Morgunblaðið - 30.10.1966, Síða 12

Morgunblaðið - 30.10.1966, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. okt. 1966 / Þóra Jónsdóttir og /Fr. Guðmundsson - I»á indælla vina endar dugur •fan hrapar við lífsins vé. Ó, þú Drottinn minn almáttugur «í hverju læturðu þetta ske? t>annig hugsum við sem gamlir trum, þegar þau ósköp bera að höndum, að ájætir vinir, sem hafa fulla heilsu bíða bana í ■lysförum á einu augabragði. Okkur verður þá að hugsa til veraldarinnar æðsta valds: Guðs •lmáttugs og nefna spurninguna tim það hvað valdi, þá spurningu, sem við vitum þó að aldrei fást svörin við. Hviða orsakir hafa valdið þessu ægilega- slysi veit ég ekki. En hafi einhver mistök átt sér stað frá Jóhanns hálfu, þá er ég viss un,, að hin éviðráðanlega feigð hefir orsak- að það. Ég segi svo af því að ég hafði langa reynslu af j'óhanni lem einum fínasta, öruggasta og varfærnasta bifreiðarstjóra, sem hægt er að kjósa. En hvað sem þessu líður, þá er það vísí, að •rlögunum fær enginn stjórnað. Æfisaga þessara merku hjóna Verður eigi rakin hér. Það, munu aðrir gera. En þegar mér var sögð fréttin af hinum hörmu- lega atburði, þá hrökk ég svo við, að sjaldan hefir eins orðio. En mér tók þó sárast að hugsa til fjölskyldunnar, sem eftir lifir og fékk yfir sig svo stórkostlegt áfall í einni svipan. Milli mín og þessara hjóna hefir verið lang- varandi óbrygðul vinátta. Þar var ekki við að skipta aðila, sem voru eins og fólk er flest. Þar mátti í stuttu máli gefa þessa lýsingu: wUnaðsmynd og ánægja — elti hjónin snjöMu, gestrisin og glaðsinna — góðviljuð í öllu.“ Eins og gefur að skilja áttu þau fjölda vina, og oft var nokk- ttð margt í kringum þau. En hvar sem þau fóru, þá var alúð ©g gleði þeirra ófrávíkjanlegir förunautar. Oftast höfðu þau góða heilsu og voru að flestu leyti gæfusamt fólk og aðlaðandi, sem bjart og glatt hlaut að vera I námunda við. En það sem mestu réði um það, að gera þau öðruvísi, en flest annað fólk, var skáldskaparlistin, sem lék þeim í hug og á tungu og birtist í hví- vetna, eins og morgungeislar upprennandi sólar. Þóra Jónsdóttir var fædd og uppalin í Kirkjubæ í Norðurár- dal, dóttir hjónanna Jóhönnu Einarsdóttur og Jóns Jónssonar, sem þar b^uggu lengi og sem bæði voru orðslyngir hagyrðing- ar. Móðurafi Þóru var hið lan^s- kunna skáld Einar Andrésson, sem oft var kenndur við Bólu í Blönduhlíð, sama bæinn. sem Bólu-Hjálmar bjó lengi á. Utaf Einari Andréssyni er til fjöl- mennur hópur afkomenda og margt góðra hagyrðinga í því liði Kirkjubæjar. Þóra var þar í fremstu röð. Hún fór að yrkja strax á æskuárum og Mugu visur hennar og kvæði víða um Húna- vatnssýslu. Þegar á æfina leið hélt hún áfram, en þó dræmara en skyldi. Er þó mín skoðu.i tvímælalaust sú, að engin is- lenzk skáldkona, sem nú lifir tæki henni fram. En hún hafði þann mikla galla, að hlédrægn- in var svo mikil, að hún reynd- ist alltaf ófáanleg til að birta sín ljóð, svo að þannig stendur, •ð allur almenningur veit á þeim lítil deíli. Jóhann Fr. Guðmundsson var •kagfirzkrar ættar, úr Fljótum norður. Hve miklir eða hve margir ljóðamenn voru í ættum hans veit ég ekki svo vel, að ég geti rakið. En hitt er víst, að Jóhann var ágætur hagyrðingur •g svo bragfimur, að vísurnar flugu eins og skæðadrífa þegar hann fór af stað á góðum gleði- mótum, heima og annarsstaðar. En honum fylgdi sama veilan eins og Þóru konu hans. Hlé- drægnin var svo mikil að hann reyndist ófáanlegur til að birta sín ljóð. Mun það og nokkru hafa um ráðið, að honum fannst eigi hæfa að hann færi á undan frúnni í opinbera ljóðaútgáfu. Nú þegar þessi ágætu Ijóða- hjón eru horfin yfir tjaldið Jóhann Minning Jónssonar, en Jóhann var fædd- ur á Haganesvík 14. janúar 1899. Voru foreldrar