Morgunblaðið - 10.11.1966, Síða 10
MORCU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. ndv. 1966
1©
PASSÍUSÁLMAPRENTUN 390 ÁRA
Staldrað við á sýningu Landsbókasafnsins
f LESTRARSAL Lands-
bókasafnsins stendur nú yf
ir sýning á ýmsum handrit
um af Passíusálmum séra
Hallgríms Péturssonar, svo
og ýmsum prentuSum út-
gáfum sálmanna, en á
þessu ári eru rétt þrjú
hundruð ár liðin frá því að
sálmarnir voru prentaðir
fyrsta sinni árið 1666, að
Hólum.
Meðal þeirra bóka, sem
sýncTar eru, er m.a. lítil bók
eftir Martin Moller, sem heit-
ix „Eintal sálarinnar". Er hún
þýdd af Arngrími Jónssyni
lærða, og til þessa rits hefur
séra Hallgrímur leitað nokk-
uð um efni og líkingar i
Passíusálmana. Er þetta bók
í litlu broti og lætur lítið yfir
sér. Önnur bók liggur þar
skammt frá og hefur hún að
geyma sálma, er 'séra Hall-
grímur hóf að yrkja út af
Samúelsbókum Gamla t.esta-
mentisins. Þessa sálma orti
séra Hallgrímur eftir að hann
fluttist að Saurbæ, 1651.
Lagði hann út af hverjum
kapítula bókanna, en árið
1656 hættir hann í miðjum
klíðum og lætur verkið nið-
ur falla, þegar lokið er fjór-
um versum í þriðja sálmi
síðarí Samúelsbókar. Skömmu
síðar tekur sálmaskáldið
síðan til við að yrkja Passíu-
sálmana.
Eftir að séra Hallgrímur
hættir við að yrkja út af
Samúelsbókunum orti Sig-
urður Gíslason Dalaskáld
við sálmana og eftir Sigurð
tekur séra Jón Eyjólfsson
eldri á Gilsbakka við. Sálm-
arnir voru ekki prentaðir,
fyrr en 1747 á Hólum.
Á sýningunni er eitt eigin-
handrit séra Hallgrims af
Passíusálmunum. Á miða,
sem liggur við handritið
stendur: „Talið er, að þetta
sé handrit það, er sr. Hall-
grímur sendi í Skálholt til
Ragnheiðar Brynjólfsdóttur,
biskups 1661“. Er handritið
komið til Landsbókasafnsins
úr handritasafni Jóns Sig-
urðssonar.
Á sýningunni eru fleiri
handrit, þótt ekki séu fleiri
með hönd séra Hallgríms
sjálfs. Þar má sjá handrit,
sem Páll Eggert Ólason taldi
Guðmund Jónsson (um 1620-
1703), sýslumann á Hvítár-
völlum hafa ritað eftir eigin-
handritum, er séra Hallgrím-
ur sendi Helgu Árnadóttur í
Hítardal og Kristínu Jónsdótt
ur í Einarsnesi, mágkonu rit-
arans, vorið 1660. Er þetta
handrit því ekki langt írá
upphafi sínu, handritum
Hallgríms.
Mörg yngri handrit eru á
sýningunni og er hið yngsta
frá 1883, ritað af Guðmundi
Árnasyni. Mörg handritanna
er ekki unnt að tileinka nein-
um ákveðnum ritara, ritarx er
ókunnur.
Sálmarnir voru prentaðir
fyrsta sinni fyrir réttum
þrjú hundruð árum eins og
getið var í upphafi. Voru
þeir þá prentaðir aftan við
Píslarsálma eftir séra Guð-
mund Erlendsson á Felli í
Sléttuhlíð. Var það árið 1666
Önnur prentun er svo gerS
árið 1671 og eru þeir þá í
sálmabók. Fyrsta útgáfa með
sérstöku
framt þriðja
anna. Er
um 1682.
