Morgunblaðið - 10.11.1966, Page 22

Morgunblaðið - 10.11.1966, Page 22
22 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 10. nóv. 1966 Af hrærðum huga þakka ég Garðbúum, sem búsettir eru hér í byggðarlaginu, og öllum öðrum fyrir þær rausnarlegu peningagjafir, sem þeir hafa sent mér vegna brunatjóns, sem ég varð fyrir 5. okt. sl. — Hjartanlega þakka ég frú Helgu Þorsteinsdóttur og konum úr Slysa varnadeild kvenna í Garði, sem stóðu að þessari fjár- söfnun. Einnig flyt ég öllum hjartans þakkir fyrir auð- sýndan vinarhug í veikindum mínum, með heimsóknum til mín á sjúkrahúsið, blómum, gjöfum og margháttaðri hjálpsemi. —< Það hefir verið óumræðanlegur styrkur fyrir mig í erfiðleikum mínum, að finna þennan hreina mannkærleika streyma til mín úr öllum áttum. Guð blessi ykkur öll. Pálína H. Þorleifsdóttir, Nýlendu, Garði. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig á sextugs afmæli mínu 29. okt. með heimsóknum, gjöfum og árnaðaróskum. — Lifið heil. Björn Lárusson, Fitjarmýri. Mínar innilegustu þakkir til allra, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmæl- isdegi mínum, 3. nóvember sl. — Guð blessi ykkur öll. Ólafur Jónsson, Akranesi. Faðir minn, ÁMUNDÍNUS JÓNSSON andaðist að Elliheimiiinu Ási, Hveragerði, þann 8. þ.m. Útförin auglýst síðar. Haraldur Ámundínusson. Konan mín, LÁRA ÓLAFSDÓTTIR Urðarbraut 3, Smálöndum, lézt 7. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar. Hinrik B. Ólafsson. > Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON kaupmaður, Flókagötu 21, andaðist í Borgarspítalanum, þriðjudaginn 8. þ. m. Sveinbjörg Klemensdóttir og synir. Hjartkær eiginmaður minn, ÁRNI ÓLAFSSON Njálsgötu 74, andaðist 8. þ. m. á Landakotsspítala. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Anna G. Guðmundsdóttir. Eiginmaður minn, KRISTJÁN SIG»j«DaSON Þórshamri, Skagaströnd, er lézt 3. nóvember sl. verður jarðsettur frá Skaga- strandarkirkju, laugardaginn 12. nóvember kl. 2 síðdegis. Unnur Bjömsdóttir. Útför föður okkar og tengdaföður, BENEDIKTS G. WAAGE heiðursforseta I. S. I. fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. nóvember kl. 10,30 f.h. Helga Weisshappel, Kristín og Gunnar Gíslason, Magnea og Einar B. Waage. Jarðarför mannsins míns, GUÐJÓNS E. SVEINSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. nóvember, kl. 13,30. — Þeim er vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Jóna Jóhannesdóttir og fósturböm. Útför, ARA GUÐMUNDSSONAR skósmiðs frá Höfn í Hornafirði, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 12. nóv. og hefst athöfnin kl. 10,30 f.h. — Athöfninni í kirkjunm verður útvarpað. k Vandamenn. Hans Jepsen, yfirmatsveinn í SAS eldhúsinu í Osló, sker hrein dýrasteik fyrir danska flugfleyju. Stúlka í norskum þjóðbúningi horfir á. — Matur 1 — „Miðnætursól" Framhald af bls. 17 um. Farið er með rennibraut upp á fyrstu hæð, þar sem verður sameiginlega deildin fyrir öll Norðurlöndin og veit- ingasalir, bæði loftkældur salur og útiveitingahús, sem snýr út að St. Lawrencefljóti með út- sýni yfir borgina. Þaðan má halda áfram með rennibraut upp á þriðju hæðina, í sérdeild ir Norðurlanda, þar sem ísland hefur 115 ferm. sal, en hinir 450 ferm. Vinna færustu innan- hússarkitektar að því að út- búa deildirnar. Danir ætla að sýna „manninn sem hráefni", þ.e. hvernig Danir framleiða gæðavörur í hráefnasnauðu landi. Svíar ætla að túlka sitt velferðarríki. Norðmenn munu segja frá afrekum sínum