Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 1
4 48 síður (Tvö bSöð) og Lesbók („Leyniviiræiur" ( um handritin Berlingske Aftenavis birtir s 'j: greinarflokk um mdlið tm þð leyti sem blaðið var að fara í prentun í ga-r barst skeyti frá Rytgaard fréttarit- ara Mbl. í Kaupmannahöfn. Skýrir hann frá því að Kaupmannahafnarblaðið Ber- lingske Aftenavis birti í dag uppsláttargrein um það, sem blaðið nefnir „leynilegar dansk-islenzkar samníngaviðræður" í handrita málinu. Boðar blaðið fieiri greinar um málið í næstu viku, en eftir rétta viku verð ur málið tekið fyrir í hæsta- rétti Danmerkur. Berlingske Aftenavis segir að nýtt höfuðvitni sé komið fram í málinu, þ.e. Gylfi b. Gíslason, menntamálaráð- herra. Vitnar blaðið í grein, sem ráðherrann skrifaði árið 1961 í timarit Alþýðuflokks- insk Áfanga, sem nú sé hvergi fáaniegt á Islandi, og ekki hafi verið vitað um í Danmörku fyrr en nú. Þar sé að finna merkar upplýsingar um leyni legar viðræður Gylfa Þ. Gisla sonar við danska ráðherra, og um ýmsar viðræður varð- andi handritin, sem ekki hafi verið skýrt frá í Danmörku. Verður nánar skýrt frá þessu hér í biaðinu siðar. Sl. miðvikudagskvöld, kvöldið fyrir brottförina frá Moskvu komu nokkrir kinversku stúdent anna sem visað var úr landi að Rauða torginu með tvo mikla blómsveiga og ætluðu að leggjs á grafir Lenins og Stalins en fengu ekki og urðu að láta sér nægja að leggja sveigana við graf býsi þeirra, utandyra. Sveigarnir voru fjarlægðir skömmu síðar. Hanoi fagnar - sprengingu Kínverja NORÐMENN BANNA SllDVEBAR TIL BRÆÐSLU Tókíó, 29. okt. (AP). HO CHI MINH, forseti Norður- Vietnam, sendi i gærkvöldi leið- togum Kína heillaóskir vegna kjarnorkusprengjunnar, sem sprengd var á fimmtudag. Segir forsetinn að þetta afrek Kín- verja sé ríkur stuðningur við byltingu ibúanna í Vietnam. Einnig segir Ho að sprengingin verði til þess að auðvelda bar- áttuna fyrir friði í heiminum. Kemur þetta fram í símskeyt.i, «em Ho Chi Minh sendi Mao Tse-tung og öðrum leiðtogum kínverskra kommúnista, og var efni skeytisins útvarpað frá Hanoi í gærkvöldi. Ho segir að sú staðreynd að Kínverjar eigi nú kjarnorku- sprengjur og eldflaugar til að flytja þær á ákvörðunarstað sýni þróun vísinda og tækni í Kína á undanförnum árum. Einnig sé þetta ljós vottur um styrk kínverska hersins. „Þetta afrek Kínverja er mikið fram- lag til styrktar byltingu Viet- nambúa, og baráttu þáirra og alls heimsins gegn heimsvalda- sinnum“, segir forsetinn. Blöð í Hanoi birta í dag kveðjur forsetans, og benda á að sprengingin hafi styrkt bar- áttuþrek íbúanna í Vietnam. „Kína er víðáttan mikla að baki vígstöðvanna“, segir mál- gagn stjórnarinnar í Hanoi, „og afrek kínverskra vísindamanna er hvatning til ailra, sem berjast gegn árásarstefnu Bandaríkj- anna“. Bergen, 29. okt. (NTB) A sameiginlegvm fundi norskra útgerðarmanna og fuiltrúa fiskiðnaðarins í dag var samþykkt að banna frá klukkan 22 á laugardag 5. nóvember að veiða síld, mak- ríl, sandsíli, spærling og fleiri fisktegundir til bræðslu í Noregi. Er ástæðan fyrir bann inu lækkandi síldarverð og versnandi söluhorfur á sildar mjöli ©g lýsi. Undanþegnar banninu eru veiðar á ofangreindum fisk- tegundum til manneldis, fryst ingar, söltunar, reykingar, nið ursuðu og beitu, eða til loð- Johnson heitir Thailandi mjög stöðvum. dýra- ©g fiskfóðurs í uppeldis Verði ekki öðruvísi ákveðið nær veiðibannið út þetta ár, og tekur einnig til erlendra skipa, sem óska löndunar í norskum höfnum. A