Morgunblaðið - 29.10.1966, Síða 2
4
2
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 29. okt. 1966
Þjónustukezmun
— á vegum neytendasamtakanna
Á FUNDI með blaðamönnum í
gær skýrði Sveinn Ásgeirsson,
formaður Neytendasamtakanna
frá því, að Neytendasamtökin
hyggjast hefja víðtæka könnun
á heimilistækjum, verði þeirra,
gæðum, þjónustu veittri af selj-
anda o.s.frv. Þetta er fyrsta könn
un íslenzku neytendasamtakanna
* sem kallast getur þjónustukönn-
un, en kannanir sem þessar eru
gerðar árlega í Bandaríkjunum
og fleiri löndum og þykja mjög
nauðsynlegar til að efla þjón-
ustu fyrirtækja, og tryggja um
leið, að kaupandi viti að hverju
hann gangi í hvert sinn. 1 þetta
sinn verða eyðublöð með spurn-
ingum send út til 5-6000 manna
úr öllum stéttum, og þá spurt
um eftirfarandi heimilistæki;
sjálfvirkar þvottavélar, ísskápa,
ryksugur og sjónvarpstæki.
Eyðublöðin verða send út
Neytendablaðinu, sem fer
allra félagsmanna Neytendasam
takanna. Það blað kemur út 5.
nóv. n.k. Til þess tíma hafa allir
þeir, sem vilja taka þátt í þess-
arri könnun, tækifæri til að ger-
ast meðlimir í Neytendasamtök-
unum. Skrifstofa Neytendasam-
takanna Austurstræti 14 verður
opin í dag og á morgun til að
veita móttökum nýjum félags-
mönnum. Símar eru 19722 og
21666. Augljóst er, að þjónustu-
könnun þessi verður því aðeins
þýðingarmikill, að sem flestir
taki þátt í henni. Með því að
gera það, vinna neytendur að
eigin hagsmunum: að tryggja
betri þjónustu. Niðurstöður könn
unarinnar verða birtar í Neyt-
endablaðinu. Er mælzt til þess,
að neytendur útfylli blöð sín og
sendi þau Neytendasamtökun-
um innan einnar viku frá út-
til komu Neytendablaðsins.
í
Bygcyðaþing SUS
— á morgun
Á MORGUN efnir Samband
nngra Sjálfstæðismanna til
byggðaþinga á ísafirði, Akur-
eyri og Hafnarfirði. Þing þessi
eru haldin til þess að fjalla sér-
staklega um hagsmunamál þess-
ara byggðalaga.
Jóhann Hafstein, dómsmála-
ráðherra mun flytja ræðu í Hafn
arfirði, ásamt Matthíasi Á. Matth
iesen alþm. Ingólfur Jónsson,
landbúnaðarráðherra mun flytja
ræðu á ísafirði ásamt Sigurði
Bjarnasyni og Magnús Jónsson
fjármálaráðherra mun tala á Ak
ureyri ásamt þeim Gunnari
Gíslasyni og Jónasi Rafnar.
Á þinginu munu ungir menn
úr þessum byggðalögum flytja
framsöguræður um hagsmuna-
mál þessara landshluta og álykt
anir verða gerðar. Byggðaþing-
in hefjast kl. 1.30 á morgun og
er öllum heimill aðgangur yngri
sem eldri.
Söluhæstu börnin 1965 að fara í flugferðina.
Merkjasala Flug-
björgunarsveitarinnar
MERKJASALA Flugbjörgunar-
sveitanna verður • laugardaginn
2©. október 1966.
Undanfarin ár hafa Flugbjörg
unarsveitirnar hafa einn merkja
söludag, þar sem þær leita til
almennings til styrktar starfsemi
sinni. Nú eru liðin 16 ár frá
stofnun Flugbjörgunarsveitarinn
ar í Reykjavík, en síðan hafa ver
ið stofnaðar sveitir á Akureyri,
Hellu, Skógum og Vík. Á þessu
tímabili hafa sveitirnar verið að
byrgja sig upp af tækjum og
útbúnaði og þjálfa menn til þess
að geta gegnt björgunarstarfi á
sem fullkomnastan hátt.
Til þess að svona starfsemi
geti komið þjóðfélaginu að gagni
þarf mikið og óeigingjarnt starf
þeirra, sem að málum þessum
vinna, og skilning almennings,
þegar til hans er leitað um fjár-
hagslega aðstoð. Nú í vetur eru
ÚT um 80 manns hér í Reykjavík
og annar eins hópur á Akur-
eyri þjálfaðir í hjálp í viðlög-
um, klifurtækni, ferðatækni,
fallhlífarstökki o.fl. og eru þá
ótalin öll þau störf, sem unnin
eru við viðhald ökutækja og
talstöðva sveitanna.
Þegar við leitum nú til al-
almennings um aðstoð, er það
fyrst og fremst til þess að afla
fjár til endurnýjunar á tækjum
pg kaupa á nýjum. Það er ósk
okkar og von, að almenningur
skilji og meti starfsemi okkar
og telji hana nokkurt öryggi
fyrir sig.
Stjórnir F.B.S. skipa;
í Reykjavík: Sigurður M. Þor-
steinsson, formaður, Sigurður
Waage, vara-formaður, Stefán
Bjarnason, ritari, Magnús Þórar-
insson, gjaldkeri, ÁVni Edwins-
son, spjaldskrárritari, Haukur
Hallgrímsson, meðstj. og Guð-
mundur Magnússon, meðstjórn-
andi.
Á Akureyri: Gísli Lórenzson,
formaður, Sverrir Ragnarsson,
v. form., Gunnar Helgason, rit-
ari, og Ríkharður Þórólfsson,
gj aldkeri.
í Vík: Brandur Stefánsson,
formaður.
í Skógum: Þórhallur Friðriks-
son, formaður.
Á Hellu: Rudolf Stolzenwald,
formaður.
Merkin verða seld á eftirtöld-
um stöðum:
Hellu, Skógu, Vík, Reykjavík,
Akureyri, Akranesi, ísafirði, Sauð
árkróki, Húsavík, Egilsstöðum,
Seyðisfirði, Neskaupstað, Eski-
firði, Reyðarfirði, Hornafirði,
Vestmannaeyjum, Keflavik,
Hafnarfirði og Kópavogi.
Söluhæstu börnin fá ílugfar í
verðiaun.
Virðuleg útför Erlings Pálssonar
7 ÚTFÖR Erlings Pálssonar,
J fyrrv. yfirlögregluþjóns,
J var gerð í gær frá Fríkirkj-
J unni í Reykjavík og jarð-
\ sett í Fossvogskirkjugarði.
4 Séra Þorsteinn Björnsson
4 jarðsöng.
4 Athöfnin hófst með því að
l kista Erlings heitins var
/ flutt frá Bjargi við Sundlaug-
J arveg. Lögreglumenn báru
l kistuna út í líkvagn, sem síð
i an var ekið með fylgd lög-
regluþjóna á mótorhjólum að
lögreglustöðinni í Pósthús-
stræti, en ættingjar fylgdu á
eftir í bifreiðum. f Pósthús-
stræti var numið staðar, en
þar var fyrir lögreglusveit
skipuð 24 mönnum undir
4 stjórn Sigurðar Þorsteinsson-
t ar aðst. yfirlöregluþjóns, en
7 fánaberi var Guðmundur
\ Hermannsson aðst. yfirlög-
4 regluþjónn. Gekk lögreglu-
l sveitin á undan líkvagninum
/ að Fríkirkjunni.
l Sundmenn og forseti I.S.f.
4 báru kistuna í kirkju. Séra
k Þorsteinn Björnsson flutti
/ minningarræðu, en lögreglu-
7 kórinn söng undir stjórn Páls
4 Kr. Pálssonar. Lögreglumenn
4 stóðu heiðursvörð í kirkju,
ennfremur stóð heiðursvörð-
ur með fána íþróttasambands
íslands í kórdyrum. Úr kirkju
báru borgarstjóri, lögreglu-
stjóri og allir yfirlögreglu-
þjónarnir í Reykjavík.
Kirkjan var fullskipuð og
þar var mikill fjöldi lögreglu
þjóna bæði úr Reykjavík og
nágrenni, enda varalið lög-
reglunnar að störfum í borg-
inni á meðan. Lögregluþjón-
ar mynduðu heiðursvörð fyrir
utan kirkjuna er kistan var
borin í líkvagninn. Þá hélt
líkfylgdin suður í Fossvog
og fylgdi líkvagninum löng
lest bifreiða, en sveit lögreglu
manna fór fyrir á mótorhjól-
um.
í garð báru þrír flokkar
kistuna, fyrst varðstjórar lcg-
reglunnar í Reykjavík, þá
bræður og tengdasynir hins
látna og loks eldri lögreglu-
menn, sem störfuðu með Er-
lingi heitnum fyrir um 30 ár-
um siðasta spölinn. Útför þessi
var einkar virðuleg.
Sambandsráðið felldi
frumvarp Erhards
Bonn, 28. okt. NTB.
• Sambandsráð Vestur-Þýzka-
lands, — nokkurs konar efri
deild sambandsþingsins í Bonn,
þar sem sæti eiga fulltrúar allra
sambandsríkjanna — felldi í
morgun einróma fjárlagafrum-
varp stjórnar dr. Ludwigs Er-
hards. Hvatti ráðið stjórnina til
að semja nýtt fjárlagafrumvarp.
Sem frá hefur verið skýrt
varð ósamkomulag um það,
hvernig mæta ætti miklum halla
á fjárlagafrumvarpi þessu, til
þess að fjórir ráðherrar úr flokki
Frjálsra demókrata sögðu af sér.
Féllst Lúbke forseti á lausnar-
beiðni þeirra í morgun.
Ofangreind afstaða Sambands
ráðsins er ekki þess eðlis, að
Ludwig Erhard og stjórn hans
neyðist til að segja af sér og
hefur fjármálaráðherrann Kurt
Schtimecker sagt, að stjórnin
muni leggja fram aukafrumvarp
við fjárlagafrumvarpið.
Finnski kvennakór-
inn syntfur í kvöid
Góð veiði
GOTT veður var á síldarmið-
unum fyrra sólarhring og góð
veiði í Reyðarfjarðardýpi og
smávegis í Norðfjarðardýpi,
50—60 mílur undan landi.
Samtals til’kynntu 70 skip um
afla, alls 8.095 lestir:
Brenndist í bnði
f GÆR varð það slys á skóla-
setrinu að Laugarvatni, að ung-
ur menntaskólanemi þar brennd
ist illa er hann var í baði. Var
bruninn ofan til og framanvert
á líkama hans. Ekki reyndist í
gærkvöldi hægt að fá nánari
upplýsingar um atburð þennan,
en pilturinn var fluttur með
sjúkrabifreið til Reykjavíkur í
gærkvöldi.
EINS og skýrt var frá í Mbl.
í gær heldur Kvennakór alþýð-
unnar í Helsingfors hljómleika
í Austurbæjarbíó í dag kl. 19.
Kórinn kcraur hingað til lands
úr tveggja mánaða hljómleika-
för í Bandaríkjunum og Kanada,
þar sem hann hefur hlotið lof-
samlega dóma gagnrýnenda. Að
alstjórnandi kórsins tónskáldið
Ossi Elokas kemur ekki með
kórnum hingað sökum veikinda-
forfalla, en þess í stað stjórnar
kórnum í kvöld söngkonan Maja
Liisa Lehtinen.
í dóm tónlistargagnrýnanda
Huvudstadsbladet í Helsingfors
frá hljómleikum kórsins þar í
borg í marz sl. segir m.a.:
„Það var indælt að fá einu
sinni að hlýða á svo fjölmenn-
an kvennakór. Stjórnandinn,
hinn ágæti Ossi Elokas, hafði
hér um fimmtíu raddir að sjá
um, þeirra á meðal nokkrar alt-
raddir með málmljúfum hljóm-
blæ, sem fengu söngnum þann
grunn, sem oft vantar í slíkan
I samsöng. Mætti næstum láta sér
detta í hug, að þessar raddir séu
árangur af ósérplægnu starfi
stjórnandans, sem er eins og
kunnugt er, þekktur raddslípari.
í sópraninum hefði maður aftur
á móti kosið hlýrn blæ í hæstu
tónunum."
Miðasala á tónleikana hafa
staðið yfir hjá Lárusi Blöndal
í Vesturveri og á Skólavörðu-
stíg.