Morgunblaðið - 10.11.1966, Side 28

Morgunblaðið - 10.11.1966, Side 28
28 MORC U N BLAÐIÐ Fimmtúdagur 10. nov. 1966 ímyndun. En svo greip hann ofsahræðsla. Með skjálfandi fingrum tók hann í læsinguna á töskunni og reif upp lokið. Skammbyssan var horfin. 7. kafli. Hann afklæddi sig í hægðum sínum, lagðist í rúmið og fór að horfa á sprungurnar í asbestin- um á hitaleiðslunni, sem lá eftir loftinu. Hann fann enn bragðið af varalitnum hennar Josette í munninum. Þessi keimur var allt og sumt, sem enn minnti hann á öryggið, sem hann hafði haft til að bera, þegar hann gekk til káetu sinnar; þetta öryggi, sem hafði eins og sópazt burt fyrir óttanum, sem hafði gripið hann og ollið upp í huga hans, eins og blóð úr skorin'ni slag- æð — ótti, sem gerði hann alveg máttlausan. Aðeins skilningar,- vitin virtust enn lifandi. Hinumegin við þilað var Mat- his að ljúka við að bursta í sér tennurnar, og svo heyrðúst stun- ur og brak, þegar hann brölti upp í rúmið sitt. Loksins lagðist hann út af, stynjandi. — Einn dagurinn frá! — Bara betra. Er kýraugað opið? — Það er víst lítill vafi á því. Að minnsta kosti stendur ein- hver andstyggðar gustur í bakið á mér. — Við viljum nú ekki láta okkur verða illt, eins og Eng- lendingnum! — Það var nú súgnum óvið- komandi. Bara sjóveiki. En hann vildi bara ekki viðurkenna það, af því að það er ekki viðeigandi fyrir Englending að verða sjó- veikur. Englendingar vilja allir telja sér trú um, að þeir séu af- skaplega sjóhraustir. Hann er skrítinn, en ég kann nú vel við hann samt. — Það er nú bara af því að hann hlustar á bullið í þér. Hann er kurteis — óþarflega kurteis. Hann og þessi Þýzkari heilsast, rétt eins og þeir væru perluvini- ir. Og það er ekki rétt. Ef þessi Gallindo .... — Við höfum nú þegar talað nóg um hann. —Frú Beronelli sagði, að hann hefði rekizt á sig í stiganum og bara haldið áfram, án þess að biðjast afsökunar. — Já, hann er andstyggðar manntegund. an: Svo varð þögn. Þá sagði kon- — Robert! — Ég er næstum sofnaður. — Þú manst, að ég sagði þér, að maðurinn hennar frú Beron- elli fórst í jarðskjálftanum? — Já, hvað um það? — Ég talaði við hana í gær- kvöld. Það er hræðileg saga. Það var alls ekki jarðskjálftinn, sem varð honum að bana, heldur var hann skotinn. — Hversvegna? — Hún vill ekki að allir viti það. Þú mátt ekki nefn.a það á nafn. — Það var í fyrsta jarðskjálft anum. Eftir fyrstu hræðsluna fór fólkið aftur heim til sin utan af ökrunum, en þangað hafði það flúið. Húsið var hrunið, svo að aðeins einn veggur var uppi- standandi, og hann gerði þeim skýli við hann úr einhverjum fjölum. Þau fundu einhvern mat, sem hafði verið til í húsinu, en geymarnir voru brotnir, svo að þarná var ekkert vatn. Eitt- hvert kunningjafólk þarna í næsta nágrenni hafði farið til Istambul. Það hús var líka í \ rúst, en þau fóru þangað til að reyna að ná sér í vatn. Þau fundu geymana og einn þeirra var enn óbrotinn. Hann hafði ekkert að flytja vatnið í, svo að hann fór að leita að einhverri krukku eða skál. Hann fann ein hverja krukku. Hún var úr silfri og var samanbeygluð af grjót- hruninu. Eftir jarðskjálftann höfðu hermenn verið sendir út til þess að koma í veg fyrir rán, en