Morgunblaðið - 20.11.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.11.1966, Qupperneq 12
12 MORCUNBLADIÐ Summdagur 20. nóv. 1966 MNG SAMEINUDU ÞJÓÐANNA eftír Agnar ICI. Jónsson ráðuneytisstjóra HÉR er birtur kafli úr er- indi, sem Agnar KI. Jóns- son, ráðuneytisstjóri, flutti á fundi Varðbergs og Sam- taka um vestræna sam- vinnu í gær. Erindið fjall- aði um þing Sameinuðu þjóðanna á þessu hausti. Á DAGSKRÁ 21. Allsherjar- þingsins voru komin, er það var sett í september, rúmlega 90 mál, en síðan hafa nokkur bætzt við, svo þau eru nú orðin ná- lega 100 alls. Meðal þýðingarmestu pólitísku imálanna eru Víetnam-stríðið, af- vopnunanmálin, kjarnorka og friðsamleg notkun hennar, flótta fólkið í Palestínu og Cyprusmál- ið. Af nýlendumálunum má nefna Suðvestur-Afríku, Ródesíu, portú gölsku nýlendurnar, Aden o. fl. Mannréttindamálin eru þó nokkuð á dags<kránni svo og efna hagsmál og fjármáil. Mikið af þessum málum gengu aftur og aftur, eru búin að vera á dag- skrá árum saman. Suðvestur-Afríku-málið Aðalmálið, sem þetta Allsherj- arþing hefur fjallað um, má hik- iaust telja Suðvestur-Afríku- máiið, sem þegar hefur fengi'ð afgreiðslu og skal ég nú víkja nánar að því. Suðvestur-Afríka, sem svo er nefnd, var þýzk nýlenda, ein • af þeim, sem Þjóðverjar misstu. eft- ir lok fyrri heimsstyrjaldarinn- ar. Breland tók þá árið 1920 við gæzlu landsins samkvæmt um- fooði Þjóðabandalagsins og fól Suður-Afríku-sambandinu (Uni- on of Soutth Africa), sem þá var eitt samveldislandanna, að Stjórna þvi. Bftir að Suður- Afríka sagði sig úr brezka heims veldinu, fór stjórn þess áfram með umboðið og gerir þáð enn, *eins og kunnugt er, og beitir þar sömu apartheid-stefnu og heima fyrir. Undanfarin ár allmörg faafa Sameinuðu þjóðirnar fjall- að um mál þetta, fordæmt stjórn Suður-Afríku fyrir stjórn henn- ar á landinu, skipað rannsóknar- tnefndir og gert ýmsar ráðstafan- *r gegn Suður-Afríku, sem eng- an árangur hafa borið. Er þetta löng saga og ömurleg. í sumar féll dómur í Alþjóðadómstólnum 1 Haag í máli, sen. tvö Samein- uðu þjóða ríki, Líbería og Eþí- ópía, höfðuðu gegn Suður- Afríku út af me’ðferð hennar á landinu og vakti hann mikla at- hygli og gremju víða um heim. í stað þess að svipta Suður- Afríku umráðarétti yfir lands- svæðinu, eins og búizt hafði ver- ið við oð vonazt eftir, vísaði Al- þjóðadómstóHinn málinu frá af formsástæðum, taldi að Líbería og Eþíópía ættu hvorki lagaleg- an rétt í máli þessu né hags- muna að gæta. Dómurinn kom eins og reiðarslag. Málið hafði staðið yfir í 6 ár, 336 klukku- stundum hafði verið varið í vitnaleiðslur, 3756 blaðsíður með framburði vitna höfðu verið skrifaðar niður og 112 fundi faafði dómstóllinn haldi'ð, en allt var þetta unnið fyrir gýg. Mál- inu var vísað frá af formsástæð- um, eins og ég sagði, en alls ekki minnzt á efnishlið þess. Spurningunum tm skyldur Suður-Afríkustjórnar gagnvart Sameinuðu þjóðunum og skýrslu gajfir í því 9ambandi svo og um framkvæmd apartheid-stefnunn- ar var því ekki svarað og allt hjakkaði í sama farinu. Mest var reiðin hjá hinum svörtu þjóðum í Afríku, sem hafa unnið að því að Suðvestur-Afríka fengi fullt frelsi og sjálfstæ'ði. Þær settu strax málið á dagskrá Samein- uðu þjóðanna, staðráðnar í því að koma fram á þinginu því, sem ekki fékkst framgengt hjá Aliþjóðadómstólnum. 