Morgunblaðið - 10.11.1966, Page 21
Fimmtudagur lö. nðv. 1968
MORGUNBLAÐIÐ
21
FRÁ AE.ÞINGH
mÍmÆ
TímgKtærf að hefjg rekstur
lýsMSverlcsmiðiu
í FYRIRSPURNATIMA samein-
aðs Alþingis bar Skúli Guð-
mundsson (F), fram fyrirspurn,
sem hann flytur ásamt öllum
þingm. Norðurlandskjördæmis
vestra, um það, hvað frétta væri
af rannsókn þeirri, sem samkv.
ályktun Alþingis var hafin 1965,
á því, hvort tímahært væri að
byggja lýsisherzluverksmiðju
hér á landi.
Eggert G. Þorsteinsson (A),
sjávarútvegsmálaráðherra, svar-
aði fyrirspurninni og sagði:
Vegna þessarar þingsályktun
ar ritaði ráðuneytið bréf t,il
stjórna síldarverksmiðjanna og
fól þeim að kanna málið. Þær
hafa síðan haft þetta mál til at-
hugunar, en vegna anna var Jón
Gunnarsson, verkfr., ráðinr. til
verksins. Hann hefur nú skilað
skýrslu um málið, og hefur rík-
isstjórnin beðið umsagnar Efna-
hagsstofnunarinnar.
Jón telur það timabært að
stofnuð verði lýsisherzluverk-
smiðja. Afurðir muni seljast og
rekstur hennar muni verða hag-
kvæmur og verksmiðjurnar fái
greiðari aðgang með sölu afurða
en nú selji þær um 80% þeirra
til sama aðila. Þá muni fslend-
ingar fá meiri reynsiu i úr-
vinnslu afurðanna, og jafnframt
skapist möguleiki á útflutningi
smjörlíkis.
Jón Gunnarsson telur hag-
kvæmast að staðsetja verksm.
í nágrenni Rvk. Þvi til stuðnings
telur hann, að hægara verði rr.eð
ráðningu tæknifræðinga, einnig
séu hér lægri rafmagnsverð og
lægri farmgjöld, auk þess sé haf
íshætta fyrir Norður- og Aust-
urlandi. Þá telur hann og, að
lýsisherzluverksmiðjan geti lát-
ið smjörlíkisgerðunum í té hrá-
efni, ef hún væri í nágrenni
Rvk.
Einar Olgeirsson (K): Með
hvaða stærð er reiknað í skýrslu
Jóns Gunnarssonar? Ég tel það
undarlegt að staðsetja eigi verk
smiðjuna í nágrenni Rvk, erida
tel ég að hún eigi að framleiða
fyrir erl. markað en ekki ísl.
Unilever-hringurinn einokar að
vísu allan markað í V-Evrópu,
en við eigum að keppa við hann.
Það er þessi hringur, sem kaup
ir 80% af síldarlýsi okkar, og
hann ákveður að mestu verðið
á síldarlýsi.
Ragnar Arnalds (K): Hér ct
stórmál á ferðinni og vonandi
tekst að stofna þessa verksmiðju
enda tímabært að við hættum
að vera eingöngu hráefnisfram-
leiðendur á lýsi. Ég tel, að eins
margt, ef ekki meira, mæb á
móti staðsetningu verksmiðjunn
ar í nágrenni Rvk. t.d. íjarlægð
frá hráefni.
Eggert G. Þorsleinsson (A):
Ég vil taka það fram, að þetta
voru aðeins skoðanir Jóns Gunn
arssonar sem ég las upp, en ekki
skoðanir rikisstjórnarinnar.
Hún hefur falið Efnahagsstofn-
uninni að segja álit sítt og síð-
an mun stjórnin taka sínar
ákvarðanir. Samkvæmt skýrslu
Jóns, leggur han til, að verk-
smiðjan verði miðuð við 50
tonna lýsisvinnslu á dag.
Einar Olgeirsson (K): Þessi
verksmiðja kemur ekki til með
að vinna úr nema einum fimmta
af framleiðslu síldarverksmiðj-
anna, og tel ég það allt of lítið.
Við eigum að byrja stórt og
hefja slag við Unilever um mark
aðinn. Við erum einn stærsti
framleiðandi á síldarlýsi í heim
inum og stöndum því vel að
vígi, og þótt erfitt verði kannski
í byrjun, þá verðum við að taka
því, annars er stríðið tapað.