Árið 1704 voru Passíusálm-
arnir gefnir út á Hóium, og
sá Björn biskup Þorleifsson
um útgáfuna. Af trúfræðileg-
um ástæðum gerði biskup
tvær orðalagsbreytingar á
texta sálmanna, sem áður
hafði verið prentaður og seg-
ir um þá breytingu í biskupa-
sögum Jóns Halldórssonar:
X ...... . . ............... ... ..... :: ' 1 ■ :: - . . .. . ...
• <*"• V' -X- S'",
<*< <"* -> ■ iN Ow w i ( <_„,< \ ",
<"■' '* * ■■ *" "< ',+ <■■'■"'*.-..--Xs v < x ,.
, •••:••••• ■ - X „vAv >••>* : « ' •> v, •• ' ,
Hin kínverska útgáfa Passíusálmanna eftir Harry Príce.
Ein merkasta útgáfa passíusálmanna gefin úta af Hálfdáni
Einarssyni á Hólum 1780.
„En hvað sá góðxir maður
ætlaði sér til hefðar, út lagð-
ist af sumum til rýrðar, eins
og sér til frægðar vildi lag-
færa hið merkilegasta verk.
En þá umbreytingu á Hall-
grímssmálum, mjög hjart-
næmum þökkuðu ýmsir með
viðkvæmum skrítnisvísum".
Á Hólum 1780 eru Passíu-
sálmarnir enn einu sinni
gefnir út og sér þá Hálfdán
Einarsson um útgáfuna. Þessi
útgáfa er ein merkasta útgáfa
sálmanna. Útgefandi birtir
aftan við sálmana orðamun
þann, er séra Vigfús Jónsson
hafði skráð eftir tveimur eig-
inhandritum séra Hallgríms.
Eiginhandrit séra Vigfúsar er
á sýningunni.
Framan við þessa útgáfu
er að auki prentaður fyrsta
sinni formáli eftir samtíðar-
mann séra Hallgríms, Jón
Jónsson, prófast á Melum, Er
formálinn dagsettur á ösku-
dag árið 1660.
Fyrir réttum 50 árum gaf
Félag íslenzkra fræða út í
Kaupmannahö.fn vandaða út-
gáfu af Passíusálmunum. Sá
Finnur Jónsson um útgáfuna.
......... ......•' - - ■ ■ '■■■■■
Eiginhandarrit séra Hallgríms, hið sama og talið er að hann
hafi sent Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskups í Skálholti 1661.
Þorsteinsson, sem út kom I
Kaupmannahöfn 1778 og er
handrit hennar einnig til sýn-
is og að síðustu latnesk þýð-
ing Hjörleifs Þórðarsonar á
Valþjófsstöðum, sem gefin
var út árið 1785.
Þá eru þrjú eintök Passíu-
sálmanna á ensku, sem Öll
byggð á þýðingu C. Venn
Pilcher og er hið elzta_ gefið
út 1913 og annað 1923. Á sýn-
ingunni er ein dönsk þýðing
eftir séra Þórð Tómasson,
gefin út í Kaupmannahöfn
árið 1930.
PasSÍusálmarnir hafa verið
þýddir á fjarskyldustu tungu-
mál. Á kínversku hafa þeir
m.a. komið út og er sýnishorn
af þeim á sýningunni. Þýð-
inguna gerði Harry Price.
Þá má geta þess í lokin að
dregið er fram nokkurt sýnis-
horn þess, sem ritað hefur
verið um Passíusálmana sér-
staklega og sálmaskáldið
sjálft. Er mjög skemmtilegt
að ganga um lestrarsal
Landsbókasafnsins og skoða
þessa dýrgripi, en sýningin
verður opin til næstu helg-
ar, hvern virkan dag frá kl.
10-12, 13-19 og 20-22.
Er hún gefin út í tilefni að
því, að þá voru liðin 250 ár
frá því, að sálmarnir voru
fyrst prentaðir. Eru síðan
sýndar margar útgáfur sálm-
anna og er sú nýjasta mynd-
skreytt útgáfa eftir Barböru
Árnason, sem gefin var út í
Reykjavík árið 1960.
Á sýningunni eru og nokkr
ar þýðingar sálmanna. Nefna
má þrjár latneskar þýðingar.
