Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAOIO Sunnudagur 30. okt. 196fc Böðvnr Magnússon Longarvatni - Kveðjn SNEMMA í september sl. var ég ásamt konu minni og dóttur í heimsókn hjá Böðvari á Laugar- vatni. Hann var þá, eins og jafnan áður, glaður og reiíur og gerði strax ráðstafanir tíl að fá fjórða mann í bridge svo ekki væri setið auðum höndum. Nú er Böðvar látinn og þó maður megi frekar gera ráð fyrir, að svo fari þegar menn eru komnir hátt á níunda tuginn Ávallt fyrirliggjandi. Tízkulitir. ^ckkabúiiH Laugavegi 42 — Sími 13662. Fallegu ódýru stretchbuxurnar fáið þið í Lóubuð Starmýri 2. Gfafavörur Höfum fengið falleg GLÖS, SKÁLAR og VASA frá Holmegaard. G. B. Silfurbúðin Guðjón Bernharðsson Laugavegi 55 — Sími 11066. Framtiðarvinna Röskan mann vantar til aðstoðar í vörugeymslu vorri. Upplýsingar á skrifstofu vorri á morgun mánudag 31. okt. kl. 5—6. Verzlun O. Ellingsen hí Jörð ■ Þykkvabæ til sölu. 2 íbúðarhús úr steini, annað nýtt og útihús í góðu lagi. Stórir kartöflugarðar. Ný vatnsleiðsla. Rafmagn. Veiðiréttur. Áhöfn og tæki geta fylgt í sölu. Til afhen.dingar strax. ■Góð lán áhvílandi. Hentugt fyrir starfsmatínafélög o. fL RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrL Laufásvegi 2. — Sími 13243. þá kom manni sízt í hug dauð- inn í nærveru Böðvars, svo mik- ill lífskraftur virtist ávallt fylgja honum. Þessi heimsókn okkar varð því sú síðasta til hans og geymist í sjóði minninganna ásamt þeim mörgu, sem á undan fóru nú um meira en 20 ára skeið. Okkur fannst ávallt, sem ekki mætti líða svo sumar, að við ekki heim- sæktum Böðvar og hans fólk á Laugarvatni og þetta voru heim- sóknir, sem við hlökkuðum ávallt til því það voru sannar- lega gleðistundir. Gaman var að sitja með Böðv- ari og ræða við hann, hvort sem var um liðna daga eða málefni dagsins. Hann fylgdist ávallt vel með, enda hafði stjórnmálaáhugi hans verið mikill og hann var sjór af fróðleik um horfna tíð. Gat hann sagt svo skemmti- lega frá atburðum, að mikil ánægja var á að hlusta, ekki sízt fyrir það, að hann hafði skemmtilega kímnigáfu en þó var öll gamansemi hans græsku- laus. Einn var sá þáttur úr ævi hans, sem hann hafði gaman að fræða mig um og ég þá ekki síður gaman að fræðast um en það var um samskipti hans og tengda- föður míns, séra Gísla Jónsson- ar á Mosfelli. Ég átti þess ekki kost að kynnast tengdaföður mínum, sem lézt 1918, en það má raunar segja, að af frásögn- um Böðvars hafi ég fengið af honum hin beztu kynni. >eir áttu vel skap saman og tengdust órjúfandi vináttuböndum. Sýnir það glöggt tryggð Böðvars, að honum entist minningin um þá vináttu ævilangt. En hann lét sér það ekki nægja heldur sýndi hann vináttu sína í ýmsan hátt í verki er erfiðleikar steðjuðu að fjöl- skyldu séra Gísla eftir fráfall hans. Skyldi ég það oft á tengda móður minni, að hún og hennar fjölskylda töidu sig standa f mikilli þakkarskuld við Böðvar og hans fjölskyldu. Laugardalurinn hefir mér ávallt fundizt einn hinn fegursti blettur sunnanlands og fyrir framsýni og framtak Böðvars fær skólaæskan notið þessa fagra umhverfis. Á jörð Böðvars, Laugarvatni, sem hann gaf und- ir héraðsskóla Árnesinga, eru nú risnir margir skólar, nú siðast. menntaskóli, þar sem hundruð æskufólks stunda nám á vetrum, en ferðafólk dvelur á sumrum sér til hvíldar og hressingar. Var það Böðvari óblandin ánægja að sjá byggðina aukast á Laugar- vatni, skólunum fjölga og nem- endunum því hann undi sér alltaf vel innan um æskufólkið. Er skólabyggðin á Laugar- vatni stórbrotinn minnisvarði um- bóndann Böðvar Magnússon. Böðvars verður ekki minr.st án þess að geta konu hans, Ing- unnar Eyjólfsdóttur, sem ávállt var hans styrka stoð og lifir hann nú. Áttú þau miklu barna- láni að fagna og er afkomenda- hópurmri $tór orðinn. Þessi fátæklegu kveðjuorð eru svolftill þakklætisvottur að skilnaði til mins góða vinar Böðvars á Laugarvatni og sam- úðarvottur til ekkju hans og barní. Davíð Ólafsson. VERZLUNAR8TARF Kaupfélag vestanlands vill ráða deildarstjóra í verzlun og vanan skrifstofumann nú þegar. Uppl. í starfsmannahaldi S.Í.S. STARFSMANNAHALD Lóubuð Jólakjólamir á telpur komnir. Crimplene, terylene frá 3 — 10 ára. Starmýri 2. Hfúkrunarkonu vantar á sjúkrahúsið á BlönduósL Upplýsingar gefur yfirlæknir. Atvinna 2 stúlkur geta fengið atvinnu við verk- smiðjustörf nú þegar. Vinnufatagerð íslands hf. Þverholti 17. IMýtt Valhúsgógn DUX sófasettið aftur fáanlegt. DUX sófasettið, 2 stólar og 3ja sæta sófi verð kr. 24.000.— DUX sófasettið, 2 stólar og 4ra sæta sófi verð kr. 25.600.— DUX sófasettið er eitt glæsilegasta sófa- settið á markaðinum. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Valhúsgógn Skólavörðustíg 23 — Sími 23325. Harðplast SÆNSKT, ÞÝZKT, ÍTALSKT, AMERÍSKT í RÚLLUM OG PLÖTUM. Á BORÐ, SÓLBEKKI OG VEGGI. VIÐARÁFERÐ, MUNSTRAÐ OG EINLITT. MJÖG MIKIÐ ÚRVAL. J. Þorláksson & Norðmann hi Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. ■ ■■■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.