þau voru tíð, því að auðvitað lá þarna margt verðmætt innan um rústirnar. En þegar hann stóð þarna og var að reyna að rétta krukkuna úr beyglunum, kom hermaður og tók hann fast- an. Frú Beronelli vissi ekkert 25 um þetta og þegar hann kom ekki aftur, fóru þau sonur hennar að leita að honum. En þarna var allt á tjá og tundri, svo að þeim varð ekkert ágegnt. Daginn eftir frétti hún, að hann hefði vevið skotinn. Er þetta ekki hræði- lega sorglegt? — Jú víst er það sorglegt. En svona getur alltaf komið fvrir. — Ef góður guð hefði látið hann deyja i jarðskjálftanum, hefði það orðið henni léttbær- ara. En að láta skjóta hann .... En hún er mjög hugrökk. Og hún leggur ekki hermönnunum þetta neitt til lasts. Þegar allt er á svona ringuireið, er þeun ekki láandi. Þetta hefur verið guðs vilji! — Já, hann getur verið skrít- inn. Það hefur maður orðið var við fyrr! — Vertu ekki að guðlasta! — Það ert þú, sem ert að guð- lasta. Þú taiar um guð, eins og hann væri þjónn með flugna- drep í hendinni. Harin ber til flugnanna og sumar þeirra drep- ast en aðrar sleppa. Já, bölvað- ur fanturinn. Svo lemur hann aftur og þessar fara i kássu, eins og hinar, sem á undan eru gengn ar. En svona er góður guð ekki. Hann kemur ekki af stað jarð- skjálftum og slysfprum. Hann er bara í huganum . — Þú ert óþolandi! Vor^enn- irðu þá veslings konunni alls ekki neitt? — Jú, víst vorkenni ég henni. En hefur hún nokkurt gagn af því, að við förum að endurtaka jarðarförina. Gagnar það henni neitt, þó að ég haldi áfram að rífast um þetta í stað þess að fara að sofa, eins og mig langar tii? Hún sagði þér þetta af því að hún hefur ánægju af að tala um það. Veslingurinn. Henni léttir ef hún getur orðið hetja í einhverjum sorgarleik. Ef hún fer að segja mér frá þessu, skal ég líka vera góður áheyrandi. Ég skal fá tár fram í augun. En nú ert þú ekki hetjan. Farðu nú að sofa. — Þú er hugmyndafluglaus skepna! — Skepnur þurfa líka að sofa. Góða nótt, elskan? — Úlfaldi! Nú kom ekkert svar. Eftir andartak sneri hann sér við í rúminu og stundi. Og svo var hann innan skamms farinn að hfjóta. Graham lá vakandi enn um stund og hlustaði á gjálpið í sjón um úti fyrir og niðinn í vélun- um. Þjónn með flugnadrep! í Berlín var maður, sem hann hafði aldrei séð og vissi ekki einusinni, hvað hét, sem hafði dæmt hann til dauða. í Sofiu var maður að nafni Möller, sem hafði fengið skipun um að fram- kvæma dauðadóminn, og hér, í nokkurra skrefa fjarlægð í ká- etu númer níu, var böðullinn með 9mm. skammbyssu að vopni, reiðubúinn til að fram- kvæma dóminn og hirða kaupið sitt, eftir að hafa afvopnað fórn ardýrið. Þetta var alltsaman jafn ópersónulegt og ástríðu- laust og réttvísin sjálf. Að fara að hreyfa andmælum var álíka þýðingarlaust og að fara að pexa við böðulinn undir gálganum. Hann reyndi að hugsa um Stephanie og fann, að það gat hann ekki. Þetta, sem hún var hluti af — húsið, vinahópurinn þeirra og allt þesshátiar, var hætt að vera til. Hann var einn sins liðs, fluttur inn í eitthvert land, þar sem landamærin votu dauðinn — aleinn, ef frá ar tal- in eina manneskjan, sem hann gat talað við um alla þessa skelf- ingu. Hún var með viti. Hún var