Ein eftir Jón biskup Vída-
lín, önnur eftir séra Kolbein
Fyrsta prentun Passíusálmanna, prentuð aftan við Píslar-
sálma eftir séra Guðmund Erlendsson á Felli í Sléttuhlíð.
Prentað á Hólum 1666.
Fjórðu tónleikur Sinfóníu-
hljómsveiturinnur ú morgun
Fjórðu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands verða haldn
ir n.k. fimmtudagskvöld kl.
20.30 í Háskólabíói. Flutt verða
verk eftir Tsjækovskí, Stravin-
sky og Prokoffíeff, auk tveggja
verka með píanóeinleik, Sinfón-
ískar varíasjónir eftir Cézar
Franck og píanókonsert fyrir
vinstri hendi eftir Ravel. Ein-
leikari í báðum þessum verkum
verður pólski píanóleikarinn
Wladyslaw Kedra.
Kedra er ekki ókunnur íslenzk
um tónleikagestum, því að hann
lék hér fyrir fáeinum árum.
Hann er fæddur í Lodz og stund
aði nám í sínu heimalandi og
við Tónlistarháskólann í París.
Hann hefur tvívegis borið sigur
af hólmi í alþjóðlegri keppni
píanóleikara, fyrst í Genf árið
1946, og síðan í Varsjá árið 1949
Síðan hefur Kedra verið kennari
við Tónlistarakademíuna í Vín
og í fæðingarborg sinni, Lodz og
nemendur hans hafa margir
skarað fram úr á alþjóðlegum
vettvangi.Kedra hefur gert við-
reist sem konsertpíanisti, og leik
ið inn á margar hljómplötur.
Belgískur tónlistargagnrýnandi
sagði um leik Wladyslaw Kedra:
„Tækni hans er einstök og leik-
snilld hans aðdáanleg, en þar
við bætir hann sannri snilligáfu"
Á sama veg hafa dómar verið í
öðrum stöðum. Hvað munu á-
skrifendur Sinfóníuhljómsveitar"
innar segja að tónleikunum lokn
um?
Glæsilegur síldarbátur
i bátaflota Norðfirðinga
NESKAUPSTAÐ, 8. nóv. — í
dag bættist nýr og glæsilegur
bátur í bátaflota okkar. Heitir
báturinn Börkur og er 302
brúttólestir að stærð. Báturinn
er smíðaður hjá Ankerlökken
Værk í Florö í Noregi. í bátn-
um eru öll siglinga- og fiskileit
artæki af fullkomnustu gerð. Og
hefur hann m.a. tvö radartæki.
f bátnum eru tvær hjálpar-
skrúfur, og í lest er ísgeymsla
og útbúnaður til að blása ísnum
um lestina. Hann hefur einnig
kraftmikla síldardælu. Aðalvél
bátsins er 800 ha. Lister-Diesel
og gekk báturinn í reynsluferð
12*/2 sjómílu á klst.
Allar vistarverur skipverja
eru aftur í skipinu og eru mjög
vandaðar og rúmgóðar. Skip-
stjóri á bátnum er Sigurjón
Valdimarsson, 1. vélstjóri Sigfús
Jónsson, og eigandi bátsins er
Síldarvinnslan h.f. í Neskaup-
stað. Er þetta þriðji bátur fyr-
irtækisins. Sá fjórði er væntan-
legur í vor frá Noregi. Bátur-
inn fer á veiðar á morgun, ef
veiður leyfir. — Ásgeir.
Hver á hryssuna?
FYRIR u. þ. b. hálfum mánuði
fannst 2—3 vetra hryssa uppi við
Þrengslaveg. Var þetta rauðbles
ótt hryssa en sokkótt á afturfót-
um, en mark vantaði. Hryssan
var með áverka á hægra auga.
Var farið með hana að Gunnars-
hólma, þar sem bóndinn fékk
dýralækni, og hefur hann enn-
fremur hjúkráð henni. Eigandi
hryssunnar er vinsamlega beð-
inn að gefa sig fram við rann-
sóknarlögregluna eða bóndann á
Gunnarshólma.