hans Guðrún Magnúsdóttir og Guðmundur Jónsson. Árið 1925, 14. nóvember gift- ust þau Þóra og Jóhann og sett- ust skömmu síðar að á Siglu- firði, þar sem þau voru búsett til ársins 1938 er þau fluttu til Seyðisfjarðar. En þar voru þau búsett í 5 ár og gegndi Jóhann þar forstjórastarfi vicj síldarverk mikla, er vonandi að einhverjir nánustu aðstandendur taki sig fram um það, að týna saman það sem til er skrifað, því nokkuð mun það. Grunar mig þó, að það sé mikill minni hluti af öllu þvi, sem til varð. Þegar ég nú hugsa til þess, að þ'essir mínir ágætu vinir eru horfin sjónum, og ég fái aldrei að sjá þau aftur hérna megin grafar, get ég eigi látið hjá líða, að lýsa sorg minni og um leið flytja þeim innilegar þakkir fyrir alla þeirra vináttu og ótal margar ógleymanlegar ánægju- stundir á liðnum árum. Börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum og öðr- um aðstandendum votta ég ein- læga samúð og hluttekningu vegna hins mikla missis. Og ég bið Guð og allar góðar vættir, að lýsa og fylgja anda hinna látnu hjóna í hinum nýju heimkynn- um svo að gleðin og ljóðsniildin megi fylgja þeim um allan aldur. Akri 25. október 1986 Jón Pálmason. Ein hinna mörgu og oft átak- anlegu slysa og sorgartíðinda, er svo þrátt verða með þjóðinni gerðust hér í Reykjavík fyrra sunnudagskvöld, er hjónin Þóra A. Jónsdóttir og Jóhann Fr. Guð mundsson fulltrúi til heimilis að Eskihlíð 10 A, Rvík. biðu bæði bana í bílslysi á leið heim til sín. Hress og glöð, svo sem þeirra var vandi komu þau úr snöggri ferð austur úr Árnessýslu, frá því að heimsækja son sinn og tengdadóttur ásamt tveim barna börnum sínum og systur Þóru, sem þau höfðu boðið með sér í ferðina Og hress og hlý kvöddu þau þessa systur og mágkonu, eru þau skildu við hana hjá heimili hennar á Skólavörðustígnum laust fyrir kvöldverðartíma og héldu síðasta spöiinn heim til sín. En fám æðaslögum síðar voru þau bæði liðin lík. Svo skjótt — svo skjótt getur fjarað út okkar jarðneska lífi. Svo ör- skammt er stundum bilið milli „blíðu og éls“ í þessum misviðra heimi. Hjónin Þóra og Jóhann voru bæði Norðlendingar að ætt og uppruna. Þóra var fædd að Kirkjubæ i Austur-Húnavatns- sýslu 23.8 1895 dóttir hjónanna Halldóru Einarsdóttur og Jóns smiðjuna á staðnum. Frá Seyð- isfirði fluttu þau til Reykjavik- j ur vorið 1943 og hafa búið þar æ síðan. Hefur Jóhann lengst af starfað hér, sem fulltrúi á skrif stofu Verðlagseftirlitsins. — Á Siglufirði ráku þau um hríð verzlun, en síðustu ár sín þar , hafði Jóhann á hendi aðalverk- j stjórn hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Börn þeirra hjóna urðu þrjú: tvíburasysturnar, frú Brynhild- | ur, sem gift er Albert Guðmunds t syni stórkaupmanni, hinum víð- 1 kunna knattspyrnukappa og Álf hildur Helena, sem andaðist um sex ára að aldri og Álfþór, sem kvæntur er frú Björgu Bjarna- dóttur, og er hann nú yfirverk- stjóri hjá Búrfellsvirkjun. Með þeim Þóru og Jóhanni eru gengin hjón, sem oft og lengi mun verða minnst, ekki einungis af ættmennum og ást- vinum, heldur og einnig af þeim fjölmörgu vinum og kunningj- um, sem þau svo víða áttu. Þóra og Jóhann voru um margt sérstæð að persónuleika og eigendum. Þau voru sterkgáf- uð höfðinglunduð, listelsk og list hneigð. Og viðmót þeirra allt og framkoma einkenndist af þeim hlýja og hressandi hugblæ, sem laðaði og lífgaði og jóx hvar- vetna gleði. Þess vegna urðu þau eftirsótt til fagnaðar og fé- lagsskapar og unnu sér vinsæld- ir hvar sem bú þeirra stóð. Þau unnu skáldskap og bók- menntum og voru í þeim efnum | víðlesin og vel heima. Báðum l'var þeim það sameiginlegt að . vera með ágætum skáldmæit og ! höfðu af því sérstakt yndi að iðka þá íþrótt í góðum vina- I hóp. — Fór því svo, hvar