Morgunblaðið - 10.11.1966, Side 17

Morgunblaðið - 10.11.1966, Side 17
Fimmtudagur 10. rv8v. 1960 MORCUNBLADIÐ 17 r Umiangsmikil kynning n Noíðnrinndamat d heims- sýningunni í Knnada 1967 NORÐURJLANDASKÁLINN er kannski ekki sá allra skemmti- legasti í hópi þessara furðu- skála, sem eru að rísa á heims- sýningarsvæðinu í Montreal. En hann er bæði hentugur og ódýr. Og við höfum nú þegar náð nruklum árangri í að vekja at- hygli. Norðurlöndin urðu fyrst til að byrja byggingarfram- kvæmdir og ljúka skálabygg- ingu sinni, fyrst til að táka þar á móti gestum, fyrst til að fá kynningarþátt í sjónvarpi og nú fyrst til að kynna veitinga- hús sitt og Norðurlandamat, um Norður-Ameríku. Svo að enn sem komið er höfum við haft meira upp úr þessu en aðrir. Hvað svo sem verður, þegar allar stórþjóðirnar með skála sína og matsali koma í kynn- ingarkapphlaupið. Þessi ummæli viðhafði Scheel, aðalræðismaður Dana í Kanada, við fréttamann Mbl., er hitti hann að máli á skrifstofu hans í fyrri viku. En hann hefur ásamt fulltrúum hinna Norður- landanna unnið mikið starf i sambandi við þátttöku Norður- landa í heimssýningunni í Montreal. Norðurlandaskálinn er risinn á bezta stað á eyjunni St. Helenu á árbakka St. Lawrence fljóts. Þetta er ferhyrnd bygg- ing með skyggnisþaki og viðar veggjum á stálsúlum, sem lyfta skálanum upp yfir fyrirhugað- an höggmyndagarð. Teikningin er gerð sameiginlega af 5 arki- tektum, þar á meðal Skar-p- héðni Jóhannssyni. Á heimssýn- ingu, sem á að fjalla um mann- inn og heiminn hans, eins og það er orðað, ætla Norðurlönd- . in að sýna gott dæmi um sam- stöðu manna og frændþjóða með sameiginlegum skála land anna fimm. Á fyrstu hæðinni kynna þau samstarf sitt og hlutverk í alþjóðamálum, en sérdeildir eru fyrir hvert land anna á hæðinni fyrir ofan. Kýs hver þjóð sér þar að viðfangs- efni eitthvað, sem hún hefur afrekað í landi sínu, og sker sig úr því sem aðrir gera. — Þó að þetta sé eingöngu kynning á löndum og þjóðum og ekki sölusýning, þá vilja þeir sem að skálanum standa gjarnan fá eitthvað raunhæft í aðra hönd, þó ekki væri nema til að hafa svolítið fyrir kostn- aðinn, sem í er lagður. Og þá er helzt að kynna framleiðsluvör- ur landanna í veitingasölunum, eins og Erik Palsgaard, fram- kvæmdastjóri SAS-veitinga- rekstursins, orðaði það. En það fyrirtæki hefur tekið að sér að standa fyrir veitingum í Norð- urlandaskálanum. í skálanum verður fyrsta flokks veitinga- staður fyrir 160 manns, 70 gesta setustofa með bar og 170 manna sjálfsafgreiðslusalur. Þarna má gera ráð fyrir að hundruð manna smakki daglega á mat- vörum og drykkjarföngum frá Norðurlöndum. Og Palsgaard kann vissulega sitt fag, enda hefur hann yfir að ráða nærri 1000 manna starfs liði í eldhúsum í flughöfnum i 10 stórborgum, þar sem útbúri- York, þar sem hann hafði sama fulltrúa sinn á staðnum og nú, Georg Engström að nafni. Mánudaginn 31. október hóf hann augýsingaherferðina fyrir Norðurlandaskálann í Montreal, fyrstur af öllum veitingamönn- um. Þangað var boðið yfir 100 blaðamönnum og sérfræðingum um matvörur frá Kanada og Bandaríkjunum og 100 öðrum gestum. Og í mikilli veizlu í Norðurlandaskálanum á sýn- ingarsvæðinu fengu þeir að kynnast réttum frá Norðurlönd unum fimm. Þá veizlu sátu m.a. Gavreau ræðismaður íslands í Montreal, Jón Friðrikssön, tæknifræðingur, og frúr þeirra og undirritaður fréttamaður Morgunblaðsins. Aðalveitingasalurinn í Norð- urlandaskálanum hefur hlotið nafnið „Miðnætursól“. Þar á geysistórt og sérstaklega smíðað „kalt borð“ með innbyggðum hita- og kælihólfum, að verða aðalaðdráttaraflið. í kynningar Norðurlandaskálinn er risinn á heimssýningarsvæðinu. ar eru máltíðir fyrir 27 flug- félög, og fyrirtækið rekur auk þess 15 veitingahús í Kaup- mannahöfn, Osló og Stokk- hólmi. Reynslu af veitinga- rekstri sem þessum hefur hann einnig frá sænska sýningarskál- anum á heimssýningunni í New veizlunni skörtuðu á kalda borð inu 57 réttir frá