Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. okt. 1968 10 Jakob V. Hafstein NETAFÖRIN A LAXINUM í NORÐURLANDSÁNUM sé af Morgunblaðinu í dag *ð blaðið hefur snúið sér til ▼eiðimálastjóra Þórs Guðjónsson ar út af grein þeirri eftir L. S. Fortescue, sem birtist í blaðinu í gær í þýðingu minni og með stuttum formála frá mér. Vegna svara þeirra, er veiðimálastjóri lætur blaðið hafa eftir sér í dag svo og því, sem hann áður hefur sagt um mál þessi, vil ég hér með biðja yður um birtingu á eftirfarandi grein minni um sama efni svohljóðandi: NETAFÖRIN A LAXINUM I NORÐURLANDSÁNUM. Grein sú, sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 26. þessa mánaðar eftir Lionel S. Fortescue, um neta för á laxi í Norðurlandsánum á Islandi síðastliðið sumar, hefur vakið verðskuldaða athygli. Marg ir menn sem áhugasamir eru um þessi mál, laxfiskaklak-eldi og ræktun, hafa átt tal við mig og fagnað því mjög að þessi kunni brezki Iaxveiðimaður skyldi hefja máls á hinu alvarlega máli, sem hér umræðir. JÞeir hafa einum rómi verið sammála Fortescue nm hina brýnn nauðsyn þess að við íslendingar værum vel á verði í þessum efnum og létum mál þessi mjög til okkar taka á alþjóða vettvangi. Sama dag og grein hr Fortes- eue birtist í Morgunblaðinu, barst mér í hendur annað bréf hans, þar sem ma. segir svo: „Mér láðist að geta þess í Sein minni, sem ég bað þig þýða og fá birta í Morgun- blaðinu að ég hef ekki komið til Islands á hverju sumri síðan 1912 bara til þess að veiða lax •g skemmta mér við þá íþrótt. Ég elska landið ykkar og dái það þrái oft mína mörgu góðu vini i íslandi, bændurna í sveitunum •g vinina á Akureyri og í Reykja vík, sem jafnan hafa allir verið svo hjálpfúsir við okkur. „Varðandi netin, sem notuð eru við Grænland, þá vantar þær upplýsingar, sem ég hef aflað mér um þau, sem eru á þá leið, að þar eru ekki notuð hin grönnu nælonnet, heldur net úr miklu sverara garni, net, sem aðeins endast eitt sumar og síðan alltaf tekin ný net í notkun af sömu gerð hin umræddu ár. Laxveið- arnar í netin við Grænland hef- jast seinni partinn í júlí-mánuði og eru leyfðar fram í miðjan október mánuð. Af þessu virðist vera augljóst að netaför eða sár frá þessum netum mundu ein- mitt vera fullkomlega gróin á þann hátt, sem áður getur, þegar lax gengur í íslenzku árnar næsta vor á eftir. „Vinur minn í Marine Biology Department í Plymouth hefur hringt fyrir mig í viðkomandi ráðuneytisdeild í Whithall í Lond on og spurst fyrir um það hvort tölur lægju fyrir um laxveiðar Dana við Grænland á árinu 1965, en slíkar upplýsingar hafa ekki enn borist til Englands. Skozka fiskimálaráðuneytið hefur einnig spurst fyrir um þetta en ekki fengið neinar upplýsingar ennþá. Af þessu má sjá, að vel er nú fylgst með málum þessum hér í Bretlandi. Þessir vinir mínir hafa einnig tjáð mér að lax, sera veiddur er í botnvörpu, geti ekki fengið á sig slik netaför, sem hér um ræðir“. Ég tel að þessar framan- igreindu upplýsingar hr. For- tescue séu engu síður merkileg- ar en þær, sem grein hans fjall- aði um og því nauðsynlegt að kóma þéim á framfæri við þá landa mína, sem alvarlega eru hugsandi um þessi máL Nú hefur Morgunblaðið átt tal við veiðimálastjóra, í>ór Guð- jónsson, um grein Fortescues og hugmyndir hans um netaförin á laxinum í Norðurlandsánum og birtist álit