— Alþingi
Framhald af bls. 12
þegar frv. var samið lágu ekki
fyrir upplýsingar um tolla og
aðflutningsgjald af sjónvarps-
tækjum, en nú liggja þær fyrir
og því hægt að gera áætlanir
samkv. því. Menntamálaráð mun
leggja till. fyrir fjárveitinga-
nefnd, að hún taki til meðferðar
byggingu stöðva á Skálafelli og
Vaðlaheiði á næsta ári, og komi
það inn í frv.
Eysteinn Jónsson (F). Ég vil
lýsa ánægju minni yfir byrjun
ísl. sjónvarpsins og mín skoðun
er sú að það eigi að sigla undir
fullum seglum til allra landsm.
Fjárhagur sjónvarpsins er glæsi
legur, sem sést á því að Rvk,-
stöðin verður skuldlaus um ára-
mót. Við eigum strax að ráðast
í byggingu allra stöðvanna, enda
er það ákaflega vel viðráðan-
legt það þarf aðeins að taka
nokkra tugi milljóna að láni,
sem sjónvarpið ætti vel að geta
greitt. Þetta þyrfti að athuga
núna í sambandi við afgreiðslu
fjárlaga, og ég vona að samkomu
lag verði um þessa stefnu.
Þórarinn Þórarinsson (F) Ey-
steinn sagði margt af því sem ég
ætlaði að segja, en ég vil þó taka
fram að ég er á móti því að
tolltekjur verði látnar standa
undir kostnaðinum við uppbygg
ingu sjónvarpsins.
Þá vil ég spyrja menntamála-
ráðherra hvort nokkuð hafi
rætzt úr deilu tæknifræðinga
sjónvarpsins og forráðamanna
þess og eins hvort sjónvarpið fái
að fjölga starfsmönnum sínum.
Þá vil ég og spyrja að því hver
afnotagjöld verði.
Þorvaldur G. Kristjánsson (S)
Spurningin er sú hvað fljótt sjón
varpið nái til landsmanna og
hve mikið það kosti. Menntamála
ráðherra sagði að stofnkostnaður
Bvk.-stöðvarinnar væri um 80
imillj., en hefði
hins vegar verið
áætlaður um 30
j millj. en þá var
ekki meðreikn-
aður rekstrar-
kostnaður, sem
varð.
Líklega mun
sjónvarp það
sem eftir er
kosta um 180 millj. og mun það
ná tl um 80. þús. manns. Ef gert
er ráð fyrr að 10% kaupi tæki
verða tolltekjur um 60 millj. og
og eru þá eftir 120 millj. þannig
að með áfnotagjöldum, tvö til
þrjú þúsund, ættu þessi 80 þús.
manns vel að geta staðið undir
þessu.
Það er einnig augljóst, að það
á að taka þetta mál föstum tök-
um og ákveða á hve löngum tíma
sjónvarpið nái til allra lands-
manna. Sjónvarpsnefndin gerði
ráð fyrir tveimur áætlunum, 5
og 7 ára, og tel ég, að miða eigi
við fimm ára áætlunina.
Ölafur Jóhannesson (F): Ég
læt í ljós ánægju mína og tek
undir með öðrum þingmönnum
að hraða beri útbreiðslu sjón-
varpsins. Hins vegar vil ég leggja
fyrir menntamálaráðherra nokk-
rar fyrirspurnir sem eru þessar.
Með hvaða hætti er gert ráð fyrir
að sjónvarpið nái til Húnavatns
sýslu og Skagafjarðar og hvort
ekki sé að vænta frv. um sjón-
varpið enda hafa dómstólar litið
svo á að útvarpslögin nái ekki
til sjónvarpslaga í öllu tilliti.
sbr. sjónvarpsmálið í Vestmanna
eyjum.
