Morgunblaðið - 29.10.1966, Page 5

Morgunblaðið - 29.10.1966, Page 5
Laugardagur 29. okt. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 >> ÚR ÖLLUM ÁTTUM ÁTTRÆÐUR er í dag Sí- mon Símonarson vaktmaður Höfðaborg 50 í Reykjavík. Símon hefur starfað fyrir Reykjavíkurborg um 47 ára skeið, þar af fastur starfsmað ur í 25 ár og er enn í fullu fjöri þó að hann eigi 8 ára- tugi að baki. Mbl. ræddi stutt lega við Símon i tilefni dags- ins, og áttum við bágt með að trúa að jafnhressilegur og ern maður væri að verða átt ræður. Hann lítur alls ekki út fyrir að vera eldri en sjötug- ur. — Ég fæddist að Hábæ í Miðnesi í Rómhvalsneshreppi árið 1886 og voru foreldrar mínir hjónin Gróa Guðmunds dóttir ljósmóðir og Simon Símonarson sjómaður. For- eldrar minir fluttu skömmu seinna austur í Holt, en fað- ir minn hélt samt áfram að stunda sjóinn. Með honum réri maður sem Jón hét. Er ég var 10 ára gamall var ég lánaður honum um eins árs skeið til að gæta búpenings. >á var það að ég kom fyrst til Reykjavíkur. Ég sitjandi á reiðingstorfu. Hér var ég í 3 nætur og gisti í Hábæ í Grjótaþorpi, en það hús stend ur ennþá. Ég var síðan hjá áðurnefndum Jóni í eitt ár og það var enginn sælutími, enda tíðarandinn annar þá en nú. Næstu fimm árin var ég svo á flækingi og gegndi allskon- ar störfum, en var þó mest í vinnumennsku. Ég kom al- kominn til Reykjavíkur árið 1902 og þykist Reykvíkingur í húð og hár, þó að ég sé ekki fæddur hér. — Hvað starfaðir þú helzt á þeim árum? — Fyrsta árið réði ég mig hjá Hansa póst og fékk 25 krónur í árslaun. Póstferð- irnar á þeim tímum voru oft eríiðar sérstaklega á veturna þegar snjór lá á heiðum. Okk ar endastöð á Norðurlandi var á Stað í Hrútafirði. — Lentir þú aldrei í svaðil förum? — Nei, nei, ekkert sem heitið getur. Maður var auð- vitað oft blautur og kaldur er á áfangastað kom, en það köiluðust engar mannraunir. — Þú hefur ekki viljað halda póststarfinu áfram? —ei, ég var alveg búinn að fá nóg af því eftir árið. Ég réði mig næst í vinnu- mennsku hjá manni er Sig- urður Jónsson hét fyrir 50 kr. á ári. Hann sendi mig til sjós, en ég gat ekki fellt mig við sjómannslífið og yai sett- ur í land á Patreksfirði. Þar réri ég um sumarið á ára- bát og aflaði vel, en Sigurður þessi hirti allan aflann. Það var erfitt í þá daga að fá sér sjálfstæða vinnu og því ekki hægt að safna miklum auð. — Varstu lengi í vinnu- mennsku? — Nei, ég var svo heppinn að fá vinnu hjá Tompsen gamla, sem kúskur. „Já það er von að þú spyrjir segir Símon og hjær við. Við vorum þá vörubílstjór- ar þeirra tíma, þ.e.a.s. við keyrðum út vörum á hestvögn um, og á veturna var það aðallega brennívin og kol. Á sumrin lét Tompsen okkur oft aka fólki er veður var gott. Við keyrðum eftir Aust urstræti og Aðalstræti og sömu leið til baka og gjald- ið var ein króna fyrir mann- ínn. Það var oft gaman að þessu og áhuginn hjá fólk- inu var mikill, það stóð oft í löngum biðröðum. — Ókst þá þá ekki bifreið Tompsen? Jú, jú, maður lifandi. Það var nú ævintýri út af fyrir sig. Maður var bara hálfundr andi á þessum ósköpum í fyrstu. Ég er víst sá eini sem er lifandi af þeim