í sam- bandi við vatn og sjó. Og ís- lendingar munu ætla að sýna umheiminum hvernig þeir hafi komið sér fyrir í eldfjallalandi og tekið jarðvarma í þjónustu sína. Laugavegi 33. Á Expo 67, eins og heims- sýningin í Montreal er nefnd, verður vissulega keppt um at- hygli hinna 30 milljóna gesta, sem reiknað er með að komi þangað. En allir þurfa þeir eitt hvað að borða, eins og einn starfsmaðurinn sagði. Og 70 veitingastaðir ætla að reyna að freista hvers og eins. Þar þykj- ast Norðurlandamenn heppnir, því þeir telja sig vera á bezta stað, nálægt hinum miklu skál um, er sýna vísindaafrek manns ins og munu hafa mikið að- dráttarafl og svonefndu „þjóða- torgi“ ,þar sem fólk streymir að á hátíðisdögum. Og þeir sem að veitingarekstrinum standa ætla vissulega ekki að láta sitt eftir liggja og bjóða upp á það bezta frá Norðurlöndunum. E. P' — Kísilvegur Framhald af bls. 14 þessa máls. Ein veigamesta mótbáran, sem borin hefur verið fram gegn efri leiðinni er sú, að með þvi að fara þá leið kljúfi vegurinn Reykjahlíðarhverfið frá væntan- legu kísiliðjuþorpi, sem rísa á í hrauninu austur af Reykjahlíð. Það skal fúslega játað, að hér er um ókost að ræða, en það er skoðun mín, að hann sé hvergi nærri svo mikill, að hann rétt- læti þau náttúruspjöll, sem veg- arlagning milli vatns og byggð- ar hlýtur að hafa í för með sér. Þennan vanda mætti líka leysa með því að fara þriðju leiðina með veginn, en sú leið væri sennilega sú langæskilegasta. Hins vegar sá Náttúruverndar- ráð sér ekki fært að benda á þá leið þar sem lagning hins nýja vegar austan Reykjahlíðar var þegar hafin. Þessi þriðja leið felst í því, að fara með veginn frá verksmiðjunni í Bjarnarflagi vestur yfir hæða- drögin norðan Reykjahlíðar og ofan (norðan) við bæði kísiliðju þorpið og Reykjahlíðarbyggð- ina. Mér er ekki kunnugt um, hvort vegarstæði á þessum slóð- um hefur nokkurn tíma verið kannað til hlítar, en ef þessi leið hefði þegar í upphafi verið valin, hefði hún allan vanda leyst, og jafnframt hefði þeirri viðurkenndu reglu verið fylgt, að bægja beri vegum, sem ætlaðir eru til þungaflutninga, frá þéttbýli. Mörgum kann ef til vill að finnast, að hér sé fullmikið veður gert út af lagningu stutts vegarspotta í Mývatnssveit, en mikilvægi þessa máls er samt meira en flesta grunar. Hér er einfaldlega um það að ræða, hvort taka á tillit til náttúru- verndarsjónarmiða í s ambandi við mannvirkjagerð hér á landi. Hingað til hefur það ekki verið gert. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Nýkomið, hollenzkar telpna peysur og stretsh-buxur Falleg og góð vara. Hollenzku dömuúlpurnar með loðskinnsbrydduðu hettunum komnar aftur. — Síðasta sending seldist upp á fáum dögum. — Ódýrar — vandaðar. Laugavegi 31. Sinfóníuhljómsveit íslands Ríkisútvarpið Sunnudagstónleikar i Háskólabíói sunnudaginn 13. nóvember kl. 15. Stjómandi: Bohdan Wodiczko. Einleikari: Ladislaw Kedra frá Póllandi. Á efnisskrá er m.a. Píanókonsert og Rhapsody in Blue eftir Gershwin og lög úr West Side Story. Aðgöngumiðar eru seidir í bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri og bókaverzl un Sigfúsar Eymundssonar. Til sölu 26 lesta véihátur Allur nýendurbyggður með nýlegri aðalvél. KRISTJÁN EIRÍKSSON, HRL. Fasteignasala — Skipasala. Laugavegi 27. — Sími 14226. Husnæði óskast Vil kaupa eða leigja hús í nágrenni Reykjavíkur, helzt í Vatnsendalandi. — Upplýsingar í síma 60032.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.