veiðimálastjórans í blaðinu í dag, hinn 27. október, sem í stuttu máli er þetta (skv. undirfyrirsögn): Ekkert hægt að fullyrða að svo komnu máli. Rétt er að taka það strax fram, til þess að fyrirbyggja alian mis- skilning, að mér vitanlega hefur enginn, sem um mál þetta hefur rætt eða ritað, fullyrt að íslenzki laxinn væri í stórum stíl veidd- ur í net við Grænland. En sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, hafa menn mótað skoðanir sína og þá að sjálfsögðu dregið sínar ályktanir af þeim. Flestir, sem af alvöru hafa rætt þessi mál við mig, eru þeirrar skoðunar, að íslenzki laxastofn- inn verði fyrir verulega og hættu legu tjóni af netaveiðinni við Grænland. Sjálfúr óttast ég einnig mjög eindregið að syo sé! Og jafnvel þótt engin full vissa liggi enn fyrir í þessum efnmn, þá tel ég að svo miklar líkur séu hér fyrir hendi, að þær nálgist það að vera sönnun eða full vissa. Hvaðan geta þessi netaför staf- að? Okkur er ekki kunnugt um alvarlega netaveiði á laxi í haf- inu, nema við Grænland. Við höf um ekki orðið varir við þessi umræddu netaför fyrr en nú sfð ustu árin. Við vitum það að lax, sem merktur hefur verið í ótal mörgum löndum, sem er í miklu meiri fjarlægð frá Grænlandi en ísland, hefur veiðst í stórum stíl við Grænland. Við vitum það líka, að við höfum á undanförn- um áratugum merkt sáralítið af laxi, miðað við þann fjölda laxa, sem ganga í íslenzkar ár — og hið sama mun gilda um frænd- ur vora Norðmenn — og þess- vegna er ekki við því áð búast að okkur berist margar upplýs- ingar um veidda laxa við Græn- land, sem merktir hafa verið á íslandi. í lögum okkar um lax- og silungaveiði er netaveiði bönn uð í sjó og við verðum, að ó- reyndu máli að ætla, að eftir þeim sé farið. Og þá er að ítreka spurninguna: Hvaðan geta þessi djúpu og óvenjulegu netaför stafað. Ég vil í þessu sambandi geta þess að síðustu dagana í júlí s.l. veiddi ég 14 laxa á stöng í Laxá í Aðaldal og þar af voru 5 laxar, sem aldlir voru yfir 12 pund, með djúpum netaförum, eins og þeim, sem Fortseue talar um í grein sinni. Aldrei fyrr hefi ég veitt lax í Laxá með slíikum netatórum. Veiðimálastjóri fer leiðir hins þaulreynda og gætna vísinda- manns í svari sínu í Morgun- blaðinu í dag, varðandi hina á- gengu spurningu. En á sama tíma og í sama svari er hann með til- gátur um það, að íslenzki smá- laxinn, sem vantaði í Norður- landsárnar í sumar hafi annað- hvort farist, vegna kulda og fæðu skortst í hafinu, og hafi í þeim efnum átt samlefð með smálax- inum úr norsku ánum, sem einn ig vantaði þar í sumar. Veiði- málastjóri leiðir sem sagt hug- ann frá beinni spurningu blaðs- ins og sveigir mál sitt inn á aðr- ar brautir, um íslenzka og norska smálaxinn, um veiðileysisár, um kulda í hafinu og fæðuskort og um það, að þetta hafi allt sam- an skeð oft og löngu áður en netaveiðarnar hófust við Græn- land. En orsökina finnur hann heldur ekki í þessu og tilgát- um í þeim efnum. Hér er í sjálfu sér alls engin ný sann- indi um að ræða. Það vita allir, að álltaf koma veiðileysisár, bæði hvað snertir lax, sild, þorsk, ýsu og yfirleitt allar algengar fisktegundir, sem þjóðkunnir og jafnvel heimskunnir fiskifræð- ingar hafa bæði getað skýrt og ekki skýrt, en vafalaust eiga að langmestu leyti rót sína að rekja til ástandsins í hafinu hverju sinni og margra