sem þau bjuggu, að þeir sem höfðu | huga og eyru opin fyrir skáld- skap og vísnagerð urðu þeirra heimilisvinir. Var þá oft glatt á hjalla á heimili þeirra, er | stökur og kviðlingar flugu um borð og fóru skáldfákar þeirra s hjónanna þá oft á góðum kost- , um- Hygg ég, ef saman hefði | verið haldið í einni syrpu öllum | þeim vísum er til urðu á heim- | ili þeirra Þóru og Jóhanns í góð um Óg glöðum félagsskap, þá yrði það safn eigi lítið og mundi | mörgum þykja góður fengur að komast í. Og að ólöstuðum öllum þeim sem hlut eiga þar að mál- um, mundi hlutur þeirra hjóna þar drýgstur verða. Nokkrar lausavísur Jóhanns hafa birtzt í blöðum og í bókinni „Hún- vetnsk ljóð“ eru smákvæði og lausavísur eftir Þóru. Heimili þeirra Þóru og Jó- hanns voru ávallt í fremstu röð að glæsibrag og yndisþokka og gestrisni öll og viðtökur slíkt að á btíra varð ekki kosið. Á heim- ili þeirra leið öllum vel bæði gestum og heimafólki. Húsmóð- ur- og húsbóndahæfileikar þeirra, gáfur, glaðlyndi og um- hyggja fyrir öllum, sem í návist þeirra voru, skópu það andrúms loft er öllum yljaði. — Börn- um sínum voru þau einstakir foreldrar og umhyggja þeirra fyrir barnabörnum sínum og ástúð til þeirra átti sér engin takmörk. Yfirleitt voru mannkostir þeirra hjóna slíkir að þess máttu ekkert aumt sjá. Þess vegna var ástúð þeirra og umhyggja fyrir börnum og gamalmennum, sem í návist þeirra voru svo rík og nærgætin. Fám árum eftir að þau giftust og reistu heimili sitt á Siglu- firði fluttust foreldrar Þóru til þeirra, þá komin á efri ár og orðin slitin og þreytt af hinni hörðu og slítandi baráttu sem sveitafólk þeirra tíma þurfti stundum nótt með degi að heyja, til að sjá sér og sínum farboða. — Faðir Þóru andaðist fám ár- um eftir að hann flutti til dóttur sinnar og tengdasonar, árið 1935. En Halldóra móðir Þóru lifði fram á efstu elliár á heimili þeirra. — Það vakti athygli þeirra mörgu gesta, er á heim- ili þeirra hjóna komu af hversu einstökum skilningi, ástúð og hlýleika þau önnuðust hina öldr uðu móður og tengdamóður. — Og þó mikil og mild væri ást dótturinnar til hinnar öldruðu og þreyttu konu, var þó máske ást og umhyggja tengdasonarins enn aðdóunarverðari. Slíkan tengdason kysu áreiðanlega all- ar aldraðar konur að eiga. Fráfall slíkra manna sem þeirra Þóru og Jóhanns hlýtur ætíð að skapa söknuð og tóm, eins þó það beri að með öðr- um og eðlilegri hætti en hér varð. Slíkt fólk festir svo sterk- ar rætur í hjörtum ástvina og kunningja, að þær verða aldrei án sársauka slitnar. — En vissu lega megum við minnast þess hve mildum mundum þau fóru um lííið og yls þau færðu á leið okkar, sem við þau áttum ættar tengsl eða kynni. Og þær minn- ingar munu, er frá líða stundir milda söknuðinn og lýsa upp tómið. — Meðan ég er að skrifa þessar línur hvarflar hugurinn til þeirra mörgu og glöðu stunda, sem ég svo oft átti, sem gestur á heim- ili þeirra Þóru og Jóhanns. Og þá bregður upp í huga mínum minningu frá einu vorkvöldi er ég var gestur þeirra austur á Seyðisfirði. Við höfðum setið saman allt kvöldið og rætt um bókmenntir, skáldskap og eitt og annað, sem okkur var hug- þekkt. — Það var liðið að mið- nætti er ég loks tygjaði mig til heimferðar og fylgdu hjónin mér bæði út á tröppurnar. Þetta var kyrrt og yndislegt vorkvöld og veðri svo farið að heiðmyrk- urþoka næturinnar lá yfir öllu og fyllti fjörðinn hátt upp eftir fjöllum. En ofar þokunni risu tindar fjallanna bjartir og tign- arlegir við heiðan himinn. Er við stóðum þarna á tröppunum sagði Þóra: „Haldið þið, piltar að það væri ekki gaman að vera orðin svo mikil skáld að við gærtim orkt okkur upp úr þok- unni, upp á þessa svipfögru tinda, eins og Matthías forðum.