Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagut 36. olct. 1S66 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM Bílaverksmiður í þrengingum — fundur með Harold Wilson Brezki bílaiðnaðurinn á í miklum erfiðleikum um þess- ar mundir. Sala á bílum hef- ur verið treg undanfarið, bæði innanlands og til út- landa. Afleiðingin er sú, að fjölda fólks í bílaiðnaðinum hefur verið sagt upp. Atvinnumála- ráðuneytið hefur gert allt sem hægt er til að sjá þeim, sem B myndu komast að orði við foreldra sína, ef þær væru ófrískar. Verkefnið olli að sjálfsögðu gifurlegum úlfaþyt. Formaður fræðslunefndar- innar í bænum komst svo að orði, að skólastjórinn hefði sýnt fáheyrðan skort á hátt- vísi. Skólastjórinn hefur fengið kvartanir frá mörgum for- eldrum, sem eiga börn í skól- anum. Hvernig átti ég að geta spurt þau? Átakanlegasta slys, sem um getur í aliri námasögu Wales skeði i morgun, þegar skriða hljóp úr gjallfjalli á barna- skólann í námaþorpinu Aber fan í Wales, rétt eftir að börnin voru komin í skólann. Xalið er að 163 börn hafi farizt, en óvíst er um töluna enn, og alls er talið, að um 200 manns muni hafa farizt. Skriðán hljóp einnig á bónda bæ og nokkur hús í námunda við skóiann. Unnið hefur verið að björg unarstarfi í allan dag, og frétt ir af slysstaðnum hafa komið með stuttu miliibili í sjón- varpi. Síðast þegar fréttist, voru 55 iík fundin. Nú í kvöld klukkan 8, var haldinn fundur í barnaskóla í nágrenni við siysstaðinn, þar sem saman voru komnir for- eldrar, sem áttu börn í skól- anum, sem undir skriðunni varð. Þar átti að reyna að gera sér grein fyrir því, hve margra barna væri saknað, þvi að skólaskrárnar týndust í skriðunni. Fréttamaður frá brezka sjónvarpinu kom á þannan fund og sagði frá honum um níuleytið í kvöld. „Það er sorglegasti fundur, sem ég hef nokkurn timann verið á á ævinni“, sagði hann. „Ég var að hugsa um að tala við nokkra foréldra, en ég varð að hætta við það. Hvernig átti ég að geta tek ið viðtal við konuna, sem átti tvíburatelpurnar? Þær sátu ailtaf saman i skólanum. Önn ur þeirra bjargaðist. Móðirin sagði mér frá því, að hún sæti heima og hefði ekki sagt orð, síðan slysið varð. Og tárin runnu í sífellu niður kinnarn- ar á móðurinni. Ég fór líka niður á slys- staðinn og yrti þar á mann og spurði hann að því, hvort þetta slys hefði komið við hann persónulega. „Ég myndi segja það“, svar aði maðurinn. „Ég átti þrjá syni í skóianum“. Hann hafði staðið við að grafa i rústunum í ailan dag og gat ekki hugsað sér að hætta. Hvernig átti ég að hafa við- töl við þessa foreldra“? orðið hafa atvinnulausir, fyr- ir annarri vinnu, en víða eru nú meiri brögð að atvinnu- leysi en verið hefur í langan tíma. Þá sýnir sig einnig, að margir þeir, sem sagt hefur verið upp vinnu í bílaiðnaðin- um, kunna fátt til annarra verka, þar sem faglegrar kunnáttu er krafizt, og eiga þeir þvi oft ekki kost á að komast í störf, sem laus eru, ef þar er krafizt sérstakrar kunnáttu. Nú hafa bílaframleiðendur fengið framgengt ósk um við ræður við Harold Wilson, for sætisráSherra, um vandræði þau, sem þessi iðnaður á í, og er gert ráð fyrir þeim fundi í næstu viku. Uppsagnir þær, sem duni'ð hafa yfir starfsfólk í þessum greinum, hafa leitt til mikill- ar úlfúðar, þó að ekki hafi komið til beinna uppþota. Þó hefur nokkuð borið á verkföllum í mótmælaskyni við uppsagnirnar. Hefur þess þá verið krafizt af þeim, sem verkföllin gera, að uppsagn- irnar verði dregnar til baka, og það boðið á móti, að vinnu dagur verði styttur, þannig að verkefnunum verði skipt á milli starfsmannanna, án þess að þeim verði fækkað. í forystugrein í „The Scots man“ nýlega var rætt um slik verkföll, í tilefni þess áð reynt var að stofna til verk- falla í verksmiðju, sem hefur 6000 manna starfslið. Átti að efna tii verkfallsins vegna þess að 557 manns hafði ver- ið sagt upp vinnu þar. Við atkvæðagreiðslu um verkfallið kom í ljós, að verkamenn lögðust gegn verk fallinu að miklum meiri hluta. Um þetta segir blaðið m.a.: „Verkamennirnir hafa fulla samúð með þeim 557 félögum sinum, sem sagt hefur verið upp vinnu og eiga áð