samverka- andi orsaka. En þegar mað- urinn með sinni miklu tækni í dag, leggur hér hönd á plóginn og veitir ótvíræða að- stoð við náttúruöflin til eyðing- ar nytjafiskum, án þess um leið að gera nauðsynlegar varúðar ráðstafanir til eflingar og við- halds fiskastofninum, þá virðist FYRIRLESTRAFLOKKUR verð ur haldinn á vegum íslenzka stærðfræðafélagsins um þær greinar stærðfræði, sem flokk" ast undir og tengdar eru tölvísi (statistik) og líkindareikningi. Er hér um að ræða hjálparvís- indi, sem snerta svo til öll svið vísinda og tækni og notuð eru við hverskonar gagnaúrvinnslu, tilraunastarfsemi, framkvæmda- ákvarðarnir og rekstur. Ætlunin er að kynna grundvallar hugtök og notkun þeirra. Kynningarerindi mun K. Guð- mundur Guðmundsson, dósent, halda, Þórir Bergsson, cand. act., og Erlendur Lárusson, cand. act., munu skilgreina grundvall- LÖGREGLAN og umferðanefnd hefur ákveðið að herða eftirlit með ástandi hjólbarða á bif- reiðum borgarbúa, en allmikið hefur borið á því að þær séu með sléttslitna hjólbarða. Hafa í því sambandi m.a. verið útbúnir dreifimiðar til þess að setja á þær bifreiðar, sem eru með slitna hjólbarða. Á þessum miðum er vakin athygli á 2. málsgrein 17. greinar reglugerð au' um gerða og búnað ökutækja, þar sem segir að slrtflötur gúmm barða skuli vera mynstraður oa að raufir á mynstrinu skuli vera a.m.k. 1 mm á dýpt. skörin sannarlega vera að fær- ast upp á bekkinn. Nú er það hinsvegar svo, að hér gætir mikillar sérstöðu varð andi laxinn, miðað við venju- lega nytjafiska í hafinu. Og sú sérstæða er fólgin í því, að lax- inn fjölgar kyni sínu í fersku vatni, í ám og vötnum ótal landa, en gengur til sjávar til fæðuöfl- unar, vaxtar og þroska og kem- ur svo til sömu uppeldisstöðv- anna aftur. Þegar þessi fiskur er veiddur í jafn stórum stíl og raun ber vitni við Grænland — þá verður áð mínum dómi ekki hægt að orða slíka veiði á ann- an hátt en þann, að um beint rán sé að ræða, hvaðan svo sem lax- inn er þangað kominn. Fóstran er rænd og ef svo vindur fram, sem nú er, koma börn hennar aldrei til baka, heim til ánna ust upp. Og þessi landhelgi okk- ar íslendinga er í sjálfu sér engu minna virði en hin, sem liggur umhverfis landið. Framtíðin á eftir að sanna það. Ekki vil ég skiljast svo við þetta mál, að ég leyfi mér ekki að spyrja veiðimálastjóra: Hefur ekkert íslenzkt laxamerki fengist við Grænland eða bor- ist okkur þaðan? Aðeins ein vísbending í þessum efnum gæti ar hugtök og ræða notkun þeirra við gagnaúrvinnslu. Þá mun Bjarni Þórðarson, cand. act., tala um mannfjöldastatistik og notkun tölvísi í tryggingum. Ottó Björnsson, cand. stat. mun fjalla um gæðamat (quality control) og dr. Guðmundur Guðmundsson um tímaraðir. Kjartan Jóhanns- son, M.S., kynnir operations research almennt, linear pro- gramming og queue kenningar. Að lokum talar Helgi Sigvalda son, lic. techn., um decision ÁKVEÐIÐ hefur verið að Nátt- úrulækningafélag Reykjavíkur setji á stofn matstofu í húsnæði Hótel Skjaldbreið í Kirkju- stræti. í matstofunni verða seldar lausar máltíðir á venjulegum matmálstíma. Kjöt og fiskur verður ekki á borðum, en í þess stað fjölbreytt mjólkur- og jurta fæða. í hádegisverð fá menn hráan grænmetisrétt, heitan rétt með nægu grænmeti og súpu «0a graut, ásamt nýmjólk eða aúrmjólk. í kvöldverð brauð úr sagt okkur mikið. Og