54 Afríku- og Ásíuríki, en fleiri bættust við síðar, fluttu í upphafi þingsins tHlögu um að Sameinuðu þjóð- irnar skyldu taka gæzluríkið Suðvestur-Afríku af stjórn Suð- ur-Afríku, síðan skyldi sett á fót á vegum Sameinuðu þjóð- anna sérstök stjórn fyrir landið, er stýrði því þar til það gæti orðið fuHvalda. Skyldi Öryggis- ráðinu- falið að gera allar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að framfylgja þessari ályktun. í hinum almennu stjórnmálaum- ræðum var mjög rætt um þetta mál, og var stjórn Suður-Afríku svo til einróma fordæmd fyrir stjórnina á Suðvestur-Afríku. Málið var aUs ekki rætt í nefnd eins og þó er venja, heldur hélt umræðan áfram í þinginu sjálifu að almennu umræðunum lokn- um. Meðal annars var því lýst, hvernið farið væri með hina svörtu frumbyggja, og komust flestir ræðumenn að þeirri niður- stöðu, að Suður-Afríka hefði brugðizt skyldu sinni samkvæmt verndarsamningnum frá 1920 svo gersamlega, að ekki gæti annað komið til mála en svipta þá gæzlunni. Ég vil taka það fram hér í þessu sambandi, að þjó'ðréttarfræðingar Norðurland- anna, sem hafa fjallað um málið frá lagalegu sjónarmiði, hafa tal- ið að Sam. þjóðirnar hefðu laga- legan rétt til þess að taka gæzlu- umboðið af Suður-Afríku, ef svo væri álitið, að um vanefndir á samningnum væri að ræða. Eins og sjá má, voru fíestir á því máili, að um miklar vanefndir væri að ræða hjá stjórn Suður- Afríku. Fulltrúar Suður-Afríku töluðu að sjálfsögðu langt mál sér til varnar og svöruðu árás- unum. Töldu þeir varnarsam- komulagið niður fallið, þar eð Þjóðabandalagið væri úr sög- unni og málið væri því Samein- uðu þjóðunum óviðkomandi. Þeir hefðu einir yfirráðin yfir landinu og þyrftu ekki að standa neinum skil á ráðs- mennsku sinni. Stjórnin í Suður- Afrí'ku hefur aldrei fengizt til þess að senda Sameinuðu þjóð- unum neinar skýrslur um með- ferð sína á landinu. Þriðji flokkur ræðumanna þeirra, sem tóku þátt í umræð- unum, voru fulltrúar vestrænu ríkjanna. Studdu þeir undan- tekningarlaust þau sjónarmið, að Súður-Afríka hefði brugðizt skyldu sinni og bæri því að taka landið undir gæzluvernd Sam- einuðu þjóðanna. Hinsvegar töldu þeir sumt í tillögu Afríku- og Asíumanna óraunhæft og á- byrgðarlaust. Var þar einkum um það að ræða, að þessi ríki vildu láta Sameinuðu þjóðirnar taka tafarlaust við stjórn Suð- vestur-Afríku, án þess að búið væri að gera ráð fyrir hvernig landinu skyldi stjórnáð og hverj- ir ættu að bera kostnað af stjórn þess, sem raunar enginn vissi né veit hversu mikilil mundi verða. Svo var annað ennþá þýðingar- meira. Vitað var, að Suður- Afríka mundi ekki sleppa land- inu þrátt fyrir ákvörðun Sam- einuðu þjóðanna: Hvernig ætti þá að ná því frá henni? Ætti það að gerast með vopnavaldi, og hverjir ættu þá að leggja til her- lið og bera kostnað af siíkri inn- rás? Reynt að ná samkomulagi Meðan umræður héldu áfram hófust nú á bak við tjöldin til- raunir til að fá tillögu Afríku- og Asíuríkjanna breytt. Voru það annarsvegar Mið- og Suður- Ameríkuríkin í sambandi við Breta og nokkur önnur vestræn ríki. Hinsvegar voru það Norður löndin fimm. Ég vil skjóta því inn hér, að samvinna milli Norðuriandanna á vettvangi Sameinuðu.