Gylfi Þ. Gíslason (A): Varð-
andi fyrirspurnir hv. 5. þm. Rvk.
vil ég svara, að unnið er að þess
um málum. Ákvörðunar um af-
notagjald er að vænta eftir mið-
bik þessa mán. og vil ég geta
þess, að samkv. áætlun er miðað
við að sjónvarpið verði 4 st. á
dag 6 daga vikunnar. Varðandi
fyrirspurnir hv. 1. þm., Norður-
landskjördæmis vestra vil ég
segja það að sendingar til Húna
flóasvæðis og Skagafjarðar munu
fara í gegnum Stykkishólmsstöð
ina, en ég mun gera nánari grein
fyrir því á eftir. Næstu daga
verður lagt fram frv. um breyt-
ingu á útvarpslögunum til sam
ræmingar við stofnun sjónvarps-
ins.
Lánveitingar hafnar
Ér byggingasjóði
EINAR Ágústsson bar fram fyr-
irspurn á sameinuðu þingi í
gær um það, hvort hafnar væru
lánveitingar úr byggingasjóði.
Eggert G. Þorsteinsson, félags-
málaráðherra, svaraði og sagði,
að þær væru hafnar. Þá gat ráð
herra þess, að nú lægju fyrir
563 umsóknir um framhaldslán
að upphæð 79,4 millj., 311 sæktu
um ný lán að upphæð 43,5 millj.,
nýjar umsóknir væru 283 að upp
hæð 488 millj. og sérstök Ján
að upphæð 8 millj. Samtals
væru þetta 1342 umsóknir að
upphæð 168,8 millj. Ráðherra
gat þess einnig, að tekizt hefði
að standa við alla lánaskilmála
við verkalýðshreyfinguna, sem
ríkisstjórnin hétr í samningun-
um 1964 og 1965.
Á síðastliðnu ári voru lánaðar
274,2 milljónir úr byggingar-
sjóði, en nú væri þegar búið að
afgreiða 241,8 millj. og við bætt
ust að minnsta kosti 125 milij.,
þannig að á þessu ári yrðu lán-
veitingar a.m.k. 367 millj.
Þá gat ráðherra þess, að sam
kv. lögum hækkuðu lánin í hlut
falli við byggingarvísitölu, þó
ekki minna en um 15 þús. á ári,
og yrðu lánin því 340 þús. á
þessu ári.
- I.O.G.T. -
Stúkurnar Einingin, Frón
og Verðandi .
halda sameiginlegan fund í
G.t.-húsinu, þriðjudagskvöld-
ið 22. nóv. kl. 8,30. Dagskrá
auglýst síðar. — Samstarfs-
nefnd.
Stúlkur vantar
í mötuneyti Héraðsskólans í Reykjanesi við ísafjarð
ardjúp. Upplýsingar gefur skólastjórinn á staðnum
Símstöð: Skálavík.
Stúkan Freyja nr. 218
Fundur í kvöld kl. 8.30 í Góð-
templarahúsinu.
1. Inntaka.
2. Tekin ákvörðun um hækk-
un félagsgjalda.
Hagnefndaratriði: Séra Árelí-
ur Níelsson, sjálfvalið efni.
Kaffi eftir fund.
Eerbergi óskost til leigu
Ungan, reglusaman mann vantar herbergi.
Uppíýsingar í síma 38497 eftir kl. 8 á kvöldin.
Vélctæknifræðingur
óskar eftir atvinnu. Lauk prófi frá Odense Teknik-
um í október sl. — Upplýsingar í síma 50221 milli
kl. 4 og 7 e.h. næstu daga.
Ný sending enskar
vetrarkápur og
nælonpelsar
með loðkrögum.
líápu- og dömubúðin
Laugavegi 46.
Stúlka óskast
Góð ensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. -
Umsóknareyðublöð hjá Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna.
Óskum eftir skrifstefustúlku
með nokkra kunnáttu í málum og vélritun. Við-
komandi þarf að geta starfað nokkuð sjálfstætt.
Laun fara eftir menntun og reynslu. Umsóknir
sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld nk., merkt-
ar: „Sjálfstætt skrifstofustarf — 9918“.
Ulpur
Herraúlpurnar með
prjónakrögunum
komnar aftur í stærð-
unum: 52 og 54.
Regnhelt ytra byrði.
Vatterað fóður.
Verð kr. 695
..liiliun inmmuiti'iii ■iuiuinmnnn m im n m.m.....
.•■>)■>>. i.i.ii .......................msm...................
-----ll.l.tltlf.
'ÍHlMftllHll.iMIMffMfffffMMI
T Mamannaskálanum — Miklatorgi.
Akureyri.