Morgunblaðið - 10.11.1966, Page 5

Morgunblaðið - 10.11.1966, Page 5
Fimmtudagur 10. nóv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 5 UR ÖLLUM ÁTTUM ' - t Athöfnin hófst með því að sveitarstjórinn, Eyjólfur Þor- kelsson bauð gesti velkomna til þessarar tvíþættu sam- komu, sem væri. í fyrsta lagi formleg afhending hins glæsi lega skólahúss, og í öðru lagi setning barna- og unglinga- skólans. Því næst tók til máls odd- viti Suðurfjarðarhrepps, Jón- as Ásmundsson. Gat hann þess m.a. í ræðu sinni, að 60 ár væru liðin síðan skólinn tók til starfa í gamla húsnæðinu. Taldi hann athugandi að nota gamla skólahúsið fyrir æsku dýrari en gert var ráð fyrir í upphafi, vegna bleytu í jarð vegi. Kom það niður á fram kvæmdum við bygginguna næstu 2 ár. — Skólahúsið er að grunnfleti 296 ferm. — Á neðri hæð eru 2 skólastofur, kyndiklefi, hreinlætisklefar og fíeira. Á efri hæð eru 2 kénnslustofur m.a. er önnur stofan með leiksviði. Einnig er þar skrifstofa skólastjóra, bókaherbergi, snyrtiherbergi o. fl. Stærsti verktakinn við verk ið var Trésmiðjan Kvistur hér í Bíldudal, Byggingameist ari var Heimir Ingimarsson. Skólavígsla í Bíldudal KLUKKAN 2 e.h. sunnudag- inn 30. október fór fram á Bíldudal vígsla og setningar- athöfn hins nýja, glæsilega barnaskóla Bíldudals. Húsfyll ir var við þessa athöfn, sem fór í alla staði vel og skemmti lega fram. lýðsstarfsemina hér hér í kaup túninu. Síðan lýsti oddvitinn hinu nýja skólahúsi. Guðmundur heit. Guðjónsson úr Reykja- vík teiknaði skólann. Bygging skólahússins hófst í ágúst 1960. Grunnur hússins varð Heildarkostnaður við bygg- inguna er nú 4,8 millj. kr., en eftir er að mála húsið að ut- an og gangá sumpart frá lóð. Gert var ráð fyrir í upphafi að heildarkostnaður yrði 5 millj. kr. Að lokum afhenti oddviti, skólastjóranum skólann, og óskaði skólastjóra og nemend um alls góðs, og árangurs í starfi. — Sveitarstjóri tók því næst til máls, las m.a. upp mörg heillaskeyti sem borizt höfðu í þessu tilefni og þakk- aði fyrir hlýhug sýndan skól- anum. Síðan tók til máls skóla- stjórinn, Pétur Bjarnason. — Hann gat m.a. um hinar miklu og glæsilegu gjafir er höfðu borizt skólanum. Frá Sólarkaffi Bílddælinga og Arnfirðinga í Reykjavík, barzt mynd af Jens heitnum Hermannssyni, er var skóla- stjóri hér á Bíldudal í 26 ár, frá 1919 til 1945. Börn hans gáfu vandaðan stól til minningar um föður sinn. Bílddælingar og nágrann ar, gamlir nemendur Jens Her mannssonar gáfu 10 þúsund kr. til minningar um hinn látna læriföður sinn. Gamlir velunnendur skólans óg stað- arins gáfu trésmíðavélar til kennslu í skólanum. Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins hér á Bíldudal gáfu mjög vandað píanó til minning ar um þá sem fórust í Þormóðs slysinu (17,—18. febrúar ’43). Skólastjóri þakknði þessar miklu og höfðinglegu gjafir, er bæru vott um mikinn hlý- hug og vinarhug til skólans og kauptúnsins. Skólastjóri gat Pétur Bjaruason skólastjóri. Séð yfir eina kennslustofuna. þess og í ræðu sinni að þessi mikla bygging, á svo fámenn- um stað bæri vott um mikla og almenna velmegun á staðn um. Nemendur í skólanum í vet- ur verða 72, er skiptast í 6 bekkjardeildir. — 2 fastir kennarar munu starfa við skól' ann í vetur auk skólastjórans, þau; Kristín Pétursdóttir og Sigurður Guðmundsson. Anna Knauf, kirkjuorgan- isti mun kenna söng við skól ann, en söngur hefur ekki ver ið kenndur hér lengi. Handavinnukennari verður Ingrid Guðmundsson. Við athöfnin söng kirkju- kórinn undir stjórn Önnu Knauf. Séra Tómas Guðmundsson flutti ávarp og bæn. Að lok- um þakkaði sveitarstjóri öll- um komuna og lauk athöfn- inni með kaffidrykkju í Fé- lagsheimilinu. — Hannes. Skólahúsið. Nýkomið iró Ameríku Drengjahúfur og hattar. Ennfremur lamb húshetturnar vinsælu. Takmarkaðar birgðir. ________Aðalstræti 9. — Laugavegi 31. Útgerðurmenn og sjómenn Fasteignamiðstöðin tekur til sölu allar tegundir skipa. — Höfum ávallt til sölu mikið úrval af smærri og stærri skipum. Leggjum áherzlu á góða þjónustu. Austurstræti 12. Sími 14120. Heimasími 35259 Skipadeild. ÍSAFIRÐI, 8. nóv. — Það sem af er þessum mánuði hefur ver- eintaklega stiríi tíð og miklar ógæftir hér á Vestfjörðum og bátarnir hafa sáralítið getað ró- ið. 23 bátar munu byrjaðir á rækju í ísafjarðardjúpi, og hafa þeir fengið ágætan afla, yfirleitt náð dagskammtinum sem veiða má, en það eru 40 kg. á bát á dag. Rækjan er yfirleitt nokkuð góð. H. T. RYMINGARSALA Scl jum í dag og næstu daga, allar barna- og ungl- ingaúlpur, þar sem við höfum hætt framleiðslu á þeim. — Verð allt niður í kr. 150,00. Nælonblússur og sloppa og einnig ýmsa gallaða voru svo sem; rúmteppi, sængur og fleira. Bláfeldur hf. Síðumúla 21. Heildverziun Fjársterkur tnaður óskar að komast í samband við slíkan rekstur. Óska að kaupa hlutabréf í fyrirtæk- inu, get einnig útvegað mikið rekstrarfé. — Tilboð, merkt: „Þagmælska — 8080“ sendist afgr. Mbl. fyrir 16. nóv. nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.