Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 17
Sunnuðagur 30. «M. 1999 MORGU N FLAÐIÐ 17 Undirbúningsframkvæmdir í Ártúnshöfða fyrir bækistöð og löndunarbryggju Sementsverksmiðj unnar. — (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson). REYKJAVÍKURBRÉF Bók Stefáns Jóhanns VISSULEGA er mikill fengur að i»ví, er stjórnmá lame nn skrifa minningar sínar, með því að Sþannig varðveitist margt það, sem ella mundi glatast. Þessi nauð- *yn er enn brýnni nú en áður var, því að bréfaskipti manna á nailli, þar sem fjallað er um hin margvíslegu vandamál, eru nú miklu fátíðari en áður, og sagn- ritarar framtíðarinnar hafa þar ekki þann efnivið, sem áður var. Auðvitað hljóta menn að líta •inn með hverjum hætti á bækur eins og þá, sem Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrum forsætisráð- herra, hefur sent frá sér, enda hefur Hermann Jónasson þegar eéð ástæðu til að andmæla því, •ð hann hafi haft meiri samúð með Þjóðverjum en aðrir ráð- herrar í þjóðstjórninni. Það verður þó ekki talið lýti & bók Stefáns Jóhamns, þótt þar sé að finna ýmislegt, sem ágrein- ingi hlýtur að valda. Hann lýsir BÍnum sjónarmiðum og sinni til- finningu gagnvart viðhorfum ann •rra, og lesandinn gerir sér fulla grein fyrir því. Aðrir setja svo fram sín sjónarmið, og loks verð- ur það verkefni hins hlut- lausa sagnritara, að brjóta málin til mergjar. Bók Stefáns Jóhanns Stefóns- íonar er mikill fengur, og þó mun síðara bindið vekja meiri i • thygli en hið fyrra. Höfundur L víkur að því víðar en á einum < etað, að hann'hafi lagt rækt við ræðumenn9ku. Var hann þó •ldrei tiltakanlega áheyrilegur ræðumaður. Hins vegar er bók hans fjörlega ritu'ð á fallegu og lipru máli. Hún er því öllum að- gengileg lesning. Viðskiptadeildin 25 ára Um þessar mundir er viðskipta deild Háskóla íslands 25 ára. Því er ekki að leyna að þau fræði, sem þar eru lærð, hafa stundum verið metin minna en annar lær- dómur, og sumir halda því jafn- vel fram, að lítið eða ekkert gagn •é að hagvísindum. Og jafnvel meðal forustumanna í stjórnmál- «m eru til menn, sem láta allt það, sem áunnizt hefur í þessum fræðum, sem vind um eyru þjóta. Meðal þeirra er formaður Fram ióknarflokksins, Eysteinn Jóns- •on, eins og glöggt kom fram í •jónvarpsviðtali vfð hann í gær- kvöldi (föstudag), þar sem hann •fneitaði flestum þeim ráðum, sem bæði hér og eriendis eru af hálfu hagfræðinga talin líkleg- ust til að hafa hemil á verð- bólgu, og vildi fara þveröfugt að. Þó er það svo, að í nútímaþjó'ð- félagi er útilokað annað en að hafa á að skipa fjölmennum hópi manna, sem kunna að brjóta til mergjar hin margslungnu vanda- mál efnahagslífsins, og benda á leiðir til úrbóta, er vandi steðjar •ð, en einkenni hinna frjálsu þjóð félaga er einmitt það, að stöðugt •r við að glíma ýmsan vanda og lausn eins vandamálsins skapar jafnvel ný vandamál. Samt hefur hagfræðin áorkað því, að unnt hefur verið að •neiða hjá meiri háttar vandræð- wm eins og áður gengu yfir heim- inn, þegar kreppa ríkti um víða veröld. Kommúnistar fóru ekki dult með það eftir heimsstyrjöldina, •ð þeir treystu því, að frjálst efnahagskerfi mundi ganga sér til húðar, því að kreppa mundi dynja yfir. En hagfræðingar og •tjórnmálamenn