Morgunblaðið - 10.11.1966, Qupperneq 16
16
MORGU N B LAÐIÐ
Fimmtudagur 10. nóv. ¥966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur.
Matthías Joi'annessen.
Eyjólfur KonráO Jónsson.
Fástjórnarfulltr'úi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
•Á"1—iftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
NÝTT SKIPULAG
BYGGINGAR-
IÐNAÐARINS
Hajj Ahmed Noury við br éfburð í Sana’a,
Það gamla er bezt
Hann þekkir allt og alla, og er ómissandi
Sana’a, Jemen (Abdullatif
el-Mayy — AP.
f JEMEN, þar sem ábyrgðar-
póstur og nútíma þjónusta í
póstmálum eru óþekkt fyrir-
bæri, er yfirbréfberi höfuð-
borgarinnar Sana’a 84 ára,
og það tilheyrir starfi hans
að lesa upp úr bréfunum, sem
hann ber út.
„Utan borgarinnar fara
menn ríðandi á ösnum við
bréfburðinn, en ég fer allt
gangandi og geng um 15 kíló-
metra á dag“, segir Hajj
Ahmed Noury. Hann hefur
verið giftur sjö konum — nú-
verandi kona hans er 21 árs
— og eignaðist síðasta barn
sitt er hann var áttræður.
„Margir þeirra, sem ég færi
bréf, kunna ekki að lesa, svo
ég les bréfin fyrir þá“, segir
hann. „Eini pósturinn, sem ég
fæ sjálfur er frá Tyrklandi,
þar sem faðir minn fæddist.
En ég hef ekki fengið bréf í
sjö ár, og ef ég fengi bréf það-
an, gæti ég ekki lesið það. Þeir
skrifa tyrkneskuna nú með
vestrænu letri, og ég skil það
ekki“.
Samkvæmt gömlum lögum
landsins mega opinberir
starfsmenn ekki vinna eftir
60 ára aldur. En vegna þess
að Hajj Noury þekkir svo til
hvert einasta nafn og heim-
ilisfang í höfuðborginni, og
getur lesið allar hinar fjöl-
breyttu mállýzkur, sem bréf-
ritarar nota í Jemen, hefur
enginn getað komið í hans
stað.
„Árið 1958 keypti ríkis-
stjórnin þrjár þyrlur. sem
átti að nota við póstflutn-
inga til fjallahéraðanna“,
segir Hajj Noury, „en synir
Imamsins notuðu þyrlunar
til skemmtiferða, og þær eyði
lögðust allar. Sú síðasta
þeirra nauðlenti í þorpinu
Buraa, en þangað er ekki einu
sinni hægt að komast á ösn-
um. Til að viðhalda húsdýra-
stofninum, verða þorpsbúar
að sækja kálfa og folöld lang-
ar leiðir og bera á bakinu
heim“.
Gamli maðurinn var ekk-
ert hrifinn af þeirri nýlundu
að ætla að nota þyrlur undir
póstinn. „Ég vil heldur nota
fæturna. Mér finnst allt það
gamla bezt — jafnvel fötin.
sem ég er í eru 25 ára gömul.
¥>eykjavíkurborg fær sífellt
á sig meiri stórborgar-
svip og jafnframt fylgja í
kjölfar útþenslu og stækkun
ar borgarinnar margvísleg
vandamál, sem einkenna
stórborgir erlendis. Eitt
þeirra er það, að greinilegt
er að dýrara er að lifa í
Reykjavík en á flestum öðr-
um stöðum á landinu. Megin-
orsök þess er sú, að húsnæðis-
kostnaður er hér mun hærri
en annars staðar og má jafn-
vel telja víst, að bygginga-
kostnaður sé hærri í Reykja-
vík en til dæmis í Hafnar-
firði. Þetta byggist sjálfsagt
á því að í Reykjavík er meira
byggt og meiri eftirspurn eft
ir vinnuafli til bygginga en
annars staðar, en sú eftir-
spurn skapar hærra verðlag
á þeirri þjónustu, sem þar er
um að ræða.
Vandamál byggingariðnað-
arins koma auðvitað skýrast
fram í höfuðborginni, þar
sem byggingaframkvæmdir
eru mestar, en þó eru þau
vandamál sjálfsagt mjög á-
þekk í þéttbýlinu alls staðar
á landinu og undirstrika óhjá
kvæmilega þá staðreynd að
skipulag byggingariðnaðarins
er ekki eins gott og æskilegt
væri. Byggingar íbúðarhúsa
hér á landi fara annað hvort
fram á þann veg, að einstakir
byggingameistarar eða til-
tölulega lítil byggingafyrir-
tæki byggja nokkrar íbúðir
í einu og selja fokheldar eða
tilbúnar undir tréverk, eða
þá á hinn veginn, að margir
einstaklingar sameinast um
byggingu fjölbýlishúsa. Hvor
leiðin sem valin er skiptir
ekki máli, því að í báðum til-
vikum reka byggjendur sig á
skipulagsleysið í byggingar-
iðnaðinum og eltingarleik-
inn við alla þá sem þurfa
að leggja hönd á plóginn til
þess að fullgera eina íbúð
þekkja allir þeir, sem byggt
hafa.