sem óku með Tompsen. •— Varstu lengi hjá Tomp- sen? — Þegar vatnsveitan byrj- aði árið 1909 gerðist ég öku- maður hjá henni og ók vatni úr Gvendarbrunnum í bæinn. Ég var þar í þessu nokkurn tíma, en næstu 18 árin var ég svo í byggingarvinnu. — Þú hefur þá sjálfsagt unnið við að reisa margar merkar byggingar í borginni? — Já ég hef unnið við margar byggingar f Reykja- vik. T.d. Arnarhvol, símstöð- ina og Elliheimilið og í Elli- heimilinu lagði ég niður hverja einustu skóflu. Ég byggði líka hús fyrir sjálfan mig inn í Sogamýri. Það var árið 1930, en ég veiktist eft- ir nokkur ár og missti þá húsið. Lífsbaráttan var oft hörð í þá daga. — Jú, ég er tvíkvætur. Fyrri konu mína Sigríði Kristjánsdóttur frá Gullbera stöðum í Lundareykjadal missti ég árið 1947 eftir 38 ára hjónaband. Ég kvæntist núverandi konu minni Guð- mundínu Friðriksdóttur frá Látrum í Aðalvík nokkru síðar og hún og heimilið hafa verið sólskinið í lífi mínu. Börn hef ég engin eignast sjálfur, en ég hef alið upp ) 7 börn meira eða minna. Geri aðrir betur. Ein kjör- dóttir mín er gift í Ameríku og hún kom og heimsótti mig í fyrra eftir 20 ára útivist þessi elska. Það voru miklir hátíðisdayr. — Já, ég er ánægður með mitt líf. Það hafa auðvitað skipzt á skúrir og skin, en eins og þú getur sjálfur séð þá ber ég ellina létt. Það eru orð að sönnu og fullvíst að Elli kerling á fyr- ir höndum langa og erfiða baráttu við Símon. Þetta segj um við við hann um leið og við óskum honum til ham- ingju með daginn, Símon tekur í dag á móti gestum í félagsheimili Raf- veitunnar inn við Rafstöð frá kl. 13.00. ,Konan og heimilið hafa veriö mitt sólskin' Rabbað við Símon Símonarson vaktmann 80 ára Aldarfjórðungsafmœli Viðskiptadeildar H.f. YIÐSKIPTADEILD Háskóla ís- lands á 25 ára afmæli um þess- ar mundir. Á fundi fréttamanna og forseta Viðskiptadeildar Árna Vilhjálmssonar, prófessors, for- manns Hagfræð'ifélags íslands Bjarna Braga Jónssonar og Stein ars B. Björnssonar formanns Fé- lags viðskiptafræðinema, kom m.a. fram, að frumkvöðull að kennslu i viðskiptafræðum var Jónas Jónsson frá Hriflu. Var stofnaður Viðskiptaháskóli ís- lands 1938 og starfaði hann í þrjú ár. Hann var síðar sameinaður Háskóla íslands. Deildin hét í fyrstunni laga- og hagfræðideild, sem síðar var breytt í laga- og viðskiptadeild en síðan 1962 hefur deildin starf að ein og óháð og heitir nú við- skiptadeild. Deildin hefur ávallt notið góðra kennslukrafta. Þar hafa starfað dr. Gylfi Þ. Gísla- son, ólafur Björnsson, en þeir fluttust frá Viðskiptaháskólanum til viðskiptadeildarinnar og Ólaf ur hefur starfað við hana æ siðan. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað á tilhögun kennslu við deild ina eftir kröfum nútímans og var gerð gagnger breyting á kennslu háttum árið 1964 undir umsjón Árna Vilhjálmssonar prófessors. Prófgreinum er nú skipað í þrjá hluta, undirbúningspróf, fyrri og síðari hluta. Tveimur skyidu- greinum var bætt við og allmörg um kjörgreinum og sett voru tímatakmörk um setu í deildinni og er námstíminn 4—6 ár. Frá upphafi hafa útskrifast 197 kandi datar. Hjá hinu opinbera eða í hálfopinberum