ég hefi grun um að veiðimálastofnun- inni hafi borist slíkt merki frá Svíþjóð. Ef sá grunur er á rök- um reistur, væri vel þegið að fá vitneskju um það sem og einn ig hitt að leiðrétta hann, ef hann er rangur Það er rétt í þessu sam bandi að minnast þess, 'sem veiðimálastjóri lætur hafa eftir sér í viðtali við dagblaðið Tím- ann hinn 3. júlí síðastliðinn, að eitt merki úr íslenzkum laxi hafi borist honum frá Kaupmanna- höfn yfir til Svíþjóð, en hins- vegar ekki vitneskja um það, hvar sá lax hafi veiðst. Það á þó að vera auðvelt að fá slíkar upplýsingar og er hér ekki ein mjög sterk vísbending enn? Hafi svo annað merki borist frá Sví- þjóð, eins og heyrst hefur, þrátt fyrir hinar litlu laxamerkingar hér, þá stykist skoðunin enn rura það, að íslenzki laxinn sé veidd- ur í netin við Grænland. Ég man ekki betur en að ég sæi það í blaði á síðastliðnu sumri — og haft eftir veiðimála- stjóra — að hann teldi litlar sem engar líkur á því að íslenzki laxinn væri veiddur við Græn- land, því að yfirleitt væri hann ekki nema eitt ár í sjó og kæmi svo í árnar sínar aftur. Hið sama skildist mér á veiðimálastjóra í sjónvarpsviðtali við hann nú fyrir skemmstu. Nú virðist hins vegar veiðimálastjóri vera gætn- ari í svörum sínum við Morg- unblaðið 27. okt., að því er þetta varðar, þótt þar séu látnar fram skoðanir og tilgátur um annað efni, en spurt var um. í niðurlagi á svari veiðimála- stjóra er þess getið að laxamerk- ingum verði haldið áfram, fáist fjármagn til þess. Mér skilst að þetta orðalag geti vakið grun- semdir um það, að veiðimála- stjóri hafi á undanförnum árum átt við erfiðleika að etja, varð- andi það að fá fjármagn til laxa merkinga. Ef svo er má í þessum efnum kenna valdhöfum lands- ins. En ég held þó, að núverandi landbúnaðarmálaráðherra Ingólf ur Jónsson hafi öllum fyrirrenn- urum sínum framar sýnt málum þessum áhuga og eftirtekt og tala þar nokkuð af eigin reynslu. Og eitt er víst, að aldrei fyrr hefur veiðimálastofnunin fengið jafn mikið fé frá neinum land- búnaðarráðherra og ríkisstjórn í heild veitt meiri stuðning til þessara mála en nú. Hitt má svo alltaf deila um, hvernig með það mikla fé hefur verið farið. kenningar, dynamic programm- ing og inventory control. Fyrirlestrarnir veðra haldnir í 11. kennslustofu Háskóla ís- lands á mánudögum og miðviku dögum kl. 17. til 19. Fyrsti fyrir lesturinn verður miðvikudaginn 2. nóv. kl. 17:15 og sá síðasti sennilega 28. nóv. Þátttaka er ókeypis og öllum heimiL Efnismeðferð miðast að mestu leyti við áheyrendur hafi þá stærðfræðikunnáttu, sem krafist er af stúdentum úr stærðfræði deild. Þórir Bergsson (símar 16374 og 18958) og dr. Oddur Benedikts son (sími 21344) veita nánari upplýsingar. nýmöluðu korni með smjöri og ostum,' skyr eða krúsku, hrátt grænmeti og heitan rétt og ný- mjólk. Auk þess verða á boðstólum grænmetis- og ávaxtadrykkir. Verði máltíða verður mun mjög í hóf stillt. Forstöðukona matstofunnar verður frú Guð- björg Kolka húsmæðrakennarL Matstofan tekur til starfa ein- hvern næstu daga og verður opin öllum, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. (Frá N.L.FJR.). og vatnanna, þar sem þau ól- 420 tonn við Grænland!! Fyrirlestur á vegum Stærðfræðifélagsins Nattúrulækningomatstoia að Hótel Skjoldbreið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.