Norðurlönd- um. Þar mátti t.d. sjá rækjur, reyktan ál og lax, hreindýra- steik, reykt lambakjöt, kjöt- bollur, þorskatungur, osta og ýmsar kökur, að ógleymdum fjc’breyttum síldarréttum. Tók ,,Kait borð , sem blaðamonuum fra Kanada og Bandaríkjunum og fleirum var boðið upp á í Norðurlandaskálanum, Erik Palsgaard með matseðilinn. Síldarréttir á borðum. ans, Gunnars J. Friðrikssoncu:, í sambandi við sýninguna, haft mikið fyrir að ná þeim saman. Sagði hann að ekki fyndist nein íslenzk stúlka þar um slóðir, sem ætti peysuföt eða upphlut. Að auki tóku fallegar flugfreyj- ur frá SAS á móti gestum, og settu allar þessar broshýru nor- rænu stúlkur sinn svip á veizl- una, sem tókst mjög vel. Voru farnar að birtast greinar um hana og norrænan mat, sem hægt yrði að fá í Norðurlanda- skálanum meðan á heimssýn- ingunni stæði, í blöðum, út- varpi og sjónvarpi. Er ekki vafamál að rétt hefur verið að hefja þessa kynningu 6 mánuðum áður en sýningin opnar, því 70 lönd ætla að kynna mat og drykk þjóða sinna í skálum sínum. Reiknað er með að 185 þúsund manns muni borða á sýningarsvæðinu dag hvern frá 28. apríl til októ- berloka og keppni verður hörð um hylli þessa fólks. T.d. ætla Rússar að hafa sæti fyrir 1500 gesti í veitingaskála sínum, flytja að heiman 42 matsveina til að elda ofan í þá og koma með 10 tonn af kavíar til notk- unar þarna. Og strandbúar Kanada ætla að hafa mikla kynningu á sjávarréttum, og selja t.d. humarmáltíðir undir verði, eða fyrir 2 dollara, svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta til gamans, að Erik Palsgaard, sem nú rekur umfangsmesta veitingarekstur á Norðurlöndum með 112 millj. danskra króna umsetningu á sL ári, byrjaði feril sinn sem sjó- maður og sigldi þá m.a. til ís- lands. Hann var stýrimaður á flutningaskipum. „Það var rétt eftir stríð og þá var ekki gam- an að vera danskur sjómaður í höfn í Vestmannaeyjum eða Keflavík“, sagði hann. Eftir það gerðist hann siglingafræðingur í flugvélum, þá stjórnandi sigl- ingafræðideildar á flugvelli, síð an stöðvarstjóri í Tel Aviv og Bangkok og nú framkvæmda- stjóri alls veitingareksturs SAS. Hefur hann þrefaldað umsetn- inguna síðan 1963. Þykir það hið mesta ævintýri, svo sem líf þessa unga manns allt. Það veröur semsagt sjómaðurinn óvelkomni frá því fyrir 20 ár- um, sem nú mun kynna íslenzk an mat á heimssýningunni í Momreal á næsta ári. Noiuurlandaskálinn er fyrir nokkru tilbúinn að utan, svo sem fyrr er sagt. En verkamenn vinna nú að innréttingum. Opið er undir skálann neðst og list- iðnaður sýndur þar í glerköss- i t amhald á bls. 22 Palsgaard sérstaklega fram í ræðu sinni ,að auðvitað væru þeir allir úr Íslandssíld. Með þessu drukku menn danskt öl og ákavíti frá Norðurlöndum, sem ýmsum vestra þótti gör- óttur drykkur. Eiga þessi drykkjarföng einnig að vera á boðstólum í vínstúkunni. Kvaðst Palsgaard gjarnan vilja hafa ís- lenzkt brennivín með síldinni, en þrátt fyrir ítrekuð skrif til Áfengisverzlunarinnar hafi hann ekki fengið neitt svar um það. Annars kvað hann ekki endanlega gengið frá matseðl- inum fyrir heimssýninguna. Auk „kalda borðsins" mundu verða á obðstólum ýmsir heitir réttir, og smáréttir, svo sem smurt brauð o.fl. Hann ætti t.d. alveg eftir að fara til- fslands og kynnast betur mat þaðan. Um 75% af 100 manna starfs- liði við veitingasöluna í Norð- urlandaskálanum verða Norður landabúar, og er íslenzka fram- kvæmdanefndin þegar búin að auglýsa eftir þjóni, ungþjónum og buffetdömu. Fyrir kynningar veizluna komu frá Norðurlönd- um 4 yfirmatsveinar úr SAS- eldhúsum og útbjuggu matinn, ásamt öðru starfsliði. Og safnað hafði verrð saman öllum ungum stúlkum af Norðurlandaættum í Quebeckfylki, sem höfðu yfir þjóðbúningi að ráða, og gengu þær um beina. Hafði Jón Frið- riksson, sem hefur verið þarna fyrir vestan persónulegur full- trúi íslenzka framkvæmdastjór- MATUR I „MIBNÆTUR- SÖL“ I MONTREAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.