Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 4
MORCUNBLAÐIÐ f Sunnudagur 30. okt. 1966 4 * BILALEICAN FERÐ SÍMI 34406 S E NDUM IMAGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR21190 eftirlokun simi 40381 ~ Hverfisgötn 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifaliff. Sími eftir lokun 31100. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzín innifaliff í leigugjaldi Simi 14970 BILALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BÍLALEICA S/A CONSUL CORTINA Simi 10586. rm Kr. 2,50 á ekinn km. 300 kr. daggjald Af' RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BO SC H « Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sinn 36820. • Lygafrétt Þjóðvilj- ans í anda Göbbels og Ulbrichts Sl. föstudag birtir mál- gagn kommúnista á íslandi enn eina ósannindafrétt sína frá Víetnam. Fyrir frásögninni er borinn „22 ára gamall flugmað- ur í bandaríska hernum, James Hurst frá Colorado", sem „hafi ákveðið að setjast að í Svíþjóð til þess að komast hjá því að verða sendur aftur til Víet- nams, þar sem hann hefur gegnt herþjónustu í ellefu mán- uði“. Hurst þessi er síðan sagður ha 'a skýrt frá því, að „hann hafi oft fengið fyrirmæli um að ráðast á skotmörk, sem ekki hafi haft hernaðarþýðingu" . . . „skotmörkin voru sveitaþorp“. „Það var ógnarlegt að kynnast þorpunum og fólkinu þar. Þar var varla neitt aetilegt. Upp- skera hafði verið eydd með eit- urefnum" o. s. frv.. Það er trúlegt, eða hitt þó heldur, að Bandaríkjamenn eyði sprengjum sínum á staði, sem enga hernaðarþýðingu hafa, svo að ekki sé nú minnzt á hitt, að þeir svelti þá þjóð til bana, sem þeir eru að verjci, með því að eyðileggja uppskeru hennar. Trúgjarnir kommún- istar munu þó líklega gleypa við þessu, eins og öðru. Við minnumst líka frásagna frá tímum Kóreustyrjaldarinnar, þegar Kínverjar lugu því upp, að Sameinuðu þjóðirnar legðu stund á sýklahernað. Ekki mátti Rauði krossinn þó kanna það mál, en kommúnistar hér á íslandi sem annars staðar breiddu söguna út, — og margir trúðu án annarra sönnunar- gagna en ljósmynda flugum og pöddum, sem Kínverjar sendu til trúgjarnra sakleysingja. Nú er ekki minnzt á þessa sögu lengur — hún gleymdist smám saman, og hefur kommúnistum ekki þótt heppilegt að endur- vekja hana. • Hefur aldrei í bandaríska herinn komið! En hver er hann annars þessi James Hurst? Hið sænska kvöldblað, sem íslenzka kommúnistamálgagnið lepur „frétt“ sína upp úr, hefur þegar birt leiðréttingu, þar sem í ljós kemur, að maður þessi he 'ur aldrei verið í banda ríska hernum! Skv. upplýsing- um frá bæði borgaralegum og hernaðarlegum yfirvöldum í Bandaríkjunum, hefur hann aldrei svo mikið sem starfað einn einasta dag fyrir nokkra deild hersins. Auk þess sem hið sænska blað hefur sjálft birt leiðréttinguna, var hún send út frá helztu fréttastofum heims (t. d. A.P. og Reuters) á mánu- daginn var, svo að „Þjóðvilj- inn“ hefði ekki átt að heimska sig á því að birta þessa „frétt“: Hún bar það líka með sér í upp hafi, að hún gæti ekki verið sönn. En málgagn kommúnista þarf ekki að hirða um regluna gömlu að hafa heldrn- það, er sannara reynist. Áróður af þessu tagi sver sig greinilega í ætt við áróðursmeistara Hitlers, Göbbels heitinn, og lygafrétta- kokkana i Moskvu. Hin falsaða frétt Þjóðviljans er dagsett í Stokkhólmi degi eftir að hún hafði verið leiðrétt þar opinberlega. • Trúir hún því sjálf? Hér á landi er stödd um þessar mundir barnaleg, sænsk skáldkona, sem þekkt er að trú- girni, þegar kommúnistar eiga í hlut. Hún er hér í