Morgunblaðið - 10.11.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.11.1966, Qupperneq 3
AHllllJ.LU.U.Mg.UJ. AVJ. IIUV. JöUl áwu %* m% «w w i* »* ** . BandirltamáSié fyrir ttæstaiétii Dana: Lögin eiga rætur að rekja tii eðlilegra og málefna- /r (egra óska Islendinga — sagði Poul Schmith í varnarræðu sinni í gær — Málílutningi lýkur í dag Kaupmannahöfn, 9. nóv. — Frá Birni Jóhannssyni. MUNNLEGUR málflutningur í handritamálinu fyrir Hæstarétti Danmerkur hefur nú staðið yfir í þrjá daga. Poul Schmith ríkis- lögmaður, sem flytur málið fyr- ir danska menntamálaráðuneyt- ið lauk við varnarræðu sína kl. 13.25. Gunnar Christrup, sem fiytur mál Árnasafnsnefndar hafði því aðeins 35 mínútur til andsvara, áður en réttinum var frestað ki. 2 síðdegis. Málflutn- ingi lýkur á morgun, fimmtu- dag. Er Poul Schmith hóf varnar- ræðu sína á ný í morgun sneri hann, sér að því, að rökstyðja, að háskólinn sé ríkiseign og það, sem tilheyri honum sé þvi einn- ig eign ríkisins. Hann kvað eng an efa á því, að samkvæmt erfða skrá Árna Magnússonar féllu öil handrit til háskólans, enda hefðu þau gert það við lát hans. Schmith kvaðst viðurkenna, að samkvæmt skipulagsskránni féllu handritin undir umsjá stjórnar Árnasafns, en það breytti engu um eignarréttinn, því hvað haiydritunum viðkæmi væri hann eftir sem áður hjá Kaupmannahafnarháskóla Það eina sem gerðist var, að komið var á fót umsjónarstjórn, enda hafi háskólinn verið beirrar skðounar um áraraðir, að hann sé eigandi handritanna. Þá si'.o'ð- un hafi stjórn Árnasafns sinnig haft. Hún hafi oft lýst því yfir, að hún bæri ábyrgð á safninu, en það væri háskólinn, sem ætti það. Þess vegna væri það sín skoðun, að þar sem háskólinn væri eign ríkisins hefði bað eitt ráðstöfunarréttinn, þó með þeim takmörkunum, að skipulagsskrá in væri í heiðri höfð. Nokkru síðar í ræðunni sagði Schmith: „Lögin þýða, að safninu verði skipt þannig, að hluti þess verði fluttur til geymslu og varðveizlu á íslandi. Eignarrétturinn verð- ur áfram hjá stofnuninni. Það er ekki um að ræða breytingu á markmiðinu og ráðstöfunar- rétturinn verður alltaf bundinn þeim takmörkunum ,sem fram koma í skipulagsskránni og fs- land er samningsbundið til að virða. Safnið hefur áður skipt um geymslustað með blessun stofnunarinnar. Samkvæmt erfðaskránni átti að varðveita handritin í Háskólasafninu og þar voru þau í hundruð ára, en síðan voru þau afhent sem kunn ugt er Árnasafni, Det Arna- magneanske Institut. Ef rætt hefði verið um _að flytja safnið til Háskólans í Ár- ósum til rannsóknar þar, þætti mér gaman að vita, hvort nokk- ur hefði haldið því fram, að slíkt væri ólöglegt, en þegar 'engið er skrefi iengra og flytja á hluta handritanna til íslands, þá láta menn, að ég held, þjóð- erniskenndina hlaupa með sig í gönur“. Þá vék ríkislögmaðurinn að rétti dómstóla til að dæma um lagagildi. Hann sagði orðrétt: „Hvað lýtur að rétti dómstól- anna til að dæma um gildi laga get ég fallizt á þá skoðun, að þeir hafi þann rétt samkvæmt réttarvenjum, en með mikil- vægri undantekningu. Þar er um að ræða það atriði, hvort lögin séu sett með almannaheill fyriraugum. Ef það þykir ljóst að lögin eigi rætur að rekja til almennra og þjóðfélagslegra þarfa, þá verða dómstólarnir undantekningarlaust, að taka tii lit til þess“. Gunnar Christrup Þá sagði Schmith ennfremur: „Hæstiréttur hefur sýnt sér- staka varúð og hefur aldrei fellt úr gildi lög sem brot gegn stjórnarskránni af því þau væru ekki sett með heill almennings fyrir augum. Lögm, sem hér er um að ræða eiga rætur að rekja til eðlilegra og málefnalegra óska íslendinga. Þau byggjast einnig á því, að menn hafa viljað reyna að leysa viðkvæmt vanda mál milli tveggja norrænna landa. Þetta eru heldur ekki