Mbl. sneri sér til Sveins Bene- diktssonar, formanns stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins og spurði hann hvort þessi ákvörð- un Norðmanna hefði áhrif á gang máia hér heima. Sveinn sagði: Við höfum ekki annað um þetta að segja en það, að mikill taprekstur hefur verið hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og öðrum síldarverksmiðjum í sumar. Enda þótt verðið hafi verið lækkað 1. október sl úr kr. 1.71 pr. kg. niður i 1.37 pr. kg„ og þetta lækkaða verð giit fyrir októbermánuð allt til loka mánaðarins minnkaði tapið ekki vegna áframhaldandi verðfalls. Nú er fyrir dyrum að ákveða nýtt hráefnisVerð og eru á því mikil vandkvæði, því til að mæta verðfailinu sem orðið hefur sið- an 1. október þyrfti, ef koma á í Framhald á bls. 2 {„Frá börnunum sem eftir eru í Aberfan" J aukinni hernaöaraðstoð Bangkok, 29. október, AP, NTB. JOHNSON Bandaríkjafor- *eti hefur lofað að auka hern aðaraðstoð Bandaríkjanna við Thailand um þriðjung frá því sem nú er, að því er forsætisráðherra Thailands, Thanom Kittikachorn, sagði á fundi með fréttamönnum ®ð loknum viðræðum sínum við Bandaríkjaforseta í morg un, að viðstöddum utanríkis- ráðherrum beggja landanna, Dean Rusk og Thanat Kom- an. Að því er forsætisráðherr- ann skýrði síðar frá, mun hernaðaraðstoð Bandaríkj- anna við Thailand nema um fiO milljónum dala að með- talinni aukningunni fyrir- heitnu. Efnahagsaðstoð Banda ríkjanna við Thailand er nú sögð nema um 43 milljónum dala. Kittikachorn forsætisráðherra sagði ennfremur að viðræður hans og Johnsons hefðu einkum snúizt um efiingu efnahags lands manna, ekki sizt til sveita, ör- ari þróun og þjóðféiagsumbæt- ur. Koman, utanríkisráðherra skýrði frá árangri stjórnar sinn- ar í baráttunni við kommúniste í norðausturhluta landsins og sagði að kommúnistar á þeim slóðum hefðu nú mun hægar um sig en fyrir nokkrum vikum og meira væri um liðhlaupa úr heriiði þeirra en áður. „Allt um það hafa kommúnistar engan veginn gefizt upp“ sagði Koman. Johnson forseti tók undir það og kvað skipta öllu máli að kommúnistar yrðu stöðvaðir þar sem þeir væru, S-Vietnam væri þeim aðeins áfangi á leiðinni að yfirráðum yfir allri Suðaustur- Asíu. Johnson lauk lofsorði á Framhald á bls. 2 Aberfan, 29. október, AP. EL.ÍSABET Bretadrottning og maður hennar, hertoginn af Edinborg, heimsóttu Aberfan í dag, að votta þorpsbúum samúð sína vegna slyssins mikla sem þar varð föstudag- inn í fyrri viku. Engin há- tíðahöld voru vegna komu drottningar, engir fánar uppi, skrúðgöngur eða önnur við- höfn, enda enn unnið að hjörgunarstörfum. Síðan gjallskriðan mikla rann á barnaskóla þorpsins og 17 nærliggjandi hús á föstudag í fyrri viku hefur verið unnið án afláts að björgunarstörfum og hafa fundizt 147 lík, flest af börn- um úr skólanum. Enn er saknað að minnsta kosti eins tugs manna og talið að er öll kurl komi til grafar muni hafa farizt í slysinu alls um 160 manns. Lítil von er sögð þess að nokkur finnist lengur lífs undir skriðunni, en þó er enn unnið að björgunarstörf- um. Drottning og hertoginn maður hennar óku þar fram- hjá sem menn voru að greftri við eitt húsanna, komu til kapellu þorpskirkjunnar er lík hinna látnu voru flutt tii og í kirkjugarð í Aberfan, þar sem grafin voru i gær í tvær fjöldagrafir fiest barn- anna, sem létu Jífið í gjall- skriðunni, 81 talsins. Lögðu þau síðan blómsveig á leiðin, sem fyrir voru þakin blómum 1 og var drottmng mjög hrærð. Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.