boði „frið- arkvenna“, sem eru deild í hin- um alræmdu kvennasamtökum kommúnista, Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna“, en áður én hún kom hingað, var hún í Norður-Víetnam í boði stjórnarinnar þar. Það er gam- an að ferðast ókeypis landa á milli í boði svona fínna aðilja, — en þeir skyldu þó ekki ætlast til launa? Á blaðamannafundi hér sagði hún ófeimin, að Bandaríkjamenn „dreifðu sprengjum yfir Hanoi nær dag- lega“. Þetta vita allir, að eru ósannindi. Sprengjum hefur einmitt aldrei verið varpað á höfuðborð Norður-Víetnams. í hvers konar ástandi var kven- snipt þessi í Hanoi? Heimsótti hún lyfjaverksmiðjur? Hún sagði ekki vita, hvort herflokk- ar N-Víetnam berðust með Vlet Cong. Hún, sem hingað er kom- in til þess „fræða“ okkur fá- fróða íslendinga, veit sem sagt ekki eina helztu staðreynd um þetta stríð, sem löngu er viður- kennd af báðum aðiljum. — Nei, við höfðum lítið að gera við frænkur Göbbels hér á landi, jafnvel þótt þær kalli Ho Chi Minh „föðurbróður" sinn. Þjóðvilljinn á þrítugsafmæli á morgun, mánudag. Hann hef- ur gefið sjálfum sér verðuga afmælisgjöf, með því að vera staðinn að einni fréttafölsun- inni enn. Til hamingju! • Ný matstofa „Áhugamaður" skrifar: „Matur er mannsins megin“, segir máltækið. Og víst er um það, að fæðið hefur mikil áhrif á líðan manna. En er það nú „allt matur, sem í magann fer“ — hollur matur? Enginn vafi er á því talinn, að ýmsir sjúkdómar eigi rætur að rekja til óheppilegs matar- æðis. Náttúrulækningafélag íslands hefur um margra ára skeið beitt sér fyrir heilnæmum lifn- aðarháttum og þá ekki sízt hollara fæði en almennt við- gengst. Heilsuhæli félagsins í Hveragerði hefur eingöngu á boðstólum mjólkur- og jurta- fæði. Þeir eru orðnir býsna margir, sem telja sig hafa fengið heilsu bót af þess konar mataræði. En hér í höfuðstaðnum hefur ekki fyrirfundizt neinn mat- sölustaður undanfarin 20 ár, sem seldi slíkt fæði. Æði oft hittir maður fólk utan og innan félagsskaparins, sem segir, að þess háttar stað vanti hér í borg. Náttúrulækn- ingastefnan hefur haft áhrif á hugsunarhátt fjölda manns varðandi heilsusamlega lifnað- arhætt. Þeir eru ekki svo fáir nú orðið, sem vilja borða hið svonefnda náttúrulækninga- fæði, en hafa ef til vill ekki skilyrði til þess heima og geta ekki fengið það á þeim matsölu- stöðum, sem til eru. Það er því gleðilegt, að Nátt- úrulækningafélag Reykjavíkur er nú að hefja hér í bænum rekstur matstofu með mjólkur- jurtafæði. Tekin hefur verið á leigu neðri hæðin í Hótel Skjald- breið. Húsnæðið er nýstandsett og vistlegt. Mun eiga að selja þar máltíðir bæði um hádegið og að kvöldinu. Vegna fjarlægða í borginni getur orðið erfitt fyrir ýmsa að borða í matstofu N.L.F.R., þó að þeir gjarnan vildu. En nú er, sem sagt, tækifæri fyrir þá, sem vilja og geta, að ,fá nátt- úrulækningafæði — hollan maL Áhugamaður“. • Ettu teygt en ekki steikt, strákur! — Velvakandi þakkar bréfið, en máltækið, sem bréf- ritari vitnar til í upphafi máls síns, hefur Velvakandi hingað til heyrt svona: Allt er matur, sem í magann kemst, nema holtarót og harðasægjur. Sumir munu að vísu segja „harðatægjur“ (sennilega rangt), en hvort heldur er, þá virðist þetta heldur óheppilega valin tilvitnun, þegar málstað- ur náttúrulækninganna og mat- aræði er haft í huga. Áreiðanlega hefur mataræði náttúrulækningamanna gert mörgum gott, en varla mun það eiga við alla. Svo lengi sem vitað er, hefur mannkindin og líklegustu forfeður hennar gætt sér á kjöti ásamt græn- metinu, og meltingarfæragerð mannsins