Morgunblaðið - 10.11.1966, Side 23

Morgunblaðið - 10.11.1966, Side 23
Fimmtudagur 10. n5v. 1968 MORGUNBLAÐIÐ 23 Samvinna Krags og Aksels Larsens? DÖNSKU blöðunum verður að vonum tíðrætt um þingrofið, sem ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku og kosningar þær, sem fram eiga að fara hinn 22. þ.m. Á meðal þess, sem hvað mesta athygli hefur vakið er það, að ýms dönsku blaðanna halda þvi fram, að kosningunum loknum muni hefjast náið samstarf sósíaldemó krata og sósíalístíska þjóðar- flokksins, flokks Aksels Larsens. Þannig sagði blaðið Informa- tion á fimmtudaginn var, að í ríkisstjórninni væri þegar vilji fyrir hendi til þess að taka upp pólitískt samstarf við sósíalist- íska þjóðarflokkinn, en ekki, að það yrði tekin upp stjórnarsam- vinna við hann. Blaðið B.T. segir enn fremur s.l. föstudag, að strax á öðrum degi kosningabaráttunnar hafi komið í ljós viðhorf, sem værl í fullkominni andstöðu við fyrra viðhorf sósíaldemókrata t.il sósíalistíska þjóðarflokksins og verið hefur ráðandi árum saman, þ.e. að þessir flokkar muni nú taka upp samstöðu. B.T. skírskotar til viðtals, sem varaformaður sósíaldemókrata, Hans Rasmussen og Aksel Larsen áttu við Kristilegt Dagblad, þar sem þeir segja báðir, að tími sé til kominn að flokkarnir taki upp samstarf. Hundruð þúsunda Hindúa í; Nýju-Delhi með helga menn: í broddi fylkingar efndu á ■ mánudaginn var til mót- : mælagöngu, í því skyni að ■ mótmæla slátrun kúa, en: víða í Indlandi er á þeim ■ mikil helgi. Myndin hér að : ofan er frá þessum óeirðum ■ og sýnir lögreglumenn reka C einn hinna helgu manna; næstum nakinn á undan sér C j í áttina að lögreglubíl. Að ■ C minnsta kosti 7 manns biðu" ...................... Montevideo, 8. nóv. AP. RÍKISSTJÓR.N Uruguay gaf í dag allri verzlunarnefnd Austur- Þýzkalands í landinu 10 daga frest til þess að yfirgefa landið, ellegar yrði til þess beitt lög- regluvaldi. Hinn 30. september 6.1. var nefndinni veittur mánað- arfrestur í framangreindu mark miði, en síðan 10 dagar til við- bótar að viðlöfðu lögregluValdi, ef fyrirskipuninni yrði ekki hlýtt. Kosningar í Trinidad Port of Spain, Trinidad, 8. nóvember, AP. ÞJÓÐLEGI alþýðuflokkurinn (PNM) vann algjöran sigur í fyrstu almennu þingkosningun- um, sem fram hafa farið í Trini- dad og Tobago, síðan íbúarnir þar urðu sjálfstæð þjóð. Flokk- urinn, en leiðtogi hans er dr. Eric Wil'liams, forsætisráðherra, hlaut 24 þingsæti í kosningunum, Bem fram fóru á mánudag, en Lýðræðislegi verkamannaflokk- urinn hlaut 12. Alls eiga 36 þing- menn sæti á þingi landsins. Innanríkísráðherra Ind- lands segir af sér Nýju Delhi, 9. nóv. NTB. INNANRÍKISRÁÐHEBRA Ind- lands, Gulizarilal Nanda sagði í gær af sér embætti vegna hinna miklu óeirða, sem urðu í Nýju Delhi á mánudag, er átta manns létu lífið. Hefur frú Indira Gandhi, for- sætisráðherra, tekið embætti Nanda í sínar hendur og hyggst gegna því þar til fundinn hefur verið heppilegur maður í hans stað. Talið er víst, að hún muni nota tækifærið til þess að láta til sín taka ýmis mikilvæg innan- ríkismál, er hún telur, að ekki hafi verið sinnt sem skyldi, m.a. matvælaástandið í landinu. Nanda var gagnrýndur innan síns eigin flokks — Kongress- flokksins — fyrir að hafa sýnt of litla röggsemi í sambandi við hinar umfangsmiklu óeirðir, sem urðu í Nýju Delhi. Mörg hundruð þúsund Hindúar fóru þá um göt- ur borgarinnar og kröfðust banns við því, að kúm yrði slátrað. Um 1500 manns hafa verið hand t'eknir í Nýju Delhi eftir óeirð- Fjölþæft skólastarf- semi í Reykjanesi ÞÚFUM, 4. nóv. — Héraðs- skólinn og barnaskóHnn