hætta á morgun, en það hjálpar þeim ekkert, þó að þeir, sem eftir eru, fari í verkfall. Verkalýðsfélögin og nýaf- staðin ráðstefna Verkamanna- flokksins mæla með því, að menn skipti með sér þeirri vinnu, sem fyrir hendi er, svo að ekki þurfi að koma til uppsagna. Þó að slíkt fyrirkomulag eigi rétt á sér stundum, gat það ekki átt við í þessari verksmiðju, því að þar verð- ur ekki unnin nema 4 daga vinnuvika eftir að þeir menn eru liættir vinnu, sem nú hef ur verið sagt upp. Þar skipta menn því með sér þeirri vinnu, sem um er að ræða, og stytting vinnuvik unnar niður í þrjá daga kom ekki til greina". frskir bændaleiðtogar í mót- mælagöngu til landbúnaðar- ráðherrans f gær gat að líta sérstæða sjón framan við landbúnaðar- ráðuneytið í Dublin á írlandi. Þar sátu 9 leiðtogar írskra bænda fyrir utan dyr ráðu- neytisins i mótmælaskyni við það, að landbúnaðarráðherr- ann vildi ekki veita þeim við- tal. Þessir 9 menn voru fulltrú- ar fyrir 10,000 bændur, sem efnt höfðu til mótmælagöngu vegna kjara þeirra, sem þeim eru búin. írskir bændur krefjast bættrar afkomu og teija aö hún fáist ekki nema „spilin séu stokkuð aftur og gefið upp á nýtt“. í fararbroddi fyrir „setu“- nefndinni var formaður bún- aðarsamtakanna í landinu. Þegar hann frétti að nefnd- inni hefði verið neitað um viðtal við ráðherrann, bað hann félaga sína að fá sér sæti á tröppunum og sagði við að- vífandi fréttamann: „Við munum sitja hér í mán Uð, er þörf krefur". Þeim gáfst að vísu ekki kostur á að sitja í mánuð, því að áður en langt um leið, skarst lögreglan í leikinn, og þar með urðu þeir að láta undan síga. En tiltækið hefur vakið athygli um allar Bretlands- eyjar. Áiitsgerð um kynlíf og sið- ferði veldur deilum. Nýlega lét nefnd innan brezka kirkjuráðsins (The British Council of Churches) frá sér fara álit sitt á því, hvað telja bæri viðunandi siðferði í ástamálum. í áliti þessu kom ekki fram sá strang leiki í siðferði, sem fram til þessa hefur veri'ð ríkjandi hjá brezku kirkjunni. Margar deildir brezku kirkj unnar hafa lýst yfir vanþókn um sínum á þeirri stefnu, sem fram kom hjá nefndinnl, og málið er alimikið rætt í blöðum. Skotar eru öllu strangari en Englendingar í þessum efn um, að því er virðist, því að Þjóðfélags- og siöiræðisnefnd skozku kirkjunnar hefur lýst því yfir, í tilefni af þessum umræðum, að kristið fólk eigi að lifa skírlífi fyrir hjóna- band og hjón eigi að vera hvort öðru fullkomlega trú í hjónabandi. Stílverkefni um væntanlegt barnabarn. „Halló amma! Halló afi!“, syngur Ómar Ragnars, þegar hann er að láta leðurjakkann færa foreldrum sínum frétt- irnar af fyrsta væntanlega barnabarninu, og ekki ber á öðru en að mönnum finnist strákurinn hafa verið laginn að færa foreldrum sínum frétt irnar. Það mætti halda, að hug- myndin hafi smitað hingað til Bretlands, því að skólastjóri nokkur tók upp á því á mánu daginn var að gefa 14 ára bekk það sem stílverksefni, hvernig ætti að segja foreldr- um sínum frá því, að þau ættu í vændum að verða afi og amma. Strákarnir í bekknum áttu að lýsa því, hvernig þeir myndu skýra frá því heima hjá sér, að þeir hei’ðu komið stúlku „í vandræði", og stúlkurnar áttu að lýsa því, hvernig þær RÉF SKOTLANDS Veggflísar ENSKU POSTULÍNSFLÍSARNAR ÁSAMT SÁPUSKÁLUM OG PAPPÍRSHÖLDUM Valhiisgiign auglysa Svefnsófar Svefnbekkir og Svefnstólar. Hagstælt verð. VALHÚSGÖGN Skólavörðust. 23. Sími 23355. NÝKOMNAR 1 MÖRGUM LITUM. J. Þorldksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúiagötu 30. Spc rifjáreigendur sem vilja tryggja fé sitt með fasteignakaupum, með öðrum, um lengri eða skemmri tíma, hafi samband við undirritað- an. — Upplýsingar kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A Símar 22714 og 15385 Uocfrip hjólbelti Nú getur vér boðið Gogrip hjólbeltin, með merkri nýjung þ.e.a.s, algjörlega skrúfulaus, og með stálspennum milli þverbita til að útiloka skrölt. Þessi gerð Gogrip hjól- belta er sérstaklega aetluð fyrir erfiðar aðstæður. Biðjið um nánari upplýsingar. Dráttarvélar ht Suðurlandsbraut 6, Reykjavík — Sími 3-95-40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.