Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 30
90 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. okt. 1966 ÆT Aslaug Benedikts- dóttir — Minning Hinn 9. þ.m. lézt á Hrafnistu Aslaug Benediktsdóttir sem síð- ast bjó að Bárugötu 15 hér í borg. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu 19. þ.m. Aslaug Albertína Benedikts- dóttir fæddist á Ytra Hóli í Fnjóskadal 28. september 1882. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Gísladóttir og Benedikt Olgeirsson, sem þar bjuggu. Ás- laug var næst yngsta barn þeirra Eldri voru fjórir bræður: Baldur trésmiður í Reykjavík, Olgeir, beykir á Akureyri, Bogi skrif- stofustjóri í Reykjavík og Indriði trésmiður, sem fluttist í Borgar- fjörð og lézt þar ungur. Yngst af systkinunum var Kristín, sem gift var Magnúsi Guðmundssyni skipasmíðameistara í Reykjavík. Foreldrar Áslaugar bjuggu við lítil efni á ýmsum bæjum í neðan verðum Fnjóskadal og á Flat- eyjardalsheiði. Skömmu eftir fæð ingu Áslaugar fluttust þau að Kambsmýrum, en á árinu 1886 brugðu þau búi, og fór Áslaug þá með móður sinni að Skugga- björgum. Þar andaðist Kristín í apríl 1887. Þessir atburðir og ein- stæðingsskapur næstu ára mun hafa haft varanleg áhrif á As- laugu. Hún var fyrst eftir lát móður sinnar hjá Eldjárni Ás- mundssyni bónda á Þúfum, en fór eftir stutta dvöl þar að Þverá til Gísla Ásmundssonar og föður- systur sinnar Þorbjargar Olgeirs- dóttur. Faðir hennar var vinnu- maður á Þverá um skeið, og voru þau Áslaug saman eftir það af og til. Frá Þverá fór Áslaug 1896 að Skútustöðum við Mývatn og var þar til 1903 hjá frænku sinni Auði Gísladóttur og Arna Jónssyni prófasti. Úr Mývatns- sveit fór hún til Reykjavíkur, þar sem hún dvaldist hjá Baldri bróður sínum, en árið 1905 flutt- ist hún til Seyðisfjarðar, þar sem hún vann um 4 ára skeið hjá Stefáni Th. Jónssyni kaupmanni. Árið 1903 fór hún með föður sín- um að Hólmum í Reyðarfirði, en þangað voru Auður Gísladóttir VRVALS SKEMMTIKRAFTAR og síra Árni þá flutt. Benedikt lézt að Hólmum snemma árs 1914, 75 ára gamall. Eftir lát síra Árna 1916 fluttist Áslaug til Reykjavíkur, og hér í borg var hún síðan til heimilis, þótt hún færi oft á sumrum úr bænum til vinnu. M.a. starfaði hún mörg sumur í veiðimannahúsi við Lang á á Mýrum. í Reykjavík stund- aði hún ýmsa vinnu, oft við ræstingu og hússtörf, og vann af mikilli elju og samviskusemi. Lengi hafði hún heimili að Garðastræti 3 og um árabil með vinkonu sinni Þorbjörgu Sigur- geirsdóttir, en annars bjó hún á ýmsum stöðum. Síðan 1947 var hún til heimilis að Bárugötu 15 hjá Kristínu systur sinni og síðar syni hennar Inga Ú. Magnússyni gatnamálastjóra. Áslaug Benediktsdóttir var greind kona. Hefði hún verið nokkrum áratugum yngri, er lík- legt, að hún hefði lagt fyrir sig langskólanám. _ Á bernskuárum Aslaugar voru aðstæður aðrar en nú er og þess vegna nýttust hæfileikar hennar miður en skyldi. Hún hafði yndi af bókalestri og lærði í æsku dönsku af því að lesa upphátt á því máli fyrir Gísla Asmunds- son á Þverá, eftir að hann var orðinn blindur. Fróðlegt var að ræða við Áslaugu um það, sem á daga hennar hafði drifið, bernskuharma hennar og marg- víslegt erfiði en cinnig ánægju- daga ungrar og laglegrar stúlku. Hún var svo skapi farin, að mót lætið var henni ofarlega í huga, og dró það úr lífsgleði hennar. Hún taidi margt miður fara í þjóðfélaginu og vildi að úr því yrði bætt. Fátæktin mun hafa runnið henni til rifja, en líklegt er, að annað hafi ekki síður mót- að hug hennar: upplausn æsku- heimilisins og fráfall móður henn ar. Fyrir okkur sem yngri erum minnir lífssaga hennar á mikil- vægi þess, að vel sé hlúð að börnum og þeim, sem einstæðir eru. Þeir sem þekktu Áslaugu Bene diktsdóttur eru þakklátir fyrir kynni af sérkennilegri, skapfastri og heilsteyptri konu. Þór Vilhjálmsson. SEXTETT ÓLAFS GAUKS Borðpantanir í síma 35936. DAN8AÐ TIL KL. 1. Dagur fr'merkisiris f tilefni að „degi frímerkisins" hinn 1. nóvember n.k. hefur Fél- ag frímerkjasafnara látið gera sérstök umslög til notkunar þenn an dag. Umslögin voru teiknuð af Halldórí Péturssyní, listmál- ara, og eru þau silkiprentuð. Á umslaginu er mynd af hluta af skiidingabréfi. Þetta er 6. árið sem sérstakur póststimpill er nota'ður á degi frímerkisins. í þetta sinn verður sem fyrr gluggasýningar í tveim stöðum í miðbænum. Umslögin verða seld í frí- merkjaverzlunum svo og við Pósthúsið í Reykjavík. Fréttatilkynning til Félagi frí- merkjasafnara SPIL SPIL SPIL Höfum fyrirliggjandi fallegu íslenzku spilin, bæði stök spil og sett í gjafaöskjum. Einnig fjölda annarra tegunda þýzkra og sænskra spila, vandaðra og við hagstæðu verði. Skoðið sýnishorn á skrifstofu okkar og gerið pantanir yðar á meðan úrvalið er sem mest. IVfagnús Kjaran GENTLEMAN FALLEGUR ÞÆGILEGUR - ÓDÝR PENNI - FÆST í BÓKA- 0G RITFANGAVERZLUNUM UM LAND ALLT Heildverzí. G. Brynjólfsson Box 1 039 - Sími 3297 3 STYLE + ■■ QUALITY Bifreiðaeigendur Hjá okkur fáið þið áklæði í allar tegundir bíla. Úrvals efni. Einnig klæðum við hurðarspjöld. Fyrirliggjandi í Volkswagen, Moskvitch og Bronco. OTLR Hringbraut 121. — Sími 10659.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.