flokkspólitísk lög. Frá árinu 1945 hafa ríkisstjórnir ýmissa flokka bent á, að vandamálið varðandi íslenzku handritin yrði að leysa. Lögin voru samþykkt með miklum meirihluta og nutu stuðnings í öllum flokkum. Þau voru samþykkt af tveimur þjóð- þingum og af afstöðnum kosn- ingum á milli þeirra. Það er ekki unnt að ógilda þessi lög á þeim grundvelli, að þeirra sé ekki krafizt af almannaheill. Einnig er ákvæði stjórnar- skrárinnar um skaðabæiur upp- fyllt, þar sém ekki eru um nem- ar skaðabætur að ræða. Það hef ur sem sé ekkert tjón orðið og því ekkert að bæta. Ég verð að leggja áherzlu á, að það er hið efnahagslega tjón, sem á að bæta. Það á að vera eitthvað, sem hefur peningagildi, annars fær maður engar bætur. Eign- irnar í þessu máli er ekki unnt að selja og not þeirra veitir eng- ar tekjur ,heldur krefst þvert á móti mikilla útgjalda." Poul Schmith hélt áfram á þessari braut um stund og færðí m.a. rök að því, að ef bætur skyldu greiðast hlytu þær óbeint að renna til ríkisins. Hann mælti svo: „Ef sú skoðun ríkir, að log- in séu brot á stjórnarskránni, þar sem ekki séu greiddar bæt- ur fyrir þann hluta af pening- um stofnunarinnar, sem á að fará til íslands, verður að stað- festa lögin gegn því, að slíkar bætuf séu greiddar. Ef spurt er. hvort ríkisstjórnin sé sömu skoð unarj ef greiða á skaðabætur fyrir sjálf handritin, þá er svar- ið afdráttarlaust: nei.“ Rétt áður en Poul Schmith lauk varnarræðu sinni sagði hann: „Ég vil leggja áherzlu á, að breytingarnar á skipulagsskránni var unnt að gera af stjórn- völdunum. Það væri án vafa í samræmi við óskir Árna Magn- ússonar, að handritin fari til íslands. Tilgangur hans hlýtur að vera þungur á metunum og einnig það, að ísle.nd á nú há- skóla, sem ekki var til á tímum Poul Szhmith Árna Magnússonar. Ef unnt er að breyta skipulagsskránni með stjórnaraðgerðum, er ekki síður unnt að gera breytingarnar með lögum eins og nú hefur verið gert.“ Gunnar Christrup tók því næst til máls til að svara atrið- um, sem komið hefðu fram hjá Schmith. Hann kvaðst ekki geta fallizt á þá skoðun, að dómstól- arnir hafi ekki rétt til að dærna um, hvort lög séu sett með til- liti til almannaþarfa. Hann kvaðst undrandi yfir þeirri full- yrðingu, að ekki væri um að ræða flutning á eignarréttinum til íslands með afhendingu hand ritanna, en þó væri undrun sin áreiðanlega ekki eins mikil og sú, er vakna myndi á íslandi, því að enginn vafi væri á, að þar væru menn þeirrar skoð- unar, að lögin táknuðu, að eign arrétturjnn væri fluttur til ís- lands. Síðan sagði Gunnar Christrup orðrétt. „Það er ekki ræg ástæða til afhendingar handritanna, að sú skoðun ríki í gagnfræðaskólum, að ísland eigi að fá handritin af þjóðernislegum ástæðum. í máli þessu er ekki unnt að segja, að laganna sé krafizt af almanna- heill og þess vegna mun ég halda fast við kröfu mína fyrir hönd stofnunarinnar.“ Með þessum orðum Christrups lauk réttarhöldunum í dag. Klukkan 9 í fyrramálið verður réttur settur að nýju og þá mun Schmith væntanlega svara gagn rýni Christrups á ræðu hans í dag. ST AKSTtlWIÍ Upphaf nýrrar sóknar Ungir Sjálfstæðismenn hafa um síðustu tvær helgar efnt til sex byggðaþinga í öllum lands- c hlutum þar sem ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað, og fjallað hefur ver- ið um hagsmunamál landshlut- anna. Byggðaþing þessi hafa tekizt með afbrigðum vel og ver ið betur sótt á öllum þessum stöðum en búizt hafði verið við. Þau sýna greinilega þann mikla kraft, sem í samtökum ungra Sjálfstæðismanna býr, og jafn- framt hafa komið fram á þeim ýmsar athyglisverðar hugmynd- ir ungs fólks í þessum landshlut- um um málefni sinna heima- byggða. Þess vegna er full ástæða til að fagna þessu framtaki ungra Sjálfstæðismanna sem er vis- bending um það, að ungir Sjálf- stæðismenn um land allt hafa nú hafið nýja sókn til eflingar ' Sjálfstæðisflokknum í hönd far- andi alþingiskosningum. SMÁLÆGÐ, sem myndaðist fyrir vestan Grænland og yfir Grænlandshafi í gær, olli sunnan þóttu líklegar til að snjómuggu hér og þar á Vest ýta heldur unctir sunnanátt- urlandi í gær. Um leið dró ina og ýta fra norðanbræl- úr frosti, en það komst í 15" unni á síldarmiðunum út at á Hveravöllum í fyrrinótt og Austfjörðum. 