hafa fram á þennan dag beitt þeim tækjum, sem nægt hafa til að tryggja ör- yggi og vaxandi velmegun. ís- ienzkir viðskipta- og hagfræðing- •r hafa lagt sinn skerf af mörk- um til að tryggja heilbrigða efna- hagsþróun, sem landslýður allur nýtur góðs af. Þess vegna eru •törf þau, sem unnin eru í við- skiptadeild Háskóla íslands mikil vægari en menn oft gera sér grein fyrir. Falsanir Helga Bergs Störf hagvísindamanna hafa líka leitt til þess, að miklu gleggri upplýsingar liggja nú fyrir á hinum ýmsu sviðum þjóð- lífsins, sem hægt er að byggja á ákvarðanir um aðgerðir og fram- kvæmdir. Almenningur gerir sér líka ljósari grein fyrir því en áður, að nauðsynlegt er á hverju einstöku sviði að rannsaka fjár- hagsgrundvöll framkvæmda, en byggja þær ekki á sleggjudóm- um og málæði. Þó eru enn til stjórnmálamenn, sem láta sér sæma að byggja mál flutning sinn á staðlausum stöf- um og fölsuðum tölum. Kom þetta gleggst fram á Alþingi fyr- ir nokkrum dögum, þegar Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokks- ins reiknaði þáð út, að lagning 350 km þjóðvega með malbiki mundi spara þjóðinni 350—400 millj. kr. á ári. Þarna er um að ræða freklegustu talnafalsanir, sem um getur í langa tíð, því að ósannindin nema mörg hundruð prósentum. En enda þótt þessum forustu- manni Framsóknarflokksins hafi verið bent á það, hve fráleitar fullyrðingar hans eru, hefur hann ekki fengizt til að gera til baka staðhæfingar sínar. Þvert á móti hefur Tíminn gert þennan „vísdóm” að uppistöðu í ritstjórn argrein og ekkert dregið af. Ummæli framsókn- arþinomannsins Röksemdarfærsla Helga Bergs er á þessa leið: Vfð akstur á mal- bikuðum vegi sparast 1 króna á hvern ekinn km frá því, sem er við akstur á malarvegi. „Nú munu að staðaldri vera á ferð- inni um vegakerfi landsmanna 35—40 þúsund bifreiðar", segir Helgi Bergs, og „ekki of áætlað að hver hinna 35—40 þús. bif- reiða, sem til eru í landi, aki 20 þús. km að jafnaði, mun því vera eknir 7—800 milíj. km. sam- tals á þjóðvegum landsins". Sið- an segir hann, að á 350 km þjóð- veganna megi gera ráð fyrir að komi helmingur umfei'ðarinnar. Þannig að sparnaðurinn sé á ári hverju 350—400 millj. kr. Við þetta er þess fyrst að gæta, að bifreiðatalan er helzt til há, og árlegur akstur hverrar bifreið LaugardL 29. október ar raunar líka, en það er þó ekki aðalatriði málsins, heldur gerir þessi stjórnmálamaður sér iítið fyrir og strikar algjörlega út all- an innanbæjarakstur bifreiða, og bætir honum við akstur bifreiða á þeim vegum, sem hann þannig ætlar að byggja — þjóðinni að kostnaðarlausu., Sannleikurinn er sá, að aðeins á vegum með um þúsund bíla umferð á dag færSt greiddur vaxtakostnaður af fullkominni vegagerð. Slík umferð er enn ekki orðin nema á fáum vega- spottum, og að minnsta kosti ára- tugur þar til slik umferð yrði á norðurleiðinni allri — og sjálf- sagt þó miklu lengri tími. Ef 1000 bíla umferð væri kom in á Austurveginn í 300 daga á ári næmi sparnaðurinn skv. töl- um Helga 15 millj. Þetta ætti hvert barnaskólabarn að geta reiknað. Ef þessi tala er sjö- földuð fást að vísu 105 millj., en mjög langt er í land að 1000 bíla umferð verði á 350 km. veg um og enn fjarstæ’ðara að tala um 350—400 millj. króna