í Reykjanesi tók til starfa 15. okt. sl. og verður fullsetinn og fjöl- sóttur eins og áður. 1 héraðsskól anum og gagnfræðadeildinni verða 85 nemendur, en í barna- skólanum um 30 börn. Verður börnunum skipt í flokka, sem verða eins mánaðar námstíma í einu fyrir hvern flokk. Börn- in eru öll úr nágrenninu svo slíkt er auðvelt. Auk þess fara þau með námsefni heim. Skóla- stjóri hefur farið um til eftir- lits og heimsótt heimili og for- eldra barnanna. Er þetta góð til Rdðsteina til að bæta ríkisreksturinn, lækka tilkostnað og auka afköstin MBL. barst í fyrrad. eftirfarandi frétt frá fjármálaráðuneytinu: Fjármálaráðherra hefur boðið forstöðumönnum ýmissa stærri Btofnana og fyrirtækja, sem ríkið rekur eða á hlut að, til ráðstefnu 17.—19. nóv. nk. Verkefni ráðstefnunnar er að fhuga þær aðferðir, sem reyndar hafa verið á liðnum árum til að bæta ríkisreksturinn, lækka til- kostna’ð eða auka afköst rekstr- arins. Er ráðstefnunni ætlað að íneta árangur þessa starfs og erf- iðleika, sem kunna að hafa gert vart við sig. Ráðstefnan verður ha'ldin á vegum hinnar nýstofnuðu fjár- laga- og hagsýslustofnunar fjár- málaráðuneytisins og er ætlað að verða þeirri stofnun til stuðnings í viðleitni hennar til að koma fram umbótum 1 opinberum rekstri. Á ráðstefnunni verða flutt nokkur erindi, erlend og innlend, auk þess sem gert er ráð fyrir hópumræðum, þar sem sérstök viðfangsefni verða tekin til íhug unar. Þátttaka í ráðstefnunni er tak- mörkuð, svo að ýrnsar mikilvæg- ar greinaor ríkisrekstrar eiga ekki aðild að henni. Ætlun fjár- laga- og hagsýslustofnunar er að hlutast til um, að síðar verði haldnar sams konar umræðu- fundir um einstakar greinar ríkis rekstrarins og sérstök viðfamgs- efni þeirra, t.d. skólarekstur og opinbert eftirlit og gæzlu. högun og líkleg til góðs árang- urs. Eins og kunnugt er varð stór- bruni í skólanum haustið 1965, en það ár voru miklar nýbygg- ingar í smíðum, sem unnið hef- ur verið að í ár og nokkuð við- bótarhúsnæði fengizt í notkun, sem ljósavélar o.fl. eru hafðar í. Næsta ár er áformað endur- bygging hins brunna skólahúss svo smá saman eykst húsakost- ur skólans, enda þegar komnar myndarlegar og góðar vistarver ur til skólahaldsins. Að þessu sinni varð mikil breyting á kennaraliði skólans. Skólastjóri er nú Kristmundur Hannesson, sem verið hefur kennari þar undanfarin ár. Bók- námskennari við héraðsskólann er Magnús Pétursson, ungur og vel menntaður kennari. Þá er tímakennari við bóknám sr. Baldur Vilhelmsson. Kennari barnaskólans er Skarphéðinn Ólafsson, er kenndi þar sl. vet- ur. Kennari við bókband er Niels Bjarnason. Vélgæzlumað- ur og ráðsmaður er Guðmundur Benediktsson. Smíðakennari pilta er Sigurbjörn Samúelsson, en handavinnukennari stúlkna frú Ragnheiður Hákonardóttir. Auk þess verður um tíma í vet- ur Guðlaug Kristófersdóttir, er kennir sund. Bryti skólans er Hans Júlíusson er starfaði þar við sama sl. vetur. Páll Pálsson. irnar á mánudag. Hindúar reyndu þá að ná þinghússbygg- ingunni á sitt vald með áhlaupi og tókst ekki að stöðva það, fyrr en lögreglumenn hófu skothríð og köstuðu táragassprengjum. Um 500 þeirra, sem handteknir voru, eru úr hópi helgra manna Hindúa, en þeir voru í farar- broddi í óeirðunum. Margir þeirra voru enn fremur handtekn ir í dag, er þeir söfnuðust sam- an á ýmsum stöðum í borginui til þess að halda að nýju til þinghússbyggingarinnar. Tveir þeirra, sem særðust í óeirðunum, dóu í dag á sjúkra- húsi og hafa þá alls átta manns látið lífið í sambandi við óeirð- irnar, .en að minnsta kosti 45 særzt. Hindúar líta á kýr