“ Vissulega voru þau bæði skáld Þóra og Jóhann. Þau orktu leik- andi vísur sem lyftu hugum þeirra sjálfra og annarra til gleði og yndisauka. — Og þau voru skáld, einnig að því leyti, að þau fundu og mátu, mörg- um öðrum betur, þá fegurð og þann f&gnað, sem svo oft gefur lífinu ljós og gildi öðru flestu fremur. Og nú hefur andi þeirra lyfzt yfir lágþokur þessarar jarðnesku tilveru upp í það hreina heiði, þar sem við trúum að okkur sé dýrðaróður um eilífð alla. Knútur Þorsteinsson. HÉR setti alla hljóða, er sú harmafregn barst norður, að þau heiðurshjónin, Þóra Jóns- dóttir og Jóhann Fr. Guðmunds- son, hefðu bæði látizt, af afleið- ! ingum bifreiðaslyss í Reykjavík, þann 23. þ.m. Við Siglfirðingar eigum hér á bak að sjá fyrrverandi samborg urum okkar, sem bæði hafa, af dugnaði og þjónus+ulund, unnið, um margra ára skeið, að atvinnu legri og menningarlegri uppbygg ingu okkar litlá bæjarfélags. Jóhann Fr. Guðmundsson var fæddur að Hrútshúsum i Fljót- um þann 14. janúar 1898. For- eldrar hans voru hjónin Guðrún Magnúsdóttir og Guðmundur Jónsson. Eftir að þau hjón höfðu brugðið búi, bjuggu þau hér á Siglufirði í fjöldamörg ár. Níu börn þeirra, ásamt tveimur fóst- urbörnum, urðu hér vel þekktir og góðir borgarar. Flest börn þeirra Guðmundar og Guðrún- ar komust til fullorðinsára og hafa komið meira og minna við sögu Siglufjarðar, öll að góðu einu. Þann 14. maí 1925 gekk .16- hann að eiga unnustu sína, Þóru Jónsdóttur. Voru þau gefin sam- an í Reykjavík, en fluttu skömmu síðar til Siglufjarðar, og dvöldust hér til 1940, en þá tók Jóhann heitinn við stöðu framkvæmdastjóra Síldarverk- smiðja ríkisins á SeyðisfirðL Hér í bæ tóku þau hjón virk- an þátt í atvinnu- og menning- arlífi bæjarbúa. Þau unnu bæði ! listum, íþróttum og skáldskap ! og á því sviði voru þau bæði snillingar. | í dag minnumst við Siglfirðing I ar þeirra og fjölskyldu þeirra ! með hlýhug og þakklæti — en sorg í hjarta. Þegar J.F.G., tn svo kölluðum við Siglfirðingar almennt Jó- hann heitinn, hleypti heimdragan um, frá fátæku sveitaheimili í hinni afskekktu, en undurfögru sveit, Fljótum, var hann ekki búinn því vegarnesti, hvað skot- silfur snerti, að jafnast gæti á við það, sem ungir menn nú s á dögum eiga. En hann átti það s vegarnesti, sem öllu gulli er skýrara, ágætar gáfúr, skapfestu og kjark. Af eigin rammleik | braust hann til mennta og lauk bæði verzlunarskólaprófi og stýrimannsprófi í Reykjavík. | Hér á Siglufirði stundaði Jó- í hann verzlunarstörf og útgerð af miklum dugnaði, en heims- kreppuárin léku hann svo sem marga aðra útgerðar- og athafna menn, illa. Jóhann gerðist yfirverkstjóri Síldarverksmiðja ríkisins og stóð þar drengilega í stöðu sinni j vann sér vinfengi og virðingu | bæði verkamanna og yfirboðara, enda var hann skömmu síðar skipaður framkvæmdastjóri þess sama fyrirtækis á Seyðisfirði, svo sem áður getur. Árið ' 1934-38 áttum við Jó- hann sæti saman í bæjarstjórn Siglufjarðar. Að vísu vorum við þá ekki í sama stjórnmálaflokki. Nú á þessari skilnaðarstund fagna ég því, að það aftraði okkur ekki frá að bindast vin- áttuböndum. Þessi vináttubönd styrktust því lengur sem árin færðust yfir okkur. Því er fyr- | ir að þakka, að á mörgum svið I um áttum við sameiginleg áhuea mál. Báðir stunduðum við íþróttalíf og útiveru. Mér eru þær stundir ógleymanlegar. sem við áttum saman á sjó og landi, vopnaðir byssu og silungastöng. Okkur gafst tóm til aS ræða ágreiningsmálin og urðum sam- mála um að óþarflega mikilli orku væri oft á tíðum eytt til einskis, eytt til að peksa, um inn antóm aukaatriði. A þessum stundum útiveru kynntist ég drengskaparmannin um Jóhanni Fr. Guðmundssyni, víðsýni hans og velvild. Við Siglfirðingar kveðjum nú Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.