
lána. Teknir verða upp styrk
ir til framhaldsnáms að loknu
háskólaprófi. Stúdentar við
Háskóla íslands fá námslán
þegar á fyrsta námsári, en
Framhald á bls. S
Bjarni Benediktsson
sem síðan er liðinn verða tvenn
ar stórbreytingar í lífskjörum
þjóðarinnar. í fyrra skiptið með
heimsstyrjöldinni fyrrL með
þeirri tekjuaukningu, sem hún
hafði í för með sér. Síðan kom
illlur afturkippur á árunum 1930
—1940, þegar þúsundir gengu at
vinnulausar. Á því var ráðin
bót með varnarliðsvinnunni í
Drengnr
fyrir bíl
ÞAÐ slys varð sl. Iaugardag á
Grenimel að sex ára drengur,
Gunnar Karl Guðmundsson
Grenimel 30, varð fyrir bifreið.
Bifreiðinni var ekið vestur
götuna, í þann mund sem dreng
urinn kom hlaupandi út á hana
mili tveggja bifreiða, sem stóðu
við gangstéttina. Drengurinn
lenti fyrir vinstra framhorni bif-
reiðarinnar, og kastaðist í göt-
una. Hann var fluttur í Slysa-
varðstofuna með áverka á höfði
sem ekki var þó talinn alvarlegs
eðlis.
Skemmdarverk
r
á skóla
í fyrrinótt voru unnin skemmd
arverk á Laugarlækjaskóla. Þar
voru tvær stórar rúður með tvö
földu gleri brotnar í sitt hvoru
skólahúsinu, sem þar standa. Þá
var einnig troðið í hvert einast.a
skrárgat á öllum útidyrahurðum
skólans. Eru þeir sem einhverjar
upplýsingar gætu gefið um at-
burð þennan beðnir að hafa
samband við rannsóknarlögregl-
una.
Alvarlegt slys
á Suðurlandsbraut
MJÖG alvarlegt slys varð á
gatnamótum Grensásvegar og
Suðurlandsbrautar um kl. 18 í
gær. Þar varð niu ára drengur
fyrir bifreið með þeim afleið-
ingum að hann hlaut mikið höfuð
högg, og var hann fluttur með-
vitundarlaus í Landakot.
Slysið var rétt austan við
i gatnamótin á Suðurlandsbraut-
inni. Þar beið barnahópur cftir
því að fara yfir götuna, er dreng
urinn tók sig skyndilega út úr
hópnum, og hljóp út á götuna.
Þar lenti hann fyrir bifrcið, með
þeim afleiðingum að hann skall
í götuna. Hlaut hann mjög alvar
■ leg höfuðmeiðsli, s«lm fyrr segir.
Maöur handtekinn fyrir
að tæla stúlkubarn
Hefur vióurkennt brot sitt
MAÐURINN, sem gerzt hefur
sekur um að tæla litlar telpur
upp í bifreið sína, aka þeim út
fyrir borgina og leita þar á þær
náðist sl. laugardag. Viðurkenndi
hann brot sitt við yfirheyrzlur
hjá rannsóknarlögreglunni
skömmu síðar, og kom í ljós að
hann hafði í fleiri skipti reynt
að fá litlar telpur upp í bifreið
sína.
Maðurinn náðist fyrir tilstilli
ungs lögreglumanns umferða-
deildar götulögreglunnar, þekkti
hann af bifreið sem hann ók,
og telpurnar höfðu gefið lýsingu
á. Maðurinn sem er rúmlega
tvítugur að aldri hefur aldrei
unnið neitt líkamlegt tjón á stúlk
unura, heldur þuklað á þeim.
Rannsóknarlögreglan leitar en
mannsins, sem reyndi að svívirða
litla telpu í Laugardal sl. fimmtu
dag, og vinnur hún nú úr ýms-
um upplýsingum, iera borizt hafa
um menn, sem lýsingin, er litla
telpan gaf gæti átt við.