virðist gerð fyrir fleira en grasát eintómt. Rétt mun það hins vegar vera, að við nútímamenn sjóðum og steikjum óþarflega mikið af hollum efnum burtu úr fæð- unni, sbr. ummæli skessunnar um roðið við strákinn, sem hún vildi gera sterkan: Ettu teygt en ekki steikt, strákur! • Tóbakseiturs- auglýsingar í sjónvarpinu „Húsmóðir í Hafnarflrffi“ skrifar m. a.: „Ég er ein af sjónvarpsað- dáendum og dáist bæði að því íslenzka og hinu margumtalaða „dáta“-sjónvarpi. Það hefur alltaf komið illa við mig, þegar ég hefi séð sígarettuauglýsing- ar í varnarliðssjónvarpinu, en tóbaksfyrirtækin Eimerísku hafa, eins og margir kannast við, vissa þætti, þar sem fram- lefðslan er auglýst bæði í byrj- un og lok þáttanna. Þó tók út yfir allt, þegar ég, ásamt eigin- manni og 16 ára syni, horfði á þessa andstyggilegu tóbaks- auglýsingu í íslenzka sjónvarp- inu, bæði á undan og eftir þættinum „Æskan spyr“, og þar var einmitt talað um vandamál unglinganna í sambandi við tóbak og vín. „Alltaf eru íslend ingar smekklegir“, varð mér að orði. Þó að sjónvarpinu þyki gott að fá peningana fyrir þess- ar auglýsingar, þá vildi ég láta afnema þær með öllu, og eins í bölðum og í kvikmyndahús- xrm. Það er víst nægilega núkið keypt af tóbaki þrátt fyrir það. Mér fyndist að heldur hefði átt að fræða bæði fullorðna og börn um skaðsemdir reykinga, heldur en að ota því að fólki. Með kærri kveðju og þökhi fyrir margar ánægjulegar „Vei- vakandastundir". Húsmóðir í HafnarfirffL • Um barnatíma útvarpsins H. H. skrifar: „Garðahreppi, 25. okt. 1966. Kæri Velvandi! Mig langar að koma á fram- færi fyrirspurn varðandi vetrardagskrá Ríkisútvarpsins (Hljóðvarpsins). Undanfarna vetur hefir verið fluttur barna- tími sérhvern virkan dag 20 mínútur í senn og hefir til þessa byrjað kl. 18. En nú með komu Sjónvarps hefir orðið að breyta niðurröðun efnis í dagskrá Hljóðvarpsins, og hafa nú þess- ar 20 mínútur barnanna verið fluttar fram um rúma klukku- stund og eiga að hefjast kL 14.40. Fullyrði ég, að þetta kemur illa niður á börnunum. Skólarnir margir hverjir hafa ekki hringt út eftir síðustu kennslustund. Önnur börn, sem sækja skóla fyrri hluta dags, eru enn að leikjum úti, a.m.k. ef snjór er. Ég leitaði upplýs- inga um þetta hjá dagskrár- stjóra og þá m. a. hvers vegna ekki nægði að flytja þáttinn fram um 30 mín., eins og aðal- kvöldfréttirnar. Af ýmsum ástæðum var það ekki hægt; nauðsynlegt væri að hafa fréttir kl. 17, og einnig þyrftu þing- fréttir sinn tíma. Mín skoðun er sú, að fréttalestri mætti sleppa 1—2 sinnum alveg að skaðlausu. Flest fullorðið fólk álít ég, að hafi hlustað á kvöld- fréttir, sem lesnar voru kL 19.30 (áður kl. 20), en eftir nýjustu dagskrárbreytingu mun það leitast við að hlusta á fréttalestur, sem hefst kl. 19, en hlusti sami maður á kvöld- dagskrá Hljóðvarpsins, neyðist hann næstum (hægt að loka fyrir tækið) til að hlusta á sömu fréttir næstum óbreyttar kl. 21 og þá jafnvel í 8. sinn sama daginn. Þetta var raunar útúrdúr, en svo aftur sé vikið að barnatímanum fyndist mér athugandi, hvort ekki mætti útvarpa sama þættinum tvisvar sama daginn, fyrst nálægt kl. 9 að morgni og þá síðar kl. 16.40, fyrst sá tími er hentugastur fyrir Ríkisútvarpið. Eins fynd- ist mér bráðsnjallt að fá þátt fyrir yngstu hlustendurna snemma morguns hvern virkan dag. Gamam væri að fá að heyra álit annarra mæðra og eða barna. H. H.“. Slöngur Sýning á eitur- og risa- slöngum í Templarahöllinni, Eiríksgötu, daglega kl. 2—7 og 8—10. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.