sparn- að. Góðir vegir Hitt er allt anna'ð mál, að á meðal næstu stórverkefna ís- lenzku þjóðarinnar er gerð góðra þjóðvega, enda hefur myndarlegt átak þegar verið gert í þeim efn- um. En engum er greiði gerður með því að falsa tölur og reyna að telja mönnum trú um, að engir erfiðleikar séu að leysa þetta verkefni, sem vissulega er erfitt. fslendingar hafa fylgt þeirri heilbrigðu stefnu a'ð leitast fyrst við að koma nothæfu vegasam- bandi á um Jand allt, svo að byggðirnar séu tengdar saman. Nú er hins vegár að því komið, að aukna áherzlu þarf að leggja á gerð góðra vega í mesta þétt- býlinu. Jafnvel þótt erfitt sé að sanna talnalega þann sparnað, sem af því yrði, kemur fleira til. Vissulega eru góðar samgöngur líklegastar til a’ð örva viðskipti og greiða fyrir hagstæðri þróun atvinnuvega. Er þó óhægt að reikna út I krónum, hver sparn- aðurinn sé — eða þjóðhagslegur ávinningur. En sjálfumglaðir menn, sem þykjast hafa ráð undir hverju rifi, en byggja málflutning sinn ekki að traustari grunni en Helgi Bergs gerir, leysa engan vanda. Breytt um nafn Kommúnistar eru nú sem óðast að stofna svokallað Alþýðubanda lagsfélög, þótt Alþýðubandalagið sjálft sé ortíið áratugs gamalt, og farið að slá í það. Sameiningar- flokkur alþýðu — Sósíalistaflokk urinn hefur gengið sér til húðar eins og kommúnistaflokkurinn gamli, og ekki er talið á það hætt andi að vekja hann til lífsins á ný, þótt einum aðalforustumanni hans, Lúðvíki Jósepssyni, hafi verið falið að marka stefnu Al- þýðubandalagsins svonefnda. En táknrænt er þa'ð að einmitt þessum manni skuli vera falið að semja stefnuskrá fyrir Alþýðu bandalagið. Hann hefur í alþjóð- aráheyrn lýst því yfir, að hann sé kommúnisti, og hafi ætíð verið, og því andstæðingur sósíal-demó- krata og hins svokallaða lýðræðis sósíalisma. Á hinn bóginn er ætlunin sú, að fylgjendur Alþýðubandalags- ins verði menn, sem margsinnis hafa lýst yfir, a’ð þeir séu and- stæðingar kommúnista, »g telji sig aðhyllast lýðræðislega stjórn- arhætti, þótt vinstri sinnaðir séu. En geð þessara manna er ekki meira en svo, að þeir fela einum aðalforustumanni kommúnism- ans á Islandi og dyggum þjóni- hins erlenda valds að segja fyrir um það, hver stefna þessa banda- lags skuli vera. Örlö" Héðins En svo að aftur sé vikið að bók Stefáns Jóhanns Stefánssonar, þá er þar rifjað upp, er Héðinn Valdimarsson og fleiri klufu Al- þýðuflokkinn 1938 og gengu í bandalag með kommúnistum og stofnuðu Sameiningarflokk al- þýðú — Sósíalistaflokkinn, sem nú er að syngja sitt síðasta vers. Þessir menn voru ekki kommún- istar, heldur vildu þeir vinna að lausn mála með íslenzka hags- muni fyrir augum. Þeir þóttust þess fullvissir, að þeir gætu ráðið stefnu hins nýja flokks og haft heillavænleg áhrif fyrir land og lýð. En reynsla þessara manna varð sú, að Moskvukommúnistar réðu öllu í hinum nýja flokki, og stefnan var jafnfjarri því að vera íslenzk, eins og hún á'ður hafði verið í kommúnistaflokknum sjálfum. Þessir menn biðu þess aldrei bætur að ánetjast komm- únismanum á þennan veg. Þess vegna er ekki að furða þótt margir spyrji, hvort þeir „andstæðingar" kommúnista, seno þó ætla að stofna með þeim banda lag og berjast þeim við hlið, hafi ekkert lært af