7° í Reykjavík. Lægðirnar Stórar gjafir Nýlega hefur stjórn sundlaug- arsjóðs Skálatúnsheimilisins mót tekið eftirfarandi gjafir og áheit. Frá félaginu „Vinahjálp kr. 25.000. Áheit frá mb. Andra Keflavík kr. 3.000. Alfreð Bjarna son kr. 1.200, Halldór B. ólason kr. 500, Halldóra Jónsd. kr. 500, Hrefna Jónsd. 100, Óli Andres son kr. 250, Eldhúsbókin kr. 1.000 A'. it Sólveig Ásgeirsd. kr. 1.000 ‘Vnna Jónsd. kr. 500, Stefán Ilannesson kr. 670. Einnig seld gjafabréf sund- laugarsjóðsins á Akranesi fyrir kr. 32.500, ásamt fjölmörgum öðrum gjöfum og áheitum. Stjórn sjóðsins þakkar inni- lega hinum mörgu aðilum, sem stutt hafa málefnið. Auglýsendur athugið! Auglýsingaskrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h. virka daga, nema laugardaga frá kl. 9—12. —★— Handrit að auglýsingum þurfa að hafa borizt aug- lýsingaskrifstofunni fyrir hádegi DAGINN ÁÐUR en þær eiga að birtast. —★— Handrit að STÓRUM AUGLÝSINGUM, sem birtast eiga í SUNNU- DAGSBLAÐI þurfa að hafa borizt auglýsinga- skrifstofunni FYRIR KL. 5 Á FIMMTUDEGI, en handrit að smærri aug- lýsingum í síðasta lagi kl. 4 á föstudögum. —★— Myndamót þurfa að fylgja auglýsingahandriti, ef mynd á að birtast í auglýsingu. — Við get- um séð um að láta gera hvers konar myndamót með ptuttum fyrirvara. —★— & Efling félagsstarfsins Brýn nauðsyn er á því, að hín- um glæsilegu byggðaþingum ungra Sjálfstæðismanna verði fylgt eftir með stóreflingu á fé- lags- og útbreiðslustarfi þeirra í öllum kjördæmum Iandsins. Byggðaþingin hafa sýnt svo ekki verður um villst, að mál- staður og starfsemi samtaka ungra Sjálfstæðismanna á nú, mjög sterkan hljómgrunn um allt land og því ber að fylgja eftir með víðtæku félags- og fræðslustarfi, útbreiðslustarf- semi og annarri kynningarstarf semi á stefnu og störfum Sjálf- stæðisflokksins og samtökum ungra Sjálfstæðismanna. Það er því verkefni forustu- manna ungra Sjálfstæðismanna hvers á sínum stað og í sinni heimabyggð að skipuleggja stóraukið félagsstarf, fjölgun fé- lagsmanna og kynningu á stefnu og störfum Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn og á Al- þingi á yfirstandandi kjörtima- bili. Unga kynslóðin hefur jafnan sýnt það í verki að hún telur stuðning við Sjálfstæðis- stefnuna bezta stuðning við sína eigin framtið og svo mun einnig verða nú. Efling t landsbyggðarinnar Með byggðaþingunum hafa ungir Sjálfstæðismenn einnig sýnt, að þeir leggja ríka áherzlu á, að uppbygging landsbyggðar- innar verði sem hröðust, og sér- staklega, að ýmis félags- og menningarstarfsemi úti í hinum dreifðu byggðum landsins verði stóraukin frá því sem nú er. Má í þvi sambandi minna á sam- þykktir byggðaþingsins á ísa- firði um að hinar þrjár menn- ingarstofnanir, Þjóðleikhús, Sin- fóniuhljómsveit og Listasafn rík- isins, ræki það starf, sem þeim ber lögum samkvæmt, að blómga ekki einungis menningarlífið í s höfuðborg landsins, heldur flytja list sína úti um hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaþingin hafa greinilega markað djúp spor í starfsemi ungra Sjálfstæð ismanna um þessar mundir og væntanlega mun það koma í ljós á næstu mánuðum að þau hafa reynzt upphaf nýrrar og víðtækr- ar súknar ungra Sjálfstæðis- m. nna um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.