raunveruleikinn. Hann þarfnaðist hennar. Stephar.ie þarfnaðist hann ekki. Hún var ekki annað en andlit og rödd inn an um öll hin andlitin í heimi, sem hann hafði þekkt endur fyr- ir löngu. Hann leið yfir i eitthvert óró- legt mók. En þá fór hann að dreyma, að hann væri að detta niður fyrir eitthvert hengif'ug, og hrökk upp af svefninum. Hann kveikti ljósið og tók eina bókina, sem hann hafði keypt í landi um daginn. Það var lög- reglureyfari. Hann las nokkrar blaðsiður og lagði hana svo frá sér. Hann mundi ekki geta lesið sig í svefn með lýsingum af „litlu gati, sem lítið blæddi úr. í hægra gagnauga á líki, sem lá í fáránlegum stellingum, efHr dauðateygjurnar". Hann fór fram úr rúminu, vafði sig í teppi og settist niður til að reykja sér vindling. Hann ákvað að sitja þannig, það sem enn lifði nætur: sitja og reykja. Hann varð einhvernveginn enn- þá meir ósjálfbjarga ef hann lá útaf. Bara að hann hefði skamrn byssuna! Honum fannst, er hann sat svona, að nú væri álíka áríðandi að hafa skammbyssu og að haía sjón. Að hann skyldi hafa lifað af, öll þessi ár, án þess að hafa hana, gat aðeins verið tilviljun að þakka. Skammbyssulaus var maðurinn álika ósjálfbjarga og tjóðruð geit í frumskóginum. Mikill endemis bjáni hafði hann verið að skilja hana etlir í töskunni sinni. Ef hann hefði bara ...... En þá mundi hann eftir nokkru, sem Josette hafði sagt: „José hefur skammbyssu í ko- fortinu sínu. Ég skal ná í hans handa þér“. Hann dró andann djúpt. Hon- um var borgið. José hafði skammbyssu og Josette ætlaði að útvega honum hana. Þá væri allt í lagi. Hún yrði líklega kom- in upp á þilfar klukkan tíu. Hann skyldi bíða þangað til hann væri viss um að finna hana þar, segja henni þá, hvernig ástatt væri og biðja hana að útvega sér skammbyssuna tafarlaust. Ef hann yrði heppinn, mur.di hann hafa hana í vasa sínum inn an hálftíma frá því að hann færi úr káetunni. Þá gæti hann setzt við hádegisverðarborðið með hana gúlpandi út í vasann. Ban- at skyldi verða hissa. Guði sé lof fyrir tortryggnina í honum José! Hann geispaði og slökkti i vindlingnum. Það væri heimsku legt að sitja svona alla nóttina — bjánalegt, óþægilegt og leið- inlegt. Og svo var hann líka syfjaður. Hann lagði teppið aft- ur á rúmið, og lagðist enn fyrir. Innan fimm mínútna, var hann sofnaður. Þegar hann vaknaði aftur, sá hann bjartan hálfmána frá kýr- auganu, sem hoppaði upp og niður á hvítri málningunni á veggnum. Hann lá og horfði a hann, þangað til hann varð að fara framúr, til þess að opna fyr ir þjóninum, sem kom með kaff ið hans. Klukkan var niu. Hann drakk kaffið hægt og hægt, reykti vindling og fékk sér volgt sjóbað. Þegar hann var alklædd ur, var klukkan langt gengin tíu. Hann fór í frakkann og gekk út úr káetunni. Gangurinn, sem klefarnir voru út frá, var rétt nægilega breið- ur handa tveim mönnum að mætast þar. Hann var þrjár hliðar af fernhyrningi, þar sern fjórða hliðin var stigauppgang- urinn til salarins og upp á skjól- bakið, og svo var lítið rúm þar Nú? Þ A U E K O M I ) í). nol f i» Simi-22900 Laugaveg 26 QLAUMBÆR HAUSTFAGNAÐUR í KVÖLD. Dansað til kl. 1. DUMBÓ og STEINI leika. GLAUMBÆR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.