reynslu þeirra manna, sem á sinum tíma ánetj- uðust kommúnistum á þann hátt, sem að framan greinir. Sú. reynsla ætti þó að nægja til þess að menn hugsuðu sig um tvisvar áður en þeir gengju í félag við þá menn, sem í einu og öllu hafa hlýtt fyrirmælum heimskommúa ismans. Bandalag eða flokkur Upphaf hins svokallaða Al- þý'ðubandalags var sem kunnugt er á þann veg, að stjórnmála- flokkar og samtök tóku sig afem- an um lauslegt kosningabandalag, og hver deildin um sig hélt sinni stefnu — á yfirborðinu að minnsta kosti. Nú er þetta ekki talið fullnægjandi og þess vegna á að reyna að koma flokksformi á óskapnaðinn, þar sem stefnan sé ein og hin sama. En hvernig getur kommúnísk einræðis- og ofbeldisstefna sam- rýmzt lýðræðinu? Því svara þeir, sem svar hafa á reiðum höndum Og hvernig geta menn, sem telja sig andvíga einræði og ofbeldi, starfað við hlið umboðsmanna þessara afla? Þeir svari fyrir sig, sem það hyggjast gera. En íslenzka þjóðin veit fullvel, a® engin breyting verður á starfs aðferðum kommúnista eða eðli Kommúnistaflokksins þótt nafni hans, sem áður var breytt úr Kommúnistaflokkur íslands 1 Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, verði nú breytt í Alþýðubandalagið. — Mennirnir, sem ráða í þessum flokki, eru hinir sömu og áður, og skoðanir þeirra eru hinar sömu og áðúr, eins og Lúðvík Jósepsson hefur raunar lýst yfir. í hugum almennings verður því aldrei til neitt Alþýðubandalag eða Alþýðubandalagsmenn, þar vedður áfram Kommúnistaflokk- urinn og kommúnistar. Stöðvun verðhækkana Sú stefna ríkisstjórnarinnar að beita sér fyrir stöðvun verðhækk ana hefur mælzt vel fyrir, og nýtur almenns stuðnings. Mönn- um er það ljóst, að þegar verð- lag útflutningsafurða okkar fer lækkandi er útilokað að atvinnu- vegirnir geti staðið undir nýjum hækkunum, en við breyttum við horfum verða menn að snúast með nýjum úrræðum. Enda þótt verðhækkanir und- anfarinna ára hafi haft marghátt uð vandamál í för með sér, hefur þó verið unnt að standa undir þeim, vegna hinna góðu afla- bragða og góðra viðskiptakjara. En þegar verðlag á útflutnings- vörunum hækkar ekki lengur, heldur lækkar verulega, sér hver maður, að ógjörlegt er að hækka tilkostnaðinn innanlands. Menn vedða að staldra við og treysta það, sem unnizt hefur. Þannig verður næsta sóknarlota til bættra. lífskjara bezt undirbúin. Raunar er ekki hægt að kalla það neinar fórnir, þött menn sætti sig við þau kjör, sem þeir nú hafa og krefjist ekki bættra kjara. Kaupmáttur tímakaupsins og almenn velmegun hefur vaxið svo síðustu árin, að menn eiga vel að geta við það unað, að kjör- in verði óbreytt um skeið. Auðvitað má um það deila, hvaða vörutegundir beri að greiða niður til þess að halda vísitölunni í skefjun, en flestir munu þó fagna því, að mjólkin var lækkuð verulega, enda kem- ur það sér bezt fyrir þá, sem við erfiðust kjör búa, barnafjölskyld urnar. Aðalatriðið er, að sú stöðvun, sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir, takist, og áreiðanlega æskja þess flestir landsmenn, þótt einstaka pólitískir ævintýramenn kunni að reyna að gera tilraunir til að vinna gegn þjóðarhagsmunum, eins og við hefur viljað brenna áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.