sem heilög dýr, er þeir dýrka sem tákn. móður og frjósemi og það er slátrun kúa, sem hleypti óeirð- unum af stað. Samkv. opinberumr fréttum var annars friðsamlegt í Nýju Dellii í dag. Afli Vestfjarða- báta í október PILTAR, =— EFÞlÐ EIGIÐ UNNUSTUNA ÞÁ Á td HRINMNfl / /fétterraer/ 8 ÍSAFIRÐI, 8. nóv. — Róðrar með línu hófust víðast hvar í byrjun mánaðarins og fengu margir bátarnir við Djúp góðan afla, en á Vestfjörðunum var mun tregari afli. Ógæftir höml- uðu þó mjög sjósókn, en þegar gaf á sjó fengust oft 8i—10 lestir í róðri af góðum fiski og komst upp í 12 lestir í róðri. Þessi afli fékkst aðallega djúpt út af Horn inu og austur við Drangál.' Dragnótabátarnir voru að mestu leyti hættir veiðum, enda lítið hægt að stunda veiðar á litlum bátum, eins og dragnóta- bátarnir eru flestir. Handfæra- bátarnir voru einnig að mestu leyti hættir veiðum. Heildaraflinn í mánuðinum varð 1648 lestir, sem er lítið eitt meiri afli en á sama tíma í fyrra. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður: Dofri aflaði 86 lestir í 13 róðrum, en afli drag- nótabátanna í mánuðinum varð 34 lestir. Tálknafjörður: Sæfari aflaði 93 lestir í 17 róðrum, en afli dragnótabátanna var aðeins 11 lestir. Bíldudalur: Andri aflaði 70 lest ir í 17 róðrum ,en dragnótabát- arnir voru allir hættir og byrj- aðir rækjuveiðar. Þingeyri: Þorgrímur var búinn að fara 6 róðra og aflaði 21 lest. Flateyri: Bragi aflaði 42 lestir í 14 róðrum og Hinrik Guðmunds son 30 lestir í 5 róðrum, en þeir reru báðir með línu. Þorsteinn landaði 14 lestum úr einum róðri. Suðureyri: Sjö bátar stunduðu veiðar með línu og 5 bátar reru stopult með handfæri. Varð heildaraflinn á Suðureyri 344 JARBSKJÁLFTI fannst í nótt í borginni Skople. Jarðskjálftinn olli skelfingu á meðal borgar- búa, en tjón varð ekkert. Upp- haf hans var í Skopledalnum og var styrkleiki hans fimmta stigs samkv. hinum alþjóðlega mæli á þessu sviði. lestir í mánuðinum. Aflahæstu línubátarnir voru Stefnir með 85 lestir í 20 róðrum; Gyllir 59 lest- ir í 16 róðrum; Vilborg 59 lestir í 17 róðrum; Friðberg Guð- mundsson 52 lestir í 10 róðrum og Jón Guðmundsson 38 lestir í 13 róðrum. Bolungarvík: Fjórir bátar reru með línu, 1 bátur var á dragnót og 13 bátar stunduðu stopult veiðar með handfæri og línu. Varð heildaraflinn í Bolungar- vík 323 lestir í mánuðinum. Afla hæstu línubátarnir voru Guðrún með 75 lestir í 24 róðrum, Húni 72 lestir í 25 róðrum, Heiðrún II 54 lestir í 9 róðrum og Einar Hálfdáns 14 lestir í 2 róðrum. Sædís landaði 20 lestum úr 10 róðrum með dragnót. Hnífsdalur: Þrír línubátar voru byrjaðir róðra og varð afli þeirra í mánuðinum þessi: Svanur 37 lestir í 6 róðrum, Pólstjarnan 47 lestir í 14 róðrum og Mímir 31 lest í 5 róðrum. ísafjörður: Fjórir línubátar voru byrjaðir róðra frá ísafirði. Varð afli þeirra í mánuðinum þessi: Guðný 112 lestir í 17 róðr- um, Víkingur II 74 lestir í 13 róðrum, Gunnhildur 58 lestir í 10 róðrum og Straumnes 38 lest- ir í 7 róðrum. Gylfi landaði 47 lestum úr 11 róðrum með drag- nót. Súðavík: Tveir bátar reru með línu frá Súðavík. Trausti landaði 49 lestum úr 13 róðrum og Freyja 39 lestum úr 13 róðrum. Hólmavík: Þaðan reri aðeins einn bátur með línu og aflaði lítið. Drangsnes: Þrír bátar reru með línu frá Drangsnesi og var Smári aflahæstur með 13 lestir í 8 róðrum. H. T. Briissel, 8. nóv. — NTB. EFNAHAGSBANDALAG Ev- rópu skortir um 750.000 verka- menn að því er fram kemur í skýrslu frá yfirstjórn bandalags- ins í Brussel í dag. Mestur er skorturinn á verkafólki í Vestur- Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.