Það er því engum vafa
bundið, að það mundi verða
öllum almenningi kærkomn-
asta kjarabótin, ef róttækar
aðgerðir yrðu gerðar til þess
að koma byggingamálum á
skynsamlegri grundvöll en
nú er. Það á ekki aðeins við
um aukin lán til húsbygginga
eða lækkun byggingakostn-
aðar heldur, og ekki sízt að
breyta skipulagi byggingar-
iðnaðarins á þann veg, að
starfskraftar hans nýtist bet-
ur en nú er og samræming
verði meiri í fra.iikvæmd-
um.
Megin forsenda þess að svo
geti orðið er vafalaust sú, að
hér rísi upp stór og öflug
byggingafélög, sem hafi yfir
að ráða nægilegu fjármagni
til þess að beita fullkomn-
ustu tækni við byggingafram
kvæmdir og að þær tækni-
framfarir komi húsbyggjend-
um sjálfum að gagni, en ekki
aðeins byggingamönnum.
Hugsanlegt er, að slík bygg-
ingafyrirtæki yrðu byggð
upp í formi opinna hlutafél-
aga af hinum fjölmörgu bygg
ingameisturum og iðnaðar-
mönnum á öllum þeim svið-
um, sem húsbyggingar snert
ir þannig að hin stóru bygg-
ingafélög hefðu í sinni þjón-
ustu og væru raunar eign
þeirra manna, sem í bygg-
ingariðnaðinum starfa.
Það tekur tíma að koma á
breyttu skipulagi í þessum
efnum og ef til vill verður
það ekki gert nema að frum-
kvæði löggjafarvaldsins en
óneitanlega er hér mikið í
húfi fyrir þjóðfélagið allt og
ekki sízt þá fjölmörgu aðila,
sem jafnan munu þurfa að
standa í húsbyggingum, en
slíkt er nú mun erfiðara en
ástæða væri til, fyrst og
fremst vegna skipulagsleysis
í byggingariðnaðinum.
HAGKVÆMAR
MJÓLKUR-
UMBÚÐIR - BETRI
ÞJÓNUSTA VIÐ
NEYTENDUR
¥ gær var frá því skýrt í
•*■ Morgunblaðinu, að skip
Eimskipafélags íslalids hafa
að undanförnu gert tilraun-
ir með það, hvort ekki væri
hægt að nota einvörðungu
íslenzka mjólk um borð í
skipum félagsins, og jafn-
framt að einu mjólkurum-
búðirnar hér á landi, sem til
greina koma í þessu sam-
bandi eru tíu lítra mjólkur-
kassar frá Akureyri.
Eimskipafélagið eitt notaði
á s.l. ári samtals 85 þús. lítra
af mjólk, og þar af notaði
Gullfoss 25 þús. lítra. Af þess
ari mjólk kaupir félagið rúm
lega helming erlendis, og
meðalverð þeirrar mjólkur,
sem þar er keypt er 9 krón-
ur á lítra, eða frá 7-11 krón-
um. Gefur því auga leið, að
það skiptir nokkru máli, ef
hægt er að auka mjólkursölu
til- íslenzkra skipa verulega.
Fyrir nokkrum vikum
skýrði Morgunblaðið frá
nýrri vinnsluaðferð á mjólk,
sem nú er að ryðja sér til
rúms erlendis og gerir kleift
að geyma mjólkina sem nýja
í allt að þrjá mánuði. Þá var
á það bent. að ef slík vinnslu
aðferð yrði tekin upp hér
væri hægt að auka mjólkur-
sölu til íslenzkra skipa, og
jafnframt hugsanlegt að
hefja útflutning á mjólk fyr-
ir hærra verð en nú fæst fyr-
ir útfluttar mjólkurafurðir.
í viðtali í Morgunblaðinu
í gær kemur fram hjá starfs-
mönnum Eimskipafélagsins,
að Eimskipafélagsskipin hafa
fyrirmæli um að kaupa eins
mikla mjólk á Akureyri og
þau frekast geta, vegna þess
að einungis þar er kostur
þeirra mjólkurumbúða sem
henta í þessu sambandi.
Á sviði mjólkurframleiðslu
og mjólkurumbúða verður
auðvitað að hagnýta allar nýj
ungar, sem hagkvæmar eru
fyrir aðstæður hér á landi.
Reynslan frá Akureyri af hin
um nýju mjólkurumþúðum
þar virðist mjög góð, og í
ljós er komið, að hér er um
hentugar umbúðir að ræða
fyrir íslenzka skipaflotann.
Þess verður því að vænta, að
innan skamms verði einnig
hægt að fá mjólk keypta í
slíkum umbúðum hér á þétt-
býlissvæðinu suðvestanlands
og mjólkurframleiðendur á
þessu svæði láti ekki sitt eft-
ir liggja í aukinni og bættri
þjónustu við neytendur á
þessu sviði.
To«urimum verði
ekki veitt ívilnun
Á FUNDI hreppsnefndar Flat
eyrarhrepps hinn 28. okt. 1966,
var samþykkt í einu hljóði eftir
farandi tillaga:
„Hreppsnefnd Flateyrarhrepps
telur fráleitt að nokkur ívilnun
til veiða verði veitt togurum
innan núverandi fiskveiðiland-
helgi, einkum frá Snæfellsnesi
að Horni.
Jafnframt telur hreppsnefndin
að vinna beri að því, að íslenzk
fiskveiðilögsaga út af Vestfjörð
um verði stækkuð svo sem kost
ur er á“.