þjóðanna er yfirleitt mjög góð og hefur lengi veri'ð, og er hún það jafnt fyrir það þótt skoðanamunur kunni að vera um málefnin. Sér- saklega megum við íslendingar vera ánægðir með þetta sam- starf, þar sem oft er erfitt fyrir okkur að fylgjast með því, sem er að gerast, vegna þess hve fá- liðaðir við erum á þinginu, eins og ég hef áður minnzt á. Norðurlöndin gerðu drög að breytingartillögu við áðaltiMög- una á þá leið, að í stað þess að setja þegar á fót stjórn fyrir Suð vestur-Afríku og fela Öryggis- ráðinu að gera „allar nauðsyn- legar ráðstafanir", eins og það er orðað, í sambandi við slíka stjórn, skyldi sett upp „ad hoc“- nefnd til að fjalla um rauníhæfar leiðir til að koma landinu undir brá'ðabirgðastjórn Sameinuðu þjóðanna, þar til það gæti öðl- ast fullveldi. Þessi tillaga var sýnd talsmönnum Afríkumanna og var töiuvert um hana rætt, en ekki vildu þeir á hana fallasit þegar til kom. Reyndu þó ýmsir mætir menn og áhrifaríkir að miðia málum, þótt ekki bæri slíkt árangur, og það þótt Norð- urlöndin breyttu nokkuð sinni upphaflegu breytingartillögu. Ég verð nú að fara hratt yfir sögu. Afríkuþjóðirnar fóru að verða leiðar út af öllu baktjalda- makkinu og heimtuðu að málið fengi endanlega afgreiðslu. Komu nú Suður- og Mið-Ameríkuríkin fram með tUlögu til miðlunar í málinu, eins og áður er getið, og reyndist hún að efni til nauðalík þeim hugmyndum, sem Norður- löndin höfðu reynt svo mjög að ná sálnstöðu um. Þar átti líka að skipa nefnd 14 ríkja, sem skyldu athuga hvernig hægt yrði að hrinda ályktuninni í fram- kvæmd. Hófust nú enn umræður á bak við tjöldin og var kapp miki'ð í mönnum um að reyna að finna lausn, sem allir gætu sætt sig við. M.a. fóru Norðurlöndin enn af stað með sína tiilögu í breyttu formi. Svo fór, að Afríku mönnum leizt þahnig á tillöguna frá Suður-Ameríkumönnum, að þeir féllust á að fylgja henni. Reyndi nú, er komið var að lokaafgreiðslu málsins, fuHtrúi Bandaríkjanna að víkja orðalagi tillögu Suður-Ameríkuríkja ör- litið við, og var það or’ðalag að okkar dómi fslendinganna til bóta, en Afríkuríkin báru ekki traust til þessarar breytingar og lögðust gegn henni. Var fundi nú frestað í stundarfjórðung og stungu menn saman nefjum um allan sal í því skyni að gera síð- ustu tilraun til að bræða alit saman, en ekki gekk það. Hins- vegar héldu umræður áfram og loks þegar liðið var á kvöldið hófst atkvæðagreiðsdan. Var mikiil ólga í hinum stóra sal og bi'ðu aUir með mikil'li eftirvænt- ingu eftir því hvernig fara mundi. Vel má segja, að „drama- itísk stemning" hafi rikt. Banda- riska tillagan kolfóll, fékk að- eins 18 atkvæði. BreytingartUlög ur Suður-Ameríkuþjóðanna voru samþykktar með miklum at- kvæðamun og að síðustu var aðaltillaga Afríku- og Asíuþjóða þannig breytt samþýkkt með 114 atkvæðum, en tvö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni, Suður- Afríka sjálf og Portúgal. ísland ■greiddi atkvæði með öllum þremur tillögunum. Það varðaði að sjálfsögðu miklu að fá sem sterkasta samheldni um tillög- una og má segja, að það hafi •heppnazt betur en vænta mátti eftir aUt, sem á undan var geng- ið. Næst liggur nú fyrir að skipa 14 manna nefndina tid að athuga nánar um framkvæmd tiilögunn- ar._ Ég hef orðið nokkuð langorður um mál þetta, bæði af þvá að það er eitt helzta pólitíska málið, sem þetta þing hefur fjallað um, svo og vegna þess, áð Norðurlöndin komu þar mjög við sögu, og var sannarlega leitt, að þeirra miði- unartillaga skyldi ekki ná fram að ganga heldur önnur tillaga, sem byggð var á sömu hugmynd- um, því það hefði óneitanlega verið mikill uppsláttur fyrir Norðurlöndin ef tillaga þeirra hefði verið samþykkt. Skal ég nú víkja að öðrum mál um. Víetnam-málið Víetnam-málið er vafalaust mesta og alvarlegasta málið, sem bíður úrlausnar. Aðalverkefni Sameinuðu þjóðanna er að vernda friðinn í heiminum, en hérna hefur því miður ekkert áunnizt. Að sjálfsögðu hefur mikið verið rætt um þetta mikla og sorglega vandamál á Alis- herjarþinginu. Engum hefur þó tekizt að koma með neinar til- lögur til þess að koma af stað umræðum um friðarsamninga. Tillögur U Thants og annarra innan og utan Sameinuðu þjó'ð- anna hafa engan árangur borið, en áfram er haldið að ræða mál- ið og skrifa um það, og á meðan heldur stríðið áfram í sinni voða legu og átakanlegu mynd, sem við sjáum daglega fyrir okkur af fréttum blaða og útvarps. í þessu máli hafa því Sameinuðu þjóð- irnar engu getað áorkað enn sem komiö er — því miður. Rhodesíu-málið Rhodesíu-málið, eða sjálf- stæðismál Suður-Rhodesíu, hef- ur verið eitt af þeim málum, sem undanfarið hefur verið einna mest áberandi í heimsfrétt- unum, en nú er rúmt ár liðið síðan Ian Smith lýsti yfir sjálf- stæði landsins, er þá sagði sig úr lögum við Bretland og sam- veldislöndin. Á síðasta Allsherj- arþingi var eins og menn muna samþykkt að skora á brezku stjórnina að koma í veg fyrir slí'ka einhlfða sjálfstæðisyfirlýs- ingu, svo að heimsfriðnum yrði ekki stofnað í hættu, auk þess sem ákveðið var að beita tiltekn- um refsiaðgerðum, enda stjórn Ian Smiths af öMum talin ólög- leg. Ekki hefur þó tekizt að fella þessa stjórn ennþá þrátt fyrir aðgerðimar, og hefur negraþjóð- unum í Afríku þótt bæði Bretar og aðrir vera alltof Hnir gagn- vart Rhodesíustjórninni. Málið hefur verið og er enn á dagskrá Sameinúðu þjóðanna og hefur verið töluvert rætt. Hinn 21. október gerðust þau tíðindi í 4. nefnd Allsherjarþingsins, að 51 Afríku- og A9Íuríki flluttu alveg óvænt á'lyktunartillögu um Suð- ur-Rhodesíu. Tilefnið var það, að fréttir höfðu borizt af við- ræðum eða jafnvel samningum Breta við hina ólöglegu stjórn. I tillögunni voru alilar samninga- umleitanir við stjórn Ian Smiths fordæmdar, minnt á réttindi hinna innfæddu íbúa landsins og skyldu Breta að veita Zimba- bawe-þjóðinni, en svo nefnist svarti kynflokkuririn þarna, full veldi. Afríku- og Asiumenji sóttu mjög fast að fá tillöguna af- greidda úr nefndinni samdægurs og tókst þeim þáð. Tillögur ýmissa þjóða, þar á meðal Norðurlanda, til að fá þá til að ganga inn á breytingar og milda tillöguna, báru ekki ár- angur. Næsta dag, sem var laug- ardagur, var boðað til fundar á Allsherjarþinginu, og er það harla óvenjuiegt, að fundir séu haldnir á laugardögum, og málið þá tekið fyrir þar. Var ákveðið, að ekki skyldu verða aðrar um- ræður en þær áð greinargerðir yrðu gefnar um atkvæði, en slíkt er leyfilegt að gera, hvort heldur sem menn vilja á undan eða eftir atkvæðagreiðslu. Á meðan þess- ar ræður fóru fram á undan at- kvæðagreiðslunni fóru nú fram að tjaldabaki miklar umræður, tillögur komu fram, var breytt eða teknar aftur. Flestar gengu út á það að draga úr ofsanum, sem fóls't í aðaltillögunni. Ind- verjar höfðu sig mjög í frammi í þessu máli og fluttu brey tingar- tillögur, sem Norðurlöndunum þótti vera til bóta. Svo fór að þeir tóku þessar tillögur aftur. Áttu þá Norðurlöndin, að þau töldu, ekki annars úrkosta en sitja hjá við aðaltiHöguna, sem var alltof róttæk ti.l þess að hægt væri að fylgja henni. Atkvæða- greiðslan fór svo, að þessi til- Iaga var samþykkt með 82 at- kvæðum gegn 2, en 18 sátu hjá, þ. á m. öH Norðurlöndin. Ég viíl geta þess hér, eins og raunar er kurmugt, að Afríiku- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.