stofnunum starfa nú 87 kandidatar, í einkarekstri 75 og erlendis eru 7. Nú eru lögfest 3 prófessors- embætti við deildina, en Ái-ni Vilhjálmsson kvaðst búast við að hið fjórða verði lögfest i vetur. Hann gat þess einnig að 34 nem- ar hefðu innritazt að meðaltali í deildina á síðustu þremur ár- um. Þá skýrði Bjarni Bragi Jóns- son frá starfi Hagfræðiráðsins. Félagið var stofnað árið 1958 og sama ár gekk það í Banda- lag Háskólamanna. Félagsmenn eru um 200 talsins. Hagfræðifélagið og Félag við- skiptafræðinema munu minnast aldarfjórðugsafmælisins á laug- ardag og verður hún í tvennu lagi. Hátíðafundur verður sett- ur í Hátíðasal Háskólans kl. 2 síðdegis. Dagskrárliðir verða sem hér segir: Hátíðin sett, Júlíus Sæberg Ólafsson, formaður af- mælisnefndar. Ávarp, dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamáiaráð- herra. Erindi, „Frjálshyggja og skipulagshyggja. Andstæður í stjórn íslenzkra efnahagsmála", Jónas H. Haralz hagfræðingur. Erindi, „Þróun hugmynda um stjórnun og kennslu í viðskipta- fræðum“, Árni Vilhjálmsson, prófessor. Aðgangur er öllum heimill. Seinni hluti afmælishátiðarinn ar verður að Hótel Borg og hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. Dansað verður til kl. 2 eftir miðnætti. Kandidatar eru eindregið hvatt- ir til að mæta. Símon Símonarson 80 óra T résmíðavélar Trésmíðavélar óskast til kaups t.d. kombíneruð vél, pússvél, hjólsög o. fl. Tilboð, merkt: „Trésmíðavélar — 8483“ sendist afgr. Mbl. fyrir 3 nóv. nk. Sendibílastöð Kópavogs Sími 41846. — Opið frá kl. 7,30 t'.h. Geymið auglýsinguna. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu til Símonar Símonarsonar 80 ára, frá Laufey Guðjónsdóttur og fjölskyldu. Eljumaður, enn þú heldur velli ekki er vinnuhlé. Vel og lengi, verst þú gömlu Elli víst þó kvöldað sé. Vinnudaginn lifað hefur langan lítið oft þó fékkst, tíðum upp úr tíu stunda vinnu talið eftir flest. Brauði miðlað, ætíð gast þú öðrum aldrei gleymist það, smælingjunum varst þú vörn og styrkur, veittir sama stað, einatt þeim sem ekkert höfðu hæli hrausta réttir mund. Eitt er víst, að eiginkonan horfna átti sömu lund. Góðum vinum gleymast munt þú eigi, gull, er tryggðin þín. Verði kvöldið bjart og ljúft að iokum loks er ævin dvín. Hljóta munt þú heiðurskrans launum heims er likur dvöl, þar sem engin góðverk munu gleymast gilda ei fölsuð skjöl. Gefin var þér gæfa í veganesti, glöð og hress var lund. Til þín var ætíð gott og ljúft að leita léttir þrautarstund /nótgangsbörnum, mun því engin gleyma, margir þakkir tjá. Minningarnar létt og ljúft fram streyina liðnum árum frá. Gleðjumst nú, í góðra vina hópi, gamlan hittum vin. Bjarma slær á löngu liðna daga líkt og aftan skin. Nú skal þrýsta heiðursmannsins hendi. Hafðu ætíð þökk. Aldrei slíkum morgunroðamanni mætir nóttin dökk. Þ. S. Menningar- og friðar samtök íslenzkra kvenna halda fund í Austurbæjarbíói sunnudaginn 30. okt. kl. 2.00 e.h. FUNDAREFNI: Sænska skáldkonan Sara Lidman flytur erindi og sýnir kvikmynd frá Vietnam. Erindið verður